Dagur - 23.12.1991, Page 7

Dagur - 23.12.1991, Page 7
Mánudagur 23. desember 1991 - DAGUR - 7 Brautskráning í Verkmeimtaskólanum A þriðja tug nemcnda brautskráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sl. föstudag. Þessi útskrift skömmu fyrir jól er árviss viðburður þó flestir brautskráist frá skólanum á vorin. Af þeim nemendum sem nú brautskráðust voru flestir af tæknisviði skólans og þess má geta að sex nemendur útskrifuðust með þriðja stigs próf í vélstjórn. Mynd: Golli Hvað er að gerast? Akureyrarkirkja: Jólatónleikar Passíu- í dag kl. 16.00 VcríÖ velkomin. HAGKAUP Akureyri kórsins 29. desember Sunnudaginn 29. desember nk. kl. 20.30 heldur Passíukórinn á Akureyri jólatónleika í Akureyr- arkirkju. Þar verða flutt tvö verk frá barock-tímanum, annað er eftir þýska tónskáldið Heinrich Schútz (1585-1672) og hitt eftir landa hans G.Ph. Telemann (1681-1767). Verkið eftir Heinrich Schútz heitir „Jólaóratoría" og er textinn, sem verður sunginn á íslensku á tónleikunum, byggður á jólaguðspjöllunum. Síðara verkið á tónleikunum, sem er eftir G.Ph. Telemann, Skemmtistaðurinn 1929: Loðin rotta á annan og þriðja í jólum Hljómsveitin Loðin rotta leikur fyrir dansi á skemmtistaðnum 1929 á annan dag jóla og á þriðja í jólum, föstudaginn 27. desem- ber. Hér er á ferðinni ein allra vinsælasta hljómsveit landsins og hefur hún notið mikilla vinsælda hér norðan heiða. Laugardaginn 28. desember mætir fjöldi hljóm- sveita til leiks í 1929 og skemmtir í svokölluðu hringleikahúsi. GaJíleó og Ingimar Eydal í Sjallamim Hljómsveitin Galíleó, með trommarann góðkunna Rafn Jónsson í broddi fylkingar, treð- ur upp í Sjallanum annan í jólum en þá verður dansað til kl. 2. Föstudaginn 27. desember verð- ur dansleikur til kl. 3 og enn sjá liðsmenn Galíleó um að kitla danstaugar Sjallagesta. Hljóm- sveitin mun m.a. leika lög af hljómplötu Rafns sem notið hef- ur mikilla vinsælda undanfarnar vikur. Laugardaginn 28. desember verður svo ekta Sjallastemmning með hinni einu og sönnu hljóm- sveit Ingimars Eydals. Ingimar og félagar kunna tökin á gestum Sjallans og hafa engu gleymt. Rétt er að minna fólk á að karaoketækið verður á sínum stað í Kjallaranum yfir hátíðarn- ar. Jólakaraoke! - er ekki margt vitlausara? Borgarbíó: Áhugaverðar myndir um jólin Borgarbíó á Akureyri sýnir fjór- ar áhugaverðar myndir á annan og þriðja í jólum. Kl. 9.00 báða dagana verða sýndar myndirnar; Að leiðarlokum, með Juliu Roberts, og Skjaldbökurnar II. Kl. 11.00 á annan og þriðja í jólum verða sýndar myndirnar; Banvænir þankar, með Bruce Willis og Svik og prettir, með þeim Gene Wilder og Richard Pryor. nefnist „Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta“ og er samið við texta 111. Davíðssálms. Á þessum tónleikum fær kór- inn til liðs við sig eínsöngvarana Ernu Guðmundsdóttur, sópran, Þuríði Baldursdóttur, alt, Örn Viðar Birgisson, tenór, Michael Jón Clarke, baritón, Jón Helga Þórarinsson, bassa, Sigmund Sig- fússon, bassa, Steinþór Þráins- son, bassa og Jón Geir Her- mannsson, bassa. Stjórnandi er Roar Kvam. Óska viðskiptavinum mínum glébilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu. Haddýar-brauð Svalbarðseyri Lokað aðfangadag og jóladag Opið 2 dag jóla frá ld. 12-24.00 30. desember lokað kl. 17.00 Lokað gamlársdag og nýársdag Gleðilegjól og farsælt komandi ár ^ÉK....greitinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.