Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 12. febrúar 1991
Málþing um menningu:
Listagil og Amtsbókasafn í brennidepii
- engin niðurstaða um forgangsröð verkefna
Umræður um húsnæðismál
settu mikinn svip á Málþing
um menningu sem haldið var í
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju sl. laugardag að frum-
kvæði menningarmálanefndar
Akureyrar. Flestar listgreinar
virðast búa við húsnæðisskort
og settu menn traust sitt ýmist
á viðbyggingu við Amtsbóka-
safnið eða hugmyndina um
Listagil, en þorri fundarmanna
vildi þó sjá báða möguleikana
rætast. Ekki komst þingið að
niðurstöðu um forgangsröð.
Þröstur Ásmundsson, formað-
ur menningarmálanefndar,
greindi frá því í inngangserindi
að nefnd hefði mótað tillögur um
nýtingu gömlu húsanna í Gróf-
argili. Hann taldi nauðsynlegt að
hrinda hugmyndinni um Listagil í
framkvæmd en uppbyggingunni
mætti skipta í marga áfanga.
„Mín skoðun er sú, að ef sam-
komulag næst við Kaupfélag
Eyfirðinga eigi að ráðast strax í
framkvæmdir í Grófargili. Ég er
viss um að þar mun nást mestur
árangur fyrir minnstan pening á
skemmstum tíma. Á meðan yrði
viðbyggingu Amtsbókasafnsins
skotið á frest, eftir ákveðinni
áætlun þó um hvenær í hana yrði
ráðist og um leið yrði reynt eftir
föngum að laga stöðu safnsins
þangað til viðbyggingin rís,“
sagði Þröstur.
Lárus Zophoníasson, amts-
bókavörður, var ekki sammála
þessu sjónarmiði og sagði
aðstæður í Amtsbókasafninu
vægast sagt bágbornar. Geymslur
eru ófullnægjandi og aðstaða
starfsfólks nær engin. Þá lekur
þak hússins og bækur og gögn
liggja undir skemmdum. Lárus
taldi því nauðsynlegt að ráðast í
viðbyggingu, a.m.k. þann hluta
sem snertir safnið beint. Hann
upplýsti að kostnaður vegna sam-
keppninnar og hönnunar væri
komin í 12 milljónir króna.
Um 100 manns sóttu Málþing
um menningu í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju síðastliðinn
laugardag og að flestra mati
voru umræður málefnalegar og
gagnlegar. Ein tillaga, eða
áskorun, var samþykkt sam-
hljóða á fundinum:
„Almennur fundur um lista- og
menningarmál, haldinn á Akur-
eyri 9. febrúar 1991, skorar á
menntamálaráðherra og ríkis-
Roar Kvam, skólastjóri Tón-
listarskólans, benti á að hús-
næðismál tónlistarmanna hefðu
verið í ólestri í marga áratugi.
Sunna Borg, formaður Leikfé-
lags Akureyrar, sagði að aðstæð-
ur í Samkomuhúsinu væru slæm-
Eldvarnakerfið í Samkomu-
húsinu á Akureyri er í ólestri,
eða eins og segir í niðurlagi
skoðunarskýrslu eldvarnaeftir-
stjórn að gera nú þegar ráðstaf-
anir til að jafna þann mikla mun
sem er á framlögum ríkissjóðs til
menningarmála á höfuðborgar-
svæðinu annars vegar og á öðrum
landssvæðum hins vegar.
Fundarmenn telja, að ekki
verði lengur við það unað, að
nánast allt fjármagn til þessa
málaflokks fari til starfsemi, sem
staðsett er á höfuðborgarsvæð-
inu.“ SS
ar og Brunamálastofnun hefði
gert margar athugasemdir við
húsið. Helgi Vilberg, skólastjóri
Myndlistaskólans, sagði að taka
yrði tillit til þess að nú væri því
spáð að listir myndu smátt og
smátt koma í stað íþrótta sem
lits: „Eins og ástand bygging-
arinnar er í dag getur hún eng-
an veginn talist vera örugg
undir leikhússtarfsemi og því
síður notast sem samkomuhús
á einn eða annan hátt, ef
fyllsta öryggis á að gæta.“
Sunna Borg, formaður Leik-
félags Akureyrar, gerði á Mál-
þingi um menningarmál grein
fyrir bágbornu ástandi Sam-
komuhússins. Fyrir utan ástand
eldvarna þá lekur þakið, upphit-
unarkerfi er úrelt, loftræsting
engin, sviðið brakar, brekkan
ofan við húsið skríður fram,
aðkeyrsla er bágborin og bíla-
stæði af skornum skammti.
Sunna vonaðist til að ástandið
yrði orðið betra á 75 ára afmæli
leikfélagsins 1992 og taldi andlits-
lyftingu góða afmælisgjöf.
Það kom fram í máli Sunnu og
Þráins Karlssonar, leikara, að
helsta tómstundaiðja fólks. Sjötti
frummælandinn, fjöllistamaður-
inn Örn Ingi, sagði að við ættum
að trúa á Gilið, en nánar verður
fjallað um viðhorf frummælenda
og annarra fundarmanna síðar.
félagið vonast eftir að fá Gamla
barnaskólann til umráða fyrir
geymslur, æfingaaðstöðu og íbúð
fyrir gestaleikara, en húsnæðis-
kostnaður vegna gestaleíkara
nam á síðasta ári 1 milljón króna.
Sú hugmynd kom fram að ef
LA fengi Gamla barnaskólann
væri upplagt að gera tengibygg-
ingu milli hans og Samkomuhúss-
ins. Um framtíðina sagði Þráinn
að um tvennt væri að ræða: Að
láta Samkornuhúsið halda sér og
byggja nýtt leikhús eða stækka
húsið í samræmi við frumteikn-
ingar Þorsteins Gunnarssonar.
Sunna lagði líka áherslu á ytri
áhrif leikfélagsins. Þegar sýning-
ar ganga vel kemur kippur í
verslun og þjónustu í bænum.
Leikfélagið er líka atvinnuskap-
andi, á síðasta ári voru greiddar
út tæpar 30 milljónir króna í laun
til 100 starfsmanna. SS
Málþing um menningu:
Áskorun til stjóravalda
SS
erindi. Á þinginu var mest rætt um Listagil og viðbyggingu við Amtsbókasafnið. Um 100 manns sóttu þingið sem
þótti takast Vel. Mynd: ss
Málþing um menningu:
Samkomuhúsið ekki öruggt
með tilliti til eldvama
Verðbólgan hefur mælst mun
minni en Seðlabankinn spáði
- segir m.a. í fréttatilkynningu frá Stemgrími Hermannssyni forsætisráðherra
Verðbólgan mælist nú - í fyrsta
sinn í 20 ár - svipuð og í öðrum
aðildarlöndum OECD. Vísitala
framfærslukostnaðar hefur hækk-
að um 6% á síðustu tólf mánuð-
um, og undanfarna þrjá mánuði
hefur vísitalan hækkað um 4,9%
miðað við heilt ár. Þá hefur verð-
bólga mælst mun minni en Seðla-
bankinn spáði og bankarnir hafa
byggt vaxtaákvarðanir sínar á.
Verðhækkanir undanfarna tvo
mánuði hafa verið minni en
reiknað var með þegar forsendur
kjarasamninganna voru endur-
skoðaðir í lok nóvembermánað-
ar, og stafar það m.a. af lækkun
olíuverðs. Vísitala framfærslu-
kostnaðar í byrjun febrúar mæld-
ist 150 stig, eða um 0,6% lægri en
verðlagsspár við endurskoðun
forsendna kjarasamninganna
gerðu ráð fyrir. í þessu felst að
kaupmáttur tímakaups er meiri
nú en gert var ráð fyrir.
Að dómi Þjóðhagsstofnunar er
líklegt að verðbólgan á mæli-
kvarða vísitölu framfærslukostn-
aðar verði um 6% á næstu mán-
uðum, samanborið við 7 til 8% í
fyrri spám. Erfiðara er hins vegar
að segja fyrir um verðbólgu á síð-
ari hluta ársins. Meðal annars
ríkir óvissa um launaþróun þegar
gildistíma kjarasamninga lýkur í
september. Það veltur því fyrst
og fremst á efnahagsstefnu
stjórnvalda og kjarasamningum í
haust, hvort verðbólgan á árinu
verður meiri eða minni.
fréttir
u
sínum nýlega um félagsstarf
ncmenda. Þar kom m.a. fram
að iéleg þátttaka hefur verið i'
félagsstarli nemenda og hefur
verið ákveöið að draga úr opn-
um húsum um tíma a.m.k.
■ Einnig kom fram að
Grunnskólinn er orðinn
áskrifandi að tölvukerfinu
Imbu á Kópaskeri. Stofn-
kostnaöur við tenginguna var
kr. 50.000.- en áskriftargjaldiö
cr kr. 18.000.- á ári.
■ Hafnarnefnd hefur borist
bréf frá Landssmiðjunni hf.
vegna endurbóta á hafnarvog-
inni og að útbúa hana fyrir 25
tonna vigtun. Gerö er grein
fyrir tveimur útfærslum en
hafnarnefnd er sammála um
að fá sérfræðing frá Lands-
smiójunni til að skoða vigtina
og meta heildar viögeröar-
kostnað.
■ Hafnarnefnd ræddi á fundi
sínum nýlcga, hugmyndir um
að veita neðsta hluta Syðri-
Hvammsár norður fyrir höfn-
ina.
■ Fcrða- og umhverfismála-
nefnd ræddi m.a. á fundi sín-
urn nýlcga, aö fá t.d. Héraðs-
nefnd í samstarf um gerö hér-
aöslýsingar þar sem getiö yrði
helstu sögustaða í héraðinu og
tæki hún þátt í kostnaöi viö
gerð bæklings.
■ Einnig er nefndin sammála
um að leggja til að leita samn-
inga við Ferðaland urn útgáfu
kynningarrits um Hvamms-
tanga ásamt héraðinu ef Hér-
aðsnefnd tekur þátt í útgáf-
unni. Áætlaóur kostnaður er
um kr. 150.000.-, sem greiðist
af heimaaðilum. Fcrðaland
mun safna auglýsingum hjá
hagsmunaaðilum til að standa
straum af útgáfukostnaði.
■ Á fundi bygginganefndar
nýlcga iagði sveitarstjóri fram
drög að samningi Hvamms-
tangahrepps við Skipulag
ríkisins og Árna Ragnarsson
um endurskoðun aðalskipu-
lags Hvammstanga. Bygginga-
nefnd leggur til að bygginga-
fulltrúi verði fulltrúi verk-
kaupa gagnvart verksala.
■ Æskulýðs- og íþróttaráð
ræddi rekstur félagsmiðstöðv-
ar á fundi sínum nýlega.
Ákveðið var að reyna hafa
opið hús einu sinni í viku, á
föstudagskvöldum og í sam-
ráði við skólann. Einnig var
ákveðið að sækja um kr.
500.000.- til reksturs félags-
miðstöðvar.
■ Nefndin ræddi einnig um
að athuga með að færa Ytri-
Hvammsá aðeins " norður,
þannig að hún renni ekki inn á
hlaupabrautir við íþróttavöll-
inn. Einnig á að athuga með
lítinn knattspyrnuvöll fyrir
krakkana, t.d. á túninu fyrir
ofan mjólkurstöðina, ef sam-
komulag næst við eigendur
túnsins.
■ Áfengisvarnanefnd hefur
samþykkt að mæla með því að
Vertshúsið fái leyfi til eins árs
á sölu léttra vína nteð mat. í
framhaldi af því hcfur hrepps-
nefnd samþykkt að veita
Vertshúsinu umbeðið leyfi.