Dagur - 19.12.1991, Side 8

Dagur - 19.12.1991, Side 8
8 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991 Jólaföndur - íyrir krakka á ölluiii aldri Umsjón: Jóna Axflörð Halló krakkar! Nú eru að koma jól og þá langar alla krakka til þess að föndra. Kannski jóla- gjafir handa mömmu og pabba, eða bara handa einhverjum öðrum. Svo er líka hægt að skreyta heimilið með föndrinu. Við skulum byrja á því að taka tvær vattkúlur og búa til úr þeim jólamús og jólasvein. Þau gætu t.d. verið borðskraut. Músin Kauþið tvær vattkúlur í hvorn hiut (fjórar alls), misstórar og málið eina stóra brúna og aðra hörundslita og með brúnum lit eins og á myndinni, (músin). Límið þær saman. Síðan klippið þið eyru og málið brún og límið hörundslitt filt innan í að framan. Svo búið þið til fætur úr pappa og svörtu filti, og skott og límið á. Teiknið síðan augu og munn. Þræðið blómavír fyrir veiðihár (gott að stinga í með stoppunál áður) og límið. Klipp- ið svo rauðan filttrefil og vefjið um hálsinn á músinni. Þá er músin tilbúin. Þið getið líka búið til fleiri og notað þær fyrir borðskraut. Jólasveinninn Nú byrjið þið á jólasveininum. Þá málið þið stóru kúluna rauða og hina andlitslita og lím- ið þær saman á sama hátt og músina. Klippið hárið og skeggið og límið á hausinn, síðan húfuna og ermarnar með höndunum úr andlitslitu filti. Fæturnir eru gerðir á sama hátt og á mús- inni. Teiknið svo andlitið og lín- urnar á fötunum, málið nefið og kinnarnar með rauðum lit og límið eina tölu úr hvítu filti á treyjuna. Þá er jólasveinninn tilbúinn. Súkkulaðikaka með bananakremi og skieytingu. Kakan Og krakkar, nú verðið þið að baka svolítið, kannske með kaffinu og safanum á föndur- kvöldinu eða á jólakaffiborðið. Hér kemur jólaskraut á kök- una. Brjótið saman rautt karton, eins og á skýringarmyndinni og klippið út eftir sniðinu á jóla- stelpunum. Límið saman í hring. Gerið síðan eins við hvítt karton en notið núna sniðið af jólasveinunum og límið þá lika saman í hring, hafið þá svolítið lengri. Þið getið skreytt þau með blúndum eða filti ef þið viljið. Nú er skrautið tilbúið. Hér kemur uppskrift af kök- unni: Súkkulaðikaka 31/2 bolli hveiti 21/2 bolli sykur 2 tsk. natron 3/4 mtsk. kakó 1 glas súrmjólk 2 egg 1 bolli mjólk 1 sl. mtsk. óhr. skyr 1 mtsk. kartöflumjöl 1 bolli heitt vatn 65 gr. brætt smjörlíki Allt sett í skál, síðast brædda smjörlíkið og allt hrært vel saman. Skiptið deiginu í tvo hluta og setjið í tvo smurða kökuforma. Bakið við tæpar 200 hundruð gráður í 20 til 25 mín. Bananakrem 175 gr. smjörlíki 150 gr. flórsykur 3 bananar, stappaðir Allt hrært saman, sett á milli botnanna og ofan á kökuna. Stráið flórsykri eða kókosmjöli yfir kökuna og skreytið með jólakrakkakeðjunum. Verði ykkur að góðu. Jóna Axfjörð. Snjókarlinn, músin og jólasveinninn í fullum litum. Snjókarlinn Þessi snjókarl er afar auðveldur og ágætt verkefni fyrir minnstu börnin. í hann þarf bara svart filt í fætur og tvær misstórar vatt- kúlur. Límið saman og klippið svart filt í augu og tölur, appel- sínugult í nef og sem er rúllað saman og límið svo allt saman á. Hatturinn fæst tilbúinn í fönd- urvöruverslunum og er að sjálf- sögðu auðveldt að líma á hann síðast. Svo klippið þið fallegan trefil úr filti og hnýtið á snjókarlinn og þá er hann tilbúinn. Góða skemmtun. 4MVS —DÓJajveí rw 35NJÓMRL Sniðin sem til þarf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.