Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 27

Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 27 Að halda jólin hátíðleg er gamall siður á íslandi sem ann- ars staðar í heiminum. Jólahald okkar íslendinga hefur þó tekið miklum breytingum frá fyrsta fjórðungi þessarar aldar og inn í það fléttast siðir og venjur frá öðrum þjóðum. Aðventuljósin, sem í dag eru í glugga nær hvers heimilis, voru ekki til í þá daga, enda ekki einu sinni kom- ið rafmagn í sveitir landsins Til að rifja upp hið gamla jóla- hald og muninn á því og jólahaldi dagsins í dag tókum við tali Guð- jón Ingimundarson, sem búsettur hefur verið á Sauðárkróki síðan 1941. Guðjón er fæddur árið 1915 og átti heima á Svanshóli í Bjarnar- firði á Ströndum allt þar til 1932, þegar hann fór burtu í skóla. „Þó ég muni ekki glögglega eftir jólunum heima á Svanshóli er óhætt að segja að geysileg breyt- ing hefur orðið á jólahaldi, jólagjöf- um og öllu stússi í kringum jól frá þessum tíma. Þá var ekki verið með jólagjafir í þeim mæli sem nú er orðið, en hinsvegar held ég að það hafi alltaf verið sjónarmið hjá meti, en það var þá hin almenna fæða. Alltaf var stefnt að því, að búið væri að gegna skepnum fyrir klukkan sex á aðfangadag, en þá hófst helgistundin og ég held í rauninni að við höfum með sjálfum okkur, heyrt þyt í lofti um leið og klukkan sló sex. Ljóslega man ég að eftirvæntingin eftir jólum var mikil þá ekki síður en nú, þrátt fyr- ir að minna væri umleikis, en nú er orðið. Þegar rætt er um jólahald er ekki óeðlilegt að hugleiða um leið trú og trúarathafnir. Móðir mín missti mann sinn árið 1924 frá sjö börnum, þvi elsta fimmtán ára en því yngsta á fyrsta ári. Erfiðir tím- ar voru þá framundan fyrir hana, „Jólatié voru ekki keypt í búðum eins og nú ei, heldui smíðuð heima. “ Myndir: sbg „Eig'a alltaf að hafa sitt gildi og hátíðarblæ hvað svo sem á dvmir*’ - spjallað við Guðjón Ingimundarson rnn hans jól íyrr og síðar Guðjón Ingimundaison sá ekki ávexti á jólum fyn en 1925. móður okkar systkinanna, að sjá um að ekkert barnanna eða annáð heimilisfólk færi í jólaköttinn. Öll fengum við eitthvað af nýjum flík- um á jólunum og þó það væri ekki mikið og merkilegt, held ég að aldrei hafi orðið þau jól að allir fengju ekki eitthvað nýtt til að klæðast. Annars voru gjafir ákaf- lega takmarkaðar á þessum tíma. Yfirleitt voru til jólakerti og venju- lega var einhverjum gefinn spila- stokkur, svo hægt var að spila á ný spil. Jólatré voru ekki keypt í búð- um eins og nú er, heldur smíðuð heima. Sama jólatréð, sem pabbi hafði smíðað meðan hans naut við, var notað ár eftir ár og skreytt með bréfpokum, lyngi og greinum. Ávexti man ég ekki eftir að hafa séð á jólum fyrr en eftir 1925, en aðalsælgætið var kandís, rúsínur og brjóstsykur og var því annað hvort komið fyrir í pokum á jóla- trénu eða þá gefið í jólagjöf.“ Jólabað í frosti „Venjan var að fara í jólabað á Þorláksmessu eða aðfangadag. Á Svanshóli er 42 gráðu heit þvotta- laug við heitar uppsprettur sem þar eru, en okkur krökkunum fannst hún heldur heit til að fara í, þrátt fyrir að hægt væri að ryðja út í hana snjó að vetrinum til kæling- ar. Við fórum því oft á næsta bæ, Klúku, til að taka jólabaðið. Þar var forn baðlaug, Gvendarlaug, sem nokkrir krakkar komust í í einu og hún var ekki eins heit og laugin heima á Svanshóli. Ég man vel eft- ir slíkum baðferðum í rökkri og frosti og fallegu veðri með glamp- andi tunglskini sem lýsti upp svellin á Flóunum. Stundum gat þá verið ansi kalt að klæða sig beint upp úr lauginni, en að sjálf- sögðu voru engin búningsher- bergi við hana.“ Pytur í lofti klukkaii sex „Um jólin var farið í jólaleiki, spilað á spil, lesnir húslestrar og annað slíkt gert sem tilheyrði jóla- haldinu. Okkar kirkjustaður var Kaldrananes og gjarnan var farið til þeirrar einu messu sem þar var yfir jólin. Gamli sveitamaturinn var matreiddur, hangikjöt og sur- en hún var trúuð kona sem treysti á handleiðslu Guðs. Mín barnatrú er því bundin þeim stundum er hún leiddi mig með sér að rúm- stokknum, þar sem hún flutti hljóðláta bæn til Guðs um hand- leiðslu og hjálp. Aldrei síðan hefi ég tekið þátt í helgari athöfn né áhrifameiri bænagjörð og síðan þá eru mér trú og trúmál eins og brot- hætt kristalskúla, sem umgangast verður með varúð og lotningu. Upphrópanir og hávaði eiga ekki við í nálægð hennar og geta valdið spjöllum. Hræsni í trúmálum var þá í mínum huga dauðasök. “ Til Sauðárkróks Guðjón fór i skóla í Reykholti í Reykholtsdal og þar eyddi hann fernum jólum. Hann segir að þá hafi nemendur lítið farið heim til sín yfir hátíðirnar, nema þeir sem styttra áttu að fara og oftast hafi það verið kringum helmingur nemenda sem hélt upp á jólin á heimavistinni í Reykholti. Eftir veru sína í Reykholti, bæði sem nemandi og starfsmaður, fór Guðjón í skóla á Laugarvatni. Þar lærði hann til íþróttakennara og kenndi einnig í fjögur ár. Vorið 1940 hélt hann norður í Skagafjörð til að kenna sund við nýja sund- laug í Varmahlíð og voru það hans fyrstu kynni af þeim landshluta, en til Sauðárkróks fluttist hann ári síðar. Stökkbreyting jólanna „Ef við tölum um að sérstök stökkbreyting hafi orðið á jóla- haldi á þeim tíma sem liðinn er frá því ég lifði mín fyrstu jól, þá getum við sagt að hún hafi orðið þegar styrjöldin braust út. Eftir að her- inn kom hingað til lands, þá varð t.d. mikil breyting í atvinnumál- um, enda búin að vera kreppa árin á undan. Allt annað breyttist einnig og menn fóru að hugsa í pening- um, en ekki hugsjónum, miklu meira en áður. Ég held að þjóðfélagið hafi tekið miklum breytingum þarna á fáum árum og um leið tók jólahaldið á sig aðra mynd. Fjölbreytnin jókst og farið var að nota miklu meiri tækni, miklu meiri nýjungar og miklu meira skraut. Lifandi jólatré og stærri jólagjafir komu til og þó ég muni þetta ekki glöggt held ég að þetta hafi verið þróunin þegar meiri peningar urðu handa á milli og velsældin flæddi yfir. “ ..Meira og íneira stúss“ Frá fyrstu jólum Guðjóns hefur þjóðfélagið tekið miklum breyting- um. Samgöngur hafa batnað og nú fara allir nemendur framhalds- skóla til síns heima um jólin. Jóla- haldið á heimili Guðjóns og hans fjölskyldu á Sauðárkróki hefur einnig tekið breytingum með breyttum tímum. „Jólin hér hafa eins og á öðrum venjulegum íslenskum heimilum, tekið sífelldum smábreytingum og meira og meira stúss fylgt jóla- haldinu með hverju árinu sem liðið hefur. Venjan var sú, allt þar til fyrir tveimur árum, að fjölskyldur barna okkar komu á aðfangadags- kvöld og borðuðu jólamatinn hjá okkur. Síðan voru allir jólapakkar teknir upp og gjafir skoðaðar. Nú orðið borða fjölskyldurnar heima hjá sér en öllum jólagjöfum er enn safnað saman hingað og þær tekn- ar upp og skoðaðar í stofunni hjá okkur. Annars líða jólin hjá okkur eins og flestu öðru fólki. Við förum í kirkju, hlustum á útvarp og horf- um á sjónvarp og lítum í bækur sem við fáum í jólagjöf." Jól eru ennþá jól Guðjón segist vera mótfallinn því að jólaundirbúningur hefjist fyrr en desember sé byrjaður og finnst það hálfgert þjófstart að setja upp jólaskraut og allskonar glingur til að vekja á sér athygli áður en 1. des. er upp runninn. Þá finnst hon- um aftur á móti vera kominn tími til að vinna að jólunum, en þrátt fyrir það virtist hann ekki vera ýkja stressaður út af hátíðinni þegar við hittum hann að máli í byrjun mánaðarins. Aðventuljósin voru komin á sinn stað í eldhús- glugganum, en fátt annað minnti á nálægð jólanna nema konfektið sem biaðamaður fékk með kaffinu og var kveikjar. að lokaspurning- unni. - Heldurðu að þú munir fá kandís og rúsínur um þessi jól? „Það er nú svo að mér þykir ekk- ert varið í kandís lengur þrátt fyrir að hann hafi verið góður í gamla daga. Rúsínur þykja mér hins veg- ar alltaf góðar og mun ábyggilega fá einhverjar rúsínukökur og upp- lifa þannig rúsínubragðið sem er enn það sama og fyrir sjötíu árum. Annars er það svo að eitt tekur við af öðru og það sem eitt sitt þótti ágætt og hátíðlegt og þjónaði öll- um tilgangi á sínum tíma, þykir ekki lengur boðlegt nútímanum. Þannig er tímans rás, en jól eru samt ennþá jól og ég vona að það verði þau um alla framtíð. Ég held að þeir sem ekki upplifa jól í hvert einasta skipti sem nýja athöfn og síendurtekna þó, þeir megi sakna mikils. Jólin hafa alltaf sitt gildi og eiga alltaf að hafa sitt gildi og hátíðarblæ hvað svo sem á dynur." SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.