Dagur - 09.11.1991, Side 7

Dagur - 09.11.1991, Side 7
Laugardagur 9. nóvember 1991 - DAGUR - 7 EFST í HUGA Skúli Björn Gunnarsson Afbrotamenn á m,\ götum úti Dómskerfi okkar íslendinga er mér ofarlega í sinni þessa dagana. Ég efast hreinlega um að þriðja heimsríki hafi eins slæleg og hæggeng dóms- kerfi og er hér á Fróni. Afbrotamenn sitja hér ekki í fangelsum heldur valsa um meðal fjöldans, því þó þú fremjir glæp þarftu ekki að hafa áhyggjur af langri dvöl innan fangelsisveggja. Sölumenn dauðans (eiturlyfjasalar), nauðgarar, morðingjar, fjárglæfra- menn. Skiptir ekki máli hvert afbrotið er, allir ganga lausir. Er þetta kannski það frelsi sem allir tala um að við íslendingar búum við? Ég held varla, minnsta kosti er það í mínum huga ekki alls kostar „rétt“ frelsi, ef svo er. Burtséð frá því hvort afbrotamenn sitja um skemmri eða lengri tíma inn- an múranna, þá er ekki hægt annað en hugsa til þess með gremju hversu hægt okkar dómskerfi vinnur. Þú brýt- ur lög sem varða við hegningarlög og ert tekinn í yfirheyrslur og játar verkn- aðinn. Hvort sem gerðir þínar voru góðar eða slæmar, þá þarf að dæma í málinu og áður en dæmt er þarf allt heila kerfið að snerta á því. Árið líður og þá loksins hefjast vitnaleiðslur og réttarhöld og ef málinu er áfrýjað get- ur liðið annað ár þar til endanleg niðurstaða fæst. Hversu mikið getur ein persóna breyst á einu til tveimur árum? Ansi mikið, ekki satt. Hún get- ur þroskast andlega sem líkamlega. Hún getur stofnað fjölskyldu og þjófur getur farið að vinna heiðarlega vinnu. Hugsum okkur að endanlegur dómur liggi fyrir í hinu gleymda máli tveimur árum eftir afbrotið og persónan sé þá rifin burt úr því góða lífsmynstri sem hún hefur búið sér til. Hvað þá? Hún getur þurft að fara í fangelsi og þó ekki þurfi að sitja lengi inni getur sú vist nægt til að kveikja á gamla glæpaeðlinu sem búið var að grafa. Auðvitað þarf ekki að vera að af- brotamennirnir skáni nokkuð á þeim tíma er líður frá afbroti og til dómsnið- urstöðu. Hins vegar er ekki betra að hugsa til þess, því þá geta þeir framið fjölda afbrota á meðan málið er í kerf- inu. Ég held að við íslendingar ættum að reyna að taka okkur saman í and- litinu hvað varðar dómskerfið. Þó það sé ekki hið eina vandamál í okkar kerfismálum er grundvallaratriði að menn þurfi að gjalda fyrir gerðir sínar og það ekki mörgum mánuðum eftir verknaðinn. Ftéttlátari refsingar, betri fangelsi, og fljótvirkara dómskerfi. Það getur e.t.v. stöðvað þá óheillavænlegu þróun sem virðist vera í afbrotamál- um hérlendis, að minnsta kosti frekar en núgildandi kerfi. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Risann í Aöalstræti Tímaritiö Frjáls verslun birti fyrir skömmu lista yfir stærstu fyrirtækin á fslandi. Þau eru sundur- liöuö eftir landshlutum og atvinnugreinum og er þar margt forvitnilegt aö sjá. Til dæmis vissi ég aö KEA væri stærsta fyrirtækið í Norðurlands- kjördæmi eystra, en ekki aö þaö velti fjórum sinnum meiru en þaö næststærsta, ÚtgerÖarfé- lag Akureyringa. En því er ég að nefna þetta á þessum vett- vangi aö einn listinn í Frjálsri verslun nær til fyrir- tækja sem starfa aö fjölmiölun og bókagerö. Þar eru dagblööin, tímaritin, útvarps- og sjónvarps- stöövarnar, bókaforlögin og allar prentsmiöjurn- ar, líka þær sem aldrei hafa prentaö bók, td. Plastos. Dagur kemst þarna á blað, samkvæmt þess- um iista er Dagur þrettánda stærsta fyrirtæki landsins á sviöi útgáfu og prentunar og skjótum við aftur fyrir okkur ýmsum þekktum og rótgrón- um fyrirtækjum á því sviði, svo sem l'safold, Eddu, POB og Þjóöviljanum. Aö vísu er erfltt um samanburö því tölur um veltu liggja ekki fyrir nema ( fáum tilvikum. Röðin í Frjálsri verslun ræðst af starfsmannafjölda og þar erum viö í þrettánda sæti með 43 starfsmenn. Viö erum hins vegar ekki hálfdrættingar á viö risana í þessum bransa. Þar ber Morgunblaðið höfuö og heröar yfir önnur fyrirtæki. Starfsmenn blaösins, bæði á ritstjórn, skrifstofum og prent- smiöju, voru 271 talsíns á árinu sem leiö og fyrir- tækiö velti 1.654 milljónum króna, uþb. tíföld velta Dags og Dagsprents. Velta Morgunblaös- ins er um hálfum milljaröi meiri en þeirra fyrir- tækja sem næsta koma á listanum, sem eru Prentsmiðjan Oddi og Stöö 2. Og DV er róttur hálfdrættingur á viö Moggann, bæöi hvaö snertir starfsmannafjölda og veltu. f Ijósi þessara talna fer ekki hjá því aö tilraun- ir þær sem nú eru gerðar til þess aö stofna nýtt dagblað í Reykjavík fái á sig nokkuö annan blæ en þær hafa haft í huga manns. Meöal þeirra sem aö þeim standa eru tvö af þremur stærstu fyrirtækjum landsins á sviöi fjölmiðlunar, Oddi og Stöö 2, og yfirlýst markmiö tilraunarinnar er aö búa til blaö sem fært yröi um aö veita risan- um viö Aöalstræti veröuga samkeppni á morg- unblaðsmarkaðnum. Með þeim eru svo Tíminn, Þjóöviljinn og auglýsingastofan Hvíta húsiö en hún lýtur forystu manna sem veriö hafa virkir á vinstri kantinum. Úr þessu gæti oröiö hin forvitnilegasta blanda og, ef vel tekst til, veröugur keppinautur Morg- unblaösins. Það er nefnilega alveg rétt sem oft er sagt aö Mogginn heföi gott af samkeppni. Blaðiö hefur of lengi haft þá stööu aö vera iang- stærsta blaö landsins og slík staöa spillir rétt eins og valdið. Þessi mál voru til umræöu á Rás eitt í Ríkis- útvarpinu í fyrrakvöld og þar var ma. greint frá atburðum í bandarískum blaöaheimi til saman- buröar viö þann íslenska. Þótt óiíku sé saman aö jafna gæti tilkoma nýja blaösins haft sömu áhrif og greint var frá í þættinum. Þar var fjallað um sviptingar á fjölmiðlum í tveim fylkjum og niðurstaðan á báöum stööum var sú aö lesend- ur græddu mest. Þeir fengu betri blöö og meiri þjónustu. Þetta veröur vonandi raunin hér. Eftir aö halla tók undan fæti fyrir litlu blööunum þremur í Reykjavík hefur Mogginn ekki þurft aö vanda sig neitt, forskot hans á markaönum hefur vaxiö eins og af sjálfu sér. Vissulega hefur blaöiö aö mörgu leyti batnað, en samt er eins og alltaf vanti eitthvaö upp á aö hægt sé aö kalla Morg- unblaðið gott blaö. Þaö spannar vítt svið (frótt- um en þaö er afar fátítt aö merkar afhjúpanir eöa virkilega vönduö rannsóknarblaöamennska sjáist þar á slöunum. Og þótt blaðinu sé núna skipt upp í ótal blaöhluta sem höföa eiga til áhugahópa eru þessir hlutar mjög misgóöir. Stundum er beinKnis kastað til þeirra höndun- um. Helgarblaöiö hefur td. aldrei náö fluginu. En þegar komiö veröur upp nýtt og öflugt morgunblað viö hiiöina á Mogga er hætt viö aö þeir f Aöalstrætinu verði aö bretta upp ermarnar ef þeir ætla sér aö halda sínum hlut. Vonandi tekst hinni óvenjulegu blöndu athafnamanna og félagshyggjuforkólfa ætlunarverk sitt. Til sölu hjá Vatnsveitu Akureyrar Toyota Hiace sendiferðabíll árgerð ’82. Frekari upplýsingar gefnar í síma 96-22105. Vatnsveitustjóri. Ný þjónusta! Sendibílastöðin sf. vekur athygli á nýrri þjónustu. Höfum lyftubíla, skutlubíla og allar stærðir og gerðir bíla þar á milli. Sendibílastöðin sf., Akureyri, Tryggvabraut 1, símar 22133 og 22134. HiTex leikjatölva á aðeins kr. 6.900,- Leikir frá kr. 1.390,- Fjölbreytt úrval nýrra leikja. Leikina má nota í aðrar gerðir tölva með millistykki á kr. 1.390,- Leikfangamarkaðurinn París Hafnarstræti 96, sími 27744. Póstsendum hvert á land sem er. VEITINGA Sími 26690 U S I Ð Glerár- götu 20 Gildir laugardagskvöld og sunnudagskvöld Veislueldhús Greifans Menu Reyktur lax m/piparrótarsósu og melónu. Grísamedalfur m/möndlusósu, salati og pönnusteiktum karföflum. Ferskir ávextir bœttir m/portvfni. Kr. 1.790,- ★ Frí heimsendingarþjónusta ó pizzum föstudags- og laugardagskvöld til kl. 04.30. •fWVW

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.