Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 25. janúar 1992 Dagskrá FJÖLMIÐLA Sjónvarpið Mánudagur 27. janúar Stöð 2 Laugardagur 25. janúar Sjónvarpið Laugardagur 25. janúar 14.30 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Sheffield Wednesday og Middlesborough í bikar- keppninni. Fylgst verður með gangi mála í öðrum leikjum og staðan birt jafn- óðum og dregur til tíðinda. 16.45 íþróttaþátturinn. Fjallað verður um íþrótta- menn og íþróttaviðburði hér heima og erlendis. Boltahornið verður á sínum stað og um klukkan 17.55 verða úrsht dagsins birt. 18.00 Múmínálfarnir (15). 18.30 Kasper og vinir hans (40). (Casper & Friends.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. 19.30 Úr ríki náttúrunnar. Sandfok. (The Wild South - Dunes.) í þættinum er fjaUað um dýralíf og gróður á strand- lengju Nýja Sjálands. 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 '92 á Stöðinni. 21.05 Fyrirmyndarfaðir (14). (The Cosby Show.) 21.30 Svartblóð. Seinni hluti. (Jackaroo.) Áströlsk sjónvarpsmynd um ástir og örlög á nautgripa- búgarði. Fyrri hluti myndarinnar var sýndur kvöldið áður. 23.10 Skólastúlka á glæpa- braut. (Navarro - La fiUe d'André.) Frönsk sjónvarpsmynd um rannsóknarlögreglumann- inn Navarro sem fer ekki hefðbundnar leiðir tU að upplýsa málin. Aðalhlutverk: Roger Hanin. 00.30 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 26. janúar 13.25 Lukku-Láki og Dalton- bræður. (The BaUad of the Daltons.) Daltonbræður erfa mikinn sjóð eftir frænda sinn en tU þess að fá hann afhentan verða þeir að koma fyrir kattarnef kviðdómnum sem dæmdi frænda þeirra tU dauða og dómaranum sem kvað upp dóminn. 14.45 Sterkasti maður heims. 15.40 Myndbandaannáll árs- ins 1991. 16.30 Ef að er gáð (4). Fjórði þáttur: Flogaveiki. Þáttaröð um börn og sjúk- dóma. Umsjón: Guðlaug María Bjarnadóttir og Erla B. Skúladóttir. 16.45 Lífsbarátta dýranna (8). Áttundi þáttur: Erjur og átök. (The Trials of Life.) 17.35 í uppnámi (13). Lokaþáttur. Skákkennsla í þrettán þáttum. Höfundar og leiðbeinendur eru stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason. 17.50 Sunnudagshugvekja. Sigríður Ingvarsdóttir stjóm- málafræðingur flytur. 18.00 Stundin okkar. Þetta er 800. þátturinn af Stundinni okkar og af því tilefni ætlar Bóla að bregða upp atriðum frá síðustu fimm árum. Umsjón: Helga Steffensen. 18.30 Sögur Elsu Beskow (8). Nýi báturinn hans bláa frænda - annar hluti. (Farbror Blás nya bát.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Vistaskipti (20). (Different World.) 19.30 Fákar (23). (Fest im Sattel.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Leiðin til Avonlea (4). (Road to Avonlea.) 21.25 Þessi blessuð börn. Sjónvarpsleikrit eftir Andrés Indriðason. Bjössi, átta ára, býr einn með móður sinni. Hún er skihn við föður hans og er að selja íbúðina sem þau eiga. Þegar gestir koma að skoða hana fylgist Bjössi með milli þess sem hugur hans reikar til fyrri tíma. Leikendur: Hrannar Már Sigurðsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Sigurður Skúlason, Margrét Ólafs- dóttir og Róbert Arnfinns- son. 22.00 Konur í íslenskri ljóðlist (3). Lokaþáttur. Þáttaröð um hlut kvenna í íslenskri ljóðlist. Umsjón: Soffía Auður Birgis- dóttir. 22.50 Um-mynd (1). Ný þáttaröð um listsköpun á myndböndum. Þættirnir verða á dagskrá einu sinni í mánuði og í hverjum þeirra verða sýnd eitt eða fleiri verk eftir íslenska listamenn. Að þessu sinni verður sýnt verk eftir Finnboga Péturs- son. 23.05 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. 18.00 Töfraglugginn. Pála pensill kynnir teikni- myndir af ýmsu tagi. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (3). (Families n.) 19.30 Roseanne (23). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fólkið í forsælu (20). (Evening Shade.) 21.00 íþróttahornið. Fjallað verður um íþróttavið- burði helgarinnar og sýndar svipmyndir frá knattspyrnu- leikjum í Evrópu. 21.30 Litróf. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 22.00 Græni maðurinn (1). Fyrsti þáttur. (The Green Man.) Breskur myndaflokkur í þremur þáttum byggður á sögu eftir Kingsley Amis. Sagan segir að á veitinga- húsi í nágrenni Cambridge gangi aftur guðfræði- menntaður glæpamaður sem uppi var á 17. öld. Eig- andi veitingahússins sér fleira en fólk flest en hans nánustu greinir á um hvort þær sýnir séu annað og meira en ofskynjanir af völd- um ofdrykkju. Aðalhlutverk: Albert Finney, Sarah Berger, Linda Marlowe og Michael Hordem. Myndin er ekki við hæfi barna. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. 09.00 Með Afa. 10.30 Á skotskónum. 10.50 Af hverju er himinninn blár? 11.00 Dýrasögur. 11.15 Lási lögga. 11.40 Maggý. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.50 Ópera mánaðarins. ídeómenós. 15.00 Þrjúbíó. Hundeltur. (Benji the Hunted.) Bráðskemmtileg mynd um undrahundinn Benji sem lendir í ýmsum ævintýmm þegar hann týnist í óbyggð- um. Aðalhlutverk: Benji, Red Steagall og Frank Inn. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Popp og kók. 18.30 Gillette sportpakkinn. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) 20.25 Maður fólksins. (Man of the People.) 20.55 Á norðurslóðum. (Northern Exposure.) 21.45 Leyndarmál. (Shadow Makers.) Spennandi frásögn um Robert Oppenheimer og framleiðslu fyrstu kjarnorku- sprengjunnar. Bönnuð börnum. 23.50 Nábjargir. (Last Rites.) Prestur nokkur skýtur skjólshúsi yfir stúlku sem er á flótta undan Mafíunni. Síð- ar kemur í ljós að presturinn er nátengdur Mafíunni og magnast þá spennan. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Daphne Zuniga og Chick Cennera. Stranglega bönnuð börnum. 01.30 Flóttinn frá Alcatraz. (Escape From Alcatraz.) í tuttugu og níu ár hafði eng- um tekist að brjótast út úr þessu uggvænlega öryggis- fangelsi. Árið 1960 tókst þremur mönnum það og hurfu þeir sporlaust. Aðalhlutverk: Clint Eastwood og Patrick McGoohan. Stranglega bönnuð börnum. 03.20 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 26. janúar 09.00 Villi vitavörður. 09.10 Snorkarnir. 09.20 Litla hafmeyjan. 09.45 Úr Ævintýrabókinni. Ævintýrið um Garðabrúðu er efni þáttarins að þessu sinni. 10.10 Ævintýraheimur NINTENDO. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Blaðasnáparnir. (Press Gang.) 11.30 Naggarnir. (Gophers.) 12.00 Popp og kók 12.30 Tónar á Fróni. 13.05 ítalski boltinn. Mörk vikunnar. 13.25 ítalski boltinn. Bein útsending. Vátryggingafélag íslands og Stöð 2 bjóða knattspyrnu- áhugamönnum til sannkall- aðrar knattspyrnuveislu. 15.20 NBA-körfuboltinn. 16.25 Stuttmynd. Glæpaklíkur í Los Angeies- borg ákveða að gera út um deilumál sín á áhrifaríkan hátt; láta tvo fulltrúa spila rússneska rúllettu. 17.00 Listamannaskálinn. (The South Bank Show.) 18.00 60 mínútur. 18.50 Skjaldbökumar. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Lagakrókar. (L.A. Law.) 21.15 Stradivarius.# Vönduð framhaldsmynd um þennan heimsfræga fiðlu- smið. Sagan segir að hann hafi val- ið viðinn í fiðlumar eftir tunglstöðu þegar tréð var fellt. Hvort sem það er satt eða ekki þá er það víst að smíðaverk hans vom snilld- arleg. Aðalhlutverk: Anthony Quinn, Stefania Sandrelli, Francesco Quinn, Danny Quinn og Lorenzo Quinn. 22.40 Arsenio Hall. Frábær spjallþáttur þar sem gamanleikarinn Arsenio Hall fer á kostum sem spjallþátt- arstjórnandi. Arsenio fær til sín góða gesti og spyr þá spjömnum úr. 23.30 Líf að veði. (Options.) Rómantísk ævintýramynd um sjónvarpsmanninn Donald Anderson frá Holly- wood sem fer til Afríku í leit að spennandi efni í þátt. Þar finnur hann belgísku prins- essuna Nicole sem styttir sér stundir við að rannsaka górillur og virðist einna helst á því að éta Donald lifandi. Aðalhlutverk: Matt Salinger, Joanna Pacula og John Kani. 01.00 Dagskrárlok. Jón Þór Víglundsson og Björn Sigmundsson við upptöku hjá Silfurstjörn- unni í Öxarfirði. Sjónvarpið nk. þriðjudagskvöld: Mannlíf við Oxarflörð „Mannlíf við Öxarfjörð“ nefnist þáttur sem kemur frá Fréttastofu Sjónvarpsins á Akureyri. Byggð- in þar norður frá hefur átt undir högg að sækja á undanförnum árum; landbúnaður hefur dregist saman og fyrirtæki hafa farið á hausinn, þannig að brestir hafa myndast í undirstöður byggðar þar sem víðar um landið. Fólki fækkaði verulega vegna þessa, en Þingeyingar eru þekktir fyrir annað en að gefast upp þó á móti blási. Sveitarfélög við Öxarfjörð hafa verið sameinuð, ný fyrirtæki hafa verið stofnuð á rústum þeirra sem fóru á hausinn og ný fyrirtæki hafa verið byggð upp frá grunni. Auk þessa er aftur komin veiðanleg rækja í Öxarfjörð. Fyr- ir vikið gætir vaxandi bjartsýni meðal fólksins. Gísli Sigurgeirsson, fréttamað- ur, Jón Þór Víglundsson, mynda- tökumaður, og Björn Sigmunds- son, hljóðmaður, kynntu sér mannlíf við fjörðinn í ársbyrjun og komu víða við. Árangurinn fáum við að sjá í þættinum, sem verður á dagskrá Sjónvarpsins þriðjudaginn 28. janúar kl. 22.05. (Fréttatilkynning) Heilræði Varúð! Geymiö lyf þar sem börn ná ekki til Spói sprettur Gamla myndin Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri, Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auð- velda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.