Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 25. janúar 1992
BÖRNIN OKKAR
Kristín Linda Jónsdóttir
Heimsókn á Baraadeild FSA
Eitt það erfíðasta sem fylgir foreldrahlutverkinu er að standa
við hlið barna sinna þegar þau þjást vegna veikinda, andlegra
eða líkamlegra, alvarlegra sjúkdóma eða slysa. Börnin okkar
eru misheppin, sum virðast hljóta hreysti í vöggugjöf, önnur
eru ótrúlegir hrakfallabálkar sífellt að meiða sig eða berjast
við sjúkdóma allt frá fæðingu. Þegar barnið okkar veikist eða
slasast skiptir öllu að geta, fljótt og örugglega, leitað aðstoð-
ar og ráða hjá hæfu starfsfólki á heilsugæslusviði. Ýmist er
þar um að ræða heimilislæknir fjölskyldunnar, barnalæknir,
vaktlæknir eða starfsfólk slysadeildar sjúkrahúsa. I alvarleg-
ustu tilfellum er barnið lagt inn á sjúkrahús og ef mögulegt er
á barnadeild. Til að kynnast starfsemi barnadeildar og fræð-
ast um hvernig búið er að börnum og foreldrum þeirra á
sjúkrahúsum landsins heimsótti ég Barnadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri. Þar hitti ég að máli Valgerði Val-
garðsdóttur hjúkrunarfræðing og deildarstjóra Barnadeildar-
innar, greinin er byggð á samtali okkar.
Hér á landi eru starfandi þrjár
barnadeildir. Barnadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri,
barnadeild Landakots og barna-
deildin á Landspítalanum sem
er sú lang stærsta. Barnadeildirn-
ar hafa hver sína sérstöðu. Á
Landspítalanum skiptist barna-
deildin í fimm deildir, sjúkling-
arnir eru þá flokkaðir bæði eftir
aldri og sjúkdómum. Auk þess er
þar sérstök vökudeild sem sinnir
gjörgæslu nýbura. Á Landakoti
er ein deild, þar er ekki boðið
upp á gjörgæslu fyrir nýbura. Hér
á Ákureyri er tíu rúma deild sem
sinnir öllum sjúklingum allt frá
nýburum sem eru í gjörgæslu til
fjórtán ára gamalla barna.
Sérstaða barnadeilda á sjúkra-
húsum felst fyrst og fremst í því
að þar er sinnt öllum sjúklingum
innan fjórtán ára aldurs sama
hver ástæða innlagnarinnar er. Á
barnadeild liggja því börn frá öll-
um læknum sjúkrahússins. Það
krefst þess að hjúkrunarfræðing-
arnir sem þar starfa hafi víðtæka
þekkingu. Auk þessa liggur sér-
staða barnadeilda í því að ef inn-
ritaðir eru tíu sjúklingar á deild-
ina, þarf að taka þar á móti lág-
Þröngt á þingi á Barnadeild FSA.
Aðeins það besta
fyrir börnin okkar
Samkvæmt heilbrigðisskilgreiningu Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunarinnar WHO er heilbrigði ástand vellíðunar og
ánægju án sjúkdóma. Stofnunin hefur sett sér það markmið
að þróa aðferðir við að meta gæði heilbrigðisþjónustu.
Gefinn hefur verið út norrænn staðall um umönnun og
hjukrun barna á sjúkrahúsum. Samkvæmt honum er yfir-
skipað markmið að barnið/unglingurinn fái bestu mögulega
meðferð og hjúkrun á meðan á veikindum eða fötlun
stendur. í þessu staðli segir meðal annars: „Barn sem lagt
er inn á sjúkrahús, á rétt á að vistast í umhverfi sem er
útbúið til að mæta þörfum barna hvað varðar innréttingar,
húsgögn, útbúnað og starfsfólk. Herbergi fyrir foreldra séu
til staðar. Foreldrum eða staðgenglum þeirra sé tryggður
réttur til næturgistingar og sé þannig mögulegt að vera
samvistum við barnið allan sólarhringinn. Foreldrum séu
tryggðar fjárhagslegar bætur vegna tekjumissis meðan á
sjúkrahúsvist barnsins stendur þannig að þeir geti tekið
fullan þátt í hjúkrun og umönnun barnsins. Barni og/eða
foreldrum skulu veittar upþlýsingar um veikindi, meðferð og
hjúkrun barnsins á þann hátt að þær séu þeim auðskiljan-
legar. Börn og/eða foreldrar skulu - eftir ýtarlegar uppplýs-
ingar - taka þátt i öllum akvörðunum sem snerta meðferð
og hjúkrun barnsins." Auk þessa kveður staðallinn á um
ótal önnur atriði er varða umönnun sjúkra barna/unglinga.
Börn standa höllum fæti á ýmsum sviðum i nútíma þjóð-
félagi. Þau eiga erfitt með að krefjast réttar síns, þau eru
ekki þrýstihópur. Það er okkar foreldranna að standa vörð
um rétt þeirra og gera kröfur um að allt sem í mannlegu
valdi stendur sé gert til að létta sjúkum börnum og
_______________foreldrum þeirra lifið.__________
Valgerður deildarstjóri Barnadeildar FSA og Kristín aðstoðardeildarstjóri huga að nýfæddri stúlku.
Myndir: Kristín Linda.
mark tuttugu manns. Það er að
segja, að minnsta kosti einn að-
standandi fylgir hverjum sjúkl-
ingi.
Engin barnadeild á íslandi hef-
ur verið byggð með sérþarfir
barna í huga það er að segja,
vaska í réttri hæð, barnasalerni
eða innréttingar sem hannaðar
hafa verið með þarfir barna í
huga.
BarnadeOd í bráðabirgða-
húsnæði í 30 ár!
Haustið 1961 hóf Baldur Jónsson
barnalæknir störf við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Baldur
er í dag yfirlæknir barnadeildar-
innar þar og hefur verið það alla
tíð eða í rúm 30 ár. Lengi vel
hafði barnadeildin þrjár stofur til
umráða á efstu hæð sjúkrahússins
ágangi ellideildarinnar. Nú starf-
ar deildin á efstu hæð í tengi-
byggingunni sem er á milli nýju
og gömlu álmunnar á sjúkrahús-
inu. Þar er um algjört bráða-
birgðahúsnæði að ræða og bæði
hönnun og rými langt frá því að
vera viðunandi, eða eins og Val-
gerður, deildarstjóri barnadeild-
arinnar sagði: „Stundum finnst
mér hafa verið unnið í kyrrþey í
30 ár.“ Sjúkrahúsið stækkar, en
alltaf er barnadeildin í bráða-
birgðahúsnæði þar sem ekki er
komið til móts við sérþarfir barn-
anna. Hér hafa verið byggðar
upp nýjar deildir sem ekki voru
til staðar áður, á meðan barna-
deildin bíður. Þetta eru deildir
eins og geðdeild og bæklunar-
deild. Hvenær kemur röðin að
barnadeildinni?
Því miður virðast börnin vera
látin sitja á hakanum. Stundum
finnst mér að forráðamenn heil-
brigðisyfirvalda haldi að börnin
séu svo lítil að þau þurfi lítið
pláss! í raun þurfa þau tvöfalt
pláss því það er talið æskilegt að
foreldrar séu sem mest hjá börn-
unum sínum, en hjá okkur er
engin aðstaða fyrir foreldrana.
Þeir sætta sig ótrúlega vel við
aðstöðuleysið. Ef til vill of vel því
að ef foreldrar létu meira í sér
heyra mundi þrýstingur frá þeim
um bætta aðstöðu hugsanlega
hafa áhrif til úrbóta.
Nú gerum við okkur vonir um
að jafnvel á þessu ári verði hafist
Á ekki veikt barn rétt á bestu mögu-
legu meöferð og hjúkrun við fyrsta
flokks aðstæður?
handa við stækkun núverandi
barnadeildar. Til stendur að
byggja yfir svalirnar sem eru
sunnan deildarinnar og stækka
hana þannig," sagði Valgerður.
Barnadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri er mjög vel
búin tækjum og er það fyrst og
fremst að þakka Kvenfélaginu
Hlíf á Akureyri og minningar-
sjóði Kvenfélagsins Hlífar. Kon-
urnar í Hlíf hafa af ótrúlegum
dugnaði vakað yfir velferð deild-
arinnar. Litlir skjólstæðingar
barnadeildarinnar hafa líka lagt
sitt af mörkum því að börnin eru
iðin við að halda hlutaveltur til
styrktar deildinni.
Gjörgæslu nýbura
lokað á sumrin!
Á Barnadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri er aðstaða til
að sinna gjörgæslu nýbura. Þrátt
fyrir að aðstaðan sé eitt pínulítið
herbergi hefur deildin sinnt tals-
vert mörgum tilfellum á ári.
„Þessi starfsemi hefur gengið
mjög vel og henni hefur verið allt
of lítill gaumur gefinn. Það hefur
hvorki verið tekið tillit til gjör-
gæslu nýbura hvað varðar hús-
næði eða stöðugildi. Það hefur
orðið til þess að það hefur þurft
að loka gjörgæslu nýbura, sem í
raun er bráðamóttaka, á sumrin
vegna vöntunar á sérhæfðum
hjúkrunarfræðingum til sumar-
afleysinga. Það er mjög slæmt því
það verður til þess að senda þarf
ófrískar konur suður á Land-
spítala þegar fyrirburafæðing er
yfirvofandi,“ sagði Valgerður.
Hvað er að börnunum
á barnadeildinni?
Til að gera sér grein fyrir þeirri
starfsemi sem fram fer á barna-
deild sjúkrahúsa er rétt að velta
fyrir sér helstu ástæðum fyrir inn-
lögn sjúklinganna. Það er mis-
skilningur ef einhver telur að á
barnadeildinni sé hópur barna
með flensu.
Á gjörgæslu nýbura liggja lítil
börn í hitakössum, þau hafa
ýmist fæðst fyrir tímann eða
fæðst á einhvern hátt veik.
Á barnadeildinni liggja börn
vegna ýmiss konar sýkinga svo
sem lungnabólgu, barkabólgu
eða þvagfærasýkinga. Þangað
koma börn með asma, ofnæmi,
exem, sykursýki og krampa.
Samfara auknu álagi í nútíma
þjóðfélagi og aukinnar útivinnu
foreldra koma á barnadeildir
sjúkrahúsa fleiri börn sem þjást
af sjúkdómum sem rekja má til
félagslegra ástæðna. Þarna er um
að ræða sjúkdóma eins og van-
þrif, hægðavandamál vegna
rangs mataræðis eða blóðleysi af
sömu orsökum.
Öll börn sem þurfa að fara í
aðgerðir leggjast inn á barna-
deildina. Algengar aðgerðir eru
háls-, nef- og eyrnaaðgerðir,
beinaaðgerðir, botnlanga-, kvið-
slits- og augnaðgerðir. Börn sem
lenda í slysum, brennast, verða
fyrir eitrunum, höfuðhöggum
eða öðrum áverkum eru líka
sjúklingar á barnadeild.
Á Barnadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri er unnt að
sinna öllum veikum börnum
nema; börnum með krabbamein,
börnum með alvarleg brunasár
og börnum sem þurfa að fara í
stærri aðgerðir þar sem enginn
barnaskurðlæknir starfar á
sjúkrahúsinu. í þessum tilfellum
þarf að senda sjúklingana á barna-
deildir sjúkrahúsa í Reykjavík.
Næsti þáttur: Tennur barnanna okkar