Dagur - 19.12.1991, Síða 7

Dagur - 19.12.1991, Síða 7
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 7 allt smáiðnaður. Við heyrum það víða að fólk heldur að hér sé verið að föndra og drepa tímann. En það er alls ekki. Við gerum ákveðnar kröfur til fólksins og það verður að standa sig. Eftir þjálfun og hæfni eru þeir sem hér vinna fluttir til í erfiðari verkefni og það má nefna að tveir vinna hér hálfan daginn og hálfan daginn á almennum vinnumarkaði. Það eru fleiri hér sem gætu farið út á almenna vinnumarkaðinn og skilað góðum afköstum," segir Magnús. Priðji stærsti vemdaði vinnu- staður landsins Fólkið í Iðjulundi framleiðir m.a. stormkerti. Að vonum er mest framleitt af þeim rétt fyrir jólin. Hér er Guðmundur Þorvaldsson að ganga frá málmdollunum undir stormkertin. handunnin. Þessi kerti eiga að vera mun betri en önnur kerti," segir hann einnig. Yfir sumarmánuðina eru tölu- vert breyttar áherslur í starfsemi Iðjulundar. Að hluta til er þá unnið utanhúss og starfsmenn sjá um að slá og hirða um 40 lóðir víðsvegar um bæinn fyrir fyrirtæki og húsfé- lög fjölbýlishúsa. Kertagerðin erathyglisverðiðngrein. HérvinnaþeirSigmar Jónsson (tilvinstri) og Gunnar Jóhannesson að því að dýfa kertaþráðunum ofan í bráðið vaxið. Þetta þarf að gera aftur og aftur, þangað til að sverleiki kertanna er orðinn eins og hann á að vera. Mikil þörf fyrir slíkan vinnustað Starfsemi Iðjulundar er í mörgu frábrugðin starfsemi samskonar verndaðra vinnustaða á höfuð- borgarsvæðinu. Syðra eru víða unnin fjölbreytt verkefni fyrir atvinnuvegina, en í Iðjulundi er lít- ið um það. Nánast allt, sem þar er framleitt, er eigin framleiðsla, ef svo má segja. „Ég get nefnt sem dæmi að á mörgum vernduðum vinnustöðum á höfuðborgarsvæð- inu er töluvert mikið um vinnu fyr- ir útgáfufyrirtækin, t.d. pökkun tímarita. Hér á Akureyri er hvers- kyns útgáfa í lágmarki og því ekki um þessi verkefni að ræða. Magnús segir engan vafa á því að mikil þörf sé fyrir slíka vernd- aða vinnustaði. „Hér á Akureyri er mun meiri þörf fyrir verndaða vinnu, en við getum boðið upp á, sérstaklega eftir að dró úr starfseminni á Bjargi," segir hann og bætir við. „Ég hugsa að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir því að hér er alvöru vinna og alvöru framleiðsla. Velta hér er umtalsverð miðað við að þetta er Iðjulundur er þriðji stærsti vernd- aði vinnustaður landsins og sá stærsti utan höfuðborgarsvæðis- ins. Aðeins Reykjalundur og Múla- lundur eru stærri. í allt eru sextán verndaðir vinnustaðir í landinu. Að loknu þessu spjalli við Magn- ús gengum við Golli ljósmyndari út í drungalegan skammdegis- morguninn. Þó svo að flestir kunni að halda að fólkið í Iðjulundi sé þar fyrst og fremst til að drepa tímann, þá komumst við að allt öðru. í Iðjulundi er unnið kappsam- lega og vinnugleðin skín út úr hverju andliti. óþh Anna Ragnarsdóttir gaf sér rétt sem snöggvast tíma til að líta upp úr sauma- skapnum. Hér er hún að falda sængurver, sem Iðjulundur selurjafnan úr sölu- tjöldum í miðbæ Akureyrar fyrir jólin. Myndii: Gom Við sendum okkar bestu jók- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar og landsmanna allra Þökkum viðskiptin á árinu Mjólkursamlag KEA J

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.