Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 8

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 25. maí 1991 Sauðfjárbændur athugið! Ullarmóttaka Álafoss hf. á Akureyri er flutt frá verk- smiðju okkar á Gleráreyrum til Eimskips hf. við Strandgötu á Akureyri. Afgreiðsla Eimskips er opin frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga^ Álafoss hf. Akureyri Ullardeild. Fjölskyldu- skemmtun Kosningahátíð B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra laugardaginn 25. maí. Gróðursetning við Melgerðismela kl. 15.00. Útigrill og kvöldvaka kl. 18.00 við Laugalandsskóla, Eyjafjarðarsveit. Fjölmennum og fögnum sigri B-listinn Nl. eystra. Ur Davíðs- húsi Orð af orði. Eigra mér þó við skriftir, eigra mér við svefn. Ég er uppnuminn og upptek- inn af óskráanlegu andrúms- lofti; óskýranlegri lykt sem blandast keim fortíðar um leið og hún er óhjákvæmilega hér og nú. Á ferð í grasinu græna sem sprettur undan sígrönnum fingr- um sígildrar sólar í miðjum maí. Freistar til kvöldgöngu krem- gult aftanskinið þó fölt sé og svalt. Að minnsta kosti óhætt að draga andann bæði ótt og títt, hægt og djúpt, (allt eftir efnum og ástæðum) og skreppa á vit einnar Sniðgötunnar enn! Bærinn bregður enn upp and- liti vors sem mér var gleymt, að hálfu horfið eða hulið í skugga; til að mynda þessu húsi sem nú hefur verið breytt, eða þeirri tótt þar sem hitt húsið var. . . Mér finnst það bara í gær þegar Búnaðarbankinn var flutt- ur út fyrir Lónsbrú. Það húsið . .. Og Norðurgötunni allri lokið að norðan. Það hefðu þótt fréttir í Eyrar- vegi 35 þegar við settum þar niður kartöflurnar karl faðir minn (Einar Jónsson fjárbóndi frá Hraunfelli, Vopnafirði) og ég og skárum svo upp að hausti öll fjölskyldan. Akkúrat þar sem Baugur var og Hagkaup er meðal annars núna. Sem sagt af sem áður var. „Ég er nú hræddur um það,“ sagði Garðar gamli á Dvalar- heimilinu Hlíð þegar ég var að skoða handavinnu móður minnar. Hann bjó langa hríð í Ægis- götunni. Þeir voru margir í kolunum þar. Held meira að segja að hann Sveinar sé í þeim enn, ásamt því Morgunblaði, Þjóðvilja, Degi, rekaviði og ýmsu svona sem til fellur. Svona eftir hendinni. Þessi hús sé ég fyrir mér flest þegar ég lygni aptur augum og sérstaklega krökkt lífið á lóðun- um, götum og stéttum: allsstað- ar barna-, krakka- og unglinga- fjöld í friðsælu og róstusömu stríði og kífi, paradísum og fót- bolta, slábolta, yfir, fallin spýta, rófna- og rabbabarastuld; allt eftir efnum og ástæðum, tíma árs, dags og nætur, og eru þetta þó einungis brotabrot minninga sem enn hafa ekki verið færðar í letur... Uppskrift að formúlunni ekki til sem betur fer. Snjó tekur hægt en örugg- lega upp í heiðinni og gjörsam- lega tómt í göngugötunni um tvöleytið og líka þegar ég átti þar leið um rétt eftir sjö í kvöld, og svei mér þá gleymdi ég ekki að gá að því hvort Pollurinn var enn óbrotinn eins og fyrir hádegið. Grasið enn grænna og hefur dýpkað grænskan og margfalt líf í rótum þess undir sverðin- um: maðkarnir hamast en kom- ast ekki allir að í ákvæðisvinnu vorleiksins og urðu ýmsir úti á stéttum. Orð af orði. Eigra mér við svefn, eigra mér við skriftir. Vinnuhjúaskildagi. SUMARSYNING1991 Opið laugardag 25. maí kl. 10-18 og sunnudag 26. maí kl. 12-16 Sýnum ESTEREL-FELLIHÝSI og HOLTKAMPER TJALDVAGNA Fánfa Sólhúsgögn og viðlegubúnað 1 P P E L S I II FANTA-KYNNING! Sumardrykkurinn í ár! ÆGIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.