Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 5
F élagsmálaráðherra: Reglugerð um félagslegar íbúðir og Byggingasjóð verkamanna Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, hefur gefið út reglugerð um félagslegar íbúð- ir og Byggingasjóð verka- manna. Reglugerð þessi kem- ur í stað eldri reglugerðar um Byggingasjóð verkamanna og reglugerðar um kaupleiguíbúð- ir. Reglugerðin snýr m.a. að ábyrgð og verksviði sveitar- stjórna og húsnæðisnefnda, lánum til félagslegra íbúða. byggingu eða kaupum á félags- legum íbúðum, rétti einstak- linga til félagslegra íbúða og réttarstöðu íbúöareigenda og leigjenda og innlausn og end- ursölu á félagslegum íbúðum. I tilefni af útgáfu reglugerðar- innar hefur félagsmálaráðherra beint þeim tilmælum til hús- næðismálastjórnar að beitt verði ströngu aðhaldi hvað varðar byggingarkostnað félagslegra íbúða og stuðlað verði að rann- sóknum á byggingarkostnaði íbúða. Samkvæmt ákvörðun félags- málaráðherra verður komið af stað sérstöku rannsóknarverk- efni, með aðild Rannsókna- stofnunar byggingaiðnaðarins og Húsnæðisstofnunar ríkisins, sem hefur það verkefni að greina helstu þætti byggingarkostnaðar og athuga þróun þessara mála. Nefndin á einnig að gera tillögur um hvernig stuðla megi að hag- kvæmum byggingarháttum og lækkun byggingarkostnaðar. Reglugerð þessi hefur nú verið send til sveitarstjórna, húsnæðis- nefnda og félagasamtaka sem starfa að húsnæðismálum. Á næstu vikum verða haldin kynn- ingarnámskeið á vegum Hús- næðisstofnunar ríkisins um félagslega íbúðalánakerfið. JÓH Atvinnuþátttaka kvenna á íslandi er 76% í dag: Aðeins í Svíþjóð er at- vinnuþátttaka kvenna meiri - meðalvinnutími kvenna á íslandi 48 tímar á viku Atvinnuþátttaka kvenna á ís- landi er 76% í dag og er hið næst hæsta sem þekkist á byggðu bóli en var 33% árið 1960. Aðeins í Svíþjóð er atvinnuþátttaka kvenna nieiri en á íslandi. Pessar upplýsingar koma m.a. fram í fréttabréfi BSRB. Ef átvinnuþátttaka kvenna er skoð- uð eftir hjúskaparstöðu, kemur í ljós að þessi mikla aukning er að mestu til kontin vegna aukins fjölda giftra kvenna á vinnu- markaðinum. Árið 1960 unnu um 20% giftra kvenna utan heimilis og um 60% ógiftra. Árið 1986 unnu um 84% giftra kvenna utan heimilis og um 79% ógiftra kvenna. Samkvæmt Lífskjarakönnun- inni frá 1988 eru um 65% kvenna sem eiga barn á aldrinum 0-6 ára í launaðri vinnu það ár en 81% þeirra sem eiga barn á aldrinum 7-15 ára. Ef atvinnuþátttaka er skoðuð í ljósi fjölda barna kemur í Ijós að 71% kvenna sem eiga eitt barn eru í launaðri vinnu, 52% þeirra sem eiga tvö börn og 44% kvenna sem eiga þrjú börn. Pá er vinnutíminn á íslandi lengri en annars staðar á Norður- löndum. Árið 1987 var meðal- Fcrðakaupstefnan Nordic Tra- vel IVfart verður haldin í Reykjavík dagana 22.-25. apríl natstkomandi. Norræna ferða- kaupstefnan er nú haldin í sjötta sinn og í fyrsta skipti á Islandi. Kaupstefnan er haldin til skipt- is á Norðurlöndunum og í sam- vinnu ferðamálaráða allra Norðurlanda og flugfélaganna Finnair, Flugleiða og SAS. Á þessari kaupstetnu munu um 100 seljendur kynna ferðamögu- leika á Norðurlöndunum t'yrir vinnutími kvenna í fullu starfi 48 tímar á viku en karla 57 tímar. -KK 120-140 kaupendum, sem allir eru ferðaskipuleggjendur utan Evrópu. Til Nordic Travel Mart er eingöngu boðið kaupendum frá Ameríku, Asíu og Ástralíu. Pá er 40 blaðamönnum boðið til kaupstefnunnar. í fréttatilkynningu frá Ferða- málaráði íslands segir að þetta sé stærsta tækifærið sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafi fengið til að kynna Island fyrir áhuga- sömum ferðaskrifstofuaðilum frá þessum fjarlægu markaðssvæð- um. SS Nordic Travel Mart: Ferðakaupstefna í Reykjavík í apríl Hollustuvernd ríkisins: Gæðum innflutts krydds er áfátt Hollustuvcrnd ríkisins hefur framkvæmt könnun á örveru- fræðilegu ástandi krydds hér á landi í samvinnu við heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaga. Könnunin fór fram þannig að rannsökuð voru samtals 56 sýni af eftirtöldum kryddteg- undum: Hvítur pipar, svartur pipar, paprika, laukduft, karrýblanda og 10 sýni af ýms- um öðrum kryddblöndum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Hollustuvernd ríkisins, þá voru sýni tekin frá 11 innflutn- ings- og pökkunaraðilum. Flest sýni eða 54 voru tekin í innflutn- ingsfyrirtækjum, en tvö sýni voru tekin í matvælaframleiðslufyrir- tækjum, sem ekki höfðu flutt kryddið inn til landsins. Eftirtald- ir aðilar sáu um sýnatöku: Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ursvæðis; Heilbrigðiseftirlit Eyja- fjarðarsvæðis; Hollustuvernd ríkisins, heilbrigðiseftirlitssvið. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að 38 sýni (68%) reynd- ust söluhæf, 7 sýni (12%) voru metin gölluð og 11 sýni (20%) voru talin ósöltlhæf. Af þeim sýn- um sem talín voru ósöluhæf fengu 6 athugasemdir vegna saurkólígerla, 3 vegna kólígerla, 2 vegna fjölda Bacillus cereus, 2 vegna myglusveppa og í tveimur sýnurn fannst Salmonella, þ.e. hvítum og svörtum pipar. Fjöldi sýna sem pakkað var í neytendaumbúðir erlendis var 29. Af þeirn voru 24 metin sölu- hæf, 2 voru metin gölluð og 3 sýni voru metin ósöluhæf. Fjöldi sýna sem voru ópökkuð við móttöku á rannsóknastofuna eða hafði verið pakkað í neytendapakkningar hér á landi voru 27. Af þeim voru 14 metin söluhæf, 5 sýni voru metin gölluð og 8 sýni ósöluhæf. Þrátt fyrir að stærstur hluti sýna (68%) standist þær viðmið- unarkröfur sem Hollustuvernd telur fullnægjandi, þá benda niðurstöður könnunarinnar til þess að gæðum innllutts krydds sé áfátt. Á þetta fyrst og fremst við um krydd sem flutt er til landsins í stærri umbúðum og eingöngu þá vöru sem ekki hefur fengið gerilsneyðandi meðhöndl- un. Niðurstöður könnunarinnar verður m.a að skoða í ljósi þess að til staðar eru örverur, sem valdið geta matarsýkingu eða matareitrun, nái þær að fjölga sér í matvælum. Hollustuvernd ríkis- ins heíur sent heilbrigðisráðu- neytinu tillogur um úrbætur, m.a. með tilliti til eftirlits með innflutningi á kryddi, og eru þær nú til skoðunar hjá ráðuneytinu. ój Fimmtudagur 21. mars 1991 - DAGUR - 5 Opnum nýja glœsilega Smiðju föstudaginn 22. mars Nýr matseðill - nýtt leikhústilboð - verð kr. 1.800 ★ í tilefni opnunarinnar bjóðum við um helgina fjögurra rétta hötíðarmatseðil með fordrykk ó kr. 2.500. ★ Birna Helgadóttir og Arnbjörg Sigurðardóttir leika á píanó og þverflautu fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld. ★ Velkomin í nýja Smiðju Pöntunarsími: 21818 F. .......... — * Sunnuhlíð 12 • Akureyri • Sími 96-25010 Til fermingargjafa 14“ sjónvarp með fjarstýringu Kr. 27.900,- stg:. •w Útvarpsvekjarar Kr. 2.870,- Ferðatœki - Tvöfalt segulband Kr. 6.815,- Hljómtœkja samstœður Margar gerðir Hagstœtt verð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.