Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 21. mars 1991
Til sölu 4 tonna Hino
vörubifreið árg. ’80
Nýuppgeröur.
Uppl. í síma 96-61643 og 96-61988.
Ibúð með búnaði!
Lögmannshlíðarsókn vill taka á leigu nú þegar
íbúð með búnaði fyrir settan sóknarprest í
Glerárkirkju í 1-2 mánuði.
Upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar í síma
21161.
Fiskverkunarhús
á Hofsósi
Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu einlyft stál-
grindarhús á steyptum grunni, ca. 260 ferm. I húsinu
er ýmiss búnaður fyrir skelfiskvinnslu, sem selst
með því.
Tilboð óskast send á skrifstofu sjóðsins, Suður-
landsbraut 4, Reykjavík, fyrir 10. apríl nk.
Nánari upplýsingar veittar í síma 91-679100.
Fiskveiðasjóður íslands
Suðurlandsbraut 4, 155 Reykjavík.
Erum fluttir að Óseyri 1a
Daglegar ferðir Akureyri-Reykjavík-Akureyri.
Stefnir hf. sími 22624.
Afgreiðsla í Reykjavík: Vöruleiðir, Skútuvogi 13.
Stjórnmálafundir
um atvinnu- og byggðamál
Þórshöfn í félagsheimilinu:
Laugardaginn 23. mars kl. 13.00.
Raufarhöfn í féiagsheimilinu:
Laugardaginn 23. mars kl. 16.30.
Frambjóðendur okkar, Guðmundur Bjarnason, Val-
gerður Sverrisdóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson
og Daníel Árnason mæta á fundinn.
Framsóknarflokkurinn.
Auðlindskattur á veiðimenn
Kvótakerfið hefur legið undir
þungri gagnrýni undanfarið.
Einkum hafa þar haft sig í
frammi þeir, sem telja að kvóta-
kerfið færi ákveðnum einstakl-
ingunt mikil verðmæti ókeypis.
Hefur verið farið stórum orðum
um siðleysi kvótakerfisins. Fyrir-
sagnir eins og „Mesta eignatil-
færsla þjóðarsögunnar" hafa sést.
Menn hafa einnig verið iðnir
við að reikna út verðmæti
óveidds fisks. Árlegt markaðs-
verðmæti kvótans hefur verið
metið á um 20 milljarða. Heildar-
verð auðlindarinnar hefur einnig
verið metið á 60-400 milljarða.
Þegar slíkar upphæðir eru
nefndar, er ekki að undra þótt
menn sperri eyrun, bæði þeir sem
leita dyrum og dyngjum að nýj-
um skattstofnum, sem og hinir,
sem finnst lítið í pyngjunni hjá
sér, þegar reikningarnir hafa ver-
ið greiddir.
Hér verður leitast við að velta
fyrir sér nokkrum hugtökum er
snerta stjórn fiskveiða og komið
hafa fram í umræðum um kvóta-
kerfi og auðlindaskatt.
Veiðiþjóðin og fískurinn
Verulegur hluti af kaupmætti
okkar er sprottinn af veiði-
mennsku. íslendingar eru veiði-
þjóð og verða það um ófyrirsjá-
anlega framtíð. Því fer að vísu
fjarri að hún standi öll í því að
draga fisk, en svo hefur alltaf
verið. Sumir hafa veitt fisk. Aðrir
hafa keypt hann af þeim sem róa.
Frá upphafi íslandsbyggðar hefur
fiskurinn í sjónum tilheyrt þeim.
sem hafa átt skip og dregið fisk úr
sjó.
Það er fyrst nú, þegar sóknar-
getan virðist vera mun meiri en
afkastageta iniðanna, að menn
eru farnir að eigr.færa óveiddan
fisk í sjó. íslendingar hafa með
alþjóðlegum samningum eignast
fiskinn innan fiskveiðilögsögunn-
ar, og með áréttingu Alþingis
gert hann að eign þjóðarinnar
allrar.
Slík eignafærsla gengur að lík-
indum ekki hávaðalaust, enda
hafa nú allmargir af þeim, sem
ekki stunda sjóinn, gert kröfu til
þess að eignast persónulega hlut-
deild í verðmæti óveidds fisks.
Sjómennirnir standa nú frammi
fyirr því að svo geti farið að þeir
eigi ekki lengur þann fisk, sem
þeir draga á land. Og lái ég þeim
ekki, þótt þeir séu nokkuð
klumsa.
Auðlindaskatturinn
Helstu hugmyndafræðingar auð-
lindaskattsins eða veiðileyfa-
gjaldsins tefla fram eftirfarandi
rökum: Þjóðin á fiskinn í
sjónum. Fiskurinn er takmarkað-
ur og eftir því verðmætur. Þess
vegna á þjóðin að fá gjald fyrir
hann. Aðgang að miðum, sem
þjóðin á öll, er ekki hægt að tak-
marka á réttlátan hátt, nema með
því að selja hæstbjóðanda
aðganginn að auðlindinni. Það er
með öðrum orðum eignarréttur-
inn og réttlætið, sem eru undir-
staða hugmyndanna um auðlinda-
skattinn.
Eignarrétturinn og
skatturinn
Sambandið milli eignarréttar
þjóðarinnar yfir miðunum og
réttar ríkissjóðs til að heimta
skatt af þeim, sem nýta þau, er
ekki augljóst. í fyrsta lagi á ríkis-
sjóður ekki miðin, því þau hafa
ekki verið þjóðnýtt.
Það er heldur ekki álveg aug-
ljóst, að eignarhald þjóðarinnar á
fiskimiðunum leiði sjálfkrafa til
þess, að hún taki gjald fyrir
afnotin, á grundvelli þess að nýt-
ing auðlindarinnar sé uppspretta
fjármagns.
1. grein
Landið
Bændur landsins nýta afrétt til
beitar. Eignaréttur yfir afrétti er
mjög mismunandi. Afréttur get-
ur verið heimaland jarðar og því
í raun tilheyrt eiganda hennar,
þótt margir hafi rétt til takmark-
aðrar notkunar landsins, án
þess að sérstakt gjald komi fyrir.
í öðrum tilfellum virðist afréttur
vera eign þjóðarinnar, eins og til
dæmis Landmannaafréttur. Sá
afréttur er þó ekki eign ríkisins,
eftir því sem dóinar hafa gengið.
Þótt víðáttumikil afréttarsvæði
séu þannig talin „eign þjóðarinn-
ar“ leggur eigandinn ekki afnota-
gjald á þá sem nýta eignina sér til
tekna. Beitarréttur tilheyrir lög-
býlum. Aðrir aðilar en eigendur
lögbýla hafa ekki þennan rétt, og
gildir það til dæmis um þá, sem
byggja afkomu sína á fullvinnslu
búvara.
Orkan
Áliðnaðurinn byggir tilveru sína
hérlendis á tiltölulega ódýrri
orku. Fallvötnin eru að vísu ekki
nema að hluta til í eigu þjóðar-
innar. Þau fylgja að öðru leyti
jörðum, og þarf sá aðili, sent vill
virkja þau, að kaupa vatnsrétt-
indin af viðkomandi jarðeiganda.
Áliðnaðurinn greiðir fyrir kaup á
raforkunní, en seljanda orkunnar
e'r ekki gert að greiða þjóðinni
sérstaklega fyrir afnot auðlindar-
innar, þótt vafalaust megi færa
rök fyrir því að þjóðin eigi veru-
lega hlutdeild í fallvötnunum.
Önnur mesta auðlind íslendinga
er ekki tilefni skattlagningar
ríkisins.
Heitt vatn er uppspretta gífur-
legra fjármuna hér á landi. Það
hefur heldur ekki verið lýst eign
þjóðarinnar, og er nýtt af jarð-
eigendum eða handhöfum hita-
réttinda. Hugsanlegt er að þeir,
sem lýst hafa fiskimiðin eign
þjóðarinnar, hugsi sér einnig að
slá þjóðareign á varmaorkuna í
iðrum jarðar ög taka gjald af
þeim, sem hana nýta. Sú hugsun
hefur ekki komið fram há þeim,
sem mest hafa skrifað um
auðlindaskatt á sjávarútveginn.
Ástæðan er ekki sú, að jarðhiti sé
ótakmörkuð auðlind. Sennilega
ræður það nokkru um áhugaleysi
auðlindaskattsmanna á heita
vatninu að helstu hugmynda-
fræðingar þeirra njóta góðs af
ódýru heitu vatni í Reykjavík, og
er þeim sá skattstofn því ekki
eins hugstæður og fiskimiðin.
Auðlind ferðaþjónustunnar
Auðlindahugtakið er hægt að
útfæra. Þeir sem „selja landið“,
ferðaskrifstofur, flutningaaðilar,
hótel og þeir, sem stunda ferða-
þjónustu almennt, greiða ekki
fyrir afnot landsins, sem er þó
undirstaða tekna þeirra. Þeir
hafa „ókeypis afnot“ af auðlind-
inni, ef svo má að orði komast.
Þessir aðilar verða að koma sér
upp farartækjum, hótelum, skrif-
stofum og viðskiptasamböndum,
en eigandi auðlindarinnar tckur
ekki neitt fyrir að veita þeim
„ókeypis aðgang“ að henni. Er
það einungis vegna þess að menn
hafa ekki komist að samkomulagi
um það hver eigi ísland? Eða er
það vegna þess að fegurð lands-
ins er ekki takmörkuð?
Urn síðarnefnda atriðið má
deila. í Herðubreiðarlindum hef
ég verið innan um svo marga
erlenda og innlenda ferðamenn
að það hefði nálgast kaldhæðni
að flokka staðinn undir kyrrláta
vin í öræfum íslands. Nær hefði
verið að tala um vinsælan
skemmtistað. Fegurð Herðu-
breiðarlinda er svo sannarlega
ofnýtt auðlind oft á tíðum. Hún
er samt ekki skattlögð á þeim
forsendum. Ekki enn, enda hefur
hún ekki verið þjóðnýtt.
Að róa á ríkismiðin
Ef það bessaleyfi er tekið að
útfæra enn hugtakið auðlind, má
benda á þá aðila, sent hafa lífs-
viðurværi sitt með beinum og
óbeinum hætti af því að þjónusta
ríkisbáknið. Þá aðila mætti nefna
„útgerðarmenn". Miðin liggja að
sjálfsögðu einkum í höfuðborg-
inni, og stofninn ofveiddur svotil
árlega, ef marka má halla á ríkis-
sjóði.
Menntun er að sjálfsögðu upp-
spretta auðs, og sennilega mjög
vannýtt auðlind hér á landi. Þar
sem menntun, vísindi og menn-
ing er í miklum mæli ríkisrekin
og samþjöppuð á höfuðborgar-
svæðinu, eins og í okkar þjóðfé-
lagi, skapar hún fjölmörgum
mönnum, einkum í þjónustu-
störfum, aðstöðu til að þéna
mikla peninga. Engum hefur
samt enn dottið í hug að skatt-
leggja þá, sem lifa á því að þjón-
usta ríkisfyrirtæki eða stofnanir
hins opinbera. Þvert á móti er
þjóðin skattlögð æ meir til að
auðlindin ríkissjóður geti orðið
sterkari stofn þeim „útgerðar-
mönnum“ sem á ríkismiðin
sækja. Þau mið hafa orðið með
hverju ári meiri örlagavaldur í
byggðaþróun hér á landi.
Réttlætismál eru yfirleitt ekki
einföld. Hér hefur verið seilst
víða til fanga, í þeim tilgangi að
benda á að óumdeilt eignarhald
þjóðarinnar á fiskimiðum og
óveiddum fiski leiði ekki í sjálfu
sér til þess, að þeir sem sjóinn
stunda eigi að greiða fyrir það
sérstakt gjald að fá að fara á sjó.
Það er ljóst að kvótakerfið er
langt frá því að vera fullkomið
kerfi. Gallar þess eru margir og
margvíslegir, og á það ekki síst
við um þá hliðina, sem veit að
fiskvinnslunni og þeim sem þar
vinna. Hins vegar er erfitt að sjá
fyrir sér að kvótakerfið sé í
grundvallaratriðum ranglátt kerfi
og brjóti í bága við það sem
almennt telst viðunandi réttlæti.
Að sama skapi er erfitt að fallast
á að þjóðnýtingarhugmyndir
þær, sem auðlindaskattur byggist
á, vísi veginn til réttlætisins.
Miklu frekar er þar um að ræða
dulbúnar skattheimtuhugmyndir
manna sem trúa því að frá ríkis-
sjóði eigi allt frumkvæði í
atvinnumálum að koma. Um síð-
asttalda atriðið mun ég fjalla í
næstu grein.
Tómas Ingi Olrich.
Höfundur skipar annað sæti á lista Sjálf-
stæðismanna í alþingiskosningum á
Norðurlandi eystra.