Dagur - 19.12.1991, Side 26

Dagur - 19.12.1991, Side 26
26 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991 kunningja sem hlustuðu með hon- um á tónlistina. Klassíkin síaðist smátt og smátt inn hjá honum, en aðaláhuginn kviknaði þó ekki fyrr en „long play" plöturnar komu til skjalanna og Stefán kynntist konu sinni sem hafði miklar mætur á klassíkinni. Þá hófst söfnunin fyrst fyrir alvöru og í dag á Stefán marg- ar útgáfur af sumum frægustu verkum tónlistasögunnar. „Mikil ósköp! Ég á t.d. fjórar heildarútgáfur af sinfóníum Beet- hovens með helstu fílharmóníu- sveitum heims. Eitt af því sem mér finnst mjög gaman er að bera sam- an verk með mismunandi flytjend- um og stjórnendum, enda er oft hægt að heyra ótrúlega mikill blæ- brigðamun. “ Flytur iiiii sjálíur Hljómplötumar sem fylla hillurnar á Grænumýri eru keyptar víðsveg- ar um heiminn. Stefán segist hafa allar plöturnar sínar? „Verst er hversu lítinn tíma ég hef til að hlusta á þetta, en ég reyni að bregða plötu á fóninn á hverjum degi og hef dregið mikið úr kaupunum af þeirri einföldu ástæðu, að ég kemst ekki yfir að hlusta á þetta allt. “ Hlustar á dægurtónlist Þrátt fyrir að vera þetta mikill unn- andi klassíkarinnar hlustar Stefán á ýmsa aðra tónlist. Að hans mati hefur íslenskri dægurtónlist farið mikið fram síðustu árin og hann segir margt af því sem glymur í útvarpinu á Rás tvö vera ágætt. T.d. segist hann telja Geirmund Valtýsson, vera frábæran laga- smið. „Ég hlusta á dægurtónlist mér til ánægju. Sumt fellur mér þó ekki í geð og er þar aðallega um að Klassfkin liíir á Grænumýri: ,JJcssu fylgir hvíld og ánægja“ - segir plötusafnarinn Stefán Jónsson Klassískir tónar liðast út úr B&W hátölurunum og fylla herbergið angurværri ró. Sinfónískt hljómfallið gælir við hljóðhimnurnar og hugur manns verður hreinn og tær. Schubert, Beethoven, Mozart, Verdi, Bach og aðrir þeir snillingar sem skilað hafa meistaraverkum til okkar kyn- slóðar, birtast í vitundinni og virðast nær en ella þegar þú sest inn í tónlistarríki Stefáns á Grænumýri. Hann er fæddur og uppalinn Skagfirðingur sem ann klassískri tónlist og á á fjórða þúsund hljómplatna. Er það eitt stærsta safn klassískra platna í eigu einstaklings hér- lendis. Dagur brá sér í heimsókn til Stefáns einn fagran vetrardag og spjallaði við hann um klassíkina. Hann er fæddur í Sólheimum í Blönduhlíð, en hefur verið á Grænumýri frá fjögurra aldri. Áhuginn fyrir klassískri tónlist kviknaði upp úr áhuga fyrir dæg- urlögum á hans æskuárum, en einnig hafði hann mjög gaman af að syngja ættjarðarlögin. „Fyrir tilstuðlan bróður míns, sem var fjórum árum eldri en ég, fór ég að hlusta á og veita athygli, danslögunum í útvarpinu á laug- ardags- og sunnudagskvöldum. Síðan fékk ég grammófón í ferm- ingargjöf og nokkrar plötur og það var upphafið að söfnun minni. Mest voru það kántrýplötur sem ég eignaðist fyrstu árin, en á haftatímabilinu, 1946-50 var þó mjög erfitt að ná í hljómplötur. Með kántrýinu eignaðist ég plötur með Stefáni jslandi og Maríu Markan og sérstaklega man ég eftir að mér þótti gaman af að hlusta á „í fjarlægð" eftir Stefán Runólfsson í flutningi Stefáns." Blæbrlgðaimmur á útgáfiim Stefán var mikið einn á báti á sín- um æskuárum og það var ekki fyrr en hann fór í skóla á Laugum í Reykjadal, að hann eignaðist REYMSHOSID Furuvöllum 1 SIR hf. sími 96-27788 SIEMENS heimilistæki HAFTÆKNI HF- sími 96-27222 Þjónusta við siglinga- og fiskileitartæki STRAUMRAS s.f sími 26988 Þjónusta með loft- og háþrýstivörur -trésmiðjan sími 24000 Verktakar í byggingariðnaði Við í Reynishúsinu þökkum viðskiptin Gieðiieg jól, gott og farsælt komandi ár byrjað að kaupa plötur frá Sport- vöru- og hljóðfæraversluninni á Akureyri og fékk þær gjarnan sendar með póstinum. Einnig hef- ur hann skipt mikið við Hljóðfæra- hús Reykjavíkur, Grammið og Fálkann. Frá Bandaríkjunum hefur hann fengið plötur og upp á síð- kastið hefur Stefán flutt sínar plöt- ur og geisladiska inn sjálfur beint frá Bretlandi. Aðspurður segir hann plötukaup sín hafa dregist mikið saman síðustu árin. Samt finnst honum hljómplötuverð ekki hafa hækkað neitt hlutfallslega mikið miðað við aðrar vörur. Hljómflutningstækin í stofunni á Grænumýri eru ekki neitt slor. Svo til nýr Quad 600 magnari sér um að skila ljúfum tónunum frá Mission- plötuspilaranum og Denon-geisla- spilaranum út til B&W hátalar- anna. Stefán segist alltaf hafa reynt að eiga góðar græjur og hafi fljótlega farið út í geisladiska eftir að þeir komu á markaðinn. Eldri útgáfiir í uppáhaldi Stefán lætur sér ekki nægja að kaupa bara tónverkin heldur á hann að auki töluvert af ritum um klassíkina. Einnig er hann áskrif- andi að ensku tímariti um klassíska tónlist og fylgist vel með því sem er að gerast í útgáfuheimi klass- ískrar tónlistar. Sérstakt dálæti hefur hann á eldri útgáfum ýmissa verka. „Það er eitt sem ég hef óskap- lega mikið gaman af og það eru eldri útgáfur, hinar svokölluðu sögulegu útgáfur. Ég á orðið einar þrjátíu plötur með slíkum útgáf- um, en á þeim syngja gamlir söngv- arar ýmis lög og elsta hljóðritun- in er frá árinu 1898 á „Ave Mária" eftir Schubert." Hlustar á hverjum degi Stefán er ekki mikið gefinn fyrir þá klassísku tónlist sem út hefur komið hin síðari ár og segist vera meira fyrir hina gömlu snillinga eins og Beethoven, Schubert og Brahms. Hann segist samt hafa gaman af að hlusta á tónskáld eins og Starvinsky og Mahler, en uppá- haldstónskáld hans er Beethoven og af hans verkum dáir Stefán sjöttu og sjöundu sinfóníuna hvað mest. íslenskur einsöngur og kórsöng- ur er meðal þess sem Stefán hlust- ar á og þykir honum við eiga marga afbragðsflytjendur. Þrátt fyrir að vera Skagfirðingur í húð og hár hefur hann samt aldrei verið í kór og segist vera algjör neytandi. En skyldi bóndanum ekki reynast erfitt að finna tíma til að hlusta á ræða eitthvað yfirdrifið eins og sum tónlistarmyndbönd. Eldri dægurlög hef ég alltaf gaman af að hlusta á og þau vekja upp góðar minningar hjá manni.“ Blíðviðri rnn hávetur Á fyrstu árum ríkisútvarpsins á Akureyri, veturinn '82-’83, sá Stefán um þátt í útvarpinu um sígilda tónlist. Annars hefur hann ekki mikið verið að flíka safni sínu, en segir að fyrir komi að hringt sé til hans og hann spurður um eitthvað varðandi klassíkina. Uppáhaldshljóðfærið hans Stefáns er harpa og uppáhaldstón- verkið er Töfraflautan eftir Mozart. Eitt af því sem Stefán tek- ur hvað oftast niður úr hillu og set- ur á fóninn eða í geislaspilarann, er samt konsert fyrir píanó og hörpu, en næst þar á eftir kemur Töfraflautan. „Mín uppáhaldsóperupersóna er Papagenó í Töfraflautunni. Hann er svo skemmtilega grobb- inn og huglaus með afbrigðum. Annars er virkilega gott að hlusta á píanókonserta Mozarts og við það kemst ég alltaf í betra skap. Það er eins og maður fái á móti sér blíðviðrisdag, jafnvel þó það sé hávetur, ef maður setur á einn af konsertunum. “ Mannbætandi tónlist Vegna áhuga síns á klassískri tónlist hefur Stefán ásamt konu sinni farið á tónleika listahátíðar undanfarin ár. M.a. fengu þau að fylgjast með æfingu hjá Pavarotti og kveður' Stefán það hafa verið mjög draman. Aldrei hefur hann farið erléndis á tónleika, en segist alls ekki vera fráhverfur því að bregða sér t.d. til Vínar og njóta þar fagurra tónsmíða. Hvort Stefán sest einhvern tím- ann í sal hjá Vínarfílharmoníunni mun tíminn leiða í ljós, en meðan tónar Schuberts úr „Ofullgerðu sinfóníunni" gæla við hlustir okkar í stofunni á Grænumýri spyrjum við hann að því hvað það sé sem klassíkin hafi fram yfir aðra tónlist. „Tónlistin, eins og hún leggur sig er náttúrlega mál sem allir skilja, óháð öllum landamærum og hún ætti að mínu mati að vera meira notuð til að tengja saman þjóðir. Hvað varðar klassíska tón- list þá er svo margt í henni. Þú heyrir alltaf eitthvað nýtt og nýtt í hvert skipti sem þú setur á plötu. Mikil hvíld og ánægja fylgir einnig því að hlusta á klassíska tónlist og ég trúi ekki öðru en mörgum myndi líða betur ef þeir tileinkuðu sér það að setjast niður á hverjum degi og hlusta á þessa tegund tón- listar. Ég tel það mannbætandi að hlusta á klassíska tónlist."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.