Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 21. mars 1991 Ólafur Helgi og Jóhannes Pétur takast á. Kvenfólkið lætur ekki sitt eftir liggja og hér sýna systurnar Vala og Fanney frá Heiði ágæt tilþrif. Páskatilboð Londonlamb frampartur kr. 847,- kg Verslið hagstætt Sportvörudeild 2. hæð Brekkugata 1 Svínakambur kr. 1.081kg Hangilæri úrbeinað kr. 1.164,- kg Franskar kartöflur kr. 179,- pk ★ Páskaegg / úrvali Krónan er verðmikil hjá okkur Kjörbúð KEA BrekKugötu 1 Sími 30375 Glímuiðkendur í Skútustaðaskóla ásamt Arngrínú Geirssyni, Pétri Yngvasyni, Róberti Agnarssyni og Þráni Þóris- sym. Kísiliðjan styrkir glímu- kennslu í Mývatnssveit Nýlega voru teknar í notkun leikfímidýnur við Skútustaða- skóla. Kísiliðjan hf., stærsta atvinnufyrirtækið í hreppnum, styrkti þessi kaup mjög mynd- arlega og á glímuæfíngu í Skjólbrekku, en þar fer öll leikfímikennsla Skútustaða- skóla fram, kynnti fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Róbert B. Agnarsson, þessa gjöf og Iét þess getið að fyrir- tækinu væri ljúft og skyit að styrkja skóla- og íþróttastarf í hreppnum og ekki síst glímuna Vinsælar og nytsamar fermingargjafir North One Caravan svefnpokar +18°--h12° — Þyngd 1800 gr. Verð kr. 6.990.- Vandaðir bakpokar Margar gerðir Verð frá kr. 3.995.- Jason sjónaukar Hentug fermingargjöf Mikið úrval Verð frá kr. 4.300.- Tilboðsverð Spinnveiðisett frá kr. 3.375.- Fluguveiðisett m/línu frá kr. 8170. Mikið úrval af sport- og útivörum sem henta til fermingargjafa Tiöld í öllum stærðum og gerðum Falleg fermingarkort í miklu úrvali en vagga hennar og helsti við- gangur hefur verið í Mývatns- sveit um áraraðir. Þráinn Þórisson, skólastjóri, tók við gjöfinni og þakkaði hlý- hug þann er gjöfinni fylgdi. Hann gat þess að dýnur væru mjög rnik- ils virði við glímukennslu þar sem glímumenn væru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni en oft væri mikil hræðsla við byltur og því gott að venjast þeim á dýnum enda er það nýkomið í glímulög að yngstu keppendur keppa á dýnum. Einn af þeim kostum sem fylgja glímukunnáttunni er einmitt sá að Iæra að detta og nýtist það vel annars staðar á lífs- leiðinni því allir hrasa eða detta einhvern tímann þó ekki væri nema í hálku. Glímukennsla fer fram tvisvar í viku í Skjólbrekku. Aðalkenn- arar þar eru tveir fyrrum gltmu- kóngar íslands, þeir Pétur Yngvason og Eyþór Pétursson. Þeir hafa í mörg ár verið aðal- glímukennarar í Mývatnssveit og einnig í Þingeyjarsýslu. Þessa kennslu hafa þeir alla lagt fram án endurgjalds og oftast þurft að sjá um sig sjálfir til og frá æfinga- stað. Þessi vinna þeirra félaga er ómetanleg og ef hennar hefði ekki notið við má leiða að því lík- ur að glíma væri ekki iðkuð í Mývatnssveit nú og bera menn vissan kvíða fyrir framtíð gltmu- manna ef þeir geta ekki haldið þessu áfram en bætt aðstaða styð- ur að svo geti orðið. Þess má geta að Þráinn skóla- stjóri tók upp glímukennslu í Skútuslaðaskóla upp úr 1960 og kenndi sjálfur frant yfir 1970 en þá tók Arngrímur Geirsson að nokkru við eftir að hann kom til starfa við skólann. Það má segja að Þráinn hafi lagt grunninn að þeirri seinni tíma glímumenningu sem er í Mývatnssveit en þrír af hans nemum hafa skarað þar nokkuð framúr og orðiö glímu- kóngar íslands en það eru Pétur, Eyþór og Ingi Þór Yngvason, bróðir Péturs. Næsta glímumót verður á Hrafnagili í Eyjafirði 23. og 24. mars. Það er grunnskólamót og landsflokkaglíman sent er íslandsmót í þyngdarflokkum. Síðan verður Sveitaglíma íslands á Laugum 13. apríl en þá glímu hafa Þingeyingar unnið ellefu sinnum í röð. Þráinn Þórisson, skólastjóri Skútustaðaskóla, þakkar Róberti B. Agnarssyni fyrir gjöfina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.