Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 25. maí 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþr.), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, UÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSH.: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Landbúnaður og umhverfisvemd umhverfisins sem nú fer um Vest- sem víða berst vonlítilli baráttu við í niðurstöðum skoðanakannana Félagsvísindastofnunar um við- horf almennings til verkefna stjórnvalda, sem birt var nýlega, kemur skýrt fram að mikill áhugi er fyrir umhverfisvernd á meðal almennings í landinu. Um 86 af hundraði þeirra er tóku afstöðu í umræddum könnunum töldu um- hverfisvernd það viðfangsefni sem leggja beri meiri áherslu á en aðra málaflokka. Efling efnahags þjóð- arinnar og jöfnun lífskjara fylgdu síðan umhverfisverndinni fast eftir í öðru og þriðja sæti yfir æskileg forgangsverkefni. Þessar niður- stöður gefa til kynna að mikil hug- arfarsbreyting sé að eiga sér stað á meðal fólks hvað þennan mála- flokk varðar. Hefði skoðanakönnun í líkingu við kannanir Félagsvís- indastofnunar verið gerð fyrir ein- um til tveimur áratugum er líklegt að umhverfismál hefðu lent neðar- lega á blaði ef þau hefðu á annað borð verið talin til þeirra verkefna er stjórnvöldum beri sérstaklega að sinna. Hinn mikli áhugi fyrir umhverfis- málum er ekki séreinkenni íslend- inga. Hann er hluti þeirrar umræðu og vakningar um verndun urlönd. Hann á fyrst og fremst ræt- ur að rekja til iðnaðarmengunar, sem orðin er alvarlegt vandamál á meginlandi Evrópu og víðar. Þótt íslendingar séu ekki í hópi þeirra þjóða, sem verst eru settar hvað mengunarmál varðar, eiga þeir margt óunnið í þeim efnum. Minna má á frágang og eyðingu sorps. Einnig frárennsli frá atvinnustarf- semi og íbúðabyggð víða um land. Endurvinnsla og notkun umhverf- isvænna vörutegunda eru þættir sem gefa þarf meiri gaum á næst- unni auk þess sem eitt af stærri verkefnum íslendinga varðandi umhverfismál á næstu árum er verndun hins viðkvæma gróðurs, veður og vinda og stundum óskipulagða beit. Miklu máli skiptir fyrir ráðamenn þjóðarinnar á hverjum tíma og stjórnendur einstakra málaflokka að vita hver sé vilji almennings í landinu varðandi þau verkefni sem þarf að leysa. Niðurstöður skoð- anakannana Félagsvísindastofn- unar gefa til kynna, svo ekki verður um villst, hver sá vilji er í dag. í ljósi þess er unnt að skilja þann áhuga sem stjórnmálamenn virð- ast nú hafa á umhverfisráðuneyt- inu eða öllu heldur verkefnum í gróðurfarsmálum og landvernd. Hins vegar er illt til þess að vita að þessir málaflokkar þurfa að verða bitbein einstakra stjómmálaflokka og ráðamanna innan hins opinbera kerfis. Að undanfömu hefur borið á nokkurri togstreitu milli umhverfis- og landbúnaðarráðuneytis um þann þátt umhverfismála sem snýr að gróðurvernd og landgræðslu. Nú ber svo við að mikill samdráttur hefur átt sér stað í hefðbundnum landbúnaði og á enn eftir að auk- ast ef fer fram sem horfir. Því er nauðsynlegt að bændur, sem verða af atvinnutækifærum vegna þessa samdráttar, eigi kost á að njóta þeirra starfa sem skapast munu við landvörslu- og land- græðslustörf í framtíðinni. Upp- græðsla og ræktun eru ekki síður landbúnaður en hinar hefðbundnu búgreinar, er framleiða mjólk og kjöt. Af þeim sökum eiga þessar starfsgreinar heimkynni á meðal annarra landbúnaðarmála í stjórn- kerfi landsins. Forsvarsmenn umhverfisráðuneytisins þurfa þrátt fyrir það ekki að kvarta vegna verkefnaskorts. í ljósi viðhorfa íslendinga eins og þau birtast í niðurstöðum kannana Félagsvís- indastofnunar bíða þeirra einnig mikilvæg verkefni í framtíðinni. ÞI ri frá mínum bœjordyrum séð i Birgir Sveinbjörnsson skrifar Hitt og þetta um bréfkorn og fleira Ég sá það í sjónvarpinu fyrir skömmu að verið var að halda upp á 215 ára afmæli póstferða á íslandi. Af því tilefni var farið í póstferð milli Sandgerðis og Grinda- víkur. Fólk klætt að hætti þeirra tíma þrammaði af stað og tók með sér ábyrgðarbréf til að gefa ferðinni meira giidi. Það er vel við hæfi á þessum tímamótum að minn- ast hinna fornu póstlesta og póstanna sem hvarvetna voru auðfúsugestir. Póstarnir voru oft á tíðum mikil- vægasti samskiptahlekkur hinna dreifðu byggða bæði við strjálbýlið og þéttbýlið. í afskekktum sveitum var koma póstsins stórviðburður og hugsanlega eina gesta- koman á löngum og erfiðum vetrarmánuðum til sveita. Póstarnir voru því hvarvetna velkomnir. Gott var með þeim að ferðast enda voru þeir ratvísir og kunnugir sinni póstleið. Bréf sem einu sinni var komið í hendur pósti átti nokkurn veginn víst að komast á áfangastað. Ferðamenn slógust í för með þeim og þótti það mikið öryggi að vera í fylgd með þessum glöggu og ratvísu mönnum einkum ef veður voru válynd eða útlit tvísýnt. í gegnum tíðina hefur verið borin mikil virðing fyrir alls konar pósti og mér er tjáð að póstur sé ævinlega sendur með fyrstu og öruggustu ferð. í dag er það svo faxið og gagnaflutningsnet tölva sem hafa yfirtekið starf sumra bréfberanna og er það með ólíkindum að skuli vera mögulegt að senda bréf gegnum nokkurs konar síma heimshorna á milli á nokkrum sekúndum. Bréfaskriftir Bréfaskriftir eru stór þáttur af okkar menningararfi. Bréf voru oft á tíðum helstu heimildir annálaritara og í bréfum koma á stundum fram ómetanlegar upplýsingar um hin ólíklegustu málefni. Bréf hafa líka í gegnum tíðina verið örlagavaldar í lífi fólks. Bréf sem ekki komast til skila geta breytt gangi sögunnar. Ástarbréf sem hverfa eða eru viljandi tekin úr umferð svo þau berist ekki réttum aðila, hafa haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar bæði fyrir bréfritara og viðtakanda og þekkjum við mörg slík dæmi af bókum. Flestir skrifa líklega bréf einhvern tíma ævinnar. f einhverja áratugi átti Ríkisútvarpið sinn þátt í að efla pennagleði íslendinga með því að halda uppi mjög vin- sælum óskalagaþáttum þ.e. Óskalögum sjúklinga og sjómannaþættinum Á frívaktinni og seinna Lögum unga fólksins. Flestar kveðjur í þessa þætti bárust bréf- lega og segir mér svo hugur að margur hafi skrifað sitt fyrsta bréf með ástar- og saknaðarkveðjum og beiðni um óskalag í einhvern af þessum þáttum. Pennavinir Bréfaskipti fólks hafa tíðkast um allan heim langalengi. Oft eru þessi bréfaskipti fyrst og fremst til skemmtunar og fróðleiks. Margoft hafa bréfaskipti leitt til ævilangr- ar vináttu og mörg hjónabönd hafa orðið til gegnum bréfaskipti. Stundum kemst það í tísku meðal ung- menna að eiga pennavini og þá gjarnan í útlöndum. Þessi pennavinur er svo e.t.v. heimsóttur í útlandið og þannig skapast alþjóðleg tengsl og betri skilningur þjóða á milli. Ég hygg að mín fyrstu bréfaskrif hafi borið til um 10 ára aldur með þeim hætti. að barnablaðið Vorið var keypt á mínu heimili. Þar var af og til óskað eftir pennavinum og ég sendi beiðni um að nafn mitt yrði birt á síðum blaðsins með ósk um bréfaskipti. í fyllingu tímans var það svo gert og ég fékk nokkur bréf. Úr þeim valdi ég svo tvö eða þrjú til að eignast pennavini. Ekki minnist ég þess hversu lengi þau bréfaskipti stóðu en það var ekki í mörg ár. Ég tel mig hins vegar muna heimilisfang fyrsta pennavinar míns. Það var á Vest- mannabraut 60 í Vestmannaeyjum. Ef fyrrverandi pennavinur minn les þessar línur þá þætti mér vænt um að fá frá honum línu við tækifæri. Það er svo ákveðin ánægja að sjá söguna endurtaka sig því þrátt fyrir alla sjónvarps- og myndbandatækni er barnið á heimilinu einmitt að skrifast á við pennavini sem það hefur komist í kynni við með því að fá nafn sitt birt í barnablaði. Póstferðir Þess eru auðvitað dæmi að bréf eða varningur sem sendur er í pósti glatist, en það mun vera fremur sjaldgæft. Ef fólk er að senda eitthvert dýrmæti í bréfi finnst mörgum traustvekjandi að kaupa á það ábyrgð og borga þá ofurlítið meira fyrir en fá í staðinn kvittun frá póstinum. Komist sendingin ekki til skila mun póst- þjónustan væntanlega vera skaðabótaskyld. í gamla daga var það mjög sjaldgæft að nokkur fengi ábyrgð- arbréf og ef það bar við var bréfkornið rifið upp með mikilli lotningu. Stundum kannski með samblandi af kvíða og tilhlökkun því vart var það neinn smáviðburð- ur sem tilkynna þurfti í ábyrgðarbréfi. Nú er öldin önn- ur og sumar stofnanir senda manni öll bréf í ábyrgð og í svipinn man ég helst eftir Skattstofunni en oftast er engin skemmtilesning sem kemur þaðan. Fjarlægðir segja ekki allt Að senda ábyrgðarbréf er samt afskaplega lítil trygging fyrir því að sendingin komist fljótt til skila og nýlegt dæmi þekki ég um það. Fyrir nokkrum dögum sendi kunningi minn ábyrgðarbréf frá Pósthúsinu á Akureyri til staðar í miðborg Reykjavíkur. Sama dag sendi hann einnig bréf til staðar á vesturströnd Bandaríkjanna. Milli Akureyrar og Reykjavíkur eru 6-7 flugferðir á dag, tvær rútuferðir og einhverjar ferðir með flutninga- bílum og lausleg ágiskun mín gerir ráð fyrir 10 áætlun- arferðum milli þessara staða daglega. Rúmri viku eftir að téð bréf til Reykjavíkur var póstlagt var það ekki komið í hendur viðtakenda sem reyndar er stofnun í Reykjavík. Hitt bréfið, sem ekki var í ábyrgð var kom- ið til viðtakanda við Kyrrahafið eftir vikuna. Nú er ekki þar með sagt að póstþjónustan hafi brugð- ist heldur er það svo að ábyrgðarbréf eru ekki borin út heldur aðeins tilkynning um þau. í þessu tilfelli hygg ég að annað tveggja hafi gerst; að tilkynningin um bréfið hafi ekki komist í réttar hendur eða að stofnunin hafi hreinlega ekki sótt póstinn sinn á pósthúsið. Hvort sem heldur var sýnist mér að í þessu tilfelli hefði verið held- ur fljótvirkara fyrir sendanda margnefnds ábyrgðar- bréfs að senda það með skagfirsku hlaupurunum sem hlupu suður frá Sauðárkróki nýlega eða fara sjálfur gangandi með bréfið frá Akureyri til Reykjavíkur og gauka því inn um bréfalúgu viðkomandi stofnunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.