Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 1

Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Ráðstafanir vegna loðnubrestsins: Sveitarfélögin fá 100 milljómr - flárveitinganefnd mun skipta þessum ijármimum milli þeirra i Þaft var tómlegt um að litast í vinnslusal ÚA í gær. Mynd: Golli Mótmælaaðgerðir fiskvinnslufólks í gær: Unnið á þremur borðum hjá U.A. í gær lá vinna niðri í mörgum frystihúsum landsins, vegna mótmælaaðgerða fiskvinnslufólks, sem krefst m.a. hækkunar skattleysismarka. Frystihús KEA á Dalvík og frystihús Útgerðarfélags Akureyringa hf. voru meðal þeirra húsa þar sem þátttaka í vinnustöðvuninni var mikil. Eftir því sem Dagur kemst næst iggur afli ekki undir skemmdum af þessum sökum neins staðar, þótt vinnustöðvunin komi sér auðvitað lla fyrir vinnsluna. Myndin hér að ofan var tekin í vinnslusal Ú.A., þar var aðeins unnið á þremur vorðum í gær, en um 160 manns tóku þar þátt í vinnustöðvuninni. EHB „Sjávarútvegssteftian heftir skapað grunn til nýrrar sóknar" - segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Sjavarúlvegsráöherra sagði að Umtalsverðum upphæðum verður varið til stuðnings loðnuverksmiðja og sveitarfé- laga sem Iéleg loðnuvertíð hef- Grímsey: Rafmagn af íbúðarhúsiim skóla og félagsheimili Rafmagn fór af 11 íbúðarhús- um í Grímsey í fyrrakvöld, sem og skólanum og félagsheimil- inu. Astæðan var fyrst og fremst mikil ísing og veðurhæð þannig að raflínur slitnuðu og þverslár á staurastæðum brotnuðu. Viðgerðarmenn unnu að bráðabirgðaviðgerð í gær en fullnaðarviðgerð getur ekki lárið fram fyrr en viðrar til að fá viðgerðarflokk úr landi. Porlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, sagði í gær að veður- hæð hafi verið talsverð og dregið hafi í allt að þriggja metra háa skafla. Mikil úrkoma var í eynni í fyrrakvöld og hitastig þannig að mikið hlóðst á raflínur. „Hér er unnið í fiskhúsunum þrátt fyrir þetta en skólinn féll niður enda upphitunarlaus og ill- viðri hið mesta í dag,“ sagði Þor- lákur síðla dags í gær. Þorlákur sagði að hugsanlega yrði reynt að tengja bráðabirgða- taug í skólann og félagsheimilið til að ná þar upp hita á ný en auð- veldara væri að halda íbúðarhús- unum frostlausum þangað til fullnaðarviðgerð gæti farið fram á raflínunum, þá með aðstoð úr landi. „En hér er ekkert neyðar- ástand vegna þessa, fólk gat komið sér í önnur hús þannig að öllum líður vel. Menn hafa hægt um sig þar til veðrið gengur yfir.“ JÓH „Til okkar hafa engar upp- sagnir borisf,“ sagði Valdimar Bragason, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. vegna frétta um uppsagnir togarasjómanna á Eyjatjarðar- svæðinu, þar á meðal á togur- um félagsins. Útgerðarfélagið gerir út togar- ana Björgvin og Björgúlf en hinn síðarnefndi er nú í slipp á Akur- eyri. Valdimar segir að undir- mönnum á honum hafi verið sagt ur fjárhagslega leikið grátt. Þetta var eitt af þeim málum sem Alþingi náði að afgreiða fyrir þingslit. Einnig var sam- þykkt frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um ráðstafanir til að bæta loðnuskipum loðnumiss- inn. Milli sveitarfélaga, sem urðu af miklum tekjum vegna loðnu- brests, verður skipt 100 milljón- um króna. Fjárveitinganefnd sér um að skipta þessum fjármunum að fenginni umsögn frá viðkom- andi ráðuneytum. Af sveitarfé- lögunt á Norðurlandi. sem illa urðu úti af þessum sökum, má nefna Siglufjörð, Þórshöfn og Raufarhöfn. Einnig varð Akur- eyrarbær af umtalsverðum tekj- um vegna lítillar loðnubræðslu í Krossanesi. Til þess að leysa vanda loðnu- verksmiðjanna renna 200 millj- ónir króna og aðrar 200 milljónir í sérstakan úreldingarsjóð til þess að úrelda nokkrar loðnuverk- smiðjur í landinu. Engin ákvörð- un hefur verið tekin um hvaða verksmiðjur skal úrelda. Hvað viðkemur loðnuskipun- um var samþykkt að heimila sjáv- arútvegsráðherra að ákveða með reglugerð að aflaheimildum Hag- ræðingarsjóðs skuli að hluta eða öllu leyti ráðstafað til þeirra. Við skiptingu þeirra er heimilt að taka ntið af aflahlutdeild skip- anna af loðnu og loðnuafla þeirra á síðustu haustvertíð. Þá er sjávarútvegsráðherra heimilt að auka leyfðan heildar- afla af úthafsrækju og skipta þeim viðbótarkvóta á milli loðnu- skipanna. Jón Sæmundur Sigurjónsson, alþingismaður í Norðurlandskjör- dæmi vestra og formaður sjávar- útvegsdeildar neðri deildar, segir að menn séu mjög ánægðir með þessa lendingu í málinu. Þarna hafi náðst samstaða um að koma loðnuverksmiðjunum og því fólki sem þar vinnur til hjálpar ekki síður en útgerðum loðnuskip- anna. óþh upp áður en skipið fór í slipp og því hafi þessir menn ekki ráðn- ingarsamninga. „Þeir verða þá að gera upp við sig hvort þeir endurráða sig þegar þar að kemur. Uppsagnir hafa hins veg- ar ekki borist frá yfirmönnum á Björgúlfi og frá Björgvini hefur ekki borist nein uppsögn. Ég hef leitað eftir hvort uppsagnir hafi komið til skipstjórans og svo er ekki. Því hafa engar uppsagnir borist til Útgerðarfélags Dalvík- Ég fullyrði að það er ekki hægt að ná sátt í þessu landi um neina aðra stefnu í stjórn- un fiskveiðanna en þá sem nú er rekin,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra m.a. í ræðu sinni á mið- stjórnarfundi Framsóknar- flokksins um síðustu helgi. Hann sagði að flestir væru sammála um að fiskveiðunum yrði best stýrt með einhvers konar kvótakerfi; deilan stæði hins vegar um það hvernig þessum kvótum skuli útdeilt. inga,“ sagði Valdimar. Valdimar segir að bréf hafi borist til félagsins frá Sjómanna- félagi Eyjafjarðar samhljóða því bréfi sem sent var ÚA en áður hafi sjómenn hjá ÚD óskað eftir viðræðum við stjórn félagsins. Þá hafi sjómönnunum verið greint frá að samráð yrði haft með öðr- um útgerðum á svæðinu og í framhaldi af því hafi félagið boð- ið hækkun á heimalöndunarálagi frá 1. mars úr 30% í 40%. áðrar leiðir við stjórnun fiskveiða væru óraunhæfar og um þær næð- ist engin sátt, það væri fullreynt. Hann nefndi sem dæmi þings- ályktunartillögu nokkurra þingmanna um cinhvers konar „heildarkvóta-stefnu“ að hætti Evrópubandalagsins, sölu veiði- heimilda eða auðlindaskatt og einnig þá aðferð að afbenda fisk- veiðiheimildarnar frystihúsunum eöa byggðarlögunum. Halldór sagði að með núver- andi sjávarútvegsstefnu heföi Reiknað er með að Björgúlfur komi úr slipp eftir helgina og þá reynir á hvað sjómennirnir gera. Konráð Alfreðsson hjá Sjó- mannafélagi Eyjafjarðar segir sér kunnugt um að uppsagnarbréf, frá a.m.k. flestum yfirmanna á Björgúlli, sé á leiðinni til Útgerð- arfélags Dalvíkinga. Þá sé vitað að sjómenn á Björgvini muni sennilega grípa til aðgerða þegar skipið komi í land á föstudag. tekist að byggja upp grunn til nýrrar sóknar í þessari undir- stöðugrein þjóðarbúsins. Stærstu verkefnin framundan væru að bæta nýtingú aflans og auka gæðin. Hann nefndi að í þeim til- gangi stæði yfir sérstakt átak í þremur útgerðarfyrirtækjum í landinu; þ.e. Útgerðarfélagi Akureyringa, Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Hann nefndi sem dæmi að í einu þessara fyrirtækja hefðu 60% karfaflaka verið skemmd í vinnslu en með sam- eiginlegu átaki hefði starfsfólki fyrirtækisins tekist að lækka þetta hlutfall niður í 15%. „Hvað halda menn að sé mikill auður í verkefnum sem þessum?" spurði sj á varút vegsráðherra. Halldór Ásgrímsson leggur mikla áherslu á að framsóknar- menn haldi forystuhlutverki sínu í sjávarútvegsmálunum og ríkis- stjórn að afloknum kosningum. „Sjálfstæðismenn vildu ekki taka að sér sjávarútvegsráðuneytið fyrir átta árum, þótt þeim stæði það til boða. Nú segja þeir hins vegar: „Við viljum fá lyklana að sjávarútvegsráðuneytinu en ykk- ur kemur ekkert við hvað við ætl- um að gera þar inni!“ Framsókn- arrnenn hljóta að afneita slíkum mönnum og það vona ég að íslenskir kjósendur geri einnig,“ sagði Halldór Ásgrímsson. BB. Sjá bls. 11. Uppsagnir hjá togarasjómönnum við Eyjaflörð: „Höfum engar uppsagnir fengið“ - segir framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.