Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 12.02.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 12. febrúar 1991 Þorrablót Öxndælinga verður í Hlíðarbæ laugardaginn 16. febrúar nk. og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Brottfluttir, aðfluttir og innfluttir. Miðapantanir í símum 26514 og 26219 í síðasta lagi miðvikudagskvöldið 13. febrúar f. kl. 20. Nefndin. Vinningstölur laugardaginn 9. feb. ’91 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.773.917.- 2. 4 120.529.- 3. 4af 5 153 5.435.- 4. 3af 5 4.769 406.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.023.802.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Matvöruverslunin Kiman Hafnarstræti 20 auglysir Ef Þórunn hefði komist í Kirnu og kannað það matarsafn, þá hefði bústinn bóndi Hyrnu borið annað nafn. Munið sprengidagssaltkjötið góða Það er ekki verðið sem skiptir máli Það eru gæðin! Opið virka daga kl. 9-22 laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Sími 25655 i “I tónlist Vínartomeikar - Kammerhljómsveitar Akureyrar Vínartónleikum Kammerhljóm- sveitar Akureyrar, sem vera áttu 3. febrúar, var frestað vegna veðurs til hins 9. Það var væntan- lega nokkur kvíði í hugum þeirra, sem að tónleikunum stóðu, að seinkunin kynni að hafa áhrif á aðsókn. Kostnaður hafði aukist við það að þurfa að fá aðkomuhljóðfæraleikara öðru sinni til Akureyrar. í ljós kom, að Akureyringar og aðrir áhugamenn létu ekki breyttan tónleikatíma hafa áhrif á sig. í íþróttaskemmunni, þar sem tónleikarnir fóru fram, var hvert sæti skipað og nokkrir létu sig hafa það að standa tónleikana alla. Undirtektir voru í samræmi við aðsóknina. Hljómsveitinni og einsöngvurum hennar var ákaft fagnað og flutt voru nokkur aukalög við ekki minni fögnuð. Hljómsveitin var skipuð hart- nær fimmtíu hljóðfæraleikurum á Vínartónleikunum. Hún lék yfir- leitt hreint og fagmannlega. Gall- ar voru mjög fáir og þeir ekki áberandi nema í örfá skipti. Frammistaða hljómsveitarinn- ar hefði þó mátt vera betri í túlkun. Yfir flutningnum var gjarnan einhver þungi. Það skorti of oft þann neista og þá glóð, sem fylgja verður flutningi tónlistar- innar, sem til meðferðar var, en á efnisskránni var „Vínartónlist“; verk hinna klassísu óperettu- og dansahöfunda, Jóhanns Strauss eldra og yngra og Lehárs og Stoltzs, sem fylgdu í slóð þeirra. Þessa tónlist þarf að flytja ai snerpu og gleði. Hún á að lyfta áheyrendum í sætum sínum, laða fram bros á vörum þeirra og senda þá létta í sinni út í hið sí- fellda streð hversdagsins. Þetta kom of sjaldan fyrir - en gerði það, sem betur fer, þó. Almennt var efnisskráin skemmtilega saman sett og hún allfjölbreytt. Þarna voru nokkrar perlur Vínartónlistarinnar, sem eftirsóknarvert var að heyra. Þó hefði hin langa lagasyrpa eftir Stoltz mátt missa sig, enda sumir hlutar hennar ekki meira en svo í þeim anda, sem annað efni tón- leikanna var. Glæsilegustu hlutarnir á Vínar- tónleikunum voru söngatriðin. Sérlega er eftirminnileg frammi- staða Signýjar Sæmundsdóttur, sópransöngkonu, sem söng af innlifun og þrótti og með leiftr- andi tóni, sem aldrei brást henni nema á stöku stað neðarlega á raddsviðinu, þar sem hún fór yfir í allt að því talrödd, sem barst illa og naut sín því engan veginn. Óskar Pétursson, tenórsöngv- ari, söng einsöng í einu lagi og auk þess nokkra dúetta með Signýju. Óskari óx ásmegin eftir því sem á tónleikana leið. Hann átti talsvert góða kafla í dúettun- um ekki síst þeim, sem sungnir voru sem aukalög. Óskar er efa- lítið vaxandi söngvari og hefur iðulega sannað hæfileika sína við ýmis tækifæri. Stjórnandi Kammerhljóm- sveitar Akureyrar á Vínartón- leikunum var Páll Pampichler Pálsson, sem hefur verið fastráð- inn stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands frá árinu 1971. Páll er afar skemmtilegur og líf- legur hljómsveitarstjóri. Takt- sláttur hans og aðrar bendingar eru sérlega greinileg og hann hef- ur augljóslega alla þræði flutn- ingsins í hendi sér. Mikill akkur er að því fyrir meðlimi Kammer- hljómsveitarinnar að njóta leið- sagnar Páls um tíma og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að tónlistarunnendur á Norður- landi megi aftur njóta verka hans með tónlistarmönnum fjórðungs- ins. Haukur Ágústsson. Hafin útgáfa á tímarití um skotveiði Út er komið fyrsta tölublað Skotmarks en þetta er fyrsta tímaritið á Islandi sem ein- göngu fjailar um skotvopn og skotveiði. Það hafa verið gefin út tímarit hér á landi sem fjalla um veiði almennt, en skotveið- in hefur hlotið lítinn sess í þcim. Þetta er því orðið löngu tímabært blað sérstaklega í ljósi þess að byssuleyfum fjög- ar ört hér á landi og eru nú tal- in í tugþúsundum. Markmið með tímariti þessu er margþætt. í fyrsta lagi á það að geta þjón- að sem nokkurskonar málgagn skotveiðimanna. í því ættu þeir að geta skipst á skoðunum eða komið á framfæri hugðarefnum sínum. í öðru lagi langar okkur með útgáfu þessa blaðs að beina sjón- um manna að siðfræði í skot- veiði. Henni virðist vera mjög ábótavant hérlendis og eigum við langt í land á því sviði miðað við aðrar vestrænar þjóðir. Hér á landi virðist það vera aðalmark- miðið að drepa sem mest af dýrum. Er það eingöngu komið til af því að öll umræða í fjölmiðl- um um skotveiði hefur snúist um magnið en ekki sportið sem fylgir veiðunum. Nú er svo komið að venjulegur veiðimaður sem kem- ur heim með tvær til þrjár gæsir eða fimm, sex rjúpur, skammast sín fyrir að segja frá svo lítilli veiði. í þriðja lagi tökum við fyrir skotvopnin. Mjög erfitt er að nálgast allar faglegar upplýsingar um þau mál. Hér á landi eru menn sem búa yfir miklum fróð- leik um byssur og skotfæri. Ætl- unin er að safna saman þessum fróðleik og miðla til lesenda. í fjórða lagi langar okkur að beina sjónum manna að náttúru- og dýravernd. Það ætti að fylgja góðum veiðimanni að vera með- vitaður um umhverfi sitt og þekkja lifnaðarhætti og hagi þeirra dýra sem á að veiða. í fimmta lagi teljum við að skotíþróttin hafi hlotið litla umfjöllun í íslenskum fjölmiðl- um og langar okkur að bæta úr því. Hér erum við að ræða om skotfimi ýmiskonar, með rifflunt, skammbyssum, haglabyssum o.s.frv," segir í tilkynningu frá útgefendum Skotmarks en blað þetta mun nú fáanlegt á blaðsölu- stöðum víða um land. í tilkynningunni .segir jafn- framt að ætlunin sé að tímaritið komi út fjórum sinnum á ári. í blaðinu munu verða fastir efnis- þættir s.s. matreiðsluþáttur, þátt- ur um veiðihunda o.s.frv. Ritstjóri Skotmarks er Tryggvi E. Þorsteinsson en ásamt honum standa að útgáfunni Þór Sveins- son, Guðmundur Guðmundsson og Frábær, Auglýsingastofa Hafnarfjarðar hf. Will Durant: Siðaskiptin II Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út annað bindi af ritinu um siðaskiptin - tímabilið 1300- 1517 - eftir bandaríska sagn- fræðinginn og heimspekinginn Will Durant, en það er hluti hins mikla ritverks höfundar um sögu siðmenningarinnar er út kom á frummálinu í tíu bindum árin 1935-1975. Útgefandi kynnir ritverk þetta svo á kápu: „Bandaríkjamaðurinn Will Durant (1885-1985), höfundur þessarar bókar, hóf árið 1927 að semja risavaxið verk um sögu mannkynsins undir heitinu „The Story of Civilization“. Til að kynnast söguslóðum af eigin raun ferðaðist hann m.a. tvívegis kringum hnöttinn. Fyrsta bindið, um frumsögu austrænna þjóða, birtist árið 1935, en ellefta og síð- asta bindi, um frönsku bylting- una og Napoleon, kom út 1975. Annað bindi, Grikkland hið forna, var gefið út hjá Menning- arsjóði í íslenskri þýðingu Jónas- ar Kristjánssonar í tveimur hlutum, 1967 og 1979. Áður hafði komið út þriðja bindi verksins, Rómaveldi, í tveimur hlutum, 1963-64. Auk þess gaf Menningarsjóður 1985 út bókina / Ijósi sögunnar eftir Durant og konu hans, Ariel, sem vann með manni sínum að þessum umfangsmiklu ritstörfum. Árið 1989 kom út í íslenskri þýðingu Björns Jónssonar, skóla- stjóra, upphaf sjötta bindis verksins, sem fjallar um siða- skiptin. Nú birtist annar hluti í þýðingu hans, þar sem áfram er greint frá tímabilinu 1300-1517, frá John Wyclif til Marteins Lúthers. Á þessu tímabili „urðu straumhvörf sem settu svip á vestræna siðmenningu og áttu þátt í mótun þeirrar heimsmynd- ar sem blasir við okkur á líðandi stund,“ eins og þýðandinn komst að orði í formála fyrra bindis." Siðaskiptin II er 213 bls. að stærð og prýdd myndum. Á kápu er mynd af hollenska siðbótar- manninum og menntafrömuðin- um Erasmusi frá Rotterdam.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.