Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 12. febrúar 1991
íþróttir
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Tékkalausir Tindastólar lágu fyrir KR
Tindastóll og KR léku á Sauð-
árkróki á laugardag. Leikurinn
var jafn og spennandi í fyrri
hálfleik. Tindastóll hafði for-
ustu til seinustu mínútu fyrri
hálfleiks en þá komst KR einu
stigi yfir og var staðan í hálf-
leik 39-38. Besti leikmaður
Tindastóls Ivan Jonas lék ekki
með Tindastól. Síðari háltleik-
ur var jafn lengi vel en undir
lokin sigu KR-ingar fram úr og
sigruðu 85-77.
Maður leiksins var tvímæla-
laust KR-ingurinn Jonathan Bow.
Hann skoraði 35 stig fyrir lið sitt
og var gríðar sterkur í bæði sókn
og vörn. Axel Nikulásson var
einnig góður en hann fór af leik-
velli með fimm villur undir lok
síðari hálfleiks. Lítið bar á Páli
Kolbeinssyni en Lárus Árnason
og Matthías Einarsson áttu ágæt-
an leik.
í Tindstólsliðinu var Valur
Ingimundarson sterkastur. Pétur
Guðmundsson er greinilega þungt
haldinn af meiðslum á fæti og var
tekinn af leikvelli í síðari hálf-
leik. Haraldur Leifsson var
gríðarlega sterkur og var hann
með 16 stig. Haraldur lenti í
villuvandræðum og fór af velli
með 5 villur í lok leiksins. Sverrir
Sverrisson og Einar Einarsson
léku báðir nokkuð vel.
Segja má að Jonathan Bow
Handknattleikur, 2. deild:
Þórsarar fengu skell
Þórsarar riðu ekki feitum hesti
frá viðureignum sínum í 2.
deild handboltans um helgina.
Þeir léku tvo leiki á höfuð-
borgarsvæðinu og töpuðu
báðum, 21:23 í toppslag gegn
HK á föstudagskvöldið og
steinlágu síðan fyrir IH, 26:37,
á laugardeginum. Þar með ætti
að vera óhætt að segja að
Þórsarar hafi orðið af tcppsæt-
inu í deildarkeppninni en með
sigri á ÍS á heimavelli um
næstu helgi er 2. sætið tryggt
en það gefur 2 stig í úrslita-
keppni 6 efstu liða.
HK-ingar voru sterkari aðilinn
í fyrri hálfleik og náðu á tímabili
fjögurra marka forystu. Vörn
Þórsara var slök og markvarslan
engin en þeir tóku sig á í restina
Úrvalsdeildin:
Þór tapaði
Snæfell vann öruggan sigur á
Þór þegar liðin mættusí í
úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik í Stykkishólmi á föstudags-
kvöldið. Þórsarar voru betri
aðilinn í fyrri hálfleik og höfðu
þá yfirleitt forystuna en í seinni
hálfleik tóku heimamenn öll
völd og tryggðu sér sigurinn,
87:68.
Þórsarar leiddu yfirleitt með
litlum mun í miklum slag í fyrri
hálfleik en Snæfell náði foryst-
unni fyrir hlé, 40:39. í seinni hálf-
leik dofnaði mjög yfir gestunum
og þurfti ekki að spyrja að leiks-
lokum. Sturla Orlygsson var
bestur Þórsara en Bárður
Eyþórsson og Brynjar Harðarson
voru yfirburðamenn í liði
Snæfells.
Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson 26,
Brynjar Harðarson 24, Tim Harvey 12,
Sæþór Þorbergsson 10, Ríkharður
Hrafnkelsson 9, Hreinn Þorkelsson 4,
Alexander Helgason 2.
Stig Þórs: Sturla Örlygsson 25, Jón Örn
Guðmundsson 19, Dan Kennard 17, Ei-
ríkur Sigurðsson 3, Jóhann Sigurðsson 2,
Konráð Óskarsson 2.
Dómarar: Árni Freyr Sigurlaugsson og
Bergur Steingrímsson.
og minnkuðu muninn þannig að
staðan í hléi var 12:10.
HK komst í 13:10 í upphafi
seinni hálfleiks en þá minnkuðu
Þórsarar muninn í eitt mark og sá
munur hélst nokkurn veginn út
leikinn. Þórsarar hresstust heldur
en herslumuninn vantaði.
Markvörður HK, Bjarni
Frostason, gerði gæfumuninn í
þessum leik en hann var í miklu
stuði og varði 20 skot. Þá varði
varamarkvörður HK tvö víta-
skot. Hermann Karlsson varði
eitt skot í marki Þórsara í fyrri
hálfleik en 10 í þeim seinni. Páll
Gíslason átti ágætan leik fyrir
Þórsara en aðrir hafa flestir leikið
betur.
Mörk HK: Róbert Haraldsson 7, Rúnar
Einarsson 7/3, Gunnar Gíslason 4, Eyþór
Guðjónsson 2, Ásmundur Guðmundsson
2, Elvar Óskarsson 1.
Mörk Þórs: Páll Gíslason 10/4, Sævar
Árnason 3, Jóhann Samúelsson 2, Ingólf-
ur Samúelsson 2, Rúnar Sigtryggsson 2,
Jóhann Jóhannsson 1, Ólafur Hilmarsson
1.
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögn-
vald Erlingsson. Dæmdu vel.
Skellur í Hafnarfirði
Það var greinilegt á öllu að ÍH-
ingar báru ekki mikla virðingu
fyrir toppliði Þórsara í leiknum á
laugardaginn. Þeir voru grimmir
frá fyrstu mínútu og héldu 1-2
marka forystu í byrjun. Þórsarar
jöfnuðu um miðjan hálfleikinn
en voru þremur mörkum undir í
hléi, 16:19.
í seinni hálfleik hrundi allt hjá
Þórsurum og þeir áttu aldrei
möguleika. Ruglið í sóknarleikn-
um var algert og vörnin hreinlega
horfin. Þarf ekki að liafa fleiri
orð um leikinn enda tala tölurnar
sínu máli. -bjb/JHB
Mörk ÍH: Jón Þórðarson 12/2, Ingvar
Reynisson 6, Björn Hannesson 6, Hilmar
Barðason 3, Ásgeir Ólafsson 3, Barði
Barðason 3, Ragnar Guðlaugsson 2,
Sigurður Guðjónsson 1, Þórarinn Þórar-
insson 1.
Mörk Þórs: Jóhann Samúelsson 7, Páll
Gíslason 5, Aðalsteinn Pálsson 4, Sævar
Árnason 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Ólafur
Hilmarsson 2, Ingólfur Samúelsson 1,
Jóhann Jóhannsson 1, Hörður Sigurharð-
arson 1.
Dómarar: ÓIi P. Ólsen og Gunnlaugur
Hjálmarsson.
Knattspyrnuþjálfari
U.M.F. Einherji, Vopnafirði, auglýsir eftir þjálfara
fyrir meistaraflokk félagsins.
Upplýsingar í síma 97-31108 eða 97-31344.
hafi lagt Tindastól á endasprett-
inum. Bow skoraði stig þegar
honum sýndist og Tindstóll náði
ekki að hemja hann. kg
Stig KR: Jonathan Bow 35, Axel Niku-
lásson 18, Páll Kolbeinsson 12, Lárus
Árnason og Matthías Einarsson 8, Gauti
Gunnarsson og Guðni Guðnason 2.
Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 24.
Haraldur Leifsson 16, Pétur Guðmunds-
son 15; Sverrir Sverrisson 12, Einar Ein-
arsson 10.
Blak, 1. deild karla:
KA-menn þurftu 45 mínútur
- til að vinna Fram 3:0
KA-menn áttu ekki í miklum
vandræðum þegar þeir mættu
botnliði Fram í 1. deild karla í
blaki á laugardag. Leikurinn
fór fram í íþróttahúsi Glerár-
skóla á Akureyri og lágu
Framarar í þremur hrinum í
leik sem aðeins tók 45 mínút-
ur.
KA-menn léku án Sigurðar
Arnar Ólafssonar sem á við
meiðsl að stríða. Það skipti þó
greinilega ekki sköpum fyrir
norðanmenn sem unnu auðvelda
sigra í þremur hrinum, 15:5, 15:6
og 15:7. Framarar voru mjög
slakir og áttu aldrei möguleika
eins og tölurnar gefa til kynna.
KA-menn eru með góða for-
ystu á toppi deildarinnar en næst-
ir koma Þróttarar sem unnu auð-
veldan sigur á ÍS á föstudagskvöld-
ið í þremur hrinum. KA leikur
einmitt gegn ÍS í bikarkeppninni
um næstu helgi á Akureyri.
Konráð Oskarsson og félagar í Þór eiga möguleika á sæti í undanúrslitum
Bikarkeppninnar.
Bikarkeppni KKÍ:
Stórskotahríð í HöIIiimi?
- Pórsarar fá ÍR í heimsókn með Franc
Booker í broddi fylkingar
I kvöld má búast við stór-
skotahríð í íþróttahöllinni á
Akureyri. Þá fá Þórsarar ÍR-
inga í heimsókn í 8 liða úrslit-
um Körfuknattleikssambands-
ins en ÍR-ingar hafa sótt mjög í
sig veðrið í síðustu leikjum eft-
ir að þeir fengu Bandaríkja-
manninn Franc Booker til liðs
við sig. Booker þessi er snjall
leikmaður og mikil skytta sem
skorar í kringum 50 stig í
hverjum leik og spurningin er
hvort Þórsarar ná að stöðva
hann og tryggja sér sæti í 4 liða
úrslitunum.
Þórsarar eru í neðsta sæti B-
riðils úrvalsdeildarinnar með 10
stig eftir 19 leiki en ÍR-ingar í
neðsta sæti A-riðils með 8 stig eft-
ir 19 leiki. iR-ingar hafa reyndar
hlotið flest stig sín í síðustu leikj-
um en þeir hafa nú unnið þrjá
leiki í röð í úrvalsdeildinni. Þarf
ekki að velkjast í vafa um að það
er einkum Booker að þakka enda
hefur hann farið hamförum í
þessum leikjum og skorað
grimmt. Hann hefur verið við
þröskuldinn á hinni frægu NBA-
deild í Bandaríkjunum og Akur-
eyringar ættu að fjölmenna í
Höllina í kvöld og sjá hvað Þórs-
arar gera gegn þessum snillingi
og fylgifiskum hans í ÍR-liðinu.
Rétt er að vekja athygli á að
leikurinn hefst kl. 19.30.
Tveir aðrir leikir verða í kvöld,
Valur-ÍBK og Grindavík-Njarð-
vík en á morgun leika Breiðablik
og KR.
1.
KR-Valur 25:32
ÍBV-FH 27:24
Víkingur-Stjarnan 29:19
ÍR-Fram 20:26
Grótta-Selfoss 25:20
Haukar-KA 26:26
Víkingur 20 19-0- 1 474:415 38
Valur 20 16-1- 3 489:439 33
Stjarnan 20 12-1- 7 485:478 25
Haukar 20 11-2- 7 478:479 24
FH 20 10-3- 7 472:471 23
ÍBV 20 8-4- 8 480:472 20
KR 20 6-6- 8 461:465 18
KA 20 7-3-10 466:454 17
Grótta 20 5-2-13 447:468 12
ÍR 20 3-4-13 435:473 10
Selfoss 20 3-4-13 407:471 10
Fram 20 3-4-13 416:460 10
2. deild
UBK-Amiann
HK-Þór
ÍH-Þór
UMFA-ÍBK
HK
Þór
UBK
UMFN
ÍBK
ÍH
UMFA
Völsungur
Ármann
ÍS
17 15-1
17 13-1
16 12-1-
17 8-2-
17 7-2-
17 6-2-
18 6-0-
15 4-2-
16 4-2
16 1-1-
1 443:
3 415;
3 363:
7 383:
8 358:
9 374:
12 350:
9 307:
10 304:
14 271:
17:15
23:21
37:26
18:22
303 31
359 27
:273 25
380 18
372 16
380 14
401 12
329 10
342 10
389 3
A-riðill
UMFN
KR
Haukar
Snæfell
ÍR
IBK
Tindastóli
UMFG
Valur
Þór
21 17- 4 1967:1664 34
21 13- 8 1733:1662 26
20 9-11 1677:1702 18
20 5-15 1570:1776 10
19 4-15 1420:1777 8
B-riðill
20 15- 5 1959:1790 30
21 14- 7 1981:1920 28
20 12- 8 1891:1656 26
21 6-15 1725:1854 12
19 5-14 1726:1822 10
Blak
1. deild karla
Þróttur N.-HK
Þróttur N.-HK
ÍS-Þróttur R.
KA-Fram
KA
Þróttur R.
ÍS
HK
Þróttur N.
Fram
2:3
0:3
0:3
3:0
16 14- 2 45:18 28
14 10- 4 37:15 20
13 8- 5 27:25 16
13 7- 6 29:22 14
16 4-12 20:37 8
16 1-15 6-47 2
1. deild kvenna
Þróttur N.-HK
Þróttur N.-HK
ÍS-UBK
Völsungur-Víkingur
KA-Víkingur
Víkingur
UBK
Völsungur
ÍS
KA
Þróttur N.
HK
3:0
3:1
3:2
3:0
0:3
19 18- 1 54:10 36
16 11- 5 37:23 22
15 9- 6 32:24 18
16 8- 8 32:31 16
19 8-1133:4116
18 6-12 26:43 12
17 0-17 8:51 0
Þriðjudagur 12. febrúar 1991 - DAGUR - 9
David Speedie óstöðvandi hjá Liverpool
- lítið hægt að leika vegna veðurs en Liverpool komst þó á toppinn
Sannkölluð vetrarveðrátta á
Englandi að undanförnu hefur
svo sannarlega sett mark sitt á
knattspyrnuna og á laugardag
tókst aðeins að leika tvo leiki í
1. deild og 1 leik í 2. deild. ÖII-
um öðrum leikjum í deildun-
um tveim varð að fresta. En
við skulum líta aðeins nánar á
leikina þrjá sem leiknir voru á
laugardeginum.
Stórleikur Liverpool og Everton
var sýndur í sjónvarpinu hjá
Bjarna Fel. og þar fengu menn að
sjá Liverpool ná aftur efsta sætinu
í 1. deild eftir 3:1 sigur þrátt fyrir
að í liðið vantaði sterka leikmenn.
Maður leiksins var án efa David
Speedie sem um síðustu helgi
skoraði gegn Man. Utd. í sínum
fyrsta leik fyrir Liverpool og hann
bætti tveim mörkum við á þriggja
mín. kafla í upphafi síðari hálf-
leiks gegn Everton í sínum fyrsta
Glæsileg byrjun David Speedie hjá
Liverpool, þrjú mörk í fyrstu tveim-
ur leikjunum.
leik fyrir Liverpool á Anfield. Á 5.
mín. síðari hálfleiks skallaði hann
glæsilega inn aukaspyrnu frá Jan
Molby og aðeins 3 mín. síðar
stýrði hann inn þrumuskoti frá
David Burrows sem var á leið
framhjá marki Everton. Molby
sem lék með Liverpool í stað
Steve McMahon hafði náð foryst-
unni fyrir Liverpool á 16. mín. með
góðu skoti úr teignum eftir að
Kevin Ratcliffe miðvörur Everton
hafði skallað boltann frá og beint
til Molby sem þakkaði gott boð.
Everton náði síðan að jafna leik-
inn á síðustu mín. fyrri hálfleiks er
Pat Nevin náði að skora af stuttu
færi og jafntefli í hálfleik sann-
gjarnt eftir gangi leiksins. Bruce
Grobbelaar í marki Liverpool og
Neville Southall í marki Everton
höfðu báðir varið vel í fyrri hálf-
leiknum og komu í veg fyrir fleiri
mörk. Everton átti sín tækifæri í
síðari hálfleiknum, en Speedie
gerði út um leikinn með mörkun-
um sínum tveim og Liverpool sem
saknaði Ian Rush var ávallt hættu-
legra liðið og sigurinn sanngjarn í
lokin.
Manchester City sigraði Chelsea
2:1 þar sem City lagði grunn að
sigrinum með mjög góðum fyrri
hálfleik. Á 13. mín. kom fyrsta
markið, eftir sókn upp miðjuna
lagði Niall Quinn boltann fyrir
Gary Megson sem þrumaði hon-
um í netið. Á 20. mín. bætti City
við öðru marki sínu eftir mistök
Tony Dorigo bakvarðar Chelsea
sem mistókst að senda boltann aft-
ur til Dave Beasant í markinu.
David White komst á milli og
vippaði boltanum laglega yfir
David White skoraði annað mark Man. City gegn Chclsca.
Beasant í netið. Chelsea lék mun
betur í síðari hálfleiknum og náði
að minnka muninn á 65. mín.,
Kevin Wilson sendi fyrir mark
City og þar var Dennis Wise mætt-
ur og afgreiddi boltann í markið. 5
mín. síðar var Steve Clarke
leikmaður Chelsea rekinn út af
Man. United meö annan fótinn á
Wembley eftir sigur á Leeds Utd.
Á sunnudaginn fór fram fyrri
leikur Manchester Utd. og
Leeds Utd. í undanúrslitum
deildabikarsins og var hann
leikinn á Old Trafford. Liðin
mætast síðan aftur á Elland
Road og sigurvegarinn leikur
til úrslita um deildabikarinn á
Wembley.
Lið Man. Utd. sigraði í leikn-
um 2:1 og steig þar með stórt
skref í átt til Wembley, þar sem
mótherjinn verður annað hvort
Chelsea eða Sheffield Wed.
Leikurinn var mjög harður og
ekki vel leikinn. Þrír leikmenn
voru bókaðir og hefðu getað orð-
ið mun fleiri. Litlir kærleikar eru
með þessum félögum um þessar
mundir og keppast forráðamenn
þeirra um að útiloka áhorfendur
hvors annars á velli sína. Tæp-
lega 35.000 áhorfendur sáu leik-
inn, þar af aðeins rúmlega 2.000
frá Leeds.
Eftir markalausan fyrri hálfleik
lifnaði yfir leiknum og þrjú mörk
á síðustu 23 mín. leiksins hleyptu
lífi í áhorfendur. Mistök Mel
Sterland bakvarðar Leeds Utd.
urðu til þess að færa Man. Utd.
forystuna. Eftir langa spyrnu
Steve Bruce fram reyndi hann að
skalla boltann aftur til John Luk-
ic markvarðar, en skalli hans var
- of laus og Lee Sharpe komst á
milli og skoraði laglegt mark.
Aðeins 3 mín. síðar hafði
Leeds Utd. jafnað leikinn, Gary
McAllister sendi góða auka-
spyrnu inní vítateig Utd. þarsem
miðverðir Leeds Utd. voru
mættir. Chris Fairclough var við
nærstöngina og skallaði boltann
áfram til Chris Whyte sem þrum-
aði honum í netið.
Whyte átti mjög góðan leik
fyrir Leeds Utd. og var valinn
maður leiksins.
Sigurmark Utd. kom er 10
mín. voru til loka leiksins. Eftir
hornspyrnu Dennis Irwin bak-
varðar Utd. náði Gary Pallister
að skalla til Brian McClair sem
óvaldaður hafði nægan tíma til að
senda boltann í netið. Skömmu
síðar slapp Danny Wallace í
gegnum vörn Leeds Utd. eftir
frábæra sendingu frá Mark
Hughes, en skot hans fór fram-
hjá.
Mistök Wallace gætu átt eftir
að reynast dýrkeypt fyrir Utd. er
liðin takast á í síðari leiknum á
Elland Road.
Bæði lið . söknuðu sterkra
leikmanna á sunnudaginn, Utd.
lék án Mike Phelan og Neil
Webb auk þess sem báðir bak-
verðir liðsins Lee Martin og
Dennis Irwin fóru meiddir útaf.
Danny Wallace og Mal Donaghy
komu inn á í þeirra stað. David
Batty var í leikbanni hjá Leeds
Utd. og Carl Shutt meiddur, en
Lee Chapman lék með þrátt fyrir
meiðslin sem hann hlaut um síð-
ustu helgi í leiknum gegn Totten-
ham. Þ.L.A.
Brian McClair skoraði sigurmark Man. Utd. gegn Leeds Utd. og gaf liði sínu
góða möguleika á úrslitaieik dcildabikarsins.
fyrir ljótt brot á Neil Pointon.
Clarke hafði verið bókaður fyrr í
leiknum. 10 leikmenn Chelsea
náðu ekki að jafna leikinn og City
náði því öllum stigunum.
2. deild
Eini leikurinn í 2. deild var viður-
eign Blackburn og Portsmouth.
Heimamönnum tókst að jafna
leikinn með marki aðeins tveim
mín. fyrir leikslok. Simon Gamer
miðherji Blackburn slapp í gegn,
en markvörður Portsmouth Andy
Gosney náði að slá boltann frá
honum. Boltinn barst til Steve
Livingstone sem skaut á markið,
Graeme Hogg varði með hendi á
marklínu og Chris Sulley skoraði
úr vítaspyrnunni fyrir Blackburn.
Colin Clarke hafði náð forystu fyr-
ir Portsmouth í fyrri hálfleik eftir
undirbúning Steve Wigley og það
mark virtist lengi ætla að duga lið-
inu til sigurs. Blackburn var þó
betra liðið í síðari hálfleiknum og
mark var dæmt af liðinu áður en
jöfnunarmarkið kom. Þ.L.A.
Urslit
1. deild
Liverpool-Everton
Manchester Cily-Chelsea
2. deild
Blackburn-Portsmouth
3:1
2:1
1:1
Deildabikarinn undanúrslit
fyrri lcikur.
Manchesler Utd.-Leeds Utd. 2:1
Staðan
1. deild
Liverpool 24 16-6- 2 46:19 54
Arsenal 24 15-8- 143:12 51
Crystal Palace 24 14-6- 4 34:23 48
Le'eds Utd. 24 12-7- 5 38:24 43
Manchester Utd. 24 11-8- 5 36:24 40
Tottenham 24 10-8- 6 35:27 38
Manchesler City 24 10-8- 6 36:32 38
Wimbledon 24 9-8- 7 36:32 35
Chelsea 25 10-5-10 38:42 35
Norwich 24 9-2-13 32:42 32
Nottingham For. 23 8-7- 8 37:33 31
Everton 25 8-6-11 29:29 30
Aston Villa 23 6-9- 8 24:24 27
Southampton 24 7-5-12 35:45 26
Coventry 24 6-6-1213:30 24
Luton 24 6-5-13 28:40 23
Sunderland 24 5-6-13 25:37 21
Q.P.R. 24 5-6-13 29:43 21
Sheffield Utd. 24 5-4-15 18:40 19
Derby 24 4-6-14 21:43 18
2. deild
West Ham 28 17- 9- 2 39:15 60
Oldhani 27 16- 7- 4 55:31 55
Sheffield Wed. 27 13-12- 2 51:29 51
Notts County 28 13- 7- 8 45:38 46
Middlesbrough 27 13- 5- 9 41:27 44
Brighton 26 13- 4- 9 44:45 43
Millwall 27 11- 8- 8 40:31 41
Wolves 27 9-12- 6 42:33 39
Bristol City 2711- 4-12 41:43 37
Barnsley 26 9- 9- 8 35:28 36
Bristol Rovers 28 9- 9- 9 35:35 36
Newcastle 27 9- 9- 9 30:31 36
Swindon 28 8-11- 9 39:39 35
Ipswich 28 8-11- 9 35:43 35
Port Vale 27 9- 6-12 36:40 33
Charlton 28 7-10-11 37:40 31
Oxford 27 7-10-10 47:51 31
W.B.A. 28 7- 9-12 31:36 30
Blackburn 29 8- 6-15 30:39 30
Leicester 27 8- 6-13 37:54 30
Plymouth 28 6-10-1231:43 29
Portsmouth 29 7- 8-14 37:50 29
Watford 28 5-10-13 24:37 25
llull City 28 6- 7-15 42:65 25