Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 25. janúar 1992 Stjörnuspá Sigfús E. Arnþórsson 55 An ábyrgöar íí T ■fTwtuP 21. mars -19. apríl Dagurinn í dag verður stormasamur. Það lægir í fyrramálið og sunnudagur, mánu- dagur og þriðjudagur verða tíðindalitlir. Á miðvikudag færðu óvæntar fréttir, jafnvel langt að. Þú kemst á flug og á fimmtudag verður þú sennilega farin(n) að skipu- leggja ferðalag eða ævintýri sem þig órar ekki fyrir núna. ö 7\]aut 20. apríl - 20. maí Naut eru afskaplega góðhjörtuð. Ymsir upplifa þó góðmennsku þína sem hrein- ræktaða frekju, falda undir þægilegu við- móti. Þú færð heldur betur að heyra það óþvegið á morgun. Þú verður borin(n) hin- um ótrúlegustu sökum og allt tekið úr samhengi. Þó hlýtur að vera þarna sann- leikskorn, því að þessi uppákoma verður að angra þig fram á þriðjudagskvöld. n Tvíb uPat* 21. maí - 20. júní Það verður heldur betur líf og fjör í kring- um þig í dag og kvöld. Annars verður vik- an róleg. Þegar tvíburar eru í góðu skapi hrífa þeir alla með ótrúlegu hugmynda- flugi. Eg hef aldrei séð tvíbura koma Ijósa- staur til að hlæja en segðist tvíburi hafa gert það myndi ég trúa. Munchausen bar- ón var örugglega tvíburi. Símareikningar þínir eru alltaf hærri en hjá öðru fólki. i 21. júní - 22. júlí Það léttir af þér ákveðnu fargi á fimmtu- daginn og þótt enn séu erfiðleikar, bæöi í fjölskyldu og á vinnustað, stendur þú mun betur að vígi eftir að hafa gert hreint fyrir þínum dyrum. Eftir frekar óþægilegan dag í dag verður dagurinn á morgun einstak- lega ánægjulegur sem og mánudagur og þriðjudagur. ái L-jóv\ 23. júlí - 22. ágúst Þú verður heldur betur í sviðsljósinu í kvöld, hvort sem þú ætlar það eður ei. Á morgun syrtir aftur á móti í álinn en á mið- vikudag verður þú aftur komin(n) á rétt ról. Á fimmtudaginn upphefst huglægt spennutímabil sem vara mun fram til 16. febrúar. Haltu stillingunni. rt? AÁeyja 23. ágúst - 22. september Þegar maður lítur yfir svona viku eins og nú er framundan hjá meyjum getur maður aðeins sagt: Gerðu það! Það gildir einu hvað er; það gengur allt upp á öllum svið- um. Þetta veröur ein besta vika ársins ef þú vilt. Sunnudagur, mánudagur, þriðju- dagur og föstudagur eru bestir sjö frá- bærra daga. fyrir vikuna 25. -31. janúar 1992 °9 23. september - 22. október Þetta er þinn dagur og í kvöld er þitt kvöld. Tilvalið fyrir leikhús eða tónleika. Vogir eru jú unnendurfegurðarjafnt í mannlífinu sem í listinni. Þú munt þurfa í stutt ferða- lag á miðvikudag eða fimmtudag. Fáir þú nokkru um það ráðið skaltu frekar velja fimmtudaginn. % Sporðd t*e.ki 23. október-21. nóvember Ef þú þarft yfir höfuð að vera á einhverjum flækingi skaltu vera komin(n) heim fyrir fimmtudag. Sunnudagur, mánudagur og þriðjudagur eru annars þínir dagar og vik- an í heild frekar hagstæð sporðdrekum. Og nú fer ástin að láta á sér kræla. Og þegar sporðdrekar verða ástfangnir verða þeir ofboðslega ástfangnir. 13ogn\c\óu^ 22. nóvember - 21. desember Eitthvað kemur þér þægilega á óvart í dag og kvöldið í kvöld verður einstaklega þægilegt, gott ef ekki rómantískt. Eftir ró- legan fyrripart vikunnar vaknar þú full(ur) bjartsýni á miðvikudaginn og viti menn: A fimmtudaginn ertu komin(n) í ferðahug. Ath. það sem annað fólk kallar ferðahug er meðfædd líðan hjá bogmönnum. vr ■S+eitrgeit 22. desember- 19. janúar Þetta verður átakadagur og frekar erfitt kvöld en dagurinn á morgun, sem og mánudagur og þriðjudagur, verða bæði skemmtilegirog gjöfulir. Tímarnireru ann- ars almennt frekar hagstæðir steingeitum. Það eru jákvæðar breytingar að gerast, jafnt í ásta- og tilfinningamálunum sem í vinnunni/skólanum. Vattrsberi vSA 20. janúar - 18. febrúar Þetta verður alveg einstaklega skemmti- legur dagur sem og kvöldið í kvöld sem er tilvalið til listneyslu og/eða skemmtana- halds af öllu tagi. Þér mun ekki líða eins vel á morgun, né heldur á mánudag eða þriðjudag en á miðvikudag ferðu að hressast og á fimmtudag færðu að heyra furðulegar hugmyndir. X Siskat* 19. febrúar - 20. mars Þú ætlar eflaust á þorrablót í kvöld en ég get sagt þér það strax: Þar gerist ekkert óvænt. Það er hins vegar á morgun sem þú færð já- kvæðar fréttir sem ylja þér um hjartaræturn- ar fram eftir vikunni. Fiskar eru svo draum- lyndir að þeir vita sjaldnast hvar þeir eru. Því þykir þeim öruggast að halda sig heima. Ferðalagið sem þú þarft að fara í undir viku- lokin verður mun léttara en kvíðinn fyrir því. Um Ól-lágmörk skíöagöngumanna - athugasemdir norrænugreinanefndar Skíðasambands íslands við skrif Vals B. Jónatanssonar í Morgunblaðinu þ. 22. jan. 1992 í grein á íþróttasíðum Morgun- blaðsins sl. miðvikudag fer Valur Jónatansson, íþróttafréttaritari, mjög alvarlegum gagnrýnisorðum um vinnubrögð norrænugreina- nefndar (NGN) og forystumanna Skíðasambands íslands varðandi mat á lágmörkum göngumanna fyrir vetrarólympíuleikana í Albertville. í greininni má finna ásakanir á hendur NGN um að hafa beinlínis ætlað sér að villa um fyrir stjórn Skíðasambands- ins og Ólympíunefnd íslands með röngum upplýsingum varð- andi frammistöðu íslenska göngulandsliðsins á mótum sem fram fóru í Svíþjóð í desember og byrjun janúar. Mót þessi áttu að skera úr um hverjir næðu því lágmarki sem Ólympíunefnd hef- ur sett að vera 8% eða minna á eftir sterkum sænskum landsliðs- manni. Þess skal getið að þau mót sem valin voru til úrtöku, alls 7 talsins, eru öll af hæsta styrkleika þar sem okkar menn eru að keppa við bestu skíða- göngumenn heims, sænska, norska, finnska og rússneska. Sambærilegt væri að sjá okkar bestu alpagreinamenn keppa við Alberto Tomba og hans líka í þeirri mótaröð sem þeir hafa ver- ið að taka þátt í, en það er nú önnur saga. í grein Vals kemur fram gagn- rýni á að þjálfari göngumann- anna, Bo Ericsson og norrænu- greinanefnd SKÍ hafi talið síðari keppnisdag gildan sem sérstaka viðmiðun fyrir lágmark í móti sem fram fór þann 14. desember, og segir að það sé álíka og reikna fyrri eða síðari ferð í svigi sem nægjanlega viðmiðun. NGN og allir sem til gönguíþróttarinnar þekkja, vita að ekki er sann- gjarnt að bera alpa- og norrænu- reinarnar saman á þennan hátt. fyrsta lagi er um tvo keppnis- daga að ræða þar sem aðstæður geta verið mjög ólíkar, önnur braut, önnur vegalengd, allt ann- að færi. En það mikilvæga er að oftast er einnig gengið með ólík- um aðferðum, þ.e. hefðbundið annan daginn, en skautað hinn. Það vildi þó svo til í þetta sinn að gengið var með sömu aðferð báða dagana og sama braut notuð. Það stafaði einungis af því að ekki var hægt að gera braut fyrir skautaskref vegna snjóleys- is, en slíkar brautir þurfa að vera mun breiðari en hefðbundnar brautir. Miklu nær hefði verið að bera þetta saman við alpamót sem t.d. hefði samanstaðið af svigi annan daginn en stórsvigi hinn. Varla hefði nokkrum dottið í hug að véfengja að slíkar keppnir væru ekki fyllilega viðmiðunarhæfar hver fyrir sig þó ein heildarúrslit úr mótinu hefðu verið birt. í sambandi við þetta tiltekna mót lætur Valur einnig í það skína að þetta sé eitthvað sem NGN og þjálfarinn hafi fundið út löngu eftir á. Sannleikurinn er sá að fulltrúi í Ólympíunefndinni og tengiliður NGN fékk að vita um þennan útreikning vel áður en mótaröðinni var lokið, en það verður að viðurkennast og skrif- ast á reikning NGN, að árangur Sigurgeirs Svavarssonar síðari dag mótsins var ekki kynntur fjölmiðlum sérstaklega fyrr en síðar, og er það miður. Valur gerir athugasemdir við úrslit úr boðgöngu í Storvik þ. 15. janúar sl., þar sem Haukur Eiríksson átti stórgóða göngu og náði ótvírætt lágmarki Öl-nefnd- ar að mati Bo Ericsson og NGN. Hann var þar 5,6% á eftir sænska landsliðsmanninum Jyrki Ponsilu- omi sem gekk 2. sprett fyrir sterk- ustu sveit svía, Asarna. í þessari boðgöngu voru samankomnir 18 menn úr landsliðshópi Svía og getur það gefið nokkra mynd af því hver styrkur keppninnar var. í athugasemdinni um þetta mót byrjar Valur á því að leið- rétta meinta rangfærslu NGN og Skíðasambandsins á vegalengd- inni í göngunni, og segir hana hafa verið 3x9 km. Við viljum benda á að fyrir prósentuútreikn- inginn skiptir það engu máli hvort gangan hafi verið einum kílómetranum styttri eða lengri, og því óþarfi af Val að vera að gagnrýna þetta atriði. En til upp- lýsinga fyrir Val og lesendur, þá vill svo til að það var enginn ann- ar en Bo Ericsson, landsliðsþjálf- ari íslands í skíðagöngu sem lagði umrædda keppnisbraut í Storvik. Hann hefur um árabil verið umsjónarmaður brautar- lagna í Storvik, sem er hans heimabær og þar er Storvíkur- boðgangan árlegur atburður og nýtur gífurlegra vinsælda. En, kæri Valur, í ár var vegalengdin í Stórvíkurboðgöngunni nákvæm- lega mæld, eins og endranær, og reyndist þá hringurinn vera 3,5 km, samkvæmt brautarmælinga- manninum sjálfum. Við stöndum þá uppi með að blandaða sveitin Istand/Storvik með þá Hauk, Sig- urgeir og Torbjörn Wikblom hafi gengið 3x10,5 km í raun réttri. En eins og áður segir, skiptir það engu máli fyrir prósentuútreikn- inginn. Og nú er komið að hápunkti gagnrýnisgreinar Vals. Þar sem blaðamaðurinn er ekki göngu- maður þó hann sé ágætur skíða- maður, er lionum kannski vorkunn, en það er mjög slæmt ef hugmyndir sem byggjast á van- þekkingu og upplýsingaskorti, móta neikvætt viðhorf almenn- ings til gönguíþróttarinnar, norrænugreinanefndar og Skíða- sambandsins, og hefur einnig hugsanlega áhrif á hugmyndir þeirra sem taka ákvörðun um gjaldgengi íslenskra göngumanna á Ólympíuleikana. Um það að miða tíma Hauks ekki við besta tímann í göngunni, þ.e. Lars Erik Ramström, heldur við þann mann sem varð fyrstur í 2. spretti, þeim sem Haukur gekk í, stafar fyrst og fremst af því að starthópurinn gengur æfinlega svolítið styttri vegalengd en 2. og 3. hópur. Hraði verður einnig alltaf töluvert afstæður þegar gengin er boðganga. Menn keppa meira innbyrðis í hópnum sem er að ganga hverju sinni en milli hópa. Eina raunhæfa viðmiðunin er því við fyrsta manninn í hverj- um hópi, í þessu tilfelli Jyrki Ponsiluomi, sem Haukur keppti við. í heildina stóð sveitin sig frábærlega vel, þar sem hún hafn- aði í 9. sæti af 23 sem tóku þátt. Þess má svo geta til gamans að í Rundmaling Cup sl. miðvikudag varð einmitt Lars Erik Ramström sigurvegari á undan stórstirninu Torgny Mogren, og Haukur varð þá 8,07% á eftir Ramström. Það hefði verið skemmtilegra fyrir íslenskan almenning að heyra jákvæðan tón um þann góða árangur sem þarna var raunverulega sýndur af íslend- inganna hálfu, og það hefði einnig verið góður styrkur fyrir göngumennina sem þarna hafa verið langtímum saman að berj- ast við að geta orðið verðugir fulltrúar íslands á Ólympíu- leikunum. Betra hefði verið að leita fyrst skýringa hjá þeim sem til málsins þekktu og skrifa síðan, en að fara af stað með fullyrðing- ar og getgátur sem beinlínis geta virst settar fram til að kasta rýrð á trúverðugheit þeirra manna sem vinna að framgangi þessarar íþróttagreinar. Ég vil þó taka skýrt fram að Valur Jónatansson hefur í mörg ár verið sá íþróttafréttaritari íslenskur, sem hefur verið manna duglegastur að birta fréttir úr skíðaheiminum og á hann miklar þakkir skildar fyrir það. En þarna varð honum því miður á slæmur fótaskortur sem erfitt er að skilja, og vonum við í NGN að betur fari í framtíðinni. Ingþór Bjarnason, Norrænugreinanefnd Skíðasambands íslands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.