Dagur - 23.12.1991, Side 2

Dagur - 23.12.1991, Side 2
2 - DAGUR - Mánudagur 23. desember 1991 Fréttir Verðkönnun í 85 matvöruverslunum: KEA Nettó með næstlægsta verð yfir landið Bónus lægst en útkoma Hagkaupa einnig góð Ný verðkönnun Neytenda- samtakanna og aðildarfélaga þeirra leiðir í Ijós að mikil sam- keppni ríkir í matvöruverslun í landinu. Verðmunur er oft gríðarlegur en mestur mældist hann hvorki meira né minna en 498%! Við samanburð á einstökum verslunum var notaður hlut- fallslegur samanburður. Með- alverð á hverri vörutegund var reiknað út og það síðan notað sem stuðull til viðmiðunar (meðalverð = 100). Af þeim 85 matvöruverslunum á land- inu, sem þátt tóku í könnun- inni, kom Bónus í Skútuvogi í Reykjavík best út með verð- stuðulinn 68.7, en næstar í röð- inni voru tvær verslanir á Akureyri, KEA Nettó með stuðulinn 80.4 og Hagkaup Akureyri með 80.8. Könnunin var gerð dagana 9.- 13. desember í 85 verslunum víðs vegar um landið og á hún fyrst og fremst við verslanir utan höfuð- borgarsvæðisins, að því er segir í fréttatilkynningu frá Neytenda- samtökunum. Verð var þó kann- að í fimm verslunum á höfuð- borgarsvæðinu til samanburðar. „Niðurstöðurnar verður að túlka með varúð en þær gefa engu að síður vísbendingu um verðlag í hverri verslun. Hér er eingöngu um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á þjónustu versl- ana. Nefna má að vöruúrval og opnunartími er mjög mismun- andi, sumar verslanir taka ekki á móti greiðslukortum og sumar sem það gera veita staðgreiðslu- afslátt,“ segir ennfremur í frétt Neytendasamtakanna. Kannað var verð á 77 algeng- um mat- og hreinlætisvörum og í mörgum tilfellum var munur á hæsta og lægsta verði mjög mikill. Mestur var hann á kartöfl- um eða 498%; minnst kostuðu þær 22.50 krónur kílóið en mest 135 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði á grænni papriku var 328%, 204% á tómötum og 158% á kjúklingum, svo dæmi séu tekin. Pær verslanir sem höfðu verð- stuðul um og innan við 90 (með- alverð = 100) voru: Bónus Skútuvogi (68.7); KEA Nettó, Akureyri (80.4); Hagkaup Akur- eyri (80.8); Hagkaup Njarðvík (80.9) .; Hagkaup Skeifunni, Reykjavík (81.5); KEA Hrísa- lundi, Akureyri (86.4); KB bón- us Borgarnesi (87.3); KB bónus, Selfossi ((88.5); Kjarabót, Sel- fossi (89.0); Samkaup, Njarðavík (89.6); Svarfdælabúð, Dalvík (89.9) og Mikligarður v/Holta- veg, Reykjavík (90.5). BB. Jólasveinar heimsækja kjörmarkað KEA í Hrísalundi í dag, Þorláksmessu, og skemmta viðskiptavinum frá kl. 15.00-18.00. Þá munu félagar úr Kór Akureyrarkirkju einnig koma í hcimsókn í Ilrísalund og syngja létt jólalög kl. 16.30 Og 18.00. Mynd: Golli ar í jólum) 27. desember: Loðin rotta 28. desember: Hringleikahúsið - fjöldi hljómsveita frá Akureyri - Miöauerö kr. 500. 31. desember (gamlárskvöld): Rokkbandið með skelfilegt sprell Allar pizzur 9“ á kr. 600 og 12“ á kr. 750 Snyrtilegur klæðnaður Borðapantanir í síma 241 99 Norðurland: Ökumenn með bros á vör og allir í jólaskapi - tíðindalaust hjá lögreglu Helgin var fádæma róleg hjá lögreglu á öllu Norðurlandi. Umferðin gekk nær klakklaust og fólk var hið spakasta. Lög- reglan á Dalvík var við radarmælingar á laugardaginn, m.a. í þeim tilgangi að róa stressaða bæjarbúa sem voru að flýta sér til Akureyrar til að gera jólainnkaupin, en öku- menn óku allir á löglegum hraða og með bros á vör. „Það var mikil umferð milli Dalvíkur og Akureyrar en við þurftum ekki að stöðva neinn fyr- ir hraðakstur. Við munum halda áfram að fylgjast með ökumönn- um en þetta hefur gengið vel hingað til og gerir það vonandi áfram,“ sagði laganna vörður á Dalvík. „Hér eru allir í jólaskapi," sagði lögregluþjónn á Siglufirði og starfsbræður hans á Sauðár- króki og Blönduósi tóku í sama streng, menn höfðu verið spakir, veður gott og umferð áfallalaus. „Þetta hefur verið með ein- dæmum rólegur tími hjá okkur alveg frá því í haust,“ sagði lög- regluþjónn á Húsavík og starfs- bróðir hans á Þórshöfn sagði að margir hefðu verið að vinna um helgina og ekki gefið sér tíma til að stunda einhverja óreglu. SS Skák Teílt milli jóla og nýárs: Hverfakeppni og jólahraðskákmót Skákmenn taka sér ekki frí milli jóla og nýárs enda tvö mót fastur liöur á þessum tíma, hverfakeppnin og jólahraö- skákmótið. Hverfakeppnin verður haldin 27. desember kl. 20 í félagsheimili Skákfélags Akureyrar og jólahraðskák- mótið sunnudaginn 29. des- ember kl. 14 á sama stað. Fimm sveitir taka þátt í hverfa- keppninni og eru 6 keppendur í hverri sveit, þar af einn unglingur 15 ára eða yngri, samkvæmt regl- unum. Að sögn Þórs Valtýssonar, for- manns Skákfélags Akureyrar, er hverfakeppnin ávallt haldin milli jóla og nýárs því þá koma margir liprir skákmenn heim í jólafrí. Hann sagði að þetta væru iðulega bráðfjörugt mót og það sama gilti um jólahraðskákmótið. Það væri öllum opið og hefði alltaf verið fjölmennt. SS Pórleifur bikarmeistari Úrslit í Bikarmóti Skákfélags Akureyrar eru ráðin eftir spennandi lokasprett. Mótið er með útsláttarfyrirkomulagi og voru fimm keppendur eftir síð- asta keppniskvöldið. Þórleifur Karlsson stóð best að vígi, hafði tapað fæstum vinning- um, og sú staða hjálpaði honum til sigurs. Hann fékk IVi vinning en Þór Valtýsson varð annar með 7 vinninga. í 3.-4. sæti urðu þeir Jón Björgvinsson og Haukur Jónsson með 5Vi vinning. Þórleifur Karlsson ber því titil- inn bikarmeistari Skákfélags Akureyrar 1991. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.