Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 21.03.1991, Blaðsíða 9
Peningana eða lífið! fppt yiRm rc -HintthiitmmH — íHirJAr! — ft Fimmtudagur 21. mars 1991 - DAGUR - 9 Hér í eina tíð var vinsæll leikur hjá smástrákum að pota fingri í bakið hver á öðrum og segja rámri röddu: „Peningana eða lífið“. En þessi leikur þótti smám saman barnalegur og löngu áður en strákarnir fóru í mútur voru þeir farnir að stunda aðra leiki. Þessir strákar hafa vaxið úr grasi eins og gengur og gerist, og leikir þeirra tekið á sig breytta ntynd. Sumir hafa kornist í valda- miklar stöður í þjóðfélaginu, og leikir þeirra í dag hafa því áhrif á lífsafkomu fjölda fólks. Ýmislegt í leikjunum minnir samt óþægilega mikið á gamla daga. Til dæniis þegar þeir eru í foringjaleik og metast unt það hver sé bcsti for- inginn og safna um sig liössveit- um. Pá geta þeir veriö óvinir um stundarsakir eins og í bófa- leikjunum í gamla daga, og allt skal svo falla í ljúfa löð þegar Ijóst er hver verður foringinn í næsta leik. Strákarnir stjórna þjóðfélags- leik sem hefur þær reglur að þeirra lið njóti ýmis konar for- réttinda umfram stelpnaliðið. Vakandi og sofandi passa þeir upp á þetta, þótt þeir Itafi opin- berlega sett leikreglur sent segja að jafnrétti gildi, leikfélagar úr báðum liðum eigi að njóta sömu launa fyrir sömu störf og ekki megi mismuna. Peir slá óspart ryki í augun á stelpnaliðinu með ýmsum aðferðum. Nú síðast var gerður samningur sem gengur undir nafninu þjóðarsátt, sem var sagður eiga að stefna að því að viðhalda óbreyttu ástandi um tíma af því að það væri svo nauð- synlegt. Þetta er það sama og hét „frí“ í eltingarleikjunum í gamla daga, en þá var þó aðeins einn sem tók sér frí í einu. Það hefur komið á daginn sem ýmsa grunaði að einhvers staðar hefur leynst platmerki, því þetta allsherjar „frí“ sem átti að gilda í launaleiknum hefur bara verið í plati. Þjóðarsáttarleikurinn hefur fryst laun þeirra sem þau hafa Iægst, og þar eru konur í ntiklum meirihluta, en tekjurýmissa ann- arra hafa hækkað jafnt og þétt, rétt eins og ekkert sé. Löngu áður en strákarnir fundu upp þjóðarsáttarleikinn var komið upp andóf í röðum stelpnaliðsins. Við tókum okkur til nokkrar konur og stofnuðum með okkur samtök, Kvennalist- ann, sem hefur að markntiði að við náum meiri áhrifum í þjóðfé- lagsleiknum. Við gerðum þetta vegna þess að leikreglur strák- anna eru þannig að við fengurn engu að ráða. Þá sjaldan að fyrir kom að stelpa fékk að stjórna einhverju, þá varð hún að gera nákvæmlega eins og strákarnir vildu alltaf bara vera í gömlu strákaleikjunum, en það sem við höfðum unað okkur við og lært í gegnum tíðina, reynsluheimur kvenna eða kvennamenning, þótti þeim einskis nýtt. Kvennalistinn hefur liaft að markmiði að eyða þeim mun sem er á aðstöðu liðanna tveggja, strákaliðsins og stelpnaliðsins, og var þess vegna á móti hinni svo- kölluðu þjóðarsátt. í síðustu kosningum barðist Kvennalistinn fyrir því að lágmarkslaun hækk- uðu í 40.000 krónur, sem jafn- gildir 73.000 krónum í dag. Kvennalistinn sýndi þá ábyrgð að hafna setu í ríkisstjórn þegar sýnt Tvær leiðir eru hentugar til þess að verja ungbarn í bíl Látið barnið annaðhvort liggja i bilstól fyrir ungbörn eða barnavagni sem festur er með beltum. || ■ UmrtntJAn Uráð Valgerður Magnúsdóttir. var að foringjum strákaliðsins fannst þetta bara heimtufrekja og vildu ekki ganga að þessari for- gangskröfu, heldur halda áfram að leika sinn misréttisleik. Og til að bæta gráu ofan á svart héldu þéir því fram að við sýndum ábyr.gð- arleysi með því að hjálpa þcim ekki að stjórna misréttisleiknum. Lágmarkslaunin hafa ennþá vaila náð þessum fjörutíu þúsund krónum, og nú í lok kjörtímabils- ins er krónan þó ekki nenta rúm- lega hálfdrættingur að verögildi á við það sem hún var fyrir fjórunt árum. Þessi upphæð dugir hvergi nærri til framfærslu, þannig að í raun er um lífið að tefla. Við konur verðutn að safna liði og snúa vörn í sókn. Þess vegna hef- ur Kvennalistinn aftur gert hækk- un lágmarkslauna að skilyrði fyr- ir þátttöku sinni í ríkisstjórn. En það skyldi þó aldrei vera áð reynsluheimur karla í-valdastöð- um sé svo fábrotinn að þeir skilji ekkert nema það sent runnið er undítn rifjum smástrákamcnning- arinnar? Ef til vil átta þeir sig þá fyrst á alvöru málsins ef við otum fingri í hryggsúluna á þeim og segjum dintmum og karlalegum rómi: „Peningana eða lífiö". Valgerður Magnúsdóttir. (Höfundur skipar 7. sæti framboðslista Kvcnnalistans í Norðurlandskjördæmi eystra í komandi kosninguni). Fraxnsóknarvist fimmtudaginn 21. mars kl. 20.30. Spilað verður á 6 stöðum í Norðurlandskjördæmi eystra. Akureyri: Nú spilum við í Félagsborg (sal starfsmanna Álafoss). Verðlaun fyrir besta árangur á öllum stöðum er ferðavinningur að verðmæti kr. 80.000 með Samvinnuferðum-Landsýn. Góð kvöldverðlaun. Ávarp: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Akureyrar. ij óbaáijiiikeppni Btoujs ul) MENOR Menningarsamtök Norblendinga og dagblabib Dagur hafa ákvebib ab efna til samkeppni í ijóblist Keppnin verbur í tveimur flokkum Ijóba: a) Hefbbundin Ijób b) Óbundin Ijób Verblaun fyrir besta Ijóðiö í hvorum flokki eru íslenska alfræbiorbabókin. Sérstök viburkenning fyrir annab besta Ijóbib í hvorum flokki er íslandshandbokin Þau Ijób, sem hljóta verblaun eba viðurkenningu, verba birt í Degi og Fréttabréfi MENOR. Abstandendur keppninnar áskilja sér einnig rétt til ab birta önnur Ijób, sem send verba til keppninnar. Engin mörk eru sett um lengd Ijóðanna í keppninni. Ljóbin skal senda undir dulnefni, en meb skal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokubu umslagi, aubkenndu dulnefninu. Skilafrestur Ijóba er til 26. apríl nk., sem er síbasti póstsendingardagur. Utanáskriftin er; Menningarsamtök Norölendinga b/t Hauks Ágústssonar Gilsbakkavegi 13 600 Akureyri Menningarsamtök Norblendinga — Dagur Islenska alfræbiorbabókin er lit- prentub í þremur bindum og hefur að geyma um 37 000 uppflettiorb og lykilorb, auk um 4500 Ijós- mynda, teikninga og korta og taflna sem auka upplýsingagildi hennar. Útgefandi er Örn og Örlygur. m *y. " W/& j . i'". \ 'mm. ISLANDS HANDBOKIN 9 íslandshandbókin er tvö bindi, rúmlega 1000 blab- síbur. Efni bókarinnar er skipt eftir sýslum. í upphafi hvers kafla er sýslukort, sérstaklega teiknabfyrir bókina. Utgefandi er Örn og Örlygur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.