Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 25. jartúar 1992 Fréttir GATT-fundur utanríkisráðherra í Miðgarði: ...menn gera kvíðann að lilíl'4 Bændur í Húnaþingi og Skaga- firði fjölmenntu á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, sem hann hélt í Miðgarði sl. fimmtudags- kvöld. Þar fór ráðherra yfír hvað fælist í drögum GATT- samkomulagsins og svaraði spurningum fundarmanna varðandi málið. Um 10% fundargesta, eða 15 manns spurðu ráðherra um GATT-ið og var sú umræða að mestu leyti málefnaleg, þó nokkur fúkyrði féllu. Fundurinn stóð í nærri fimm klukkustundir, enda Iá mörgum meira á hjarta en svo að þeir gætu greint frá því í stuttu máli. Þröstur Ólafsson, aðstoðar- maður ráðherra, setti fundinn og stýrði honum. Jón Baldvin byrj- aði á að halda framsöguerindi um GATT-samningana. I máli sínu fór ráðherra yfir hvað GATT væri og hvað fælist í samkomu- laginu. Hann bar m.a. saman aðalatriðin í tilboði Dunkels varðandi viðskipti með landbún- aðarafurðir og aðalatriði í tilboði fyrrverandi ríkisstjórnar. Ráð- herrann sagðist telja að þessi mál þörfnuðust málefnalegrar umræðu sökum þess hve aðild að GATT væri íslendingum mikil- væg og sagði æskilegt að ríkis- stjórn og bændur tækju höndum saman til að stuðla að hagræð- ingu í landbúnaði, bændum og neytendum til hagsbóta. „Við getum ekki valið það sem okkur líst vel á en hafnað öðru sem okkur líst miður vel á. Við eigum vissulega rétt á að reyna að hafa áhrif á það sem okkur sýn- ist vera andstætt okkar hagsmun- um, en ef við ætlum að vera meðlimir, þá verðum við að vera aðilar að þessu heildarsamkomu- lagi í heild sinni. Ef við ætlum okkur ekki að vera þarna aðilar, þá liggur nú ljóst fyrir að þær þjóðir sem að þessu samkomu- lagi munu standa, þær munu stofna nýja stofnun um þetta samkomulag. Þær þjóðir sem ekki gerast aðilar að því fá þar með ekki að njóta áfram þeirra hagsmuna sem þeir áður tryggðu sér í eldra GATT-samkomulagi. Það er með öðrum orðum, áskil- ið að taka þessu tilboði eða hafna því að öðru leyti,“ sagði Jón Baldvin m.a. í framsögu sinni, en tók einnig fram að á þessari Fjölmenni var á fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráöherra, um GATT-málið í Miögaröi í fyrrakvöld. Myndir: sbg stundu væri engin vissa um að samkomulagið tækist. „Tillögur Dunkels taka steininn úr“ Fyrstur á mælendaskrá í frjálsri umræðu, þar sem ræðutími var takmarkaður við fimm mínútur, var Rögnvaldur Ólafsson, bóndi í Flugumýrarhvammi í Skagafirði. Rögnvaldur sem og fleiri er á eft- ir honum komu talaði um and- stöðu bænda gegn samkomulags- drögunum. Hann sagði m.a.: „Ráðherrann fór hér í löngu máli yfir þann mun sem hann taldi á tilboði ríkisstjórnar íslands frá í október 1990 og nú- gildandi tilboði og telur að tillög- ur Dunkels séu okkur síst óhag- stæðari heldur en það tilboð var. Þessi fullyrðing hans er að mínu mati röng. Bændur voru vissu- lega ekki yfir sig hrifnir af tilboði ríkisstjórnarinnar en í tillögum Dunkels tekur nú steininn úr.“ Rögnvaldur spurði ráðherra m.a. um hvort hann væri sam- mála því að æskilegt væri að koma á alþjóðlegri verkaskipt- ingu á þann hátt að þjóðir sérhæfi sig í því að framleiða það sem þær geta gert með sem mestum gæðum en lægstum tilkostnaði. Ráðherra svaraði: „Svarið er í stórum dráttum já. Ég er fylgandi því að hverfa frá verndarstefnu og að auka sem mest frjálsræði í viðskiptum m.a. vegna þess að það eru brýnir þjóðarhagsmunir okkar íslendinga." Útilokað að semja án sérákvæða Gunnar Sæmundsson, formaður Búnaðarsambands Vestur-Húna- vatnssýslu, tók til máls á fundin- um og sagði m.a. að það væri rangt hjá ráðherra að halda því fram að bændasamtökin væru í sjálfu sér alfarið á móti GATT- samningnum. Hann sagði að þau teldu aftur á móti útilokað að ganga að tilboðið Dunkels svo framarlega sem ekki tækist að tryggja í áframhaldandi viðræð- um, sérákvæði til handa íslend- ingum varðandi íslenskan land- búnað. Gunnar sagðist vona að Jón Baldvin mælti af heilindum varðandi samvinnu ríkisstjórnar og bænda, en spurði hann hvað niðurlagsorð samþykktar ríkis- stjórnarinnar þýddu, þar sem vís- að væri til þess að að lokum yrðu niðurstöður úr samningavið- ræðunum metnar út frá jafnvægi samnings og heildarhagsmunum. Ráðherra svaraði: „Meðan við ekki vitum hver niðurstaðan er, þá áskiljum við okkur okkar fyrirvara og munum ekki taka endanlega afstöðu fyrr en sam- komulagið liggur fyrir í heild sinni.“ Ahrif svipuð og annarra samninga Margir fleiri tóku til máls á fund- inum og spurðu ráðherra ýmissa spurninga. Má þar nefna Svein- björn Eyjólfsson, skólastjóra Bændaskólans á Hólum, sem sagðist vera hræddur um að GATT-samningurinn gæti haft svipuð áhrif á íslenska atvinnu- starfsemi og margir áðurgerðir samningar. Til að rökstyðja mál sitt spurði hann ráðherra hvort hann klæddist Kóróna-fötum, en sagðist ekki búast við því þar sem íslenskur fataiðnaður hefði hrun- ið vegna samkeppni við innfluttar vörur. „Við getum ekki valið það sem okk- ur líst vel á en hafnað öðru sem okk- ur líst miður vel á.“ Óttinn voldugur húsbóndi Þrátt fyrir að einstaka ræðumenn færu offorsi í að úthúða ráðherra sjálfum og hans flokki var mál- flutningur fundarmanna, þegar á heildina er litið fremur málefna- legur. í máli manna kom fram viss hræðsla um framtíð landbún- aðarins í sambandi við GATT- samkomulagið, en einnig jákvætt viðhorf til samvinnu um málin. Eftir að hafa svarað spurning- um fundarmanna endaði Jón Baldvin Hannibalsson mál sitt þannig: „Óttinn er voldugur húsbóndi. Óttinn við breytingar er eðlileg- ur, en ef alið er á honum þannig að óttinn lami menn og hamli því að menn bregðist við breytingum með sæmilegu sjálfstrausti, þá er það vont verk að ala á slíkum ótta. Um þetta sammannlega fyrirbæri í okkar lífi orti vest- firskt skáld, Guðmundur Kamban, vísukorn sem ég held að geti dregið saman tilfinninga- umrótið á þessum fundi. Hann sagði: „Gegn svo mörgu sem Guð þeim sendir/menn gera kvíðann að hlíf/og kvíða svo því sem aldrei hendir/og enda í kvíða sitt líf“.“. SBG Húsavík: Fjárhagsáætlun til síðari umræðu Fjárhagsáætlun Húsavíkur- bæjar og bæjarfyrirtækja var samþykkt á fundi Bæjarráðs sl. fimmtudag og verður hún lögð Niðurskurður á flárveitingu til skólastarfs: Skásta lausnin að fella niður kennslu í 1. bekk næsta skólaár - segir m.a. í ályktun frá BKNE Stjórn Bandalags kennara á Norðurlandi eystra mótmælir íslandsvatn hf. færforgangsrétt á vatnstöku Samningur milli Vatnsveitu Húsavíkur og íslandsvatns hf. var samþykktur á fundi Bæjar- ráðs Húsavíkur sl. fimmtudag, og var honum vísað til afgreiðslu Bæjarstjórnar. Samningurinn gerir ráð fyrir því að veita hlutafélaginu Islandsvatni hf, forgangsrétt á vatnstöku til útflutnings í landi bæjarins. Unnið hefur verið að rannsóknum á efnainnihaldi og magni vatns í landi bæjarins á undanförnum mánúðum, af hálfu hlutafélagsins. IM harðlega þeim niðurskurði í fjárveitingu til skólastarfs sem ákveðinn hefur verið. Telur stjórnin að með þessum ákvörðunum sé stigið stórt skref aftur á bak í skólamálum, eins og segir í ályktun BKNE. Ennfremur segir í ályktuninni: „Fram hefur komið að sparnaður í grunnskóla á að nema 180 millj- ónum króna. Kostnaður ríksins vegna grunnskóla er eingöngu launakostnaður kennara vegna kennslu, stjórnenda vegna þeirra starfa og kostnaður við störf á skólasafni. Þar sem okkur virðist að áköf mótmæli skólamanna varðandi niðurskurðinn verði að engu höfð, teljum við að skásta lausnin sé að fella niður kennslu í 1. bekk skólaárið 1992-1993. Með þeirri ráðstöfun verður minnst röskun á skólastarfinu. Að skerða skóla- vist nemenda í 4.-10. bekk, fjölga nemendum í bekkjum, svo ekki sé minnst á að flytja nemendur milli skóla, teljum við ekki koma til greina.“ fram til síðari umræðu í Bæjar- stjórn þriðjudaginn 28. jan. Sáralitlar breytingar hafa verið gerðar á áætluninni milli umræðna, að sögn Einars Njálssonar, bæjarstjóra. Fjárhagsáætlunin er að þessu sinni óvenju snemma á ferð, og í fyrra var afgreiðslu fjárhagsáætl- unar t.d. ekki lokið fyrr en í endaðan mars. „Almennt er mikill niðurskurður í fjárhagsáætlun- inni og þar eru meiri lántökur en menn hefðu kosið, en þær eru til komnar af illri nauðsyn. Þrátt fyrir allt eru nokkuð stór verk í gangi og það er meiningin að gera töluvert mikið í bænum á árinu,“ sagði bæjarstjóri í samtali við Dag. Hann sagðist telja að áætlunin væri vel unnin og vand- Grunnskólabyggingin á Húsavík: Bæjarráð samþykkir að semja við Jónas Bæjarráð Húsavíkur samþykkti tillögu Bygginganefndar grunn- skóla um að gengið verði til samninga við Jónas Gestsson sem verktaka við IV áfanga byggingarinnar. Tillagan verð- tekin til endanlegrar ur afgreiðslu á fundi Bæjarstjórn- ar nk. þriðjudag. „Bærinn hefur enga peninga til að leysa úr þessu máli og þetta hefur ekki komið til sérstakrar umræðu hjá bæjaryfirvöldum," sagði Einar Njálsson, bæjar- stjóri, aðspurður um hvort bæjar- yfirvöld hefðu rætt slæma verk- efnastöðu byggingafyrirtækja á Húsavík. „Það komast auðvitað ekki allir að í skólanum,“ sagði Einar, og benti á að 40 milljónum yrði varið til skólabyggingarinnar á árinu og auk þess 3,5 milljónum til framkvæmda við íþróttahúsið. IM lega hefði verið farið yfir alla þætti. IM Háskólinn á Akureyri: Fyrirlestur um hamingjunaídag Jón Björnsson, félagsmála- stjóri, flutti fyrirlestur um hamingjuna í Háskólanum á Akureyri sl. fimmtudags- kvöld og var hann mjög vel sóttur. Seinni fyrirlestur Jóns um hamingjuna verður í dag. Fyrirlesturinn verður í Háskólanum á Akureyri við Þórunnarstræli og hefst kl. 14. Jón mun fjalla um nokkur til- brigði við hamingjuhugtakið og ýmis tengsl hamingjunnar við kringumstæður manna og lífsskilyrði þeirra._SS Bæjarráð Húsavíkur: Breytingar á gjaldskrá Bæjarráð Húsavíkur sam- þykkti gjaldskrárbreytingar á fundi sínum sl. fímmtu- dag. Samþykkt var að hækka gjaldskrár barnadagheimilis Bestabæjar, Tónlistarskólans og íþróttamannvirkja bæjarins um 4% frá 1. feb. nk. Gjald- skrá skíðamannvirkja verður þó hækkuð um 8%. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.