Dagur - 19.12.1991, Side 34
34 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991
Sendum viðskiptavinum og
landsmönnum öllum okkar bestu
jóla- og
nýársóskir
Þökkum uiðskiptin á liðnu ári.
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
útibúið Akureyri og afgreiðslan
verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð
r .
Oskum viðskiptavinum okkar
glebilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin
ÁSGEIR EINARSSON H.F.
Engjateig 3 • Reykjavík • Sími 91-680611
Óskum viðskiptávinum okkar
glébilegra jóla
ogfarsæls komandi árs
Þökkum viðskiptin.
SÉRLEYFISBILAR AKUREYRAR
Gránufélagsgötu 4 • Sími 23510 • Fax 27020
Sendum öllum viðskiptavinum bestu
jóla- og nýársóskir
Þökkum viðskiptin á árinu.
Kranaleiga Benedikts Leóssonar
Lögbergsgötu 5 • Akureyri • Símar 24879 & 985-23879
EHd eiga allir ficí frá
viiinu tim jól og áramót
Á jólunum sameinast margar fjölskyldur
og eiga saman ánægjulega hátíðisdaga.
Börn sem sækja skóla og vinnu í önnur
sveitarfélög koma heim í foreldrahús, fjöl-
margir sjómenn eru í landi yfir jól og ára-
mót en aðrir þurfa að sinna vinnu þá jafnt
og aðra daga. En þó flestir eigi frí yfir hátíð-
isdagana og geti verið í faðmi fjölskyld-
unnar, eru aðrir sem þurfa að sinna vinnu
sinni jóladagana sem aðra daga. Má þar
nefna fólk sem starfar á heilbrigðisstofn-
unum, lögreglumenn og slökkviliðsmenn.
Dagur heimsótti þá Ólaf Ásgeirsson,
aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri og
Gísla Kristin Lórenzson, slökkviliðsstjóra
á Akureyri og forvitnaðist hjá þeim m.a.
um hvernig starfi þeirra manna væri hátt-
að um hátíðisdagana. í máli Ólafs kom
fram að fyrir þá sem þurfa að vinna á þess-
um hátíðisdögum, sé hálf ömurlegt að
þurfa að klæða sig í vinnugallann og halda
að heiman í þann mund sem jólin ganga í
garð. Ekki bara fyrir þá sem þurfa að
vinna, heldur líka fyrir börn þeirra og hafa
þau oft miklar áhyggjur vegna þessa og
finnst það skrýtið að ekki skuli allir geta
verið saman á slíkum stundum.
Gísli Krístinn Lórenzson slökkviliðsstjórí. Myndn: kk
Gísll Eristinn Lórenzson, slökkviliðsstjóri á Aktrreyri:
Sem betur fer er lítið um
Á slökkvistöðinni á Akureyri
starfa 14 manns en að auki er
hægt að kalla til 26 menn til við-
bótar víðs vegar að úr bænum ef
mikið liggur við. Af þeim 14 fast-
ráðnu skipta 12 menn með sér 12
tíma vöktum, annars vegar dag-
vakt og hins vegar næturvakt og
eru 3 menn á hverri vakt. Slökkvi-
Mðsstjóri og starfsmaður eldvarna-
eftirhtsins vinna að öllu jöfnu
hefðbundna dagvinnu, nema ef
t.d. um brunaútköll er að ræða.
Auk þess eru allir sjúkraflutningar
á Akureyri og í nágrenni í höndum
slökkviliðs Akureyrar eins og flest-
um er kunnugt. AUs eru farnar um
12-1300 sjúkraferðir á ári og nú í
byrjun desember voru brunaút-
köllin á árinu orðin 73 hjá Slökkvi-
hði Akureyrar, sem er svipað og
undanfarin ár. Slökkviliðið hefur
yfir að ráða tveimur sjúkrabifreið-
um og sex slökkvibílum, að með-
töldum körfubílnum. Stöðin er
nokkuð vel búin tækjum en brýn-
ast er að fara að endurnýja bíla-
kostinn að sögn Gísla Kristins
Lórenzsonar, slökkviliðsstjóra.
Hef séð þessa
hátíðisdaga fara
fyrir lítíð
„Hér á stöðinni eru alltaf 3 menn á
vakt, jafnt hátíðisdaga sem aðra
daga. Eins og á öðrum vinnustöð-
um reynum við að gera jólalegt hjá
okkur, skreytum stöðina og setj-
um upp jólatré. Þeir sem eru á
vakt hverju sinni fá jólamatinn
sendan að heiman, því okkar
matsölustaður er lokaður yfir stór-
hátíðisdagana, “ segir Gísli
Kristinn.
- En er mikið um að vera hjá
slökkviliðsmönnum á jólunum?
„Nei sem betur fer er ekki mikið
um útköll þessa daga. Hins vegar
hafa menn lent í því að vera trufl-
aðir við jólahaldið heima hjá sér.
Það kemur fyrir að sjúkrabíllinn er
sendur út í sveit og þá eru kallaðir
inn menn á meðan, til þess að hafa
sama fjölda á stöðinni og ef að upp
kemur eldur, er ekkert annað að
gera en að kalla allt liðið út.
Maður hefur séð þessa hátíðis-
daga fara fyrir lítið hjá slökkviliðs-
mönnum. Mér er minnistætt þegar
kom upp eldur á aðfangadag fyrir
nokkrum árum og þá voru menn
að störfum frá kl. 19.00 á aðfanga-
dagskvöld og til kl. 19.00 á jóla-
dagskvöld. Ég gekk þá vaktir og
þetta var einmitt í það skipti sem
mín vakt átti að eiga frí yfir jólin en
það frí fór fyrir lítið. Eins hefur það
komið fyrir að við höfum farið í eld
á gamlárskvöld og verið að fram á
nýársdag en sem betur fer er það
mjög sjaldgæft. Þetta er einmitt sá
tími ársins sem eldhættan er hvað
mest, fólk er með opinn eld og alls
kyns jólaljós sem geta valdið
skaða. - Og gamlárskvöld með
allri sinn dýrð er hættulegt kvöld.
Fólk er mikið á faraldsfæti þessa
daga og oft við misjafnar aðstæður
og því hafa komið útköll vegna
umferðarslysa. En þetta fer mikið
eftir færð á vegum og veðri. “
Fólk fari að öllu
með gát
- Hvaða varnaðarorð átt þú til
handa bæjarbúum?
„Það sem við viljum sjá er að hér
á stöðinni sé ekkert að gera á
þessum hátíðisdögum og allt fari
vel fram. Á jólunum er fólk með
alls kyns jólaskraut og jafnvel
opinn eld og það getur reynst
hættulegt ef ekki er farið með gát.
Fólk þarf að muna eftir því að
slökkva á kertum og jólaljósum en
það er allt of algengt að við höfum
fengið útkall um jólin vegna þess
að fólk gleymir þessu atriði. Það er
alveg skilyrði að vistarverur séu
ekki yfirgefnar nema búið sé að
slökkva á kertum og jólaljósum. Þó
svo að jólaljós og slíkar vörur séu
traustar, er það engu að síður góð-
ur siður að slökkva á þeim þegar
vistarverur eru yfirgefnar eða þeg-
ar gengið er til náða. Það er nú
einu sinni svo að þó að allt eigi að
vera öruggt, getur það brugðist. -
Og það er ömurlegt hlutskipti að
þurfa að standa yfir brunarústum
og ekki síst á jólunum.
Nú um áramótin er mikilvægt að
farið sé með flugelda og blys af
mikilli gát, svo ekki hljótist slys af.
Þær vörur sem verið er að selja í
dag eru allar mjög traustar en það
sem skiptir mestu máli er hvernig