Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 36

Dagur - 19.12.1991, Blaðsíða 36
36 B - DAGUR - Fimmtudagur 19. desember 1991 Dryklguskapur setti mark sitt á ævi séra Sigurgeirs á Grund - var dæmdur frá kjóli og kalli eítir skrautlegan feril Eyfirskar sagnir Jónasar Rafnar, yfirlæknis, fjalla um drauga og mennska menn í átthögum höfundar á nítj- ándu öld og í upphafi tuttugustu aldar. Draugarnir eru náttúrlega sér á báti en hinir sem sagt er frá í bókinni eiga það sameiginlegt að vera öðruvísi en fjöldinn. Marg- ir þeirra skera sig úr fyrir kátlegar tiltektir og tilsvör, enda var allt slíkt yndi Jónasar, sem sjálfur var gæddur miklu skopskyni. Einn þessara manna, sem Jónas segir frá í bókinni, er séra Sigurgeir Jakobsson á Grund, drykk- felldur prestur og um margt glannalegur í orðum og æði. Við skulum kynnast klerki þessum eilítið nánar. Davíð Guðmundsson á Hofi tók við embætti prófasts af Daníel og þá fór hagur Sigurgeirs að versna. Þegar Davíð kom í fyrsta sinn að vísitera og lét séra Sigurgeir spyrja börn í Möðruvallakirkju að sér áheyrandi, þóttist Sigurgeir sjá feimni á börnunum og sagði við þau: „Þið þurfið ekki að vera hrædd við hann Dabba; hann er maður eins og aðrir. “ Vart þarf að taka fram að Sigurgeir var eitt- hvað ölvaður við þetta tækifæri en að tímaskyn hans var ekki upp á marga fiska. Dag einn árið 1874 átti séra Sig- urgeir að skíra stúlkubarn að Draflastöðum í Sölvadal. Hann kom kvöldið áður og var talsvert drukkinn. Sú lýsing fylgir að Sig- urgeir hafi verið fremur stór maður með rakaða efri vör, en skegg á vöngum og höku. Hann svaf úr sér um nóttina en morguninn eftir var honum fært kaffi í rúmið. Ekki snerti Sigurgeir við því en spurði Sigurgeir Jakobsson var fæddur á Stóru-Laugum í Reykjadal 27. ágúst 1824. Foreldrar hans voru Jakob Pétursson og Þuríður Jóns- dóttir. Jakob var mikill merkis- bóndi og um tíma þingmaður Norður-Þingeyinga. Hann var sterkefnaður og keypti alla jörðina Grund í Eyjafirði á árunum 1839- 50 og átti hana til dauðadags. Sig- urgeir sonur hans gekk í Bessa- staðaskóla og þótti fyrirferðarmik- ill. Honum voru veitt Breiðavíkur- þing á Snæfellsnesi 1854 og Grundarþing 1860 þegar séra Jón Jónsson lagði niður prestskap. Séra Sigurgeir fluttist að Grund, eignarjörð föður síns, ásamt Ingi- björgu Jónsdóttur konu sinni og tveim kornungum sonum. Segja má að orðrómurinn hafi komið á undan honum því Eyfirðingar fréttu strax að nýi presturinn væri drykkfelldur og var þess getið að hann hefði verið drukkinn á leið- inni norður. Skeíjalaus vín- hneigd til æviloka Ekki er hægt að segja annað en að orðrómurinn hafi átt við rök að styðjast og var prestskapur séra Sigurgeirs endasleppur. Honum var vikið frá embætti um stundar- sakir 1879 og síðan að fullu 1882 eftir meint embættisafglöp og málarekstur. Við skulum líta á stuttan en skrautlegan feril Sig- urgeirs. Mönnum í Grundar- og Möðru- vallasóknum leist reyndar ekkert illa á nýja prestinn í byrjun og tóku honum vel. Séra Sigurgeir var raddmaður góður og hafði yndi af söng, ágætur ræðumaður og frjáls- lyndur í trúmálum. Hann lét lítið til sín taka heima fyrir og var ekki mikill bú- eða fésýslumaður. Orð- rétt segir Jónas Rafnar um hann: „Hefðu því verið góðar horfur á, að söfnuðir hans hefðu talið sig fullsæmda af honum, ef vínhneigð hans hefði ekki verið eins skefja- laus og hún reyndist allt til ævi- loka hans. Hann drakk að vísu sjaldan heima hjá sér, en utan heimihs neytti hann víns í óhófi hvenær sem færi gafst, og þá voru færin því miður mörg. Ef einhver fór í kaupstað, þótti svo sem sjálfsagt, að hann fengi sér vel í staupinu og kæmi heim með ein- hvern sopa í ofanálag, til að veita síðar gestum, sem að garði bar. í öllum brúðkaupsveizlum var drukkið fast, og í skímarveizlum og við jarðarfarir var oftast nær farið með áfengi, ef tO náðist. Og lang- mest var það brennivín, sem drukkið var; púns var þó oft haft með í veizlum til ábætis. Tækifærin voru því ofur mörg, þegar drykk- felldur prestur var annars vegar. Verst var þó af öllu, að séra Sig- urgeir gat aldrei stillt sig um að drekka sic i færan og var þá frem- ur hávær orðljótur; stundum var hann þá iíka svo strákslegur, Séra Sigurgeir var vanmáttugur gagnvart áfengi og það stjórnaði lífi hans, eins og lesa má í greininni. Sem gott dæmi má nefna þegar hann mundi ekki hvort hann hefði skírt barn daginn áður, eða þegar hann bað fermingarbörn aðkoma til sín á pálmasurmudag en þá var annar í páskum. að yfir tók. Kunnu sóknarbörn hans þessu yfirleitt illa, en þó mun allt hafa gengið vandræðalaust fyrstu árin, því að ódrukkinn var séra Sigurgeir dagfarsgóður maður, hógvær í tali, orðvar og óáleitinn við aðra. “ Dæmdur frá kjóli og kalli Já, ekki var hægt að kippa bless- uðum prestinum í meðferð á þess- um árum og drykkjusýki hans hafði sinn gang. Eins og flestir sem sem eiga við þetta vandamál, sem síðar var kallað alkóhólismi, að stríða þá reyndi séra Sigurgeir um skeið að halda drykkjufýsn sinni í skefjum. Allt kom fyrir ekki og með tímanum ágerðist óregla hans svo mjög að mörgum fannst ekki unandi við lengur. Sigurgeir átti góða að, sem afsökuðu bresti hans og vorkenndu honum, en aðrir voru harðari í dómum og vildu að honum yrði vikið úr embætti. Um þetta var deilt árum saman. Séra Daníel á Hrafnagili var prófastur til 1876 og þótt hann væri bindindismaður umbar hann drykkjuskap séra Sigurgeirs. Séra Davíð lét sem hann heyrði ekki þessi ummæli. Um síðir fór þó svo að allmargir sóknarmenn kærðu séra Sigurgeir fyrir prófasti vegna drykkjuskapar hans og var honum vikið frá embætti um stundarsakir 1. september 1879. Næstu ár var málið kannað nánar með vitna- leiðslum og prófastréttur dæmdi Sigurgeir til að greiða 200 krónur í prestekknasjóð auk málskostnað- ar og lauk málinu með hæstarétt- ardómi 18. apríl 1882 þar sem hann var dæmdur frá kjóli og kalli. Spurði hvort hann hefði skírt bamið daginn áður! Við skulum nú rifja upp nokkrar sögur af embættisverkum séra Sigurgeirs. Eitt sinn á annan í páskum var séra Sigurgeir að spyrja börn í Möðruvallakirkju en varð að gef- ast upp við það vegna ölvunar. Þá spurði drengur nokkur hvenær börnin ættu að koma næst til spurninga. „Á pálmasunnudag, “ svaraði prestur. „Hann er nú liðinn," benti drengurinn á. „Kom- ið þið þá á föstudaginn langa,“ sagði séra Sigurgeir og greinilegt Gunnlaug bónda hvort hann ætti ekki brennivín. Eftir nokkurt þjark sótti bóndi hálfflösku og hellti prestur þá svo duglega út í kaffið að undirskálin fylltist líka. Hann sleppti ekki flöskunni heldur tæmdi hana fyrir hádegi og var þá orðinn þéttfullur. Runnu tvær grímur á heimilis- fólkið og gestina sem byrjaðir voru að streyma að Draflastöðum. Einn gestanna hvatti séra Sigurgeir til að byrja sem fyrst á athöfninni því ekki leist honum vel á ástand hans og taldi að það myndi versna frek- ar en hitt. Var þá farið að skíra en prestur var svo fuUur að hann gat ekki lesið á handbókina og varð gestur er Kristján hét að lesa fyrir hann en Sigurgeir át svo eftir honum. Þegar að því kom að gefa barninu nafn ýtti prestur Kristjáni frá og tókst einhvern veginn að ljúka athöfninni. Nóttina eftir gisti séra Sigurgeir á Draflastöðum, svaf tU morguns og spurði þá Gunnlaug bónda hvort hann hefði skírt barnið dag- inn áður. Gunnlaugur kvað svo verið hafa en allt hefði það gengið í handaskolum. „Það má bæta um það í dag,“ sagði prestur en bóndi taldi þess ekki þörf úr því að hann hefði skírt barnið í nafni heilagrar þrenningar. ,JHvemig sjtíkleg ölvun getur leikið góða menn og gegna“ Ekki er ústæða tU að rekja fleiri hrakfallasögur hér enda eru þær aðeins dæmi um „hvernig sjúkleg ölvun getur leikið góða menn og gegna", eins og Jónas Rafnar kemst að orði. Fjárhagur séra Sigureirs var mjög bágborinn frá fyrstu, brauðið tekjurýrt, hann enginn ráðdeildar- maður og börnunum fjölgaði ört. Sigurgeir og Ingibjörg eignuðust alls 11 börn á árunum 1858-1883 og munu átta þeirra hafa náð full- orðmsaldri. Faðir Sigurgeirs, Jakob á Breiðamýri, var tregur á fjárútlát tU sonarins og sagði að hann yrði að bíða eftir arfinum. Vorið 1873 fór Hallgrímur hrepp- stjóri frá Grund og næsta fardaga- ár bjó þar Hóseas Pétursson á móti séra Sigurgeiri. Vorið 1874 tók Magnús Sigurðsson, síðar eig- andi Grundar, við hálfri jörðinni. Samdi þeim Magnúsi og séra Sig- urgeiri misjafnlega, enda Magnús hinn mesti búmaður og fésýslu- maður sem kunnugt er og honum hlaut að ofbjóða baslið og hirðu- leysið á hinu búinu. En það er af prestinum okkar að segja að eftir að hæstaréttardóm- urinn féll var hann niðurbrotinn maður. Hann lá löngum heima í rúmi og las en var þó skrafhreifinn er gesti bar að garði. Tvö síðustu árin sem Sigurgeir lifði var séra Jónas Jónasson prestur í Grundar- þingum og þegar hann messaði á Grund sat hann oft lengi hjá Sig- urgeiri og rabbaði við hann. Jónas lánaði honum gjarnan bækur að lesa og mun samúð og vinsemd séra Jónasar hafa orðið honum mikill raunaléttir. Dagarnir voru daprir og oft heyrðist séra Sigurgeir tauta eitthvað á þessa leið: „Alltaf lifir faðir minn, falleg var hún Ingi- björg, góður var Sokki." En Sig- urgeir var framúrskarandi reið- maður og hafði átt góða reiðhesta, einkum þó Grundar-Sokka. Fékk ekki að njóta föðurarfsins „Hann var í fornfálegum kjól, með dökkan hatt, dökkbrýndur, fölur og magurleitur, og sorg og þreyta var svo mótuð í hvern drátt, að ég gleymi því aldrei." Svo lýsti Kristín Sigfúsdóttir séra Sigurgeiri er hún sá hann á Guðrúnarstöðum sum- arið 1886. Ævilokin nálguðust og aldrei fékk séra Sigurgeir að njóta föður- arfsins. Jakob faðir hans dó 17. júní 1885, 95 ára gamall. Arfinum var ekki skipt fyrr en þrem árum síðar en þá var séra Sigurgeir látinn. Hann lést á 63. aldursári, 18. mars 1887, saddur lífdaga. Fáum var boðið til jarðarfararinnar en mörg fyrrverandi sóknarbörn hans komu þó og gladdi það mjög ekkjuna og börnin. Útfararræða séra Jónasar mun hafa verið afburðagóð. Maddama Ingibjörg og börnin fengu þriðjung arfsins þegar dán- arbúi Jakobs var skipt 1888. Vorið eftir fór hún ásamt börnum sínum til Vesturheims en þá hafði Magn- ús Sigurðsson keypt alla Grund af erfingjunum. Ingibjörg dó vestra í ágúst 1926, á 90. aldursári. Lýkur hér með þessu jólasögubroti. Stefán Sæmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.