Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 25. janúar 1992 í DAGS-LJÓSINU Bílatryggingar breytast: Mikill taugatitringur í tryggingafélögunum - VÍS svarar ögrun Skandia með verulegum breytingum á iðgjöldum og innleiðir nýjar tegundir af kaskótryggingu Það er ekki frítt við að nokk- urs taugatitrings gæti hjá tryggingafélögunum um þessar mundir, einkum þeim sem fást við að tryggja bifreiðir. Dynur- inn af sprengjunni sem Reyk- vísk trygging varpaði inn í íslenskan tryggingaheim skömmu fyrir jól lætur enn í eyrum manna og tilboðunum rignir yfir bfleigendur svo þeir vita vart sitt rjúkandi ráð. Fyrir jólin birti Reykvísk trygging - reyndar undir nafninu Skandia - auglýsingu í blöðum þar sem bíleigendur voru hvattir til að segja upp bílatryggingum sínum og snúa sér síðan til Skandia sem byði upp á nýjungar og iðgjaldalækkun fyrir reynda og góða bílstjóra. Reykvísk trygging er komin með umboð fyrir erlenda tryggingafyrirtækið Skandia og ætlar undir því nafni að hasla sér völl í íslenskum bíla- tryggingum. Reykvísk trygging hefur ekki áður tryggt bíla en Skandia er gamalgróið alhliða tryggingafyrirtæki. Eins og vænta mátti gátu hin tryggingafélögin ekki setið undir þessu. Þau vita sem er að veru- legrar óánægju hefur gætt meðal bíleigenda með það hversu dýrt er að tryggja bíla sína hérlendis. Félögin hafa ekki borið það við að koma til móts við sína bestu viðskiptavini sem ekið hafa tjónlaust árum og áratugum saman, ef frá er talið bónuskerfið sem veitti mönnum nokkra umbun. Samkvæmt því fá menn 40-50% afslátt af iðgjöldum þeg- ar þeir tryggja fyrst og hækka upp í 65-70% á nokkrum árum. Eftir það borgar þeir sama gjald- ið til æviloka. Verulegrar óánægju hefur gætt hjá bflaeigendum með hversu dýrt er að tryggja bfla sína hérlendis en engu að síður er betra að vera vel tryggður þegar og ef ökumenn lenda í óhappi. Samanburður á iðgjöldum af ábyrgðartryggingum meðalstórs bíls* Bónus Sjóvá/Alm. VÍS Tryggingamiðst. Skandia Aldurshópar Aldurshópar Akstur (km) 17-24 25-29 30+ 17-24 25-29 30+ 1-10.000 10-15.000 50% 48.245 52.327 47.180 42.891 51.716 47.061 42.407 39.487 41.810 55% 44.217 47.985 43.265 39.332 47.583 43.300 39.018 36.132 38.258 60% 40.190 43.643 39.350 35.773 43.450 39.540 35.630 34.705 32.777 65% 70%** 36.162 39.301 35.435 32.214 28.655 39.318 35.779 32.241 29.421 31.151 30.063 * Miöaö er viö bíl í áhættuflokki 11 (td. Toyota Corolla 1600) á áhættusvæði 1. ** Upplýsingar um aðra flokka vantar. Þannig hefur kerfið verið und- anfarin ár. Erlendis hafa víða orðið miklar breytingar á sam- setningu iðgjaldanna. Algengt er að menn greiði mismunandi eftir því hversu mikið þeir aka á hverju ári, bílstjórar sem komnir eru yfir þrítugt greiða minna en þeir sem yngri eru og í sumum löndum borga konur minna en karlar. Þetta endurspeglar þær staðreyndir úr umferðinni að ungir karlmenn eru mestir slysa- valdar en konur eru varkárari en karlar. Tilboð VÍS Tryggingafélögin sáu að þau gátu ekki setið þegjandi undir frýjun- arorðum Skandia og látið nýlið- ann hirða af sér viðskiptavinina. Vátryggingafélag íslands birti auglýsingar í fjölmiðlum þar sem þeir báðu bíleigendur að doka við fram til 26. janúar því þá myndi félagið opinbera miklar nýjungar í bílatryggingum. Látið var í það skína að ætlunin væri að taka upp mismunandi iðgjöld eft- ir aldri bílstjóra og fleiri nýjunga var að vænta. Á fimmtudaginn runnu nýju tillögurnar svo út úr bréfasíman- um okkar á Degi. Þær eru æði flóknar og ekki gott að bera þær saman við fyrri iðgjöld. En sem dæmi má nefna að af miðlungsbíl (Toyota Corolla 1600) greiðir 22 ára maður með 50% bónus 52.327 kr. í ábyrgðartryggingu sé hann búsettur á áhættusvæði 1. Sé eigandinn 26 ára og kominn með 60% bónus greiðir hann 39.350 kr. En 42 ára bíleigandi með 70% bónus greiðir 28.655 kr. á ári. Þarna virðist verulegur munur á en þegar tekið hefur verið tillit til hærri bónuss kemur í ljós að elsti bílstjórinn greiðir um 8.000 krónum lægra iðgjald en sá yngsti og sá í miðið um 4.300 kr. lægra iðgjald. Við þetta er því að bæta að sé tjónvaldur undir 25 ára aldri er innheimt sjálfsáhætta upp á 22.800 kr. En VÍS minnir einnig á það í bréfi sínu að séu menn einnig með aðrar tryggingar hjá félaginu fá þeir afslátt af þeim út á bílinn. Miðað er við svonefnda F-plús tryggingu sem er nokkuð víðtæk heimilis- og húseigendatrygging. Það hefur færst í vöxt í seinni tíð að ökumenn gangi sjálfir frá tjóna- skýrslum á staðnum ef þeir lenda í óhappi, án þess að lögreglan komi þar nærri. Fyrir einn bíl fæst 10% afsláttur af slíkri tryggingu og 15% fyrir tvo bíla. Af dæmum sem birt eru í bréfinu má ráða að hjón sem eru með allar sínar tryggingar hjá VÍS (þar með talin líftrygging fyrir bæði) getur afslátturinn ver- ið um fjórðungur. Loks ber þess að geta að VÍS bryddar á nýjungum í kaskó- tryggingum bifreiða. Hingað til hefur aðeins verið boðið upp á eina tegund kaskótryggingar en nú verða þær þrjár. í fyrsta lagi er það svonefnt alkaskó sem er gamla kaskóið aukið og endur- bætt. Inn í það er bætt nokkrum áhættuþáttum og bónusflokkarn- lUM | VINNINGASKRÁ UINNINGAR I FLOKKS '92 / UTDRATTUR 21. 1. '92 KR. 2.443.563 - 162945 KR. 146.614- 103460 136271 157063 123837 143802 158250 KR. 9.774 - 104242 120610 141643 105901 122829 141838 106271 123603 145554 107008 123691 146082 108036 128479 146877 108051 130227 146892 109393 130972 146923 110621 134801 148521 110778 136623 149629 111210 137657 150445 116618 137815 150704 116698 138408 151975 117339 138441 152413 117486 139223 153589 118227 139639 155651 118652 140043 156526 118758 141297 157235 166121 196417 171871 215438 158251 176423 195006 160087 176850 195459 160834 177457 199665 163286 178072 200803 163428 178098 207213 164453 179229 210415 164470 180686 210803 166235 180732 211337 166319 182679 212822 166605 183413 213228 167888 184015 214818 169414 184386 214841 171435 185024 217093 173013 188407 217487 173057 192608 218507 176292 194218 176411 194804 ir eru frá 10-40%. Iðgjaldið er óbreytt frá gamla kaskóinu. í öðru lagi er svonefnt umferðar- kaskó sem er miðað við íbúa í þéttbýli og tryggir gegn árekstr- um og ákeyrslum. í þriðja lagi er það vegakaskó sem miðað er við þá sem einkum aka á þjóðvegum landsins og tryggir gegn veltu, bruna, foki, hruni og hrapi. í báðum tilvikum er sjálfsábyrgðin 48.800 kr. Iðgjaldið af umferðar- kaskóinu miðast við sama bónus og ábyrgðartryggingin en vega- kaskóið er óháð bónus. Iðgjald af umferðarkaskói á meðalbíl er 11.532 kr. miðað við 70% bónus en vegakaskó af meðalbíl er 11.256 kr. Hinir svara Tryggingamiðstöðin hf. fór inn á sömu braut og Vátryggingafélag- ið og býður upp á iðgjöld fyrir ábyrgðartryggingu sem eru mjög svipuð að uppbyggingu og þau sem VÍS býður. Þar er þó engin sjálfsábyrgð innheimt. Lækkun iðgjalds hjá bíleiganda sem orð- inn er 30 ára og með 50% bónus eða hærri er um 10%. Fyrir nokkrum dögum barst þeim sem tryggja hjá Sjóvá- Almennum bréf þar sem frá því er greint að félagið hyggist ekki lækka iðgjöld af bi'latryggingum. Hins vegar verður tekin upp sjálfsábyrgð upp á 22.800 kr. ef bílstjóri er 23 ára eða yngri. Einnig verður endurvakið gamalt tilboð Samvinnutrygginga sálugu sem buðu tjónlausum bílstjórum upp á iðgjaldsfrítt ár eftir 10 ára akstur. Loks veitir félagið sér- stakan viðskiptaafslátt upp á 6.000 kr. en hans njóta einungis þeir sem eru með ábyrgðartrygg- ingu með minnst 50% bónus, kaskótryggingu með 40% bónus og fjölskyldutryggingu. Tilboð Skandia sem setti skriðuna af stað er hins vegar öðruvísi upp byggt. Þar er ekki spurt um aldur bílstjóra heldur hversu mikið bifreiðinni er ekið á ári. Reglan er yfirleitt sú að þeir sem aka yfir 10.000 km á ári greiða um 2.000 krónum hærra iðgjald en hinir. Þess ber að geta að meðalakstur einkabíla hér á landi er yfir 13.000 km á ári sam- kvæmt könnun Umferðarráðs. Allt er á iði Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu og meðfylgjandi töflu hefur landslagið á þessu sviði trygg- ingamála heldur betur breyst. Bíleigendur eiga úr mun fleiri kostum að velja en áður var. Og svo virðist sem félögin hafi - með góðu eða illu - farið inn á þá braut að umbuna tryggum og góðum viðskiptavinum sínum meira en gert hefur verið. Félög- in eru með öðrum orðum að laga sig að staðreyndum umferðarinn- ar. Ólíklegt má þó telja að hér verði numið staðar. Þeir sem til þekkja segja að í heimi trygging- anna ríki nú töluverð spenna og óvissa. Búist er við að frekari tíð- indi verði innan skamms og ef- laust verða tilboðin orðin enn fjöl- breyttari þegar menn fara að huga að tryggingum bíla sinna í upphafi næsta árs. Til dæmis væri furðulegt ef ekki yrði reynt að svara breytingum þeim sem VÍS er að gera á kaskótryggingunni. Þar er um athyglisverða nýjung að ræða. -ÞH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.