Dagur - 19.12.1991, Síða 31

Dagur - 19.12.1991, Síða 31
Fimmtudagur 19. desember 1991 - DAGUR - B 31 1 heimsókn í Myndlistarskólanum: „Májólasveiiuiiim vera kona?“ sveinsins. „Þetta er tónlistarjóla- sveinn," segir sú litla og hefur miklar áhyggjur af aukalínum og mislukkuðu auga. „Get ég fengið nýtt blað. Ég gleymdi að setja nefið á jólasveininn minn," og kennarinn kemur til hjálpar og jólasveinninn neflausi fær nef sem yfirjólasveini einum sæmir. Teikningar strákanna eru groddalegar og jólasveinarnir hafa yfirbragð hreystinnar. Hér er Hjalti Úrsus á blaði. Jóla- sveinninn er sem fjall og kafrjóð- ur í kinnum. „Ekki af kulda," seg- ir listamaðurinn, „heldur vegna þess að pokinn er 300 kíló “. ój Á veggjum hanga teikningar af jólasveinum og jólakött- um af ýmsum gerðum. Einn er með kartöflunef, sítt og hrokkið skegg. Annar er vesæll og mjór, nær skegglaus. Ég er staddur í tíma í Myndlistarskólanum á Akureyri hjá Rósu Kristínu Júlíusdóttur, myndlistarkennara. Ellefu börn sitja í hálfhring yfir nær auðum blöðum, enda er kennslustundin rétt hafin. Verkefni dagsins er að teikna jólasvein. Jólin eru á næsta leiti. Sum barnanna eiga erfitt með að nálgast verkefnið. Þau róta í pastellitunum í leit að heppileg- um lit. Ein lítil kallar á kennarann og spyr: „Má jólasveinninn vera kona?" Sú litla fær nokkra fræðslu um jólasveinana og for- eldra þeirra, Grýlu og Leppalúða, og er komin á strikið fyrr en varir. „Hausinn á að vera stór, skeggið mikið og tennurnar eins og í pabba," segir sú litla og mundar litinn. Strákur úti í horni er brúna- þungur. Hann er að velta fyrir sér hvort jólasveinninn á að vera amerískur í rauðum fötum með hvítt skegg eða jólasveinn í vaðmálsfötum samkvæmt ís- lenskri hefð. Sá íslenski verður fyrir valinu og strákur teiknar nissann upp með öruggri hendi. Jólasveinninn á næsta blaði minnir á teiknimyndaveru úr sjónvarpinu. Nef sem augu eru útstæð og skeggið er mikilúð- legt. Greinilegt er að sjónvarpið hefur áhrif hér sem víðar. Jóla- sveinarnir hjá stelpunum eru nettir og fínlegir. Sumir eru komnir með augnskugga og falleg Bambaaugu. Á einni teikning- unni svífa nótur um höfuð jóla-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.