Dagur - 19.12.1991, Síða 29

Dagur - 19.12.1991, Síða 29
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 29 Drengir, sem notið hafa áhrifa kristniboðsins ásamt innfæddum leiðbeinanda. var mestur vöxtur í starfsemi lútersku kirkj- unnar í Eþíópíu af öllum kirkjudeildum sem unnu að kristniboði eins og fram hefur kom- ið í skýrslum um kristniboð í Afríku." Helgi vitnar í Oskar Nydal, norskan kristniboða og lektor, sem gert hefur vís- indalega og árangursríka könnum á þessum málum og komist að þeirri niðurstöðu að um 30% þess fólks sem tileinkar sér kristnar hugmyndir geri það fyrst og fremst til að losna úr viðjum þess illa. Aðrir hrífist af kenningum kristninnar og vitnisburðum um áhrif kristinnar trúar á líf manna. Helgi segir að þótt ýmsar forneskjulegar hugmyndir eigi mikinn þátt í að halda íbúum margra Afríkuríkja niðri og tefji þannig fyrir öllum framförum og framþróun þá eigi það stjórn- málaástand, sem víða hafi skapast eftir að nýlenduveldin slepptu tökum af fyrrum nýlendum sínum, einnig þátt í hvað umbreytingarnar til aukins frjálsræðis eigi erfitt uppdráttar. Frá Eþíópíu til Hríseyjar og Árskógsstrandar Eftir sjö ára starf að kristniboðsmálum í Eþíópíu hélt Helgi aftur heim til íslands og settist á skólabekk í Guðfræðideild Háskóla íslands. Til að fullnuma sig í prestskapnum eins og hann komst að orði. „Ég hafði í raun starfað sem prestur allan tímann í Eþíópíu, því starfið fólst bæði í prédikun orðs Guðs og einnig í almennri safnaðaruppbyggingu þannig að mér fannst tími til kominn að verða mér úti um tilskilin starfsréttindi í þessari atvinnugrein heima á íslandi." Helgi starfaði að málefnum kirkjunnar samhliða náminu í Guðfræðideildinni en eft- ir útskrift þaðan tók hann prestvígslu og gerðist sóknarprestur í Hrísey. - En af hverju valdi maður, sem unnið hafði að kristniboði á meðal Afríkubúa að stunda preststörf á meðal Hríseyinga og Árskógsstrendinga. Kaus hann ef til vill að reyna sig við gjörólíkar aðstæður á kristni- boðsvellinum. Helgi kvaðst aldrei hafa hugsað almenn- lega út í hvað hafi valdið því að hann fór til Hríseyjar. „Ég var á ferð í Eyjafjafirði - í heimsókn hjá kunningjum mínum og var í þeirri ferð boðið út í Hrísey. Mér leist mjög vel á mig í eynni og get eiginlega sagt að ég hafi fallið fyrir staðnum. Mikil náttúrufegurð er í eynni og fjallahringurinn er í hæfilegum fjarska. Þetta varð eiginlega ást við fyrstu sýn. Ég tók síðan við prestskap í Hríseyjar- og Stæri-Árskógssóknum í september 1984. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum með fólkið í eynni og á ströndinni. Mér fannst fólkið falla vel inn í það fallega umhverfi sem það býr í. Presturinn fljúgandi - Var heimshornamaðurinn ekkert einangr- aður - allt í einu búsettur á litilli eyju á miðj- um Eyjafirði? Helgi kvaðst aldrei hafa fundið til einangr- unar í Hrísey. Þó gat komið fyrir ef ég þurfti snögglega að fara upp á strönd og illa stóð á í eynni að erfitt var að komast með engum fyrirvara en ég held það hafi aldrei háð mér á nokkurn hátt. Mér leið aldrei illa þarna - mikið fremur þvert á móti og betur og betur eftir því sem ég var lengur út í eynni." Helgi hefur einnig tamið sér fjöl- breyttari fararmáta en ferju og bifreið og má vera að það hafi gert „einangrun" hans í Hrísey léttbærari. | Helgi er reyndur flugmaður og fljótlega eftir að hann kom til starfa í eynni eignaðist hann hlut í flugvél og notfærði sér hana tals- vert til að komast á milli staða. Hann beitti sér fyrir endurbótum á flugvellinum í Hrís- ey. Kvaðst hafa viljað að hann væri í lagi. Einnig átti hann þátt í að útbúinn var smá flugvöllur á Árskógsströnd en sagði að erfitt hefði verið að nota þann völl, meðal annars vegna nálægrar raflínu sem valdið hefði því að örðugt var að lenda á honum nema úr einni átt. Sakaa Hríseyinga og Árskógsstrendinga - Hvað fannst Hríseyingum um það hátta- lag að presturinn ferðaðist um á einkaflug- vél? Helgi sagði að mönnum hafi sýnst sitt hverjum um flugferðir sínar. Einhverjir hafi gantast með það að hann kæmist nær Guði á þann hátt. Helgi sagðist hafa verið búinn að stunda flugið tölvert áður en hann kom til Hríseyjar. „Þegar ég var í Eþíópíu not- færði ég mér þennan ferðamáta nokkuð til að komast á milli staða á skömmum tíma. Flugið sparar oft mikinn tíma og vissulega var oft mjög þægilegt að geta gripið til vél- arinnar þegar ég var í Hrísey." Helgi kvaðst sakna Hríseyinga og Árskógsstrendinga. Hann sagðist hafa kynnst mörgu ágætis fólki á þessum tveimur árum í Hrisey og mjög gaman hefði verið að hitta fyrrverandi sóknarbörn sín aftur þegar hann var á ferð í Eyjafirði fyrr í vetur. „Ef ég á eftir að taka að mér prestskap á íslandi á nýjan leik þá gæti ég vel hugsað mér að starfa í Eyjafirði," sagði Helgi áður en við létum tali um sókn- arbörn hins „fljúgandi sóknarprests" í Hrís- ey lokið. Römm er sú taug Þrátt fyrir góða viðkynningu og vinsældir í sóknunum í Hrísey og á Árskógsströnd kaus Helgi Hróbjartsson að hverfa á braut. Halda á nýjan leik út í hinn stóra heim og hefja störf á meðal ólíkra þjóðflokka. Að þessu sinni lá leiðin til Senegal á vesturströnd Vestur-Afríku. Leiðin frá Eþíópíu í vestur til Senegal er álíka löng og leiðin frá íslandi - nánast beint í suður til Dackar. Helgi tók fram vasabók með landakorti og dró línu á milli þessara þriggja staða og myndar þrí- hyrning. Afríka er stór og innan álfunnar búa ólíkar þjóðir og þjóðarbrot, sem eiga sér mismunandi sögu og hefðir. Senegalar eru múslimar. Fyrir um þúsund árum bárust kenningar Múhameðs spámanns vestur eft- ir norðurströnd Afríku - um Alsír og Túnis og þaðan suður á bóginn. Norðmenn hafa einnig stundað kristniboð á meðal múslima og nú var Helgi Hróbjartsson kallaður til starfa á meðal þeirra er sótt hafa trúar- ímynd sína í rit kóransins. - En hvað kom til að þú fórst aftur til Afríku? „Tvisvar var búið að hafa samband við mig frá norska kristniboðinu. Þeir þekktu til starfa minna í Eþíópíu og álitu að ég gæti orðið að liði við kristniboðið í Senegal vegna þeirrar reynslu minnar. Ég hafi staðfastlega neitað að fara en þegar ég var beðinn um það í þriðja sinn lét ég undan. Ef til vill má segja að römm sé sú taug er tengir mig við kristniboðsstarfið. Ég sagði sóknarbörnum mínum síðan frá þessari ákvörðun minni og ég held að þau hafi skilið afstöðu mína. “ Að boða kristni á meðal múslima „Þegar ég kom til Senegal 1987 hafði norska kristniboðið starfað þar í þrjú ár. Starfið var enn í mikilli uppbyggingu og Norðmennirnir hafa trúlega viljað nýta krafta mína af þeim sökum því á meðan ég starfaði í Eþíópíu vann ég mikið á meðal þeirra sem enga vitneskju höfðu hlotið um kristindóminn - var í fremstu víglínu eins og stundum er sagt. Vestur-Afríka er nánast nýr kristni- boðsakur. Norræn kristniboð hafa verið þar að störfum í um 20 ár að því ég best veit en kristniboðið í austurhluta álfunnar á sér hálfrar annarrar aldar sögu að baki. Ástæð- ur þess hversu kristniboðar fóru seint til Vestur-Afríku eru vafalítið þær að flestir íbúar þar eru múslimar og enn fer aðeins um 2% af öllu kristniboði í heiminum fram á meðal íslamskra þjóðflokka. Senegal er um 200 þúsund ferkílómetra land og íbúarnir eru um sjö milljónir. Þeir eru fyrst og fremst akuryrkjumenn og á meðal þeirra viðgengst ein mesta lýðræðishefð í Vestur-Afriku. Ég býst við að okkur þætti ekki mikið koma til þessa lýðræðis, en starfsemi stjórnmála- fokka er þó leyfð og kosningar eru haldnar, sem virðast enn fjarlægur viðburður í mörg- um Afríkuríkjum. Almennir stjórnmálafund- ir eru haldnir og stjórnarflokkurinn telur sig til lýðræðislegra jafnaðarmannaflokka. Engu að síður er forseti landsins mikið í sviðsljósinu og virðist halda í alla stjórnar- tauma.“ Vardveisla mcnningar - viðurkenning stjórnvalda Helgi segir að Senegal sé ekki fátækt land í Viðtal: Pórður Ingimarsson afrískum skilningi - fremur verði að telja það með þeim betur stöddu. „Aðal fram- leiðsla landsins eru jarðhnetur og mun jarð- hnetuframleiðsla Senegala vera ein sú mesta í heiminum. Senegal var frönsk nýlenda fram um 1960 og fram að þeim tíma var kristniboðum ekki leyft að starfa í land- inu utan að Frakkar, sem þar voru búsettir, byggðu kirkjur og stóðu fyrir kaþólsku safn- aðarlífi. Frönsku klerkarnir ráku einnig skóla og notuðu franska tungu í skólastarfinu. Eftir að landið fékk sjálfstæði buðu Senegal- ar kristniboða mótmælenda velkomna. Við höfum aftur á móti notað þá aðferð að stofna lestrarskóla þar sem börnum inn- fæddra er kennt að lesa á sínu eigin móður- máli. Ég hef haft mikla gleði af því starfi og það höfðar einnig til mín sem kennara og uppeldisfræðings. Við höfum búið til kennslubækur og höfum menn í fullu starfi í því sambandi - menn sem sitja og skrifa kennslubækur í lestri á tungu innfæddra. Þetta starf okkar hefur vakið athygh og meðal annars orðið tO þess að ráðherra úr ríkisstjórn landsins kom í heimsókn til okkar. Við höfum safnað saman sögum og ævintýrum - bókmenntahefð sem lifað hef- ur öld fram af öld á meðal fólksins en vegna skorts á ritmáli aldrei orðið föst á blaði fyrr. Stjórnvöld hafa veitt þessu athygli og telja að styðja verði við bakið á þessari menning- arviðleitni. “ Helgi bendir á að mannfræðing- ar hafi gjarnan haldið því fram að kristniboð á meðal frumstæðra þjóða eyðileggði menn- ingu þeirra þar sem gjörólíkum hugmyndum væri haldið að fólki. Þessu sé öfugt farið. Með því að auka grunnþekkingu innfæddra - eins og að kenna þeim að lesa á sínu eigin móðurmáli opnist möguleikar þeirra til að tileinka sér eigin menningu frá nýju sjónar- horni og varðveita hana mun betur en áður var. Helgi segir að Senegalar hafi notað alls um 60 tungumál auk þess sem hið opinbera stjórnarfarsmál sé franska er festist í sessi á nýlendutímanum. Nú hafi sex tungur af þessum sextíu verið valdar sem aðalmál í landinu auk frönskunnar og geri það þjóð- inni mun auðveldara með að útbreiða almenna lestrarkunnáttu. Hjálpa ekki þeim sem eru af öðrum ættflokkum - þekkja ekki miskunnsama samveijann Og nú bregður Helgi sér úr hlutverki upp- eldisfræðingsins og kennarans í hlutverk kristniboðans og prestsins. „Þegar við sem flytjum öðrum trú vinnum okkar verk þá trúum við því að við séum að færa fólki þá mikilvægustu gjöf sem nokkur maður getur þegið. Allt það góða i okkar samfélagi er kristinni trú að þakka - alþýðumenntunin, heilbrigðisþjónustan, miskunnsemin og réttlætið. Helgi segir að í kristniboðsstarfinu noti hann oft söguna úr Biblíunni um misk- unnsama samverjann. Segi söguna og spyrji hina innfæddu síðan að því hvað þeir myndu gera ef maður úr öðrum ættflokki lægi slas- aður þar sem þeir færu um. í fyrstu segðu flestir að þeir myndu láta hann eiga sig - láta hann deyja af því hann er ekki einn af þeim. Þannig sé skilningur margra þeirra er ekki hafi kynnst kristnu hugarfari. Siðan átti menn sig á þeim boðskap og þeim sam- félagsskilningi er sagan hafi að geyma. Hlutverk miskunnsama samverjans í kristniboði á meðal framandi þjóða geta ver- ið lokaorð Helga Hróbjartssonar um það efni. Þau sýna betur en margt annað þann mismun sem er á hugsunarhætti Vestur- landabúa er byggja á kristnu siðgæði og þeirra er hræðst hafa mátt drauga og djöfla eða trúað á boðskap Múhameðs spámanns. - En hefur Helgi hugsað sér að eyða starfsævi sinni við að útbreiða hina kristnu hugsun - kristnu trú á meðal afrískra borg- ara og kenna þeim meðal annars að virða náunga sinn án tillits til blóðbanda og ætt- flokkasamskipta. Hann kveðst ætla að ljúka verkefni sínu í Senegal en að því loknu hafa hug á að koma heim til íslands og starfa á vegum íslensku þjóðkirkjunnar. Ef til vill að taka að sér prestsembætti á nýjan leik og þá komi Eyjafjörðurinn vel til greina.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.