Dagur - 23.12.1991, Side 4

Dagur - 23.12.1991, Side 4
4 - DAGUR - Mánudagur 23. desember 1991 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþrótlir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SI'MFAX: 96-27639 Friður og fögnuður í stríðshrjáðum löndum þenjast sjáöldur barnsins í spurn: Munu þeir hætta að skjóta um jólin? Margir eiga ekki heitari ósk en þá að vopnin hætti að gelta á hátíð ljóss og friðar, misþyrmingum linni og mannskepnan láti af því brjálæði sem getur heltek- ið hana. Þetta fólk á aðeins vonina og trúna eftir, von eftir betra lífi, trú á Guð og hið góða í mannin- um. Það biður ekki um gjafir. Það biður ekki um sopa úr gnægtabrunninum. Það biður um frið og kærleika. Við sem erum svo lánsöm að búa fjarri stríðs- brölti og skorti gerum aðrar kröfur og þær kröfur geta virst hróplega óréttlátar í samanburði við örvæntingarfullar óskir hungraðra og kúgaðra manna um andartakshlé á vopnaskaki og örlítinn matarbita. Og víst er að kröfur fólks í þjóðfélagi velmegunar og neyslukapphlaups geta verið öfga- fullar, en það er ekki hægt að álasa t.d. okkur íslendingum fyrir að vera auðug þjóð með öflugt velferðarkerfi. Fyrir það ber að þakka. Hins vegar er okkur hollt að staldra við og hugleiða hvernig við getum hjálpað þjáðum meðbræðrum okkar, og þeir búa ekki aðeins í fjarlægum löndum heldur einnig hér í velferðarþjóðfélaginu. Reynslan hefur sýnt að sem betur fer nota marg- ir tækifærið yfir jólahátíðina, þegar þeir fá hvíld frá amstri brauðstritsins, til að rækta náungakærleik- ann. Þeir gefa fé og fatnað til bágstaddra, hér á landi og erlendis, útkljá deilumál og styrkja fjöl- skyldubönd, sækja kirkju og efla tengslin við Guð, leyfa sér loks að setjast niður og tala saman. Verstu afleiðingar hraðans og hins gífurlega kapphlaups eftir veraldlegum gæðum eru einmitt þær að fólk missir sjónar á hinum raunverulegu verðmætum. Það vanrækir eigin tilfinningar, vin- ina, fjölskylduna, börnin. Hvers eiga börnin að gjalda? Þau kalla á ástúð og umhyggju en fá gjafir og sælgæti. Þau biðja um öryggi en við látum þau ganga sjálfala. Þau þrá athygli en fá afskiptaleysi. Við gerum þetta í góðri trú, höldum að við séum að gera börnunum gott en því fer fjarri. Svona er verðmætamatið orðið brenglað. Síðan verða börnin unglingar og okkur rekur í rogastans. Hvers vegna hagar krakkinn sér svona? Hvers vegna lætur hann ekki að stjórn? Væri ekki tilvalið að setjast niður um jólin og vinna að því að breyta gildismati okkar til fram- búðar? Við eigum ekki að þurfa að sökkva til botns í feni mannlegrar þjáningar til að geta séð ljósið. Jólin boða fögnuð og frið. Þau boða gleði, en hún kemur ekki gangandi eftir götunni og knýr dyra fyrr en við erum reiðubúin að taka við henni með því að gefa af okkur sjálfum. Með boðskap þennan í huga óskar Dagur les- endum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. SS Réttlæti en ekki forréttindi íslensk verslun hefur tekið mikl- um stakkaskiptum síðustu ára- tugina. í kjölfar síðari heims- styrjaldarinnar var hún hneppt í fjötra hafta, eins og mörg önnur atvinnustarfsemi hérlendis, og höftin hér urðu býsna lífsseig. Pað var ekki fyrr en í tíð við- reisnarstjórnarinnar, um og upp úr 1960, að farið var að losa um þau að einhverju ráði og segja má að það sé núna fyrst sem nokkrar eftirlegukindur haftanna eru að hverfa. Á árum haftanna voru utan- landsferðir álitnar lúxus. Fólki var af illri nauðsyn naumt skammtaður gjaldeyrir til ferða- laga og strangt eftirlit var með því hvað fólk kom með heim úr þeim. Tollar hérlendis voru mjög háir og vörur því oftast miklu ódýrari erlendis. Þeir, sem vegna vinnu sinnar áttu tíðar ferðir til útlanda, höfðu því í raun mikil fríðindi. Ferðalög ekki lengur forréttindi Nú er þetta breytt, sem betur fer. Ferðalög til útlanda eru ekki lengur sérréttindi stétta og flestir geta fengið eins mikinn erlendan gjaldeyri og þeir geta greitt fyrir, annað hvort í ferðatékkum eða með notkun greiðslukorta. Regl- ur um það hve mikið fólk má versla erlendis eru að vísu enn nokkuð strangar og úreltar, en eftirlit er orðið frjálslegra. Það er útbreiddur misskilning- ur að íslenskir verslunarmenn telji óeðlilegt að íslendingar versli erlendis nú á dögum. Það er fráleitt að ætla sér að koma í veg fyrir slíka verslun með höft- um eða múrum. Þjóðin tapar Hins vegar er ljóst að það er þjóðhagslega óhagkvæmt að verslun flytjist úr landi. Við það flyst atvinna úr landi; erlendir verslunarmenn hafa atvinnu af því að selja íslendingum vörur og greiða því skatta af vinnutekjum þar. Tollar og vörugjöld eru greidd erlendum ríkjum en renna ekki í sameiginlega sjóði íslensku þjóðarinnar, sem vissulega þarf á þeim að halda - og aldrei fremur en nú. Það væri hagkvæmast fyrir alla aðila að vöruverð hérlendis væri Kristján Skarphéðinsson. með þeim hætti að fólk vildi versla hér. Til þess er engin von við núverandi aðstæður. Þar er nóg að nefna tvennt til. Annars vegar hinn illræmda skatt á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði, sem upphaflega átti að vera til bráða- birgða, en er orðinn föst tekju- lind ríkissjóðs, og hins vegar virðisaukaskattinn, sem að mín- um dómi er útfærður hérlendis á fráleitan hátt. Gallaður virðisaukaskattur Við erum með einn hæsta virðis- aukaskatt í Evrópu. Hann er aðeins eitt þrep og frá honum eru síðan ótal undanþágur í þjón- ustugreinum sem velta gífurlegum fjárhæðum. Víðast hvar erlendis er virðisaukaskattur í tveimur þrepum og undanþágur mjög fáar. Þær eru þá fyrst og fremst á almennustu lífsnauðsynjum, sem ! annars eru í lægra skattþrepi. Væri virðisaukaskattur hér í tveimur þrepum og lagður á alla starfsemi myndu brýnustu lífs- nauðsynjar lækka að mun. Yrði skatturinn á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði aflagður myndi verð á vörum og þjónustu lækka. Færi þetta saman gæti komið að því að útlendir ferðamenn teldu ekki lengur borga sig að koma með lífsnauðsynjar með sér í farteskinu til Islands, heldur keyptu vörurnar hér og styddu þar með verslun út um allt land. Þjóðir Evrópubandalagsins eru nú í óða önn að aðlaga sinn virð- isaukaskatt því sem ákveðið er að hann verði í öllum bandalags- löndum árið 1997. Þá verða tvö skattþrep, 5% og 15% og undan- þágur eiga að heyra sögunni til. Aðlögum okkur strax! Samningar okkar um EES, ef þeir verða samþykktir, taka ekki til skatta. Við verðum því ekki lagalega skyldugir til þess að samræma okkar skatta sköttum bandalagsþjóðanna, en útilokað er fyrir okkur annað en gera það, ef við ætlum að taka þátt í sam- keppni á viðskiptasviðinu. Skynsamlegast væri fyrir okkur að fara strax að aðlaga okkar skattheimtu því sem koma skal á meginlandinu. Þá ætti að byrja á því að breikka grunninn, útrýma undanþágum og lækka skattpró- sentuna. Síðan að taka upp lægra skattþrep á brýnustu lífsnauð- synjum og öðru því sem menn væru sammála urn að þar ætti heima. Þá kæmu þessar breyting- ar hægt og sígandi yfir okkur en ekki sem holskefla. íslenskir stórkaupmenn hafa að undanförnu legið undir ámæli fyrir að hafa bent á að þjóðin tap- ar á því að verslun fari út úr land- inu. Þeir hafa líka bent á leiðir til að sporna við því. Það er einfalt mál, hún þarf að búa við sömu skilyrði og verslun í nágranna- löndum. íslenskir stórkaupmenn óttast ekki samkeppni. Hún leiðir til margra góðra hluta, þar á meðal lækkandi vöruverðs. Glöggt dæmi um það er skýrsla sem nýlega var unnin í Háskóla íslands og leiðir í ljós að vörur sem fluttar eru inn og eiga í sam- keppni við innlendar vörur, hafa lækkað um allt að 15% á undan- förnum árum miðað við aðra vöruflokka, á meðan vörur sem ekki njóta samkeppni hafa hækk- að um 20% með sömu viðmiðun. Ekkert er fjær íslenskum stór- kaupmönnum en að biðja urn hömlur á ferðalög eða verslun fólks. En þeir munu halda áfram að benda á þá ágalla á íslenskri löggjöf sem valda því að verslun flyst út úr landinu til tjóns fyrir þjóðina. Verður þá að hafa það þótt þeir sem telja sig eiga á hættu að missa spón úr aski sín- um reki upp ramakvein endrum og eins. Kristján Skarphéðinsson. Höfundur er í stjórn Félags íslenskra stór- kaupmanna. Barnaspítali Hringsins: Tölvuhúsið gefur SEGA-leikjatölvur Barnaspítala Hringsins barst nýlega gjöf frá Tölvuhúsinu hf. við Laugaveg. Er þar um að ræða tvær SEGA sjón- varpsleikjatölvur sem hvað vinsælastar eru meðal barna í dag. Hertha Jónsdóttir, deildarstjóri, vildi fyrir hönd starfsmanna Barnaspítala Hringsins koma á framfæri sérstöku þakklæti til aðstandenda Tölvuhússins. Hún sagði tölvurnar koma sér mjög vel yfir hátíðirnar. Börnin hófust strax handa við spilamennskuna og var ekki annað að sjá en að þau kynnu vel að meta þetta framlag.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.