Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 4

Dagur - 25.05.1991, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 25. maí 1991 Ljóðasamkeppni Dags og Menor: Ort um Steingrím og ástina, sauðfé og umhverfisvemd - fjölbreytt efni frá fólki úr öllum landshlutum Hverjir tóku þátt í ljóðasamkeppni Dags og Menningarsamtaka Norðlendinga og um hvað fjölluðu ljóðin? Þessum spurningum má í stuttu máli svara á þann hátt að fólkið í landinu tók þátt í samkeppninni og ljóðin fjölhiðu flest um líf þessa sama fólks í landinu. í samantekt sem hér fer á eftir verður spurningum af þessu tagi svarað nánar og jafnframt fjallað nokkuð um störf dómnefndar. Dagblaðið Dagur og Menning- arsamtök Norðlendinga ákváðu að efna til ljóðasamkeppni í ár í ljósi góðrar reynslu af smásagna- samkeppni sömu aðila síðla árs 1989. Þá bárust dómnefnd um 100 sögur og það sama varð uppi á teningnum nú því dómnefndin í ljóðasamkeppninni fékk alls 104 ljóð inn á borð til sín. Stefnt er að því að samkeppni á bók- menntasviði verði árviss viðburð- ur hjá Degi og Menor. Ákveðið var að hafa ljóðasam- keppnina tvíþætta. Annars vegar var keppt í flokki hefðbundinna ljóða og hins vegar óbundinna. Þau 104 ljóð sem bárust skiptust nokkuð jafnt milli flokka. Skila- frestur rann út 26. apríl og tók dómnefndin þá til starfa af fullum þunga en hana skipuðu þau Kristín S. Árnadóttir, deildar- stjóri í íslensku við VMA, en hún var formaður nefndarinnar, Stefán Þór Sæmundsson, blaða- maður, sem fulltrúi Dags, og Sig- urjón Jóhannesson, skólastjóri á Húsavík, sem fulltrúi Menor. Skáldin og yrkisefnin Á fundum dómnefndarinnar voru ljóðin smátt og smátt skorin niður uns 15-20 ljóð voru eftir í nokkurs konar úrslitakeppni. Að lokum höfðu dómnefndarfull- trúar komið sér saman um fjögur ljóð í hvorum flokki sem þeir töldu best að efni og formi og um þau stóð valið, erfitt val. Það eru ekki bara viðurkennd skáld sem taka þátt í Ijóðasam- keppni, raunar eru þau í miklum minnihluta eins og sást glöggt í þessari keppni, og ljóðin komu víðs vegar af landinu. Þátttak- endur voru frá Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Rangár- vallasýslu, Patreksfirði, Hólma- vík, Hvammstanga, Siglufirði, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Þing- eyjarsýslu, Breiðdalsvík og nokkrum fleiri stöðum. Þetta er fólk úr öllum stéttum, konur og karlar, á aldrinum 18-80 ára, ef marka má ágiskun formanns dómnefndar. Efni ljóðanna var gjarnan sótt í íslenska náttúru og líf og tilfinn- ingar fólksins í landinu. Þá hefur umhverfisverndarbylgjan greini- lega haft áhrif á skáldmælt fólk því margir fordæmdu mengun og slæma umgengni og brýndu fyrir mönnum að vernda náttúruna. Sumir vildu reyndar líka vernda hinn íslenska kynstofn fyrir fólki af öðru þjóðerni. Ort var um ást- ina, árstíðir, mosa, grágæsir, haf, stríðshrjáða kúrda, mæður, syni, Aðalsteinn Svanur Sigfússon fékk 2. verðlaun í flokki óbundinna ljóða og hér tekur hann við viðurkenningu sinni úr hendi Hauks Ágústssonar. Myndir: Golli frelsi, framtíðina, drauma, tunglið, heiminn, harðstjóra, meðalmennsku, Steingrím Her- mannsson, sauðfé og mjólk, sel, kynsvall hjá álfum og þannig mætti lengi telja. Ljóðlistin á síður en svo undir högg að sækja Víkjum þá að hófinu í Gamla Lundi 20. maí sl. er úrslitin voru kunngerð og verðlaunin afhent. Bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf vandaðar bækur til keppninnar. Sigurvegarar í hvorum flokki fengu Islensku alfræðiorðabók- ina og þeir sem urðu í öðru sæti í hvorum flokki fengu í sinn hlut íslandshandbókina. Sigmundur Ernir Rúnarsson fékk 1. verðlaun í flokki óbund- Kristín S. Árnadóttir, formaður dómnefndar, gerði grein fyrir störfum nefndarinnar. Hjalti Finnsson og Jón Erlendsson, en sá síðarnefndi kom við sögu í báðum fiokkum Ijóðasamkeppninnar. „Ánægjulegir endurfundir við náttúruna" - segir verðlaunahafinn Sigmundur Ernir Rúnarsson Sigmundur Emir Rúnarsson sendi inn Ijóð undir dulnefninu Þungur á Brún, en þessi góð- kunni Akureyringur og frétta- maður á Stöð 2 hefur einmitt gjarnan þótt býsna þungur á brún. Dómnefndin setti Ijóð hans Fast að fjalli í bunka með jieiui ljóðum sem skyldu fá nánari skoðun og þegar upp var staðið tróndi það á toppn- um í flokki óbundinna Ijóða. Sigmundur Ernir er búsettur í Reykjavík en með hjálp símans, þökk sé Bell og þeim sem á efrir komu, gátum við heyrt í honum hljóðið. „Hljóðið er gott, þakka þér fyrir," sagði Simmi í upphafi símaviðtalsins. - Nú spyr ég um verðlauna- Ijóðið, varþað samið sérstaklega fyrir samkeppnina? „Reyndar ekki. Svo ég segi þér alla söguna þá er ég í miklum ham þessa dagana vegna þess að í ágúst næstkomandi kemur út bók eftir okkur Ara Trausta Guð- mundsson, jarðeðlisfræðing. Þetta er náttúrufræðibók sem leitast við að svara þrjátíu áhuga- verðum spurningum um náttúru og jarðfræði íslands í jafnmörg- um köflum. Allir kaflarnir byrja á ljóði sem er náttúrustemmning, inngangur að kaflanum. Eftir því sem við höldum er þetta í fyrsta sinn sem bók um náttúrufræði er ljóðskreytt, sem er kannski undarlegt í ljósi þess að íslensk skáld yrkja mikið um náttúruna. Ég hef verið á útopnu í þessu verkefni í dágóðan tíma og ljóðið sem ég sendi í keppnina er Iiður í því." Sigmundur Ernir kvaðst þó ekki vita hvort Fast að fjalli yrði notað í náttúrufræðibókinni en ljóðið var a.m.k. ort í því al- gleymi sem fylgdi Ijóðagerðinni í tengslum við bókina. . Ljóðasamkeppni skáldum holl og upplýsandi fyrir lesendur „Ég var mikið til hættur að yrkja um náttúruna og kominn meira út í persónulegri skáldskap og farinn að kafa inn í sálarlíf fólks, þannig að þetta eru ánægjulegir endurfundir. Anriars hef ég alltaf verið óskaplega hrifinn af náttúr- unni og þá sérstaklega íslenskri náttúru. Hún hefur leitað mjög grimmt á mig í mínum kveðskap og hugsunum." Fyrir utan ljóðin í ljóðskreyttu náttúrufræðibókinni er Sigmund- ur Ernir að safna efni í nýja ljóðabók sem kemur út á þessu ári eða því næsta. Hann hefur þegar sent frá sér þrjár ljóðabæk- ur og ætlar að halda ótrauður áfram. - En hvað finnst þér um sam- keppni afþessu tagi? Hvaða gildi telur þú ljóðasamkeppni hafa, í ljósi eigin reynslu? „Ég hef mjög gaman af þessu og finnst slík samkeppni bráð- nauðsynleg. Auðvitað er erfitt að leggja ljóð á einhverjar vogar- skálar vegna þess að þetta er svo mikið tilfinningaatriði hjá lesend- um. En kostirnir eru fleiri og sá helstur að ljóðinu er haldið til framdráttar, það fær góða kynn- ingu. Síðan er ljóðagerð ákaflega einmanalegt starf, og ritstörf almennt, en með þessu móti get- ur maður kannað stöðu sína á rit- vellinum. Ég held að reynsla flestra sem fást við ritstörf sé sú að það er óskaplega auðvelt að rata inn í öngstræti og festa sig í röngu fari og þess vegna er mikil- vægt að fá viðbrögð. Maður getur varla óskað sér betri viðbragða en að bera sigur úr býtum í ljóða- samkeppnj. Ég held að þetta sé skáldum mjög hollt og einnig upplýsandi fyrir lesendur ljóð- anna." Um gagnrýni á ljóðasam- keppni sagði Sigmundur Ernir að auðvitað væri ljóðið í samkeppni við allt og alla og það yrði að lúta lögmálum tíðarandans og berjast um hylli almennings. Hann sagði nauðsynlegt að halda nafni ljóðs- ins á lofti og til þess væru fáar leiðir tiltækar í þjóðfélagi voru en ljóðasamkeppni væri ein leið- in og hún væri árangursrík, ekki síður fyrir Ijóðið sjálft en skáldið. SS Sigmundur Ernir komst ekki norður til að taka við verðlaunum sínum en þótt þetta sé ekki alveg ný mynd af honum lýsir hún ágætlega útliti hans í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.