Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. febrúar 1991 - DAGUR - 13
Minning:
Rannveig Gunnarsdóttir
Fædd 6. nóvember 1901 - Dáin 29. janúar 1991
Með nokkrum fátæklegum orð-
um langar mig að minnast elsku-
legrar ömmu minnar Rannveigar
Gunnarsdóttur frá Skógum í
Öxarfirði.
Margs er að minnast því leiðir
okkar lágu snemma saman, eða
þegar ég nokkurra vikna gamall
fór með foreldrum mínum í
fyrstu heimsóknina til ömmu og
afa á Kópaskeri. Frá þeim degi
var þar mitt annað heimili allt
fram að fermingu. Dvaldi ég þar
hvert sumar, og þar að auki sam-
fellt í hálft annað ár þegar for-
eldrar mínir dvöldu erlendis. Til
marks um þá umhyggju og alúð
sem ég naut hjá ömmu og afa, þá
var tilhlökkunin um norðurferð
að vori alltaf jafn mikil og alltaf
var söknuður við brottför að
hausti. Var dvölin þó flest árin
löng, eða frá því snemma vors og
til síðla hausts.
Þrátt fyrir annasama daga 'er
fylgdu umfangsmiklu heimilis-
haldi virtist amrna alltaf hafa
nægan tíma til frásagna, tilsagna
og fróðleiksmiðlunar af ýmsum
toga.
Árið 1957 fluttu amrna og afi
til Reykjavíkur og bjuggu eftir
það að Grenimel 13.
Pegar ég hóf nám við Háskóla
íslands varð ég þeirrar gæfu
aðnjótandi að búa í sama húsi og
þau. Naut ég alla mína námstíð
einstakrar umönnunar þeirra.
Einnig er mér minnisstætt hversu
velkomnir vinir mínir og kunn-
ingjar voru ávallt til þeirra.
Enn lágu leiðir saman þegar
við hjónin festum kaup á íbúð
þeirri sem ég hafði búið í á náms-
árunum og fluttum þangað ásamt
syni okkar haustið 1971.
Þarna bjuggum við í nánu sam-
býli í nær átta ár og er sá lími
okkur hjónum og börnum okkar
ógleymanlegur, enda nutum við
einstakrar hjálpsemi og alúðar,
einkum ömmu, en afi dó sumarið
1973. Sérstaklega er okkur minn-
isstætt hvernig amma, sem unni
öllum gróðri, kenndi börnunum
að umgangast hann.
Á kveðjustund eru okkur efst-
ar í huga þakkir til ömmu fyrir
alla þá ástúð og umhyggju sem
við urðum aðnjótandi.
Blessuð sé minning hennar.
Björn Ragnar.
Minning:
PáJína Eydal
Fædd 10. janúar 1909 - Dáin 1. janúar 1991
Hún elsku Palla mín er dáin.
Hún fékk hægt andlát á nýársdag
og má segja að það hafi verið far-
sæl lausn fyrir hana því hún hafði
átt við veikindi að stríða síðast-
liðin fjögur ár auk þess sem hún
missti nær alveg sjón fyrir nokkr-
um árum.
Pálína eins og hún hét fullu
nafni var fædd að Búðum á
Fáskrúðsfirði 10. janúár 1909.
Foreldrar hennar vöru hjónin
Guðný Magnúsdóttir og Indriði
Finnbogason bæði austfirðingar.
Hún var gift Herði Eydal móð-
urbróður mínum, sem lést árið
1976. Synir þeirra eru Ingimar
kennari og hljómlistarmaður
giftur Ástu Sigurðardóttur
sjúkraliða. Finnur tónjistarkenn-
ari giftur Helenu Eyjólfsdóttur
söngkonu og Gunnar lögfræðing-
ur giftur Ásgerði Ragnarsdóttur
kennara.
Pálína og Hörður áttu hlýlegt
heimili í FUíðargötu 8 sem er ein
af eldri götum norðurbrekkunnar
á Akureyri þar sem húsin eru
umvafin trjágróðri.
Margs er að minnast úr Hlíð-
argötunni.
Ég minnist jólaboðanna á jóla-
dag þegar öll fjölskyldan safnað-
ist saman og veitt var af rausn og
þó að húsakynnin væru ekki stór
virtist aldrei þröngt um neinn.
Einnig kemur upp í huga minn sú
minning þegar við Palla sátum
við borðið í eldhúsinu yfir kaffi-
bolla og spjölluðum um daginn
og veginn. Þá hafði hún ætíð frá
mörgu skemmtilegu að segja og
var oft með spaugsyrði á vörum
því hún hafði góða kímnigáfu.
Ótalin eru þau sumur sem ég
ogfjölskylda mín dvöldumst meö
Pöllu, Herði og fjölskyldu þeirra
í sumarbústaðnum Bjarkalundi í
Vaglaskógi. Það voru yndislegir
dagar og þar nutu þau sín til
fullnustu í faðmi fjölskyldunnar.
Palla var vinamörg og átti góða
nágranna í Hlíðargötunni sem
sýndu henni mikla ræktarsemi,
enda var hún þeirrar gerðar að
fólk laðaðist að henni.
Góðsemi, hlýleiki, jafnaðar-
geð, létt lund og umhyggja fyrir
öðrum var hennar aðalsmerki.
Með þessum lyndiseinkennum
vann hún hugi og hjörtu allra sem
henni kynntust.
Palla gat dvalið á heimili sínu
með góðri hjálp tengdadætra
sinna og sona ásamt aðstoð frá
heimahjúkrun og fleirum þar til
fyrir hálfu öðru ári síðan að hún
fluttist á hjúrkunardeildina við
dvalarheimilið Hlíð.
Þar naut hún frábærrar
umönnunar hjúkrunarfólks þar
til yfir lauk.
Með þessum kveðjuorðum vil
ég þakka Pöllu minni samfylgd-
ina og allt sem hún hefur verið
mér í gegnum árin.
Blessuð veri minning hennar.
Þyri Guðbjörg Björnsdóttir.
Skilafrestur aug-
lýsinga sem eru
2ja dálka (10
cm) á breidd
eða smáauglýs-
inga er til kl.
11.00 daginn fyrir útgáfudag,
nema í helgarblað, þá er skila-
frestur til kl. 14.00 á fimmtu-
dag.
Allar stærri auglýsingar og lit
þarf að panta með 2ja daga
fyrirvara. í helgarblað þarf að
panta allar stærri auglýsingar
fyrir kl. 11.00 á fimmtudag.
Aríðandi
félagsfundur
miðvikudag kl. 20.30, að Galtalæk.
Flugbjörgunarsveitin á Akureyri.
Menntamálaráðuneytið
Listamenn
Nefnd um barnamenningu á vegum menntamálaráðu-
neytisins óskar að ráða, í tilraunaskyni, tvo listamenn til
að starfa að listsköpun í grunnskólum á Austurlandi í
samvinnu við kennara. Skilyrði er að þeir séu vanir og/
eða fúsir að vinna með börnum og öðru fólki. Um er að
ræða vinnu í 5-6 vikur vorið 1991. Nánari upplýsingar
veittar á grunnskóladeild.
Umsóknir sendist nefnd um barnamenningu, mennta-
málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir
20. febrúar 1991.
Húsnæði óskast
Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæði á Egils-
stöðum, Húsavík, ísafirði, Skagaströnd og Þórs-
höfn.
Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús,
u.þ.b. 150-200 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu.
Tilboð, er greini stærð, byggingarár og -efni, fast-
eigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan
afhendingartíma, óskast send eignadeild fjármála-
ráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 21.
febrúar 1991.
Fjármálaráðuneytið, 7. febrúar 1991.
SJ
LAMDSVIRKJUN
Stækkun Búrfellsvirkjunar
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að grafa
fyrir stöðvarhúsi og pípustæði vegna stækkunar
Búrfellsvirkjunar, ásamt vegagerð o.fl.
Helstu magntölur:
Gröftur lausra jarðlaga . um 200.000 m3
Sprengigröftur.......... um 90.000 m3
Vegagerð................ um 25.000 m3
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar
frá þriðjudeginum 12. febrúar nk. gegn óafturkræfu
gjaldi að upphæð kr. 5.000,- fyrir fyrsta eintak, en kr.
2.000,- fyrir hvert viðbótareintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa-
leitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, 8. mars
1991. Tilboðin verða opnuð þar sama dag kl. 14.00.
it
Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður, ömmu, lang-
ömmu okkar og systur,
ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR,
Glerárgötu 1, Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Vilberg Alexandersson,
Jónína Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Matthíasson,
Axel Guðmundsson, Guðbjörg Tómasdóttir,
Jón Oddgeir Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabarn
og Karólína Jónsdóttir.