Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 11

Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. mars 1991 - DAGUR - 11 „Engin sátt í landinu um aðra steftiu í fiskveiðastjómun en þá sem nú er rekin“ - segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Á miðstjórnarfundi Framsóknar- flokksins um síðustu helgi fjallaði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mjög ítar- lega um stöðu sjávarútvegsins um þessar mundir og þá sjávarútvegs- stefnu sem fylgt hefur verið undir forystu Halldórs síðustu tvö kjör- tímabil. Hann hóf mál sitt á að rifja upp aðdragandann að því er hann varð sjávarútvegsráðherra fyrst, í ríkisstjórn framsóknar- manna og sjálfstæðismanna fyrir rúmum átta árum. „Sjálfstæðismenn vildu ekki ráðuneytið“ Um þetta sagði Halidór m.a.: „Þegar við stóðum að því að mynda ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokknum voru miklir erfiðleikar í sjávarútvegi. Markaðsverð sjávarafurða okkar hafði fallið mjög mikið, það var afla- brestur og við stóðum frammi fyrir mjög erfiðum ákvörðunum í sjávar- útvegsmálunum. Ég man vel eftir því að þá var ekki eftirsóknarvert að taka að sér sjávarútvegsráðuneytið og í lok stjórnarmyndunarviðræðn- anna var það til hálfgerðra vandræða að finna einhvern sem vildi fara þar , inn.“ Halldór minnti á að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði vegna þessa hafnað því alfarið að taka að sér sjávarút- vegsráðuneytið. „Niðurstaðan varð að lokum sú að sá sem hér stendur fór í sjávarútvegsráðuneytið." Mörg vandamál biöu úrlausnar ! Halldór sagði að á þessum átta árum sem liðin eru hefði tekist að leysa mörg erfið vandamál: „Ég gerði mér fljótt ljóst, eins og auðvitað allir ein- staklingar í þessu landi vita, að sjávarútvegurinn er burðarás atvinnulífsins. Það skiptir þess vegna mestu máli fyrir velferð þjóðarinnar að við gerum sem mest úr þeim afla sem við drögum að landi og nýtum auðlindina skynsamlega. Eg gerði mér einnig fljótt grein fyrir því að skipuleggja þyrfti sjávarútveginn með öðrum hætti en áður, vegna þess að nútímatækni krefðist þess að við gerum þar miklar breytingar á. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr hefur þróun veiðarfæra og þró- un fiskleitartækni orðið svo gífurleg að skipin geta veitt ótrúlegt magn fái þau til þess frið. Stækkun fískiskipa- flotans stöðvuð Það var fljótt farið að ræða um það hvernig skyldi stjórna fiskveiðuin. Niðurstaðan varð sú að aflanum skuli skipt milli skipanna. Hvert og eitt skip hefur ákveðið magn og heimilt er að framselja þennan afla á milli aðila, eftir ákveðnum reglum og að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Þetta kemur glöggt fram í ritinu „Yfirlit frá sjávarútvegsráðherra 1987-1991“ sem ráðuneyti mitt hefur gefið út. Nú þegar þessi stefna er komin í framkvæmd, hefur stækkun fiskiskipaflotans verið stöðvuð. Þetta er grundvallaratriði og fiskiskipaflot- inn er nú farinn að minnka. Hvað vilja andstæðingarnir? En þegar þessi mál eru rædd, verðum við að velta því fyrir okkur hvaða aðrar leiðir komi til greina. Hvað er það sem andstæðingar okkar í stjórn- málum eru að bjóða upp á í sam- bandi við stjórnun fiskveiða? Nú fyr- ir skömmu fluttu margir þingmenn á Alþingi þingsályktunartillögu um það að veiðarnar skyldu skipulagðar með þeim hætti að þar skyldu settir heildarkvótar og öllunt skipum heim- ilað að veiða þar til þessum heildar- kvótum væri náð. Þetta er sú stefna sem rekin er í Evrópubandalaginu. Og með hvaða árangri hefur hún ver- ið rekin þar? „Árangurinn" er sá að fiskveiðikvótarnir eru að mestu leyti uppurnir eftir fyrri hluta ársins og lít- ið er að gera hjá fiskiskipunum síðari hluta ársins. „Árangurinn“ er líka sá að það hefur átt sér stað mikil rán- yrkja á þeim miðum og þau eru rpjög „sviðin“ eins og sagt er." Halldór Ásgrímsson sagði að því væri einnig haldið fram að stjórna ætti fiskveiðunum með þeim hætti sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson, einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, legði til; þ.e. með því að stýra stærð fiskiskipaflotans, stýra afkastagetu hans. Sú stefna hefði marga mjög augljósa galla. „Segi NEI! við auðlindaskatti“ Halldór sagði að flestir væru sám- mála um að fiskveiðunum yrði best stýrt með einhvers konar kvótakerfi; deilan stæði hins vegar um það hvernig þessum kvótum skuli útdeilt. „Sumir halda því fram að taka skuli fiskveiðiheimildarnar af fiski- skipunum og afhenda þær öðrum, til dæmis frystihúsunum eða byggðar- lögunum. Um þessa stefnu er ekki hægt að ná neinni sátt, það er marg- reynt. Síðan eru enn aðrir, eins og t.d. núna Alþýðuflokkurinn, sem heldur því fram að það eigi að selja veiðiheimildirnar. Ég er sannfærður um það að sú stefna á sér ekki fylgi meðal þjóðarinnar því ég spyr: Er sjávarútvegurinn í stakk búinn til þess að fara að kaupa veiðiheimild- irnar dýrum dómum við núverandi aðstæður? Mun hann verða fær um að borga sínu fólki sómasamleg laun ef hann á að fara að greiða háar fjár- hæðir fyrir veiðiheimildir? Ég segi nei! 1,5 milljarður í Verðjöfnunarsjóð Við höfum hins vegar farið út á þá braut að skylda sjávarútveginn til þess að borga inn í Verðjöfnunar- sjóð. Því er nú mótmælt af sjávarút- veginum. En ástæðan fyrir því að sjávarútvegurinn er skyldaður til að greiða í Verðjöfnunarsjóð er einfald- lega sú að við verðum að reka hér skynsamlega gengisstefnu. Gengis- stefnan verður að taka tillit til ann- arra atvinnugreina, ekki síst iðnaðar- ins, því það verður að vera eðlileg samkeppnisstaða milli atvinnugreina í landinu. Ég býst við að sjávarútveg- urinn muni greiða einn og hálfan milljarð króna inn í Verðjöfnunar- sjóð á þessu ári. Það mun leiða til þess að hann verður hæfur til að taka áföllum í framtíðinni. Við getum ekki búið með þeim hætti, eins og kom fyrir 1988, að sjávarútvegurinn var ekki í stakk búinn til að taka nokkru áfalli.“ Misskilningur leiðréttur Halldór Ásgrímsson sagðist vilja leiðrétta þann mikla misskilning að ef sjávarútvegurinn greiddi ekki í Verðjöfnunarsjóð hefði atvinnu- greinin, sjvarútvegsfyrirtækin sjálf, haldið þessum peningum. „Ef sjávar- útvegurinn væri ekki nú að borga í Verðjöfnunarsjóð, hefði annað tveggja gerst: Annað hvort væri gengið hærra, eins og margir vilja, en þar með væri samkeppnisstaða ann- arra atvinnugreina verri, eða þá að launahækkanir hefðu orðið meiri í landinu. Ekki sátt um neina aðra stefnu Ég fullyrði að það er ekki hægt að ná sátt í þessu landi um neina aðra stefnu í stjórnun fiskveiðanna en þá sem nú er rekin. Og ég veit að það á eftir að koma enn betur í ljós hvernig fólkið í landinu hugsar í þessum efnum. Ég hef furið það víða og haft samráð við svo marga einstaklinga í þessu landi að ég hef fyrir þessu mikla sannfæringu. Hitt er svo annað mál að það eru ýmsir gallar á þessari stjórnun eins og alltaf verður. Fram hjá því verður ekki gengið. Það sem er viðkvæmast í þessum efnurn er hvernig fram- kvæmd kvótakerfisins snertir byggð- irnar sjálfar. Ég bendi hins vegar á að auðvitað hefur alltaf átt sér stað einhver tilfærsla á veiðiheimildum í þessu landi. Menn hafa alltaf verið að kaupa og selja fiskiskip. Eðlilegt tillit tekið til byggðanna Við þurfum að sjálfsögðu að koma upp þannig tækjum að tekið verði eðlilegt tillit til byggðanna. Það hefur verið gert með því að takmarka út- flutning á ferskum fiski. Það hefur verið gert með því að lækka kvóta þeirra sem flytja óunnin fisk úr landi. Það hefur einnig verið gert með því að setja upp forkaupsrétt sveitarfé- laga á fiskiskipum og loks hefur það verið gert með því að það sé skylda að leita umsagnar sveitarfélaga og sjómanna áður en aflaheimildir eru framseldar. Það er ekki heimilt að framselja neinar aflaheimildir nema þessir aðilar samþykki. Grunnur að nýrri sókn í sjávarútvegi Við höfunt nú að mínu mati byggt upp grunn til þess að hefja nýja sókn í sjávarútvegi. Það má fyrst og fremst gera með því að auka vörugæði og nýta það sem við höfum ekki nýtt fram að þessu. Við höfum komið á samstarfi við ýmsa aðila til þess að auka nýtingu aflans. Við höfum t.d. komið á góðu samstarfi við frysti- togarana sem því miður henda miklu af aukaafla og úrgangi. Það hefur tekist að bæta flakanýtingu um borð í þessum skipum mjög verulega. Nú eru þessi skip skylduð til þess að hirða hrogn. Það er ljóst að hægt er að koma á verulegri marningsvinnslu um borð í þeim og það er einnig stefnt að því að hirða hausana um borð í þessum skipum eftir stuttan tíma. Þetta eru allt saman atriði sem skila hundruðum milljóna króna og þangað er mikið að sækja. „Altæk gæðastjórnun“ Eitt athyglisverðasta málið að mínu mati, sem nú er í gangi, er það sem við köllum „altæka gæðastjórnun fyrirtækja í sjávarútvegi". Við höfunt komið á samstarfi við þrjú fyrirtæki í landinu: Útgerðarfélag Ákureyringa, Fiskiðjusamlag Húsavíkur og Síldar- vinnsluna í Neskaupstað. Þessi fyrir- tæki tóku að sér í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið að innleiða nýjar stjórnunaraðferðir í sjávarút- vegi. Við vonumst til þess að með þessu átaki fáist fram aukin gæði sjávarafurða, betri kjör starfsfólks í sjávarútvegi og meiri arðsemi sjávar- útvegsfyrirtækja. Þetta er gert með þeim hætti að athygli hvcrs einasta starfsmanns er beint að þeim auði sem býr í hugsun og frumkvæði þeirra sjálfra. Starfs- mönnum er kennt og þeim skapaðar aðstæður til að beita starfsorku sinni og sköpunarmætti til að bæta þær vinnuaðferðir sem beitt er, til að fylgja öguðum stjórnunaraðferðum, byggðum á tölulegum gögnum.“ Halldór Ásgrínisson: „Skilaboöin frá Sjálfstæðisflokknum eru þessi: Við viljum fá lyklana að sjávarút- vegsráðuneytinu og ykkur kemur ekkert við hvað við ætlum að gera þar inni.“ 15% flakanna skemmd í stað 60% áður! Sjávarútvegsráðherra sagðist geta nefnt eitt dæmi úr þessu átaki og hvernig það hefur skilað sér. „Eitt af þessum fyrirtækjum er í karfavinnslu. Það kom í Ijós að út úr þeirra framleiðslu var yfir 60% af flökunum skemmd, þegar þau komu út af færibandinu. Og þessi skemmdu flök þurftu að fara í endurvinnslu. Það settist yfir þetta mál hópur starfsfólks í viðkomandi fyrirtæki og skilgreindi með tölulegum hætti hvað þarna væri að og hvað þyrfti að gera. Það var ekki fenginn „sérfræðingur" til að fara yfir málið, heldur leysti starfsfólkið sjálft þetta mál. Og starfsfólkið leysti málið með þeim hætti að það var ekki 60% af flökun- um sem voru skemmd á eftir heldur 15%! Hvað halda menn að sé mikill auð- ur í verkefnum sem þessum? Ég er alveg sannfærður um að með því að beita þessum nýju stjórnunaraðferð- um sem nú eru að koma fram víðast livar í heiminum, má bæta arðsemina í íslenskum fyrirtækjum gífurlega mikið. Ég hef tekið eftir því að for- stjórar þeirra þriggja fyrirtækja, sem ég nefndi hér að ofan, voru vantrú- aðir á verkefnið þegar það hófst og töldu jafnvel ekki rétt að fara út í þetta. En nú, eftir nokkurra mánaða reynslutíma eru þeir allir sannfærðir um að þeir séu á réttri braut." Heildarhagsmunirnir gangi fyrir öllu Halldór Ásgrímsson sagðist sann- færður um að í þeim kosningum sent framundan væru yrði mikið rætt um sjávarútvegs- og fiskveiðistefnuna. „Það mun mæða mikið á frambjóð- endum Framsóknarflokksins í því máli. Ég fullyrði að við erum á réttri leið en ég veit líka að þarna eru mörg viðkvæm atriði gagnvart einstökum byggðum og gagnvart einstökum sjómönnum. En við verðum að minnast þess að heildarhagsmunirnir verða að ganga fyrir öllu. Ef við rek- um ekki arðbæran sjávarútveggetum við ekki skapað góð lífskjör í þessu landi. Það er kjarni málsins. Sjálfstæðismenn heinita lyklana Við hljótum að spyrja: Hvað ætla hinir að gera? Hvað ætla sjálfstæðis- menn að gera? Það eina sem þeir hafa sagt er: „Við krefjumst þess að fá lyklana að sjávarútvegsráðuneyt- inu!" Þessa lykla vildu þeir ekki fá fyrir átta árum. Nú vilja þeir fá þá. Og þetta er í reynd eina ráðuneytið sem sjálfstæðismenn hafa ályktað um að þeir ætli sér inn í. Þeir hafa jafn- vel ekki ályktað um forsætisráðu- neytið, þótt farið sé að tala við Davíð Oddsson í suntum fjölmiðlum eins og hann sé þegar kominn þangað inn. En svo er sern betur fer ekki. Er hægt að veita þeim mönnurn traust sem konta og segja: „Við vilj- urn fá lyklana að sjávarútvegsráðu- neytinu og ykkur kemur ekkert við hvað við ætlum að gera þar inni“? Þetta eru í reynd skilaboðin frá Sjálf- stæðisflokknuni. Að vísu er Morgun- blaðið að rembast við að hjálpa sjálf- stæðismönnum og skrifa fyrir þá hvað þeir ætli að gera. Út úr þeim skrifum má lesa að nú eigi að fara að selja veiðiheimildirnar og setja hér á auðlindaskatt. „Alþýðuflokksmenn allsmeðjulegir“ Alþýðuflokkurinn, og ekki aðeins einn ráðherra hans heldur tveir, komu í umræðurnar á Alþingi og lýstu því yfir að þetta vildu þeir gera líka. Mér finnst að vinir okkar í Alþýðuflokknum séu orðnir all- smeðjulegir við Sjálfstæðisflokkinn. Ég undrast það að sumu leyti að Alþýðuflokkurinn skuli koma með slíkar yfirlýsingar - en að sumu leyti ekki. Ég man það nefnilega að í stjórnarmyndunarviðræðunum 1987 var það höfuðkrafa Alþýðuflokksins að draga úr margvíslegum stuðningi við atvinnulífið í landinu. Alþýðu- flokkurinn hefur ekki þann skilning á atvinnulífinu í landinu sem við fram- sóknarmenn höfum. Hann leggur ekki sama upp úr því að byggja hér upp öflugt atvinnulíf til þess að treysta velferðina og við framsóknar- menn. Mér finnst að með þessum yfirlýsingum Alþýðuflokksins sé hann í reynd að lýsa því yfir að það eigi að draga úr mætti sjávarútvegs- ins. En það að draga úr mætti þeirrar atvinnugreinar er það sama og draga úr mætti þjóðarinnar." Höldum áfram á sömu braut Halldór Ásgrímsson sagði að fram- sóknarmenn gætu borið höfuðið hátt. „Það er mikil velmegun í íslensku atvinnulífi og íslensku þjóð- félagi. Sjávarútvegsfyrirtækin eru rekin með hagnaði og þau eru að borga niður skuldir sínar. Ef við höldum áfram á sömu braut er ég viss um að það mun skapa enn betri lífskjör. En ef menn ætla að fara í það að rífa niður það sem við höfum verið að byggja upp á undanförnum árum, munu lífskjör í þessu landi versna. Ég er að sjálfsögðu ákveðinn í að berjast fyrir því - og ég veit að svo er um alla framsóknarmenn - að pólitískir andstæðingar okkar fái ekkert tækifæri til niðurrifsins. Við hljótum að afneita þeim mönnum sem ekki eru tilbúnir til að segja það skýrt hvað þeir ætli að gera í málefn- um sjávarútvegsins. Ég trúi því að íslenskir kjósendur muni gera það einnig. Við göngum til þessara kosninga undir kjörorðunum „Öflug þjóð í eigin landi". Það eru góð kjörorð og þau þýða að við unnum þessum landi, við ætlum að viðhalda sjálf- stæði þess og reisn. En við ætlum líka að varðveita atvinnulíf þess og byggð, þannig að allir íslendingar fái notið þess afraksturs af auðlindunum sem hver og einn á skilið og hægt er að ná út úr þeim miklu auðlindum. Það er markmið framsóknar- manna að hafa áfram forystu í lands- málunum undir forsæti okkar formanns. Það á að vera markmið okkar í komandi kosningum. Með góðri vinnu okkar allra trúi ég því að okkur muni takast það,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson að lokum. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.