Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 12. febrúar 1991 - DAGUR - 15
Kveðja frá
Kaupfélagi Eyfirðinga
Vernharður Sveinsson, mjólkur-
samlagsstjóri, sem lést þann 1.
febrúar var jarðsettur frá Akur-
eyrarkirkju í gær, Hann fæddist
7. apríl 1914 að Nesi í Grýtu-
bakkahreppi. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurlaug Vilhjálms-
dóttir og Sveinn Þórðarson bóndi
og síðar hótelstjóri á Hótel Gull-
fossi á Akureyri. Vernharður
kvæntist eftirlifandi konu sinni,
Maríu Sveinlaugsdóttur, árið
1940.
Vernharður Sveinsson kom til
starfa hjá Mjólkursamlagi KEA
1. október 1929 og vinnudegi
hans hjá Samlaginu lauk ekki fyrr
en sl. haust. Þá voru liðin 62 ár
síðan Vernharður kom fyrst til
starfa, en samfelldur starfstími
hans hjá Mjólkursamlagi KEA
varð 61 ár. Það er lán hverju því
félagi eða fyrirtæki sem hefur á
að skipa jafn ötulum og sam-
viskusömum starfsmanni og
Vernharður var.
Vernharður var menntaður
mjólkurfræðingur, stundaði nám
sem iðnnemi í mjólkuriðnaði og
sigldi til Danmerkur og lauk þar
námi, bæði í verklegum og bók-
legum fræðum. Um árabil var
hann hægri hönd Jónasar Krist-
jánssonar, mjólkursamlagsstjóra,
og ávann sér traust og virðingu
allra þeirra sem skiptu við Sam-
lagið. Vernharður tók við starfi
mjólkursamlagsstjóra, þegar
Jónas Kristjánsson hætti um ára-
mótin 1965/66.
Mikil saga og uppgangur átti
sér stað í mjólkuriðnaði á vegum
KEA þau ár sem þeir Jónas og
Vernharður stýrðu Samlaginu.
Um það leyti er Vernharður tók
við stjórnartaumunum var t.d.
hafin bygging nýs húss fyrir
Mjólkursamlag KEA, sem vígt
var 19. júní 1980. Þetta er ein-
hver viðamesta framkvæmd sem
KEA hefur nokkru sinni ráðist í
og hvíldi hún að miklu leyti á
herðum Vernharðar Sveinssonar.
Vernharður gegndi ýmsum öðr-
um trúnaðarstörfum fyrir ey-
firska samvinnumenn og gekk
ætíð heill og óskiptur til verks.
Þann 30. september 1982 lét
Vernharður af störfum sem yfir-
maður Mjólkursamlags KEA. En
starfsþrekið var mikið pg áhug-
inn á málefnum Samlagsins
ósvikinn. Vernharður hélt því
áfram starfi á skrifstofu Samlags-
ins þar til í haust eins og fyrr
sagði.
Með Vernharði Sveinssyni er
genginn góður fulltrúi jjeirrar
kynslóðarinnar, sem með ósér-
hlífni byggði upp KEA eins og
við þekkjum félagið í dag. Fyrir
hönd KEA sendi ég Maríu Svein-
laugsdóttur innilegar samúðar-
kveðjur.
Magnús Gauti Gautason,
kaupfélagsstjóri.
Nú þegar vinur okkar Vernharð-
ur Sveinsson er látinn er okkur
efst í huga þakklæti fyrir þá hlýju
og elsku sem við mættum hjá
þeim hjónunum Venna og Maju.
Þegar við fluttum norður fyrir 25
árum tóku þau okkur opnum
örmum og gerðu sitt heimili að
okkar. Þau reyndust okkur börn-
unum sem afi og amma og for-
eldrum okkar sem sannir vinir og
leiðbeinendur.
Ógleymanlegar eru samveru-
stundirnar hvort sem var í berja-
mó, í veiðitúr, í eldhúsinu eða
hið árlega jólaboð þar sem veitt
var af þeirri rausn og glæsibrag
sem þeim var svo einstaklega
lagið. Þar fór saman næmt auga
fyrir því fallega, listamatreiðsla
Maju og friðurinn og vellíðanin
sem ríkti á þeirra heimili.
Við krakkarnir kynntumst
einnig Venna sem yfirmanni okk-
ar á vinnustað í Mjólkursamlagi
KEA. Þar hafði Venni í mörgum
stórum málum að snúast. Það
skipti liann þó ekki minna máli
þegar eitt okkar var ráðið til að
færa tölur inn í bók að rithöndin
væri falleg. Venni var gegnheill
frá því smáa til hins stóra, einn af
þessum sönnu íslensku máttar-
stólpum sem aldrei brugðust.
Minningin um fallegan og góð-
an mann mun lifa með okkur.
Brynja, Oli, Arna,
Óla Sigga og Arnbjörg.
Nokkur mimiingarorð
um tvo gamla skólafélaga
Ærið tíðhöggur gerist nú „Mað-
urinn með ljáinn" í hópinn, sem
safnaðist saman við Iitla húsið við
Lundargötu, fyrir rúmum 60 ár-
um, til þess að setjast þar á bekk
í hinum nýja gagnfræðaskóla,
sem þar var að hefja starfsemi
sína. Raunar hefir hann verið þar
óþarflega oft á ferðinni aður', að
því er okkur finnst, sem hann
hefir ennþá eirt, en við því er víst
ekkert að segja, við hann tjóir
ekki að deila, honum verða allir
að lúta.
A síðasta sumri urðum við að
sjá á bak foringjanum frækna,
Stefáni Reykjalín, sem ávallt fór
fremstur í flokki, þegar um hug-
sjónir og framkvæmdir þeirra var
að ræða. Og nú kveðjum við,
með sárum söknuði, Önnu
Tryggva, sem á sínu sviði kannski
ekki síður mætti til foringja telja,
svo glöð og innileg var hún að
óhjákvæmilegt var að smitast af
þeim eiginleikum hennar. En
enginn má sköpum renna, eins og
forðum var sagt. Nú blasa við
augum okkar, sem fylgst höfum
með „bæjarlífinu“, hin ótrúleg-
ustu verk hugar og handa vinar
okkar Stefáns og munu á ókomn-
urn árum vitna um hinn stór-
brotna framkvæmdavilja hans og
þrotlausa baráttu til að sjá hann
rætast. En til þess sparaði hann
hvorki þrek né hugsun. Er það
trú mín, að mikið vatn hafi til
sjávar runnið áður en hann er
Akureyringum gleymdur. En um
slíkt hafa aðrir, mér dómbærari
áður fjallað.
Önnur og andhverfari örlög
biðu, aftur á móti, hins létta og
lífsglaða fiðrildis, sem flögraði
milli okkar og hreif okkur með
sér í fluginu. Varla var veturinn
nema rúmlega hálfnaður þegar
hún fór að kenna sjúkdóms, sem
olli því að hún gat ekki lokið
vetrinum með prófi, eins og ætl-
að var. Hefir þar líklega strax
farið að segja til sín óvinur sá,
sem hún, með misjöfnum hléum,
átti síðan við að etja, uns hún
varð að lúta ofurvaldi hans.
Ekki var þó um neina uppgjöf að
ræða, af hennar hálfu, því á
næsta hausti var þráðurinn, að
nokkru leyti, tekinn upp á ný, en
aftur slitnaði hann, áður en vetr-
inum lauk og vorið kom.
En þótt hinn grimmi andstæð-
ingur léti öðru hverju á sér kræla,
voru lífsgleðin og lífsþráin aldrei
á bak brotnar hjá henni, og innan
tíðar fann hún þann förunaut,
sem ávallt hefir verið henni sá
styrkur og sú stoð, sem hún gat
treyst, hvernig svo sem vindarnir
blésu og jafnframt átti hug henn-
ar allan, ásaint dótturinni. Munu
allir vinir hennar, nú að leiðar-
lokum, flytja þeim innilegar sam-
úðarkveðjur og þakkir fyrir þá
fórnfýsi og drenglund, sem þau
hafa látið henni í té.
Þess skal þá ekki látið ógetið,
hvern hug hún bar til hinna ýmsu
og fjölbreyttu áhugamála eigin-
manns síns. Má þar fyrst og
fremst nefna Leikfélag Akureyr-
ar, þar sem hann fór í farar-
broddi um áratugi. Var mér vel
kunnugt um hvern hug hún bar til
þeirrar starfsemi og, þrátt fyrir
allt, leiddi hana þó nokkrum
sinnum upp á „sviðið“. Munu
flestum, er sáu hana í sýningu
félagsins á „Skrúðsbóndanum“
1940-1941, vera minnisstætt
hvernig hún skilaði því hlutverki
og af því draga þá ályktun, að „í
fullu fjöri" hefði hún getað náð
góðum árangri, sem „dramatísk-
ur“ lcikari.
Með þessurn fátæklegu og fáu
línum vil ég flytja þessum tveim
vinum mínum frá fornu fari, mín-
ar bestu kveðjur og þakkir fyrir
samfylgdina í 60 ár og biðja þeim
allrar blessunar í þeirri von að
við hittumst og fylgjumst að í
nýjum og betri heimi, ásamt
þeim Guðbjörgu og Guðmundi,
þegar þar að kemur.
Páll Helgason.
%
• ENDURUNNINN
pappír .
. telefaxpappir
. ÁÆTLUNARBLOÐ
. ÁÆTLUNARBLOÐ
fyrir SUMARLEVFI
• SKÝRSLUBLOKKIR
'.s'SoSnpappík
.hvers kyns
SÉRPRENTUN
DAGSPRENT
STRANDGÖTU 31 • 600 AKUREYRI
SÍMAR 24222 & 24166
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum eignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Hjallalundi 20, íb. 401, Akureyri, tal-
inn eigandi Guðmundur Gíslason,
föstudaginn 15. febrúar 1991, kl.
14.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Veðdeild Landsbanka íslands.
Hrísaiundi 16 d, Akureyri, talinn eig-
andi Guðni Jónsson, föstudaginn
15. febrúar 1991, kl. 15.00.
Uppboösbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl., Sigríður
Thorlacius hdl., Bæjarsjóður Akur-
eyrar og innheimtumaður ríkis-
sjóðs.
Kaupangi v/Mýrarveg, E-hl., þingl.
eigandi Matthías Þorbergsson o.fl.,
föstudaginn 15. febrúar 1991, kl.
14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
íslandsbanki og Björn Jónsson hdl.
Mímisvegi 16, Dalvík, talinn eigandi
Rafvélar sf., föstudaginn 15. febrú-
ar 1991, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Smárahlíð 22 d, Akureyri, þingl.
eigandi Gunnar J. Gunnarsson,
föstudaginn 15. febrúar 1991, kl.
13.30.
Uppboðsbeiðandi er:
íslandsbanki.
Tjarnarlundi 18 i, Akureyri, þingl.
eigandi Ásdís Bragadóttir, föstu-
daginn 15. febrúar 1991, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Ólafur Birgir Árnason hrl.
Ægisgötu 26, Akureyri, þingl. eig-
andi Matthías Þorbergsson, föstu-
daginn 15. febrúar 1991, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Islandsbanki og Bæjarsjóður Akur-
eyrar.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram á skrifstofu embættisins,
Hafnarstræti 107,3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Aðalstræti 2, norðurhl., Akureyri,
þingl. eigandi Tryggvi Sveinsson,
föstudaginn 15. febrúar 1991, kl.
15.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Arnarsíðu 12 b, Akureyri, þingl. eig-
andi Sveinn Ævar Stefánsson,
föstudaginn 15. febrúar 1991, kl.
14.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeiid Landsbanka íslands, Ólaf-
ur Birgir Árnason hrl. og Ásgeir
Thoroddsen hdl.
Litla-Dunhaga III, Arnarneshreppi,
þingl. eigandi Stefáns Guðmunds-
son o.fl., föstudaginn 15. febrúar
1991, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl., Benedikt Ólafs-
son hdl., Ólafur Birgir Árnason hrl.,
Tryggingastofnun ríkisins og Hall-
dór Þ. Birgisson hdl.
Óseyri 1 a, Akureyri, þingl. eigandi
Þór hf., föstudaginn 15. febrúar
1991, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Innheimtumaður ríkissjóðs, Fjár-
heimtan hf., Islandsbanki, Ólafur
Birgir Árnason hrl., Ásdís J. Rafnar
hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar.
Sandskeiði 10-12, Dalvík, þingl.
eigandi Hallgrímur Antonsson,
föstudaginn 15. febrúar 1991, kl.
13.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Seljahlíð 1 h, Akureyri, þingl. eig-
andi Hólmfríður Einarsdóttir o.fl.,
föstudaginn 15. febrúar 1991, kl.
14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands,
Gunnar Sólnes hrl., Landsbanki
íslands og Bæjarsjóður Akureyrar.
Skriðulandi, Arnarneshreppi, þingl.
eigandi Kristján Guðmundsson o.fl.,
föstudaginn 15. febrúar 1991, kl.
14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands og
Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Steinahlíð 8 a, Akureyri, þingl. eig-
andi Benedikt Hallgrímsson, föstu-
daginn 15. febrúar 1991, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands og
Ólafur Birgir Árnason hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.