Dagur


Dagur - 05.04.1991, Qupperneq 6

Dagur - 05.04.1991, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 5. apríl 1991 Þtögertöbetri matarkaup í KEA NETTO Slanda 6 í pk.............. k Blanda 1 lítri............... k Kókómjólk V\ lítri .......... k Flóru kakó 400 g ............ k Flóru kakókvikk 500 g ....... k Maryland kex............ pk. k Homeblest kex .......... pk. k Jane Hellen sjampó ....... k Lotus maxi bindi............. k Vex uppþvottalögur 2 lítri .... k Papco eldhúsrúllur m/2 ...... k WC pappír m/8............... k 228, 142, 39, 194, 208,- 56, 78, 139, 175, 202, 96,- 149,- Opið virka daga frá kl. 13. -18.30. Laugardaga frá kl. 10.-14. KynnSst NETTÓ-verBi ° KEANETTÓ Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra LeMangasaftiið er mest notað í þágu bama undir forskólaaldri - spjallað við Gyðu Haraldsdóttur, sálfræðing Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra hefur með höndum rekstur margvíslegrar þjónustu. Svæðisstjórnir starfa samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og hlutverk þeirra er margþætt. Meðal þess sem svæðisstjórnir gera er að hafa með höndum umsjón með vist- un fatlaðra barna á ýsmar stofnanir eða sambýii, aðstoða við atvinnuleit, fjalla um ferli- mál og gera tillögur um út- hlutanir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, svo nokkur atriði séu nefnd. Einn þáttur starfseminnar er starfræksla leikfangasafns og til- heyrir það ráðgjafar og greining- ardeild svæðisstjórnar. Enginn starfsmaður hefur verið við safn- ið um margra mánaða skeið. Þetta er auðvitað bagalegt og stendur eðilegri starfsemi deild- arinnar að mörgu leyti fyrir þrifum. Gyða Haraldsdóttir, sál- fræðingur og forstöðumaður ráð- gjafar og greiningardeildar, varð fyrir svörum um málefni leik- fangasafnsins fyrir skömmu. Leikfangasafnið er mest notað í þágu barna undir forskólaaldri Gyða var spurð um hlutverk leik- fangasafnsins og hvernig safnið tengist starfsemi svæðisstjórnar. „Hlutverk leikfangasafnsins er að þjóna börnum með hvers kyns fatlanir eða frávik í þroska eða aðlögun. Á safninu er úrval leik- fanga, spila og annarra gagna sem henta vel til að þjálfa eða örva barnið á flestum sviðum þroska. Algengt er að unnið sé með t.d. málörvun, þjálfun fín- VIRÐISAUKASKATTUR Gjalddagi virðisaukaskatts er 5. þessa mánaðar Skýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslu- menn úti á landi og lögreglustjór- inn á Keflavíkurflugvelli. Bent skal á að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við skýrsl- um sem eru fyrirfram áritaðar af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna sjálfur eða breytir áritun verður að gera skil hjá innheimtu- manni ríkissjóðs. Inneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skatt- stjóra. Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjald- daga. Athygli skal vakin á því að ekki er nægilegt að póstleggja greiðslu á gjalddaga. m RÍKISSKATTSTJÓRI Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur, myndin er tekin í leikfangasafninu. hreyfinga, samhæfingu handa og augna og félagsleg samskipti." - Hvaða börn njóta þjónustu á safninu og hvernig komast þau í tengsl við það? „Safnið þjónar aðallega börn- um undir skólaaldri, þó ekki sé útilokað að eldri börn með þroskafrávik fái þar einhverja þjónustu. Varðandi það að kom- ast í tengsl við safnið er leiðin venjulega sú að beiðni kemur til deildarinnar, t.d. frá lækni eða öðrum fagaðila eða foreldri sjálfu, um athugun á barni vegna einhvers vanda eða gruns um þroskafrávik. Leikfangasafnið tengist málinu á þann hátt, að eftir greiningu á barninu er oft nauðsynlegt að útvega heppileg úrræði. Einn lið- ur í því getur verið að finna leik- föng sem stuðla að því að örva þroska barnsins á því sviði sem ábótavant er. Foreldrar barnsins koma því í leikfangasafnið, og starfsmaður safnsins velur síðan heppileg leikföng, sem lánuð eru heim í því skyni að örva ákveðna þætti hjá barninu. Foreldrar fá þannig hjálp hjá viðkomandi starfsmanni til að læra á hvern hátt nota megi leiki og leikföng til að styðja við og efla þroska. Oft er einnig veitt almenn upp- eldisráðgjöf. Sumir foreldrar koma u.þ.b. mánaðarlega í slíkar heimsóknir í leikfangasafnið eða oftar, og í sumum tilvikum getur verið æski- legt að barnið komi tvisvar eða þrisvar í viku og fái beina þjálfun í safninu. Einnig hefur leikfanga- safnið verið í beinum tengslum við dagvistarstofnanir á svæð- inu.“ Samstarf við dagvistir - Hvernig er samstarfi leikfanga- safnsins og dagvista háttað? „Starfsmaður leikfangasafnsins hefur farið í reglulegar heimsókn- ir út á dagvistirnar til að veita ráðgjöf, sérstaklega varðandi börn með einhverjar fatlanir eða sérþarfir. Slík börn fá venjulega svokall- aðan „sérstuðning" á dagvistinni, sem þýðir að sérstakur starfs- maður er ráðinn til að sjá um þá þjálfun eða örvun sem greining hefur leitt í ljós að er æskileg. Þessir „stuöningsaðilar" sérþarfa barnsins eiga þess líka kost að koma á leikfangasafnið, bæði til að fá leiðbeiningar um þjálfun og eins til að fá lánuð ýmis gögn. Hjá dagvistardeild Akureyrar- bæjar er reyndar starfandi þroskaþjálfi, sem einnig hefur þetta hlutverk með höndum gagnvart sérþarfabörnum á dag- heimili bæjarins, og vinnur í nán- um tengslum við ráðgjafar- og greiningardeildina hjá okkur. Slíkum starfsmanni er ekki til að dreifa fyrir dagheimili utan Akureyrar, og þjónusta leik- fangasafnsins fyrir þau heimili er því sérstaklega mikilvæg.“ Yandræði vegna þess að starfsmann vantar - Verðið þið vör við vandræði hjá fólki þar sem þjónusta leik- fangasafnsins liggur niðri? „Nú hefur vantað starfsmann frá 1. júní í fyrra, og tugir barna bíða eftir þjónustu. Það er stöð- ugt spurt eftir þjónustu leik- fangasafnsins, bæði af foreldrum og starfsfólki. Til dæmis hefur þetta verið sérstaklega slæmt fyr- ir dagvistir utan Akureyrar, þar sem alls ekki hefur verið hægt að fylgja sérþarfabörnunum nægi- lega vel eftir. Einna verst finnst mér samt að við skulum ekki geta veitt foreldrum þessa þjónustu, ekki síst foreldrum yngstu barn- anna. Það að starfsemi leikfanga- safnsins liggur niðri kemur mest niður á foreldrum þeirra barna sem ekki eru komin á leikskóla- aldur, og dregur verulega úr möguleikum okkar til að geta veitt þeim þann stuðning og ráð- gjöf sem þau eiga rétt á. Ekki bætir úr skák að ekki hef- ur heldur tekist að ráða í stöðu félagsráðgjafa, sem einnig vantar mjög tilfinnanlega til ráðgjafa- deildarinnar. Þótt við getum enn tekið við börnurn í greiningu er það oft aðeins hálft gagn, þar sem eftir- fylgdina með þjálfun og ráðgjöf vantar." - Hvernig starfsmanni leitið þið að? „Við erum að leita að starfs- manni með þroskaþjálfamenntun eða fóstrumenntun, en auk þess þarf viðkomandi helst að hafa reynslu af að vinna með börnum á forskólaaldri og einhverja þekkingu á fötlunum. Fólk með slíka reynslu en aðra uppeldis- menntun gæti líka komið til greina. Um er að ræða heila stöðu, og við þurfum á starfs- manni að halda sem er tilbúinn til að vinna í samstarfi við nokkuð marga aðila, bæði innan deildar- innar og utan. Viðkomandi þarf einnig að geta unnið sjálfstætt. Helstu kostirnir við starfið eru þeir að það felur í sér mikil mannleg samskipti, og er bæði fjölbreytt og gefandi." EHB Athugasemd Varðandi frétt Dags í gær um gjaldþrot íslendings hf. er rétt að taka fram að þar sem skattur hef- ur verið áætlaður á hlutafélagið allt frá árinu 1985 er ekki sjálf- gefið að ríkið tapi umræddri skuld. Forráðamönnum hlutafé- lagsins gefst kostur á að gera grein fyrir skuldinni og ef í ljós kemur að áætlun skattayfirvalda á ekki við nein rök að styðjast fellur skuldin niður.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.