Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 16
Ml Akureyri, þriðjudagur 12. febrúar 1991 Viking Brugg hf.: Bruggtankar innsiglaðir fyrir helgi Kodak Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni Jbesta ^áfomyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Að kröfu fjármögnunarfyrir- tækisins Lindar hf. í Reykjavík voru bruggtankar Viking Brugg hf. á Akureyri innsigl- aðir síðstliðinn fímmtudag. Innsiglunin stóð stutt yfír í þetta sinn því innsiglið var tek- ið af á ný á föstudag. Tankar Viking Brugg voru inn- siglaðir vegna skuldar við Lind hf. í samtali við Dag í gær sagði Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lindar, að greitt hafi verið inn á skuldina og samið um uppgjör hennar. Pví hafi innsiglið verið tekið af á ný. JÓH Skagfirðingur hf.: Hegranesið landaði góðum afla - Skagfirðingur varð fyrir óhappi Hegranesið landaði mjög góð- um afla á Sauðárkróki í gær- morgun. Skafti er kominn til hafnar eftir siglingu til Þýska- lands, en þar fékkst gott verð fyrir aflann og var heildarverð- mæti um 19 milljónir. Skag- fírðingur varð fyrir óhappi þegar hann var að leggja úr höfn á fímmtudag. Hegranesið landaði 140 tonn- um af þorski í gærmorgun á Sauð- árkróki. Aflinn fékkst fyrir vest- an og var vænn þorskur. Skag- firðingur varð fyrir óhappi þegar hann var að fara út á fimmtudag- inn. Skrúfa skipsins rakst utan í sandrif sem er úti af hafnargarðin- um. Kíll brotnaði við óhappið og tók viðgerð um einn sólarhring. Skagfirðingur er kominn austur í Rósagarð og er að fiska karfa fyr- ir siglingu til Þýskalands. Skafti fékk mjög gott verð fyrir karfa í Þýskalandi fyrir helgina eða um hundrað og þrjátíu krón- ur fyrir kílóið. Skafti seldi um 140 tonn og var heildarverðmæti aflans um nítján milljónir króna. kg Lágheiði er fær fólksbílum, en slíkt er næstum einsdæmi á þessum árstíma. Mynd: EHB Lágheiði opin íyrir umferð Lágheiði var opnuð fyrir umferð á föstudaginn, og var mikil umferð yfír heiðina um helgina. Margir Siglfírðingar notuðu tækifærið til að skreppa til Olafsfjarðar til að skoða Múlagöngin, eins lögðu margir Akureyringar leið sína vestur til Skagafjarð- ar, en eins og kunnugt er eiga menn öðru að venjast en Lág- heiði sé opin á þessum árstíma. Lágheiði er með snjóþyngstu heiðum á Norðurlandi, en þar er nú lítill snjór í kjölfar hlýind- anna undanfarnar vikur. Reyndar eru stór svæði á Lág- heiði snjólaus með öllu, en snjórinn er aðallega í gilja- skorningum og lautum. í venjulegu árferði lokast Lágheiði í fyrstu snjóum, oftast í október eða nóvember. Undanfarin tvö ár hefur heiðin þó ekki lokast fyrr en í desem- ber. Hún hefur ekki verið rudd fyrr en seint í maí. Þá er vegur- inn venjulega látinn bíða í tíu daga eða svo meðan hann er að þorna, og er lokaður fyrir umferð á meðan. Það er ekki einsdæmi að heiðin skuli vera rudd á þess- um árstíma, þó það heyri til algjörra undantekninga. Fyrir nokkrum árum gerðist það að vegurinn var opnaður í janú- armánuði. Haukur Ástvalds- son, bóndi á Deplum í Stíflu, segir að umferðin á sunnudag hafi verið mikil, svipuð og al- gengt er í ágústmánuði. EHB . Málþing um menningu: Hátt í 600 míUjónir í Lista- gil og bókasafh til aidamóta? Hugsanlegt kaupverð húseigna KEA í Grófargili sem rætt er um að nýta undir listastarfsemi hefur ekki verið gefið upp, en samningaviðræður standa yfír milli fulltrúa Akureyrarbæjar og Kaupfélagsins. Áætlaður ,4rekstur á Sauðárkróksflugvelli: Ökumaður ók á flugstöðina Fyrir skömmu varð óvanalegt umferðaróhapp á Sauðár- króki. Ungur ökumaður ók á flugstöðina á Alexandersflug- velli og skemmdust bæði bif- reiðin og flugstöðin. Öku- maðurinn mun hafa verið að æfa akstursíþróttir á bflastæði flugstöðvarinnar og mun hafa fatast eitthvað með fyrrnefnd- um afleiðingum. Grindarhlið er inn á flugvallar- svæðið og er því öllum möguleg- ur aðgangur að svæðinu á hvaða tíma sólarhrings sem er. Öku- maðurinn sem ók á flugstöðina eyðilagði bifreiðina og einnig skemmdist horn flugstöðvarbygg- ingarinnar. Ökumaðurinn síapp ómeiddur eftir áreksturinn. Að sögn Árna Blöndals starfs- manns Flugleiða á Alexanders- flugvelli hefur umferð um flug- vallarsvæðið verið vandamál í mörg ár. Ökumenn spóla hjólför og ausa grjóti í allar áttir en við flugstöðina eru gjarnan geymdir bílar farþega. Fyrir hefur komið að ökumenn hafi farið inn á sjálfa flugbrautina og leikið þar listir sínar. Að sögn Árna Blöndals er ástandið óviðunandi eins og það er í dag en það er í verkahring flugmálastjórnar að koma með úrbætur í málinu. kg kostnaður við lagfæringar á salarkynnum í Mjólkursam- lagshúsi, Ketilhúsi, Smjörlíkis- gerð og Flóru er aíls 160 millj- ónir króna. Þetta kom fram í máli Þrastar Ásmundssonar, formanns menn- ingarmálanefndar, á Málþingi um menningu. Jón Arnþórsson, fulltrúi í menningarmálanefnd, ræddi einnig um kostnað. Hann setti fram sundurliðaða áætlun um fjármagn til viðbyggingar Amtsbókasafns og kaupa og endurbóta á Samlags- og Ketil- húsi. Tillaga Jóns gerir ráð fyrir að 551 milljón fari til þessara verk- efna fram til aldamóta og að upp- hæðin dreifist þannig á árin: 80 milljónir 1991, 100 milljónir ’92, 102 milljónir ’93, 63 milljónir ’94, 58 milljónir ’95, 52 milljónir ’96, 38 milljónir ’97 og sama upphæð ’98 og loks 20 milljónir 1999. Nokkuð var rætt um rekstur væntanlegra listamannvirkja í Grófargili. Halldór Blöndal, alþingismaður, stakk upp á því að fá fyrirtæki og stofnanir til að reka tilteknar einingar og nefndi hann í því sambandi Listasafn íslands, Listasafn ASÍ og Kaup- félag Eyfirðinga. SS Söngvakeppnin: Hörður G. alveg við toppinn Landsmenn fylgdust spenntir með beinni útsendingu frá Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið þegar lögin tíu sem komust í úrslit voru leikin. Skagfírðingar voru einna spenntastir, enda áttu þeir tvö ef ekki þrjú af þessum lögunt. Eins og lýðum er Ijóst kom Eyjólfur Kristjánsson, sá og sigr- aði með Draunti um Nínu, en Eyjólfur er höfundur lags og texta og söng Itann lagið ásamt Stefáni Hilmarssyni. Það var hörð barátta um efsta sætið því lag Harðar G. Ólafs- sonar, í dag, við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, átti góða sigurmöguleika allt þar til í síð- ustu umferð er sérskipuð dóm- nefnd gaf lagi Eyjólfs öll sín sext- án stig. Hörður má þó vel við una. Hann sigraði í fyrra (Eitt lag enn) og hreppti annað sætið að þessu sinni. Góð kynning fyrir Sauðár- krók. SS Akureyri: Mikið um hraðakstur I gær lentu reiðhjól og bifreið í árekstri á Akureyri. Ellefu ára gamall drengur stýrði hjólinu og var hann fluttur á slysadeild en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Matgír hafa gripið til reiðhjól- anna enda sumarfæri á götum. Annar fylgifiskur sumarblíðu og auðra gatna er hraðakstur og slík iðja var býsna áberandi um helg- ina. Lögreglan á Akureyri stöðvaði átta ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Annars var tíðindalítið hjá lögreglunni, vanabundin afskipti af ölvuðu fólki og fleiri hefðbundin verk- efni. Lögreglan á Dalvík tók þrjá ökumenn fyrir hraðakstur sl. föstudag. SS Málþing um menningu: íþróttahúsi sporðrennt en bókasaftiið veldur hiksta Finn af þeim sem tók til máls á Málþingi um menningu var Hólmkell Hreinsson, starfs- maður Amtsbókasafnsins. Hann sagðist undrast það hvað viðbygging við safnið yxi mönnum í augum þegar íþróttahús í Lundarhverfí rynni gegnum fjárhagsáætlun á methraða, en kostnaðurinn við að leysa brýnustu þörf safnsins væri ekki meiri en við bygg- ingu íþróttahúss. Hólmkell benti líka á að sam- kvæmt könnunum ættu 0,3% bæjarbúa eftir að notfæra sér íþróttahúsið á einu ári á móti 2,8% þegar bókasafnið ætti í hlut. Aðsókn að íþróttaviðburðum og listviðburðum hefur gjarnan verið borin saman. Hólmkell vitnaði í grein eftir Eirík Þorláks- son þar sem fram kom að á árinu 1990 hefðu 100 þúsund rnanns sótt leiki í 1. deild í handbolta og fótbolta svo og landsleiki en sama ár sóttu 480 þúsund manns myndlistarsýningar á höfuðborg- arsvæðinu. Hver íslendingur hefur þannig farið 0,3 sinnum á boltaleiki og 1,9 sinnum á myndlistarsýningar á höfuðborgarsvæðinu. Gestir Amtsbókasafnsins á síðasta ári voru 35-40 þúsund, sem þýðir að hver Akureyringur kom 2,8 sinn- um á bókasafnið og samsvarandi tala fyrir Leikfélag Akureyrar er 0,7. SS i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.