Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. febrúar 1991 - DAGUR - 5 Á hátíðarstundu Hugurinn hvarflar aftur í tímann, dagurinn er 29. ágúst 1987 Akur- eyri 125 ára. Bærinn er í hátíðar- skrúða, bæjarbúar eru í hátíðar- skapi, bæjarfulltrúarnir eru líka í hátíðarskapi. Haldinn er hátíðar- fundur í bæjarstjórn Akureyrar, allir bæjarfulltrúarnir samþykkja að gefa bæjarbúum veglega „af- mælisgjöf" stækkun á Amtsbóka- safni. Og samþykkja allir sem einn maður að veita tveimur mkr. til þessa verkefnis strax. Menningarmálanefnd fékk það verkefni að fylgja þessu máli eftir og lagði fram hugmyndir um fjöl- þætta nýtingu á viðbyggingu við Amtsbókasafn. Ákveðið var að efna til hug- myndasamkeppni um viðbygg- ingu hússins og dómnefnd valin. { þessa dómnefnd voru valdir eftirfarandi bæjarfulltrúar, þáverandi forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Sjálfstæðisflokks Gunnar Ragnars og núverandi forseti bæjarstjórnar Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi Alþýðu- bandalags. Margar snjallar hugmyndir bárust en fyrstu verðlaun hlaut hugmynd Guðntundar Jónssonar arkitekts. Enn ein hátíðarsam- koma er haldin, verðlaun voru veitt og úrslit samkeppninnar sýnd og kynnt öllum bæjarbúum. Fólk var hrifið og með hátíðar- glampa í augum. Glæsileg nýbygging við Amtsbókasafnið breytti safninu í sannkallaða menningarmiðstöð. Afmælisgjöf- in var að verða að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn hafði í kosningaloforði sínu árið 1986 lofað að gera gamla barnaskól- ann að menningarmiðstöð. Sjald- an hafði nokkur flokkur þorað að setja fram svo einarða afstöðu um framkvæmdir í menningar- málum. Allir vita hvar þau mál standa, það er enginn hátíðar- Ijómi yfir því húsi í dag. Fyrir bæjarsjórnarkosningarn- ar 1990 var eitt af kosningalof- orðum Alþýðubandalagsins að gera Grófargil að „Listagili". Hugmynd þessi var ekki ný hún hafði komið fram á málþingi um menningu sem fyrrverandi menn- ingarmálanefnd efndi til 22. nóvember 1986 þar sern lögð var áhersla á menningu og úttekt á Þórey Eyþórsdóttir. húsnæðismálum fyrir menningar- starfsemi á Akureyri. Þann 9. febrúar sl. var enn á ný haldið málþing um menningar- starfsemi í Akureyrarbæ. I’ingið var lialdið í nýjum og glæsilegum húsakynnum safnaðarheimilis Akureyrarkirkju. Kynntar voru teikningar af fyrirhugaðri við- byggingu við Amtsbókasafn og nýgerð úttekt á húsnæði við Grófargil. Frummælendur lögðu fram sínar staðreyndir um aðstöðu og aðstöðuleysi hinna ýmsu mcnningarþátta á Akur- eyri. Nöldurtónninn var áberandi og aðstöðuleysið tíundað og flest því miður satt. En þó var svo mikið um að vera í mennilrgarlíf- inu hér á Akureyri þennan untrædda dag að tveir frummæl- endur urðu að leggja fram mál sín og taka síðan til starfa við menningu á öðrum vettvangi. Bjartsýni og frumkvæði þarf til að menning blómstri. Ég valdi að njóta menningar í formi hljómlistar í stað þess að taka þátt í hópumræðum um menningu og veit því ekki hvað fram korn um óskir og væntingar þinggesta um menningarmál. Hvað mig sjálfa varðar á ég ekki betri ósk fyrir þennan bæ en að menning og listir fái aðstöðu og fjármagn til listsköpunar í hvaða formi sem er. Þykir mér sumar hugmyndir um að gera Grófargil að „Listagili" álitlegur kostur og Náttúruverndarráð: Steftit að landvarðanám- skeiði á Akureyri í vetur Náttúruverndarráð stefnir að því að efna til nániskeiðs í nátt- úruvcrnd á Akureyri í vetur. Ákveðið er að halda slíkt námskeið í Reykjavík og hugs- anlega einnig á Egilsstöðum. Á undanförnuni árum hefur Náttúruverndarráð staðið fyrir slíkum námskeiðum, sem hafa vcrið nefnd landvarðanám- 'skeið, enda er nú gert að skil- yrði að þeir sem ráðast til land- vörslustarfa á vegum Náttúru- verndarráðs hafi slíkt nám- skeið að baki. Störf landvarða hafa breyst nokkuð á undanförnum árum. Mikilvægi fræðslu og fyrirbyggj- andi aðgerða er sífellt að koma bctur og betur í ljós eftir því sem ferðamönnum fjölgar og umferð um landið eykst. Landverðir sinna einnig ýmsum verkefnum sem til falla við rekstur tjald- svæða en þar sem því verður við komið er æskilegt að ráða sér- stakt starfsfólk í verkamanna- vinnu og þrif á snyrtihúsum. Á námskeiði í náttúruvernd er á ég þá sérstaklega við byggingar sunnanverðu í gilinu að þar verði vinnustaðir, sala og sýning á list- verkum ásamt íbúð fyrir gesta- listamenn. í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar er eitt af verkefnunum að vinna að við- byggingu Amtsbókasafnsins. Ég treysti því að bæjarstjórn fylgi þessum samningi eftir en skjóti því ekki á frest að hefja fram- kvæmdir við nýbyggingu Amts- bókasafnsins, eins og formaður menningamálanefndar Þröstur Ásmundsson lagði til í sinni framsögu á þinginu og Akureyr- ingar fái sína menningarmiðstöð í tengslum við Amtsbókasafnið eins og þeim var lofað á hátíðar- stundu. Þórey Eyþórsdóttir Höfundur er uppeldis- og sérkennslufræð ingur og eigandi Gallcrís AllraHanda. LETTIB 1l Aðalfundur Léttis verður í Skeifunni, sunnudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. Skýrsla stjórnar. Reikningar. Lagabreytingar. Kosningar. Önnur mál. Félagar! Mætid vel og stundvíslega. Stjórn Léttis. 2.VM1LB0Ð gefin innsýn í náttúru landsins, jarðfræði. gróöur og dýraltf. Kynnt eru lög og reglur um nátt- úruvernd og m.a. farið ítarlega í almannarétt, það er rétt almenn- ings til umferðar um landið. Hlutverki og störfum Náttúru- verndarráðs eru gerð sérstök skil svo og friðlýsingamálum, flokk- um friölýstra svæða og hlutverki landvarða. Námskeiðið er það stutt að þátttakendur verða að leggja á sig nokkuð sjálfsnám heima fyrir. Síðari hluti námskeiðsins er verklegur, nemendum hefur áður verið skipt í hópa sem hver urn sig hefur fengið verkcfni til undirbúnings og úrvinnslu. Dval- iö er í 5 daga til dæntis í Þjóð- garðinum í Skaftafelli og þátttak- endur þjálfaðir í því áð fara með fólk í gönguferðir og fræða þaö um það sem fyrir augu ber, líf- ríki, jarðmyndanir og söguminj- ar. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru starfsmenn Náttúruverndar- ráðs auk sérfræðinga, t.d. í lög- um um almannarétt og land- varða. óþh PS LITSJÓNVÖRP A ÖÐRU VKUTILBOÐI BJÓÐUM VIÐ ÞESSIFRÁBÆRU LITSJÓNVÖRP14 OG 20 TOMMU Á EINSTÖKU VERÐl OG KJÖRUM PHILIPS 20GR1250 LITSJÓNVARPSTÆKID. STAÐGR. KR. 39.900,00. AFB. KR. 43.900,00. PHILIPS 14CR 1221 LITSJÓNVARPSTÆKIÐ. STADGREITT KR. 24.900,00. AFB. KR. 27.900,00 BÆDI TÆKIN ERU FJARSTÝRÐ. SLEKKUR SJÁLFT EFTIR INNSTILLINGU (SLEEP TIMER). SKYGGT GLER í SKJÁ TRYGGIR BETRI MYND. GÆÐATÆKI Á GÓÐU VERÐI FRÁ PHILIPS STÆRSTA SJÓNVARPSFRAMLEIÐANDA í HEIMI. jíiK GEISl 14*SÍMI 21300 Skuldabréf , „ .. .T. i . 18mán MUNALAN raðgrciðslur 11. mán. raðgreiðslur 12. mán. 30. mán.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.