Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 20
Akureyri:
Uppsagnir
hjá FjöÉni sf.
Starfsmönnum byggingafyrir-
tækisins Fjölnis sf. á Akureyri
var sagt upp þann 1. mars, og
hafa starfsmenn þriggja mán-
aöa uppsagnarfrest. Elías Há-
konarson hjá Fjölni segir að
ástæður uppsagnanna séu
óvissa í verkefnum, en þeir
vonist til að geta endurráðið
starfsmennina.
Hjá Fjölni vinna níu menn.
Elías segir að uppsagnirnar séu
fyrst og fremst varúðarráðstöfun,
því verkefnastaðan sé svo óljós,
og erfiðir tímar fyrir byggingar-
iðnaðinn á Akureyri. „Við höf-
um ekki verkefni nema fram í
maí, en á næstunni verður farið
að bjóða út verk. Við vorum að
sækja útboðsgögn í fjölbýlishús á
vegum Húsnæðisnefndar Akur-
eyrar, og buðum þeim einnig
íbúðir til kaups í raðhúsi við
Fögrusíðu. Byggingariðnaður-
inn í bænum er frekar á niður-
leið, sýnist mörgum. Mest hefur
verið byggt af félagslegum íbúð-
um á vegum verkamannabú-
staða. nú húsnæðisnefndar,
undanfarin ár, en þetta árið ligg-
ur ekki fyrir hversu margar íbúð-
ir þeir mega byggja," segir Elías.
Eins og kunnugt er þá var
Fjölnir sf. eitt þeirra þriggja
fyrirtækja sem sótti um að fá að
byggja á lóðinni Skipagötu 9.
EHB
Sauðárkrókur:
Fjárhagsáætlun
afgreidd
- nokkrar gjaldskrár-
hækkanir á árinu
Fjárhagsáætlun Sauðárkróks-
bæjar var afgreidd fyrr í vik-
unni. Verulegar framkvæmdir
eru áformaðar í gatnagerðar-
málum og einnig eru veruleg
framlög til umhverfísmála og
holræsagerðar. Rekstrar- og
framkvæmdaáætlun hljóðar
upp á um 280,5 milljónir og er
gert ráð fyrir um tveggja millj-
óna króna rekstrarafgangi.
Gert er ráð fyrir að heldur
gangi á skuldir bæjarsjóðs á
árinu. Afborganir af lánum eru
um 71 millj. og fengnar afborgan-
ir um 10 millj. Nýjar lántökur á
árinu eru um 24 milljónir króna.
Miklar framkvæmdir verða í
umhverfis- og gatnagerðarmál-
um. Þar ber hæst malbikun í iðn-
aðarhverfi, gangstéttalagningu í
Hlíðahverfi og framkvæmdir við
Faxa- og Ártorg. Einnig verður
malbikað í Lindargötu og á hafn-
arsvæðinu. Skipt verður um jarð-
veg fyrir nýja götu í Túnahverfi
og er það verk nú þegar-útbuðið.
í fjárhagsáætluninni er gert ráð
fyrir nokkrum gjaldskrárhækk-
unum. Hitaveita á að hækka um
7% 1. apríl og 7% 1. ágúst. Raf-
veita hækkar um 5% 1. janúar.
Dagvistargjöld urn_hskKa 5% 1.
apríl og 5% 1. september. Skóla-
akstur hækkar um 15% 1. sept-
ember. Einnig hækkar þjónusta
íþróttahúss, skólagarða og sund-
laugar nokkuð. kg
Snjómokstur í smáum stíl.
Mynd: Golli
Kaupfélag Skagfirðinga:
Góð afkoma á síðasta ári
- rekstrarhagnaður um 57 milljónir
Afkoma Kaupfélags Skagfírð-
inga var góð á síðasta ári.
Verulegur rekstrarhagnaður
var eða um 57 milljónir króna.
Eigið fé hækkaði einnig veru-
lega milli ára eða um 30%.
Rekstrartekjur hækkuðu um
16,5 % og voru þær á þriðja
milljarð króna á síðasta ári.
Heildarvelta Kaupfélagsins og
Fiskiðju Sauðárkróks var á
fjórða milljarð króna. Eigin-'
fjárstaða félagsins batnaði milli
ára og er eigið fé nú 815 milljónir
eða 41% eiginfjárhlutfall. Fjöldi
starfsmanna á síðasta ári var á
þriðja hundrað.
Flestar deildir félagsins skiluðu
hagnaði. Skagfirðingabúð skilaði
hagnaði í fyrsta skipti á síðasta
ári. Einnig skiluðu fóðurvinnsla,
bílabúð, verslun í Varmahlíð og
fleiri deildir hagnaði. Tap var á
Norðanáhlaupið í gær og fyrrakvöld:
Rafmagnsstaurar brotnuðu á Arskógsströnd
- Skagstrendingar kaldavatnslausir í fyrrinótt
Nokkrar truflanir urðu á raf-
magni í norðanáhlaupinu í gær
og fyrrakvöld. Nokkrir staðir á
Norðurlandi misstu rafmagn
um tíma en annars staðar varð
tíðum spennufall vegna sam-
sláttar á línum og ísingar.
Starfsmenn Rarik hófu við-
gerðir strax í fyrrakvöld og var
alls staðar komið rafmagn á
Norðurlandi um miðjan dag í
gær.
Rafmagnslaust varð á Hjalt-
eyri, Árskógsströnd, Grenivík,
Svalbarðsströnd og í Grýtu-
bakkahreppi í fyrrakvöld. Víðast
hvar tókst að koma rafmagni
fljótt á að nýju en þó kom raf-
magn ekki á Hjalteyri fyrr en kl.
8 í gærmorgun og á Árskógssandi
komst rafmagn ekki á fyrr en upp
úr hádegi í gær. Arnar Sigtýsson
hjá Rafmagnsveitum ríkisins á
Akureyri segir að ástæða þess
hve lengi þurfti að bíða eftir raf-
magni á Árskógssandi sé sú að
fimm staurar brotnuðu í línunni
að þorpinu.
Þessu til viðbótar varð truflun
á rafmagni víða í Þingeyjarsýsl-
um bæði í gær og fyrrakvöld.
Skagstrendingar voru kalda-
vatnslausir í fyrrinótt þar sem
rafmagn fór af dælum vatnsveit-
unnar vegna ísingar. Þá varð
einnig truflun á rafmagni í Fljót-
um í fyrrakvöld þar sem þverslár
brotnuðu af staurum í ísingunni.
Viðgerð á þessum bilunum hófst
strax í gærmorgun og var ástand í
rafmagnsmálum á Norðurlandi
vestra orðið gott um hádegisbil.
JÓH
Húsnæðisnefnd Akureyrar:
Verktakar skiluðu til-
boðum í 149 íbúðir
Nokkur byggingafyrirtæki á
Akureyri buðu húsnæðisnelnd
bæjarins að byggja samtals 149
íbúðir í gær. Um er að ræða 68
raðhúsaíbúðir og 81 fjölbýlis-
húsaíbúð. Húsnæðisnefnd sótti
um leyfi til að fá að byggja 66
íbúðir á þessu ári, þ.e. jafn-
margar og í fyrra, en staðfest-
ing um fjölda íbúða hefur ekki
enn borist frá Húsnæðisstofn-
un og Byggingasjóðs verka-
manna.
Útboðsfrestur rann út í gær.
Þeir sem skiluðu tilboðum voru
Trésmiðjan Pan hf., Trétak hf.,
Fjölnismenn sf., Aðalgeir Finns-
son hf., Fjölnir sf., S.S. Byggir
sf. og S.J.S. verktakar.
Guðríður Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisskrif-
stofunnar á Akureyri, segist von-
ast til að svar komi í byrjun næsta
mánaðar um hversu margar íbúð-
ir fáist byggðar í félagslega
íbúðakerfinu á Akureyri á árinu.
Húsnæðisnefnd er með útboð á
19 íbúðum sem nefndin lét
hanna, og skilafrestur í því
útboði rennur út eftir um það bil
þrjár vikur.
Eins og kunnugt er var verk-
takafyrirtækið Haraldur og Guð-
laugur hf. lýst gjaldþrota fyrir
skömmu, en það fyrirtæki var
með raðhús í byggingu fyrir
Húsnæðisskrifstofuna sem var
langt komið í byggingu. Guðríð-
ur Friðriksdóttir segir að engin
ákvörðun hafi verið tekin um
hvaða verktakar haldi áfram með
það verk. EHB
Ishaf hf. á Húsavík:
12,6 milljóna hagnaður af rekstri
Útgerðarfyrirtækið íshaf hf. á
Húsavík, sem gerir út Kol-
beinsey ÞH-10, skilaði 12,6
milljóna króna rekstrarhagn-
aði á sl. ári. Þetta kom fram á
aðalfundi þess sl. þriðjudag.
Brúttótekjur Kolbeinseyjar
voru 165,2 milljónir króna
samanborið við 146 milljónir árið
1989. Reksturinn skilaði rúmlega
41 milljón króna upp í afskriftir
og fjármagnskostnað. Hagnaður
eftir fjármunatekjur og gjöld var
12,6 milljónir króna.
Kolbeinsey aflaði 3287 tonn á
liðnu ári. Þar af voru 185 tonn að
andvirði 26,2 milljónir króna seld
á Þýskalandsmarkaði. Skipið
lagði því upp 3102 tonn hjá Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur.
Kristján Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri íshafs hf. segir að
menn séu vel sáttir við þessa
rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins.
Hann segir að framlegðin sé svip-
uð á milli ára og í raun sé hún
með því besta sem gerist í sam-
bærilegum fyrirtækjum.
Kristján segir að mesta breyt-
ingin milli ára lúti að vaxtagjöld-
um og gengistapi. Þar hefur orðið
viðsnúningur sem nemur 44 millj-
ónum króna. óþh
verslun í Fljótum og einnig á
Hofsósi.
Að sögn Þórólfs Gíslasonar
kaupfélagsstjóra er bættur rekstur
fyrst og fremst vegna lágrar verð-
bólgu og stöðugleika í efnahags-
lífi, auk þess sem hagræðingarað-
gerðir skiluðu árangri. kg
Norðurland:
Bros færist yfir
- allt á kafi á Ólafsfirði,
Siglufirði og Dalvík
„Það er búið að snjóa óheinju
í bænuni, en skíðamennirnir
ættu að geta verið ánægðir
núna,“ sagði Guðni Aðal-
steinsson, lögreglumaður í
Ólafsfírði, í gær.
Undanfarna tvo sólarhringa
hefur bókstaflega kyngt niður
snjó í Ólafsfirði og má óhikað
segja að hvít þykk snjókápan sé
nú orðin eins og hún venjulega er
á þessum árstíma þar í bæ.
Sömu sögu er að segja frá
Siglufirði. Lögreglumaður þar
sagði í gær að mikið hefði snjóað
undanfarna sólarhringa og ekki
væri fráleitt að jafn mikill snjór
væri kominn í bæinn og í fyrra-
vetur, sem þó þótti með afbrigð-
um snjóþungur. Starfsmenn
bæjarins unnu stanslaust að því í
fyrrinótt og gær að hreinsa snjó
af götum bæjarins, en höfðu vart
undan.
Á Dalvík hefur líka snjóað
umtalsvert. Lögreglumaður þar
sagði að helstu götur bæjarins
væru færar og búið væri að opna
hclstu leiðir út frá bænum. óþh
Ófærð á
vegum víða
á Norðurlandi
Víða var ófærð á vegum á
Norðurlandi í gær en reynt var
að lialda liclstu leiðum opnum.
Þó hurfu vegagerðarmenn frá
mokstri austur frá Akureyri
vegna veðurs.
Leiðin milli Akureyrar og
Reykjavíkur var hreinsuð í gær
en þó þurftu menn að taka á sig
krók á leiðinni því fara varð Lax-
árdalsheiði og Heiðdal. Holta-
vörðuheiði var algerlega ófær og
ekkert reynt að ryðja þar.
Á Eyjafjarðarsvæðinu voru
helstu leiðir ruddar og var þannig
síðla dags í gær fært frá Akureyri
til Ólafsfjarðar en vegagerðar-
menn ætluðu að halda leiðinni
opinni fram á kvöld þar sem
renndi á veginn milli Akureyrar
og Dalvíkur jafn óðum.
Austan við Akureyri var færi
hins vegar ntun verra og var ófært
til Grenivíkur og yfir Víkur-
skarð. Þar viðraði ekki til
moksturs. JÓH