Dagur - 09.11.1991, Page 15

Dagur - 09.11.1991, Page 15
Laugardagur 9. nóvember 1991 - DAGUR - 15 Tómstundir Árni Magnússon í dyragættinni að fjárhúsunum í Breiðholti. Fjárbúskapur í þéttbýli: „T ómstundastarf sem geftir lífsfyllingu“ - segir Árni Magnússon, lögregluvarðstjóri Fólk ver tómstundum á ýmsan hátt. Einn safnar frímerkjum og annar stundar skokk sér til andlegrar sem líkamlegrar uppbyggingar. Færri eru þeir sem stunda fjárbúskap sem tómstundagaman. Á Akureyri eru þeir nokkrir sem halda kindur, en þeim fækkar ár frá ári. Á árum áður var það helsta gaman okkar krakkanna að heimsækja karlana í fjár- húsin og raunar höfðu þeir nokkur not af okkur strákun- um þegar þurfti að hlaupa fyrir skjátu eða bera eitthvað til. Ég er í fjárhúsinu hjá Árna Magnússyni, lögregluvarð- stjóra á Akureyri, í þeim til- gangi að fanga efni fyrir tóm- stundasíðuna. „Skepnuhald getur verið mönnum mikils virði og þá sér- staklega þeim sem komnir eru á efri ár. Ég get sagt frá eldri manni, sem var ekkjumaður. Hann var með fjárhús í næsta nágrenni við mig og 20 til 30 kindur. Túnblettur var við húsin sem hann heyjaði og hann sló oft- ast með orfi og Ijá. Þessi gamli maður sinnti skepnum og hey- skap svo vel að aðdáun vakti. Eitt sumar voru þurrkar stop- ulir og gekk illa með heyskap. Tjáði hann mér, er nokkuð var liðið á sumar, að hann sæi ekki fram á að hann kæmist í frí, því heyskapurinn hefði allan forgang. „Nú verður ekkert af heimsóknum til vina í henni Reykjavík,“ sagði sá gamli. Já, gamli maðurinn var ögn veikur fyrir víni. Eitt vorið í byrj- un sauðburðar kom hann heim til mín og sagði, að nú væri ekki gott í efni, hann þyrfti að fara á sjúkrahús þar sem áfengið væri búið að ná yfirhöndinni. Nú væri erindið að biðja mig, að annast um kindurnar meðan á sjúkra- húsdvölinni stæði. Hann sagðist vita, að ég ætti ekki gott með að gera honum þetta viðvik vegna atvinnu minnar, því sauðburður væri að hefjast. Eg ók karlinum heim og lofaði að gera mitt besta. Ég gaf kvöld- og morgungjöf, en þegar ég kom í húsin síðdegis þá var sá gamli kominn í húsin og sagðist hafa hætt við sjúkrahús- dvölina, hann skyldi sigra Bakkus án aðstoðar. Endalok fjár- búskapar þessa heiðursmanns urðu á þann veg að bærinn þurfti á landsvæði hans að halda og fjárhúsin voru rifin. Eftir það sást hann lítið á ferli. Já, fjárbúskapur er mitt tóm- stundagaman. I dag er búskapur- inn aðeins svipur hjá sjón sé litið til fyrri ára. Nú eru kindurnar fáar og engar tekjur af þessu bjástri. Ég hóf fjarbúskap á Akureyri árið 1962 og flest var ég með um 1980, þ.e. 58 fullorðnar ær. Okkur fækkar fjáreigendum á Akureyri. Mér telst til að við séum 25-30 fyrir utan þá er búa á lögbýlum, en þau eru fimm. Við þessir sem ekki sitjum lögbýlin höfum ekki fullvirðisrétt, honum sleppti í haust. Pví leyfist okkur aðeins að vera með fátt sem mið- ast við kjötneyslu fjölskyldunnar. Nú þegar kindurnar eru orðnar þetta fáar er mun erfiðara að stunda kynbætur, en ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á slíku starfi. Ég hef lagt mig eftir að ná fram hreinhvítum lit, en nágrann- arnir vilja helst gráar, mórauðar eða flekkóttar kindur. Frjósemi þess stofns sem ég er með er mikil. Eina á átti ég sem hafði gefið 31 lamb er hún var felld 11 vetra. Hún var í miklu uppáhaldi og var grafin hér norðan við fjár- húsvegginn. Það verður að segjast sem er að búfjárhald á Akureyri verður alltaf erfiðara og erfiðara. Stöð- ugt er þrengt að okkur og við þessir karlar erum nær réttlausir í kerfinu. Þetta er slæmt og ergir margan. Fjárbúskapur í þéttbýli á fullan rétt innan vissra marka sem tómstundastarf og gefur mörgum lífsfyllingu,“ sagði Árni Magnússon, lögregluvarðstjóri. ój Sú grámórauða ásamt „börnunuin“ fjórum. Styrktarfélag vangefinna heldur almennan félagsfund þriöjudaginn 12. októ- ber kl. 20.30 aö löjulundi. Undirbúningur vegna jólabasars. ★ Félagar fjölmennið. Stjórnin. 0Dale Carnegie námskeiðið® er að hefjast á Akureyri. Fyrsti fundur og kynningarfundur verður í Mánasal Sjallanum mánudaginn 11. nóv. kl. 19.30. Allir velkomnir. Námskeiðið þjálfar þig í því, að verða áhrifa- meiri ræðumaður. Betri í mannlegum samskiptum. Öruggari og byggir upp meira sjálfstraust. Losna við áhyggjur og draga úr kvíða. Verða hæfari í daglegu lífi. Upplýsingar í síma 91-812411. Stjórnunarskólinn. Nýkomið! Sending af kuldasamfestingum á börn og fullorðna á (hreint) frábæru verði. Barnagallar frá st. 8-16, verð aðeins kr. 6.400 Fullorðinsgallar frá st. S-XL, verð aðeins kr. 7.500 Ath! Aðeins þessi eina sending fyrir jól Opið laugardaga kl. 9-12. IIIEYFJÖRÐ gf Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 Þökkum hlýnug og kveðjur við útför, SIGURGEIRS E. ÁGÚSTSSONAR, Lyngholti 16, Akureyri. Auður Eyþórsdóttir, Þórir Sigurgeirsson, Ósk Geirsdóttir, Rakel Sigurgeirsdóttir, Sturla Sigurgeirsson, Konráð Sigurgeirsson og barnabörn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.