Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 21. mars 1991 Sauðárkrókur: Alls tóku 65 nemendur í 10. bekk Glerárskóla þátt í starfskynningarnámskeiðinu. Mynd: Goiii Starfskynningarnámskeið í Glerárskóla: Námskeiðin af hinu góða - segir Vilberg Alexandersson, Fjölmiðlamenn sæta gagnrýni - fyrir neikvæðan fréttaflutning Nokkuð óvenjulegar umræður urðu á bæjarstjórnarfundi á Sauðárkróki sl. þriðjudag. Aðilar í nieirihluta bæjar- stjórnar settu ofan í við fjöl- miðlamenn vegna fréttaflutn- ings af gerð fjárhagsáætlunar. Bæjarstjóri gerði m.a. athuga- semd við l'réttatlutning og nefndi Ríkisútvarpið í því sambandi. Snorri Björn Sigurðsson bæjar- stjóri sagði að fréttaflutningur af gerð fjárhagsáætlunar hefði að langmestu leyti snúist um hækk- un á fasteignagjöldum og gjaldskrám. Forseti bæjarstjórn- ar Knútur Aadnegard gerði m.a. saina atriði að umræðuefni í ræðustól á sama fundi. Fannst fréttamanni Útvarps Maríu Björk Ingvadóttur ómak- lega að sér vegið því hennar starf og annarra fréttamanna væri að flytja bæjarbúum fréttir af þeim málum sem upp kæmu á bæjar- stjórnarfundum. Hvort sem þær fréttir væru neikvæðar eða jákvæðar, gjaldskrárhækkanir eða annað. Fréttamat væri ekki hlutverk bæjarstjórnar heldur blaða- og fréttamanna. kg Samþykkt að veita 200 mjiljónum til rækjuverksmiðja í lokahrinunni á Alþingi var samþykkt 200 milljóna króna fjárveiting til að aðstoða rækjuverksmiðjur í landinu í þeim miklu rekstrarerfiðleik- um sem þær eiga nú við að stríða. Byggðastofnun hefur verið fal- ið að útdeila þessum fjármunum til rækjuverksmiðjanna, sem eru víða um land. Rækjuverð á mörkuðum er- lendis er óvenju lágt um þessar mundir og því er rekstur rækju- verksmiðjanna mjög erfiður. Samkvæmt upplýsingum Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda, er rekstur þeirra yfirleitt langt undir núllinu. óþh í haust og vetur hafa verið haldin námskeið í starfskynn- ingu fyrir efstu bekki grunn- skólans. Þau eru liður í átaki sem menntamálaráðuneytið hefur hrundið af stað í þá átt að auka náms- og starfsráðgjöf bæði í grunn- og framhalds- skólunum. Þetta er þróunar- verkefni á vegum skólaþróun- ardeildar menntamálaráðu- neytisins í samvinnu við fyrir- tæki og stofnanir í þjóðfélag- inu. Þrjú slík námskeið voru haldin í Glerárskólanum á Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar- bæjar var ekki afgreidd á löng- um fundi bæjarstjórnar sl. þriðjudagskvöld eins og að var stefnt. Ekki tókst að ná sam- Akureyri sl. mánudag og þriðjudag. Að sögn Vilbergs Alexanders- sonar, skólastjóra Glerárskóla, þá tóku 65 unglingar úr 10. bekk skólans þátt í þessum námskeið- um. Fyrsta námskeiðið var á veg- um íslandsbanka um hlutverk banka og sparisjóða, jafnframt var reynt að gera nemendur meðvitaðri um stjórn eigin fjár- mála. Námskeið númer tvö var á vegum Iðntæknistofnunar fslands. Þar var fjallað um framleiðni í iðnaði og stofnun og rekstur komulagi meirihluta og minni- hluta bæjarstjórnar um afgreiðslu fjárhagsáætlunarinn- ar og hefur þriðja umræða ver- ið ákveðin næstkomandi skólastjóri fyrirtækis. Þriðja námskeiðið var á vegum Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu, þar sem fjallað var um réttindi og skyldur á vinnustað og starfsemi verkalýðs- félaga. „Þessi námskeið eru af hinu góða, því þjóðfélagið er alltaf að verða flóknara. Skólarnir og yfir- völd menntamála gera sér Ijóst að eyða verður meiri tíma í starfsfræðslu og kappkosta þann- ig ásamt kennslunni að búa nemendur sem best undir lífið,“ sagði Vilberg Alexandersson, skólastjóri. ój þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Dags snýst ágreiningurinn um fram- kvæmdir á vegum bæjarins á þessu ári. Meirihluti bæjarstjórn- ar leggur áherslu á að fram- kvæmdum verði haldið í lág- marki á þessu ári og fjármunum þess í stað varið til þess að grynnka á skuldum bæjarsjóðs. Þannig lítur meirihlutinn á að svigrúm skapist til þess að gera á næsta ári átak í byggingu íþrótta- húss, sem ætlunin er að rísi milli barnaskólans og sundlaugarinn- ar. Sfldarverksmiðjur ríkisins: Ákvörðun um endurráðningu bíður fundar nk. þriðjudag Ólafsflörður: Fjárhagsáætlun vísað til þriðju umræðu í næstu viku - meirihlutinn vill aðhald í framkvæmdiim - minnihlutinn vill fleiri viðhaldsverkefni Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins mun væntanlega taka ákvörðun um endurráðningu starfsmanna á fundi nk. þriðju- dag. Til stóð að þessu mál yrðu rædd á stjórnarfundi í dag, en honum hefur verið frestað vegna veðurs og ófærðar. Við afgreiðslu lánsfjárlaga á Alþingi var Síldarverksmiðjun- um heimilað að taka 300 milljóna króna lán. Af þeim verður 200 milljónum króna varið til skuld- breytinga. Annars vegar er um að ræða lán vegna stofnkostnaðar við endurbætur á verksmiðjunni á Seyðisfirði og hins vegar rekstrarlán sem Síldarverksmiðj- urnar þurfa að taka árlega til þess að brúa bilið milli loðnuvertíða. Þá gerir samþykkt Alþingis ráð fyrir að 100 milljónum króna verði varið til þess að endurráða starfsmenn Síldarverksmiðjanna Mikið fannfergi er í Skagafirði og í Húnavatnssýslum eftir snjókomu í gær og fyrradag. Skólaakstur lá niðri í innsveit- um Skagafjarðar og víða voru vegir ófærir í gærmorgun. Að sögn lögreglu var mjög mikið um hjálparbeiðnir og einn- ig voru björgunarsveitir fengnar til að aðstoða fólk. Að sögn lög- reglu á Blönduósi voru margir og vinna að ýmsum viðhaldsverk- efnum til næstu loðnuvertíðar. óþh bíleigendur í vandræðum með bíla sína og hafði lögreglan ekki undan að aðstoða menn. Snjókoman er með því mesta sem sést hefur í innsveitum Skagafjarðar og er kolófært heim á marga bæi. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki af völdum óveðursins en minniháttar ákeyrslur hafa orðið vegna slæms skyggnis. kg í máli eins fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar á fundinum sl. þriðjudag kom fram sú skoðun að stefna bæri að útboði á íþróttahúsinu í haust og það yrði síðan gert fokhelt á næsta ári. í máli fulltrúa minnihlutans kom hins vegar fram sú skoðun að rétt væri að verja meiri fjár- munum úr bæjarsjóði á þessu ári til fleiri viðhaldsverkefna en fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir. Um þetta mái varð töluvert reiptog á bæjarstjórnarfundinum og niðurstaðan varð sú að bæjar- ráð myndi taka málið upp á nýjan leik á fundi í dag og freista þess að ná samkomulagi um tillögu, sem bæjarstjórn geti orðið ásátt um á bæjarstjórnarfundi nk. þriðjudag. óþh Norðurland vestra: Víða mikil ófærð fréttir Punktarfrá Hvammstanga ■ Hreppsnefnd hefur sam- þykkt að hækka dagvistargjöld Leikskóla Hvammstánga í kr. 6.000.- á mánuði frá og með 1. apríl nk. Þetta er gert í sam- ræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 1991. ■ Hreppsnefnd hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá Hitaveitu Hvammstanga um 10% frá og með 1. apríl nk. og er það einnig gert í samræmi við fjárhagsáætlun. ■ Hreppsnefnd hefur borist erindi frá Félagi opinberra starfsmanna í Húnavatnssýslu um greiðslu í orlofsheimila- sjóð og starfsmennturiarsjóö. Svéitarstjöri lagði til að greitt verði 0,5% í ortofshcimilasjóð og 0,3% í starfsmenntunar- sjóð af heildarlaunum, þar til nýr samningur verður gerður við félagið og var það samþykkt. ■ Skólanefnd hefur bent á nauðsyn þess að aukin vcröi sérfræðiaðstoð á vegum Fræðsluskrifstofu. Sú aðstoð sem nú er veitt er góð en eng- an veginn fullnægjandi og þarf að bæta úr því með auknum fjárveitingum og fjölgun á starfsfólki á Fræðsluskrifstof- unni. ■ Leikskóla- og leikvatla- nefnd hefur ítrekað þá skoðun sína sem fram kom á fundi fyr- ir rútnu ári, að óeðlilegt er að gengið sé fram hjá fastráönu starfsfólki, þegar leysa þarf forstöðukonu af. ■ Sveitarstjóri upplýsti á fundi leikskóla- og lcikvallar- nefndar að gjöld Leikskólans stæðu aðeins undir 30-40% af rekstrarkostnaði og ákveðin hafi verið hækkun gjalda í vor, eins og fram kemur hér að ofan. ■ Lcikskóla- og leikvalla- nefnd fagnar framlagi til bygg- ingar léikskólans en bendir jafnframt á aö þar setn stefnt er að því að taka húsið í notk- un á árinu 1992, væri gott að gróðursetning á lóð leikskól- ans og skjólbelti hæfist í vor,' svo plönturnar næðu aö festa rætur og komast aðeins á lcgg áður en starfsemi hefst. ■ Bygginganefnd íþróttahúss kom saman til síns fyrsta fund- ar urn miðjan febrúar. Verk- efni nefndarinnar er aö undir- búa byggingu íþróttahúss á Hvammstanga og leita hag- kvæmra lausna og gera tillögur um framkvæmdir. Nefndin er sammála um að Hilmar Hjart- arson verði formaður nefndar- innar. ■ Fyrsfa verkefni bygginga- ncfndar íþróttahúss er að kanna hve stórt hús þarf fyrir skóla með 150-200 nemendur. Einnig þarf að gera grðfa kostnaðaráætlun um byggingu sala og annarrar aðstöðu sem nauðsynleg er og miða við þrjár salarstærðir, þ.e. 22x44 m, 19x31 m og sal af „normal stærð“. Byggingarfulltrúa var falið að vinna þetta verkefni hið fyrsta. ■ Á fundi hafnarnefndar nýlega, var lögð fram teikning og magntöluáætlun um dýpk- un hafnarinnar sent gerð var af starfsmönnum Hafnarmála- stofnunnar. Verið er að vinna útboðslýsingu að verkinu og verður það boðið Dýpkunar- félaginu, Köfunarstööinni og ístaki hf. til tilboðsgerðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.