Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 11
hér & þor Þriðjudagur 12. febrúar 1991 - DAGUR - 11 i Reynslusaga 25 ára breskrar konu: - eftir að eiginmaðurinn skildi við hana Margir þjást af offitu, bæði karlar og konur. Sumur verða fyrir persónulegum harmleikjum vegna þessa, aðrir takast á við fit- una eftir að hafa orðið fyrir áföll- um í lífinu. Hér á eftir fer frásögn 25 ára breskrar konu, Jayne Reid, sem tókst að sigrast á fit- unni. „Eg leit alltaf út eins og síldar- tunna, eða strandaður hvalur. Ég var 126 kíló, og skammaðist mín svo mikið að ég fór ekki út úr húsinu. í fyrra skildi maðurinn minn við mig. Hann fór einfald- lega að búa með annarri konu, sem hafði línurnar í lagi. Málin mín voru 48-46-52, en í dag eru þau 36-26-37. Það er frábært að leggja af. Nú get ég farið í verslanir og keypt tískuföt. Ég hef miklu meira þrek en áður, fer tvisvar í viku í eróbik og líka í danstíma. Ég endurheimti sjálfsvirðingu mína. Á meðan ég var feit ég varla að líta í spegil, málaði mig aldrei og gerði ekkert fyrir hárið á mér. Ég var vön að segja fólki að ég væri tíu árum eldri en ég er. Mér leið alltaf illa vegna þyngdarinnar. Ég var alltaf borða, nartandi í sælgæti og kökur. Ég borðaði mikið milli máltíða, og átti alltaf til vara- forða af sælgæti, pylsum og fleiru. Ég borðaði sérstaklega mikið af samlokum með alls kon- ar fyllingum, frönskum kartöfl- um o.fl. slíku. Samt reyndi ég að leggja af, en það tókst bara ekki. Þegar mér mistókst borðaði ég ennþá meira en áður. Maðurinn minn fyrrver- andi vann á lyftara. Hann skildi við mig vegna vaxtarlagsins, og svo var ég líka alltaf svo óhress. Þegar hann skildi við mig fór ég loksins að hugsa málið í alvöru. Ég gat ekki kennt neinum um þetta nema sjálfri mér. Léttist um 66 kfló á einu ári „Ég var alltaf að narta í mat milli máltíða. Nú er ég allt önnur persóna,“ seg- ir Jayne. Ég fór í megrunarklúbb, reyndi að finna rétta mataræðið með aðstoð og ákvað að svíkja ekki sjálfa mig. Seinna fór ég í líkamsrækt þrisvar í viku. Núna veit ég að megrunarkúrar einir virka ekki, maður þarf hreyfingu til að brenna fitunni. En þá verð- ur maður að passa sig á að borða aðeins réttar tegundir af mat, drekka vatn eða sykurlaust gos o.s.frv. Sumum finnst tilhugsunin um þetta vera erfið, en ég segi: Þetta er alls ekki erfitt þegar maður byrjar á því. Aðalatriðið er að hafa áhugann, og hann kemur um leið og þú byrjar. Við aðrar konur ætla ég að segja þetta: Ætlið þið að bíða eftir að sömu örlög hendi ykkur og mig? Auðvitað gildir það sama um karla, haldið þið að konunum ykkar sé sama hvernig þið lítið út? Ég missti 66 kíló á einu ári. f>að er nú kannski heldur mikið, og það er allt í lagi þótt þetta taki lengri tíma. En munið, að megr- unarkúrar einir gera ekkert gagn. Þegar kúrinn er búinn sækir allt í sama farið aftur, og ástandið verður venjulega verra. Sem bet- ur fer þurfa fáir að leggja eins mikið af og ég. Mér finnst fólk sem þarf ekki að leggja af nema um 20 til 30 kíló eiga auðveldan leik miðað við mig. Að lokum þetta: Áður litu karlmenn ekki við mér, en núna er flautað á eftir mér hvert sem ég fer.“ STÓRHAPPDRÆTTI FLD6BI0RGDNABSVEITANNA Vinningaskiá 1990: Nissan Patrol GR: 19947-31874-51194 Heimilispakkar: SEM INNIHALDA: MACINTOSH CLASSIC 2/40 TQLVU, NORDMENDE SV-500 SJÓNVARPSMYNDAVEL, BANG & OLUFSEN BEOSYSTEM 6500 ÁSAMT PENTALAB HÁTÖLURUM, NORDMENDE PRESTIGE 29" SJÓNVARP, MITSUBISHI FZ-129 FARSÍMA OG NORDMENDE V-8005 MYNDBANDSTÆKI 23010-51059-158585 Artic Cat Panthera vélsleðar: 91946-146942 EchoStar gervihnattadiskar: 28411 - 36881 - 44826 - 54138 54537 - 64938 - 76519 - 89061 111478-120728 Nordmende SU-S00 sjónvarpsmyndavélar: 8152-19583-40994-48822 61983-62164-76808-81079 85123 - 97200 -102557 -123314 129222-137209-152226 Macintosh Classic 2/40 einkatölvur: 2366 - 3511 - 24664 - 26153 34061 - 40375 - 50719 - 64035 65690 - 66521 - 66878 - 67179 73700 - 78033 - 78968 - 80722 91927-107386-121563 145282-150222-151632 153660 -154788 -158426 Nordmende Galaxy 36 14 sjónvarpstæki: 727 - 7808 - 10729 - 16248 -19568 20978-21301 -32278-33592 40143-43760-47526-72210 82320-88721 -89122-93751 95769 -105883 -108548 135265 -142255 -149482 (Birt án ábyrgðar) Flugbjörgunarsveitirnar þakka veittan stuðning á liðnum árum! Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Flugbjörgunarsveitin á Hellu Flugbjörgunarsveitin á Skógum Flugbjörgunarsveitin áAkureyri Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð Flugbjörgunarsveitin í Vestur-Húnavatnssýslu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.