Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 11
10 - DAGUR - Laugardagur 25. janúar 1992 Laugardagur 25. janúar 1992 - DAGUR - 11 Páll Rist var búinn að starfa í 33 ár í lögreglunni þegar hann lét af störf- um í nóvember síðastliðnum. Að loknu námi í lögregluskólanum 1958 hóf hann störf á Húsavík en var ráðinn til sumarafleysinga á Akureyri vorið 1959. Síðan var hann „settur á“ eins og hann sjálfur orðar fastráðn- ingu sína og árin í lögreglunni á Akureyri urðu alls 32. Á þeim tíma hafa ýmsar breytingar orðið, bæði í bæjarfélaginu og einnig á starfsaðstöðu lögreglunnar þótt starf lögreglumannsins sé í eðli sínu hið sama og verið hefur. Þegar Páll var beðinn að rifja upp liðna tíð var hann í fyrstu tregur til þess - taldi ekki borga sig að leggja vinnu í viðtal af því tagi. Þetta hógværa sjónarmið hlaut dræmar undirtektir og taldi viðmælandi hans þá ekki aðra leið færa en að hann lækk- aði við sig kaupið meðan á viðtalinu stæði. Páll tók þeirri hugmynd vel og bauð mér að koma til sín í kaffi. Hann sagðist hafa næg- an tíma en hið versta við að hætta að vinna væri að glata sambandinu við góða vinnu- félaga. En Páll situr ekki auðum höndum þótt hann hafi hengt lögreglubúninginn á snagann í síðasta sinn og handjárnin séu far- in ofan í skúffu til frambúðar. Hann hefur ásamt því að sinna lögreglustarfinu stundað búskap í mörg ár á Litla-Hóli í Eyjafjarðar- sveit - þeirri jörð þar sem hann ólst upp og hefur tengst tryggum böndum. Jón Ben dró ekki að leysa málið - En hver voru tildrög þess að sveitamaður- inn og búfræðingurinn valdi löggæslu að æfi- starfi. Að baki þess er ofurlítil saga og Páll Rist hefur orðið. „Um vorið 1958 urðu breytingar á högum mínum þegar við ákváðum - ég og fóstur- foreldrar mínir að bregða búi á Litla-Hóli. Ég hafði lítillega komist í kynni við rafmagn þegar vindrafstöðvarnar hófu innreið sína í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Eyfirðingar höfðu verið fremur tómlátir í rafmagnsmál- um en tóku vel við sér þegar vindrafstöðv- arnar komu. Segja má að þær hafi verið fyrsta skrefið í rafmagnsmálum sveitanna og áttu verulegan þátt í áframhaldandi rafvæð- ingu þeirra. Vindrafstöðvarnar skiluðu lang flestar tólf volta spennu, en þær stærstu skil- uðu 32 voltum. Ekki var verið að amast við því þótt ófaglærðir menn tækju þátt í vinnu við þessar lagnir. Ég var einn af þessum „fúskurum“ og því hvarflaði óneitanlega að mér hvort ég ætti að læra rafvirkjun. Dag nokkurn í janúar fór ég í bæinn sem oftar. Þegar ég var búinn að ljúka erindum mínum átti ég eftir nokkrar mínútur áður en heim yrði haldið. Mér datt þá í hug að líta inn á lögreglustöðina og hitta Jón Benedikts- son, sem þá var yfirlögregluþjónn og grennslast fyrir um það hjá honum hvort hann vantaði ekki „léttadrengi" í lögregl- una. Jón sagði mér að ekki liti út fyrir að neitt starf losnaði á næstunni, en sagði jafn- framt að alltaf vantaði menn í lögregluna í Reykjavík og einnig víða út um land. Hann sagðist vilja panta fyrir mig pláss í lögreglu- skólanum í Reykjavík en námið þar átti að hefjast nokkrum dögum síðar. Hann var ekki að bíða með að afgreiða málið heldur tók símtólið upp og pantaði viðtal við Erling Pálsson, starfsbróður sinn í Reykjavík. Ég fór eitthvað að draga í land því mér fannst þetta ganga full fljótt fyrir sig. Jón tók það ekki í mál og hóf að raula fyrir munni sér er ég vildi ræða málið frekar. Þannig var hann „löglega afsakaður“ frá að heyra í mér. Sambandið við Reykjavík kom eftir skamma stund og „gömlu mennirnir" gengu frá málinu. „Þá er þetta ákveðið," sagði Jón og tiltók hvenær ég ætti að mæta í skólann.“ Húsavík - engin lögreglustöð - enginn lögreglubíll - enginn fangaklefí „Starfsferill minn hófst því með námi við Lögregluskólann í Reykjavík veturinn 1958. Að skólanum loknum átti ég þess kost að starfa um tíma í götulögreglunni eins og kallað var og reyndist ekki síður góður skóli en námstíminn í hinum eiginlega skóla. Sumarið eftir var ég svo ráðinn til Húsavík- ur. Mér fannst gott að koma þangað. Fólkið var glaðlegt og ég var fljótur að eignast kunningja. Jóhann Skaptason var þá sýslu- maður Þingeyinga. Hann var mjög traust- vekjandi maður og við nánari kynni af hon- um fannst mér að svona ættu sýslumenn að vera. Á þessum tíma var einn lögreglumað- ur á Húsavík og engin lögreglustöð. Engin lögreglubifreið var til á staðnum og þar var heldur enginn fangaklefi. Líf og fjör gat ver- ið á Húsavík á þessum árum, einkum þegar norðanbræla var á miðunum og margir síld- arbátar komu víðsvegar að til hafnar. Ég átti að leysa þennan eina lögreglumann á staðnum af en þegar slegið var upp balli voru oftast þrír lögreglumenn á ballvakt eins og hún var kölluð. Jóhann Skaptason lagði mikla áherslu á að strangar kröfur um útivist barna væru virtar. Þegar kom að því að börnin skyldu fara inn samkvæmt boði sýslumanns fór ég gjarnan til þeirra þar sem þau voru að leik. Ég sá strax að eina ráðið til að standa mig í þessari barnasmölun væri að kynnast þeim og ná sambandi við þau á þann hátt. Ég fékk stundum að slá boltann með þeim og gefa upp. Síðan sagði ég þeim frá öllum reglum sem ég kunni í „slagbolt" og notaði síðan tækifærið til að árétta að þau ættu að fara heim á réttum tíma. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt frá þessu sumri á Húsavík. Ég var nýbúinn að borða sunnudagssteikina og var að hugsa um að nú væri gott að fá sér í pípu og leggja sig síðan á eftir. En önnur hugsun knúði einnig á mig á sama tíma. Hún var sú að ég skyldi fara út á göngu, sem ég gerði og datt í hug að ganga niður á bryggju því veðrið var mjög fagurt. Er ég nálgaðist bryggjuna kallaði lítill drengur til mín svo ég hljóp síð- asta spölinn. Kom þá í ljós að eldri bróðir hans hafði verið að klifra upp í bát en mis- tekist og hékk nú í kaðli utan á bátnum. Mér gekk greiðlega að koma drengnum til hjálpar. í mínum huga var þarna ekki um neitt björgunarafrek að ræða en ég var for- sjóninni ákaflega þakklátur fyrir á hvern hátt atvikin báru að í þetta sinn en svo er ekki alltaf þegar slysin eiga sér stað.“ Páll ræðir meira um slysfarir og eins og aðrir lögreglumenn hefur hann séð ýmislegt miður fagurt í starfi. Hann kveðst oft hafa orðið var við að þegar slys eigi sér stað sé eins og röð tilviljana eða atvika leggist á eitt og ekkert verði til þess að hlutirnir geti farið á betri veg. Páll minnist þess einnig að mörgum árum síðar hafi hann fundið vasa- bók sína frá umræddum degi á Húsavík þar sem betur fór en á horfðist og í hana hafi hann skrifað; „tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum," sem er heiti á vinsælli bók - byggðri á dagbók hermanns í heimsstyrjöld- inni síðari. ✓ Ovenjuleg handtaka „Eins og ég sagði var ekkert fangelsi á Húsavík og engin lögreglubifreið í þá daga. Ég átti bíl og notaði hann því í starfinu. Trúlega væri það ekki vinsælt í dag að leggja með sér bíl í lögreglustarfið. Einhverju sinni er ég var að þvo bílinn síðdegis kom til mín maður. Hann hafði orð á sér fyrir að vera nokkuð baldinn þegar hann fékk sér í staupinu og hafði lögreglan þurft að hafa afskipti af honum af þeim sökum. Ég hafði heyrt að hann væri einginn sérstakur vinur lögreglumanna og ég hafði verið varaður við honum af kunningjum mínum. Hann virtist samt eiga við mig eitthvert erindi. Hann kom í hægðum sínum og var hálf hikandi. Hann bauð góðan dag og síðan kom erindi hans í ljós. Hann átti kærustu fram í sveit og þar sem ég átti bíl var hann að falast eftir því hvort ég gæti orðið honum að liði við að sækja hana. Ég fékk mann fyrir mig á vakt- ina og síðan sóttum við stúlkuna. Ekki var ég var við neinn kala í minn garð þótt ég væri lögreglumaður - heldur þvert á móti. Leiðir okkar skildust síðan þegar til bæjarins kom á nýjan leik. Síðar um sumarið var hringt til mín og beðið um lögregluaðstoð við sam- komuhúsið en þar stóð yfir kvikmyndasýn- ing. Ég ók af stað og þegar ég var kominn nálægt húsinu sá ég hóp af fólki fyrir fram- an dyrnar. I miðjum hópnum var máður, sem hafði klætt sig úr jakkanum og var að mana menn til að slást við sig. Sá ég nú að þar var kominn kunningi minn frá því fyrr um sumarið. Hann hafði greinilega hresst sig á einhverjum vökva meðan á sýningunni stóð. „Nú er komið að því,“ hugsaði ég og bjóst við átökum við manninn. Eg ók alveg að fólkinu og þegar það sá bílinn koma opn- aði það rennu í gegnum þvöguna þannig að ég gat ekið alveg að honum. Síðan opnaði ég bílhurðina og kallaði til hans. Hvort koma mín á þennan hátt hefur vakið undrun með honum veit ég ekki en hann kom og settist inn í bílinn hjá mér. Rennan opnaðist aftur er ég ók burt og greina mátti svip undrunar og jafnvel vonbrigða á sumum andlitum viðstaddra. Við tókum tal saman og ég ók um stund um bæinn með hann innanborðs. Maðurinn var hinn rólegasti og endirinn á viðskiptum okkar þetta kvöld varð sá að hann bauð mér heim til sín í kaffi. Hann svaf einnig heima hjá sér þessa nótt enda í raun ekki um annað að ræða þar sem enginn fangaklefi var á staðnum." „Getur þú ekki séð um hótelið á meðan?“ Fleira átti eftir að drífa á daga Páls Rist þetta sumar á Húsavík en „barnagæsla" og ökuferðir með „óvin“ lögreglunnar í bænum. Honum bauðst fljótlega aukastarf og hann lét til leiðast að taka það að sér til viðbótar löggæslunni - enda flestir Húsvík- ingar löghlýðið fólk. „Þegar ég kom til Húsavíkur leigði ég mér herbergi á Hótel Garðarsbraut. Þá stýrðu hótelrekstrinum hjónin Ragna Helgadóttir og Ragnar Jónsson. Oft gat ver- ið gestkvæmt á hótelinu yfir sumartímann og einnig kom fyrir að ferðamenn komu með litlum fyrirvara - jafnvel að nóttu til. Þrátt fyrir eril lá jafnan vel á hótelstjóran- um, sem „bretti bara upp ermurn" - oft var eins og hann tæki dansspor á eldhúsgólfinu og pottar og pönnur voru á lofti. Frúin gaf bónda sínum heldur ekkert eftir því hún sá um allt sem gera þurfti í borðsal. Ég hafði ekki hugsað mér að dvelja á hótelinu um sumarið heldur finna ódýrari gistingu í bæn- um en áður en af því varð kom hótelstjórinn að máli við mig. Hann sagði að þau hjónin væru búin að ákveða að fara í ferðalag og nú vantaði þau einhvern til þess að sjá um hótelreksturinn. Hann spurði mig síðan hvort ég væri ekki til í að annast þetta á meðan þau væru í burtu. Ég hafði ekki búist við svo skjótum frama í bænum en lét til leiðast. Ragnar hafði verið búinn að ákveða að mála hótelið að utan um sumarið og hafði fest kaup á málningu til þess. Eitthvað höfðum við rætt saman um hvernig skyldi málað - hvernig raða ætti litunum og þegar þau voru farin og ég tekinn við hótelum- sjóninni ásamt starfsfólki þeirra hjóna fór ég að grípa í málningarvinnuna. Veður var með eindæmun gott og ég málaði einkum á nóttunni þar til að bærinn fór að vakna til lífsins í morgunsárið. Framhlið hússins stóð fast við götuna og því var erfitt að athafna sig við þessi verk á þeim tíma sem fólk var mikið á ferli. Þótt hótelumsjónin væri góð viðbót við önnur störf mín þá um sumarið var gaman að fást við þetta. Alltaf var eitthvað um að vera og ánæjulegt að geta orðið ferðafólki að liði með upplýsingar eða á annan hátt í sambandi við ferðir þess.“ „Ég var settur á vetur“ Páll starfaði aðeins eitt sumar á Húsavík. Vorið eftir var hann ráðinn til sumarafleys- inga hjá lögreglunni á Akureyri eða „sumr- ungur“ eins og hann segir að þeir hafi verið kallaðir á lögreglustöðinni. Hann sagði að oft hefði svo farið í sveitinni að sumrung- arnir hefðu verið settir á og slíkt hefði orðið raunin með sig því árin í lögreglunni urðu alls 32. „Ekki var annað hægt en láta sér líka vel á Akureyri því margir ágætis menn voru í lögreglunni. Gísli Ólafsson var þá nýtekinn við starfi yfirlögregluþjóns úr hendi Jóns Benediktssonar. Eitt af brennandi áhuga- málum Gísla voru húsnæðismál lögreglunn- ar því gamla lögreglustöðin, sem byggð hafði verið til bráðabirgða á stríðsárunum, þjónaði ekki kröfum tímans né heldur höfuðstaðar Norðurlands. Vegna dugnaðar og framsýni Gísla Ólafssonar var hafist handa um byggingu nýrrar lögreglustöðvar fyrr en annars hefði orðið og umskiptin sem urðu þegar hún var tekin í notkun voru til mikilla bóta. Margar minningar eigum við gömlu skarfarnir þó tengdar þessu húsi. Svo 1 er með okkur mannabörn, að flest öllum er j það gefið að eiga sínar björtu minningar - i „frá morgni lífsins" eins og Gísli á Uppsöl- um komst svo vel að orði. Að undanförnu hef ég verið að hugsa um I að núverandi ríkisstjórn, sem á í harðri baráttu við að koma á auknu aðhaldi í ríkis- rekstrinum hefði verið ánægð með rekstur- inn á gömlu lögreglustöðinni á Akureyri. Eini teljandi rekstrarkostnaður fyrir utan rafmagn var vegna grænsápu og rafhlaða í vasaljósin. Lögreglumennirnir greiddu sjálf- ir í skósvertusjóð svo kostnaðurinn við að bursta skóna félli ekki inn í rekstrarkostn- aðinn.“ Þegar nauðsyn brýtur settar reglur Á löngum lögregluferli er óhjákvæmilegt að sitthvað spaugilegt eigi sér stað. Eitthvað sem aldrei er sett í skýrslur eða dagbækur lögreglumanna en geymist aðeins f minni þeirra er hlut eiga að máli. Páll Rist kvað svo vera og rifjar upp atvik fullyrðingu sinni til stuðnings. „Maður nokkur sem var óvelkominn á heimili sitt í því ástandi sem hann stundum var, gisti eitt sinn sem oftar hjá okkur á gömlu lögreglustöðinni. Úti var suðvestan froststormur og við slíkar aðstæður gat ver- ið erfitt að halda uppi hita í fangaklefunum. Maðurinn skalf af kulda og tennurnar glömruðu ákaflega í munni hans þótt búið Gamla lugreglustöðin við Smáragötu. Stöðin var byggð á árunum 1939 og 1940 og notuð til 25. ágúst 1968. I dyrunum má sjá Magnús Jónasson, sem lengi var lögreglumaður og kunn- ur borgari á Akureyri. væri að færa til hans teppi og annað sem skjól gat talist vera í - en ekkert dugði. Ein- kennisbúningurinn er stolt hvers lögreglu- manns og þá um leið skylda hvers og eins sem hann ber að virða hann og gæta svo vel fari. En nú var úr vöndu að ráða. Eftir nokkra umhugsun datt mér í hug að eina ráðið væri að færa fangann í einkennisfrakk- ann minn inni í klefanum svo maðurinn gæti sofnað og þraukað nóttina af. Ég man að hann sagði við mig þegar hann var kominn í frakkann: „Palli - aldrei átti ég von á að eiga eftir að klæðast einkennisbúningi.“ Síðan sofnaði hann og átti góða nótt. Ég átti oft eftir að hitta þennan mann síðar á förn- um vegi og þá var ekki ósjaldan að hann sagði: „Manstu nóttina," og meira þurfti ekki að segja því ég fann að hann var mér þakklátur fyrir greiðann. Freistingin varð þeim gamla of sterk Eftir gamansama frásögn Páls er við hæfi að spyrja hann eftir mistökum því á sama hátt og sitt hvað spaugilegt á sér stað þá eiga lög- reglumenn einnig til að gera mistök eins og aðrir er lúta verða þeim örlögum að teljast mannlegir. Ég spurði Pál því hvort honum hafi aldrei orðið á mistök í starfi? „Jú blessaður vertu,“ sagði hann um leið og hann bauð meira kaffi, smákökur og snilldarlega gert laufabrauð konu sinnar. „Siður var að þeir sem gistu fangageymslur lögreglunnar voru færðir fyrir fulltrúa bæjarfógeta og gengið frá málum þeirra á staðnum. Eina nótt gisti eldri maður hjá okkur. Maður þessi var lítill vexti, snagg- aralegur, honum lá hátt rómur og var hann allur mjög forneskjulegur. Um morguninn kom í minn hlut að fara með hann til full- trúans. Við fórum inn í Hafnarstræti þar sem skrifstofur bæjarfógeta eru og síðan héldum við saman inn til fulltrúans. Ég var að sjálfsögðu með lögregluskýrslu meðferð- is og einnig slatta í brennivínsflösku sem karlinn átti. Á leiðinni hafði sá gamli ýjað nokkrum sinnum að því að fá smá sopa úr flöskunni því þá yrði hann góður. Ég eyddi að sjálfssögðu þessu tali því best var að hann gegni frá sínum málum áður - illu væri best aflokið. En biðin eftir fulltrúanum varð nokkru lengri en ég hafði búist við því ein- hverjum manni dvaldist inni hjá honum. Á meðan sat karlinn skelþunnur og nöldrandi á bekknum fyrir framan dyrnar. Hann suð- aði sífellt um að fá sopa. Ég var einnig að verða þreyttur á biðinni og hugsaði sem svo að líklega sakaði ekki að gefa karlinum sopa. Hann yrði hvort sem er tekinn fyrir eftir skamma stund. Karlinn ljómaði allur, komst í hið besta skap og varð hvers manns hugljúfi. En ég þurfti einnig að hafa tal af bæjarfógeta og þar sem enginn var inni hjá honum datt mér í hug að nota tímann til þess að ljúka erindi mínu við hann þar sem karlinn virtist vera orðinn vel á sig kominn og engin hætta á því að hann færi að hlaupa á brott. En þá gerði ég þá mestu kórvillu í Drengurinn hljóp ekki til foreldra sinna - heldur til mín Þótt mistök og gamanmál verði f starfi lög- reglumanna eins og annarra þá þurfa þeir eflaust öðrum oftar að verða vitni að hörm- ungum - atburðum sem snerta sálarlíf fólks og tilfinningar og reynir þá meira á mann- kosti þeirra en á öðrum stundum. Páll féllst á að rifja upp aðastæður er hann stóð eitt mönnunum. En þá gerðust þeir atburðir er áttu eftir að breyta gangi mála. Drengurinn hljóp ekki til foreldra sinna heldur kom hann til mín. Ég tók hann í fangið og hann tók báðum höndum um hálsinn á mér og hjúfraði sig að mér eins og hann vildi skríða inn í mig. Nú verð ég að gera allt sem ég get fyrir barnið var eina hugsunin sem komst að hjá mér. Um leið og ég gekk fram á gólfið með drenginn í fanginu sparkaði ég í stór- Viðtal: Þórður Ingimarsson Jón í Möðrudal - ekki siður að míga liggjandi í minni sveit Bílar eru eitt af því sem tengjast lögreglunni órjúfanlegum böndum. Flestir lögreglu- menn þurfa að aka í starfi sfnu og stundum við aðrar aðstæður en hinar ákjósanlegustu. Páll rifjar upp atvik frá þeim tíma er lög- reglan annaðist sjúkraflutninga og kvaðst aldrei hafa orðið eins hræddur undir stýri í fimmtíu ár og þegar hann sótti sveitarhöfð- ingjann í Möðrudal í sjúkrabílnum. „Þetta var að álinum vetri og snjó hafði að mestu tekið upp. Nokkur svellalög voru þó á köflum en annars voru vegir auðir. Beðið hafði verið um sjúkrabíl austur í Mývatnssveit til að taka við sjúklingi sem væri á leiðinni í öðrum bíl austan frá Möðrudal á Fjöllum. Vegna hálkunnar voru keðjur á sjúkrabílnum en þá voru nagla- dekkin ekki komin til sögunnar. Á Sval- barðsströndinni fóru þverböndin í keðjun- um að slitna og héldu áfram að berjast fram Fnjóskadal. En þar sem vegurinn var því sem næst auður þá tók ég keðjurnar af til að losna við barninginn. Ferðin gekk greiðlega og mættust bílarnir uppi á Mývatnsheiði. Sjúklingurinn var Jón Stefánsson, bóndi í Möðrudal og var tengdadóttir hans með honum ef ég man rétt. Samkvæmt læknis- ráði átti hann ekki að stíga í fæturna - held- ur liggja og átti stúlkan fullt í fangi með að ráða við hann því hann var annars hinn hressasti. Hann sagði við mig að sér fyndist nú nokkuð hart að mega ekki einu sinni míga standandi - aldrei hefði verið siður í sinni sveit liggja við þær athafnir. Ferðin til baka gekk mjög vel því sama frost var á en farið að rökkva. Við bæinn Noll í Höfða- hverfi lá vegurinn niður nokkra brekku. Ég var ekki á mikilli ferð þegar ég kom að brekkunni en var samt í of háum gír eins og það er kallað. Mér brá því við að sjá að svellin voru orðin ein glæra og örlaði fyrir vatni í hjólförunum. Við að hemla snérist bíllinn strax og fór vestur á blábrún vegar- ins. Nokkrar steinvölur á brúninni vörnuðu þó því að hann færi útaf og þá hefði ekki verið að sökum að spyrja. Því var ekki um annað að gera en halda bílnum á veginum og alltaf jókst ferðin niður brekkuna því ég forðaðist að koma nálægt bremsunni. Þegar kom niður á flatann var ég fljótur að stöðva og fara út úr bílnum til þess að fá mér frískt loft og jafna mig eftir hræðsluna sem greip mig. Þar var vegurinn þurr og enn frosinn en brekkan glotti til mín eins og hún vildi segja að mér hefði verið þetta mátulegt. Sennilega hefur hlýr loftstraumur niður hlíðina valdið því að þítt var á þessu bili. Sem betur fer held ég að farþegarnir hafi ekki gert sér grein fyrir hættunni því bíllinn var alveg lokaður að aftan og ég gætti þess „Ég var settur á vetur" - Páll Rist rifjar upp atvik úr starfi sínu sem lögreglumaður starfi sem ég tel mig hafa gert - að hafa ekki brennivínsflöskuna með mér inn til fógeta í stað þess að koma henni fyrir í hillu sem var í opnu fatahengi á ganginum. Þegar ég kom til baka var fulltrúinn laus og því búinn að taka mál þess gamla fyrir. En eitthvað hafði gerst. Sá gamli var orðinn allt annar maður og ég sá þá að freistingin hafði orðið honum um megn og hann tæmt flöskuna. Nú stóð hann uppi í hárinu á sjálfum fulltrúanum og fór hreinlega á kostum þegar hann vildi gefa orðum sínum áherslu - þá tillti hann sér á tær. Fulltrúinn sagði ekki orð en naut þess að sjá og heyra. Við mig - sjálft pólitíið - hafði hann bæði stór og kjarnmikil orð. Ég gat ekki annað en skellihlegið þó mér væri síst hlátur í huga eins og málum var háttað. Karlinn minnti mig mikið á þá lýsingu sem gefin hefur verið af Jóni Hreggviðssyni frá Rein, en Jón var kunnur fyrir að láta yfir- völdin ekki kúska sig. Ég hringdi svo út á istöð og óskaði eftir að við félagarnir yrðum sóttir við fyrsta tækifæri. Engar átölur fékk ég frá yfirmönnum mínum þegar á stöðina kom. Aðeins var brosað að þessu og látið heita að um mannleg mistök hefði verið að ræða.“ sinn frammi fyrir í starfi sínu. „Við höfðum verið kallaðir í hús hér í bænum þar sem Bakkus gamli hafði tekið völdin í sínar hendur. Sem betur fer er minna af þvílíkum útköllum en áður var og auðveldara að leysa þessi mál nú til dags. Oftast bitna þvílíkar erjur mest á börnunum og megin vandinn að létta á vanda þeirra í tilvikum sem þessum. En í þetta sinn leysti þó lítill drengur allan vandann. Strax og ég kom inn í íbúðina sá ég að hjónin höfðu átt marga fallega muni í stof- unni. Þó var ekki fallegt um að litast því allt sem talist gat vera úr gleri var mölbrotið og sama mátti segja um stóla og borð. Hús- bóndinn hafði farið hamförum um íbúðina. Konan var grátandi og miður sín, en við komu okkar braust fram svo mikil reiði í garð eiginmannsins að því fá engin orð lýst. Lái henni enginn því vafalaust hefur hún átt mestan þátt í því að skapa þetta fallega heimili, sem nú var í rúst. Þegar leikurinn stóð sem hæst kom lítill drengur með sæng- ina sina í fanginu og ég hugsa sem svo að ekki batni það. Ég reyndi að heilsa drengn- um eins glaðlega og ég gat til þess að vekja ekki ótta til hans frá okkur lögreglu- ann bortin postulínsvasa svo hann hrökk eftir gólfinu með nokkrum skruðningum. Þetta viðbragð varð til þess að hjónin hlust- uðu á mig þegar ég sagði þeim með eins mikilli fyrirlitningu í röddinni eins og ég gat að allt jretta prjál sem þau hefðu hér inni væri hégómi einn og þjónaði engum til- gangi í lífinu. Svo breytti ég um tóntegund, hampaði drengunum til hjónanna um leið og ég sagði að dýrmætasta gjöfin sem þeim hefði verið gefin væri þessi litli drengur og nú yrðu þau að taka við honum og gæta hans vel. Um leið og ég hafði lokið þessari stuttu ræðu hvarf reiðisvipur þeirra eins og dögg fyrir sólu og innan stundar var dreng- urinn kominn í faðm móður sinnar, sem brosti í gegnum tárin. Faðirinn lét heldur ekki sitt eftir liggja til að sýna kærleika til móður og sonar enda ekki betri stund til sátta og samlyndis eins og málum var komið og hjónin gátu þarna leyst sjálf úr vanda sfnum.“ Páll leit glettnislega upp og sagði að sjálfsögðu mætti taka þessa frásögn sem sjálfshól frá sinni hálfu. „Maður verður að reyna að hæla sér sjálfur því ekki er hægt að stóla á að aðrir geri það,“ sagði hann um leið og hann renndi meira kaffi í bollana. vel að segja ekki neitt. En Iíklega hefur glannaskapurinn orðið mér til hjálpar því ef ég hefði verið í lægri gír hefði vélin hemlað bílinn sjálfkrafa - hann snúist og ef til vill farið framaf veginum. Um afleiðingar þess ætla ég ekki að leiða hugann að.“ Að þessari frásögn lokinni slógum við botninn í upprifjun Páls Rist frá liðnum starfsárum í lögreglunni. En víst er að hann á margar fleiri frásagnir í fórum sínum. Frost var í lofti þegar hann fylgdi mér til dyra þennan fyrsta laugardag í nýju ári og enginn hætta á að „bóndinn á Litla-Hóli“ rynni á blautu svelli þegar hann æki fram- eftir til gegninga á eftir en hann sinnir búskap sínum af fullum krafti þótt störfum í lögreglunni sé lokið. Hann segist vera með um hundrað ær á fóðrum en eftir sem áður hafa nægan tíma. Hann leit til lofts og sagði að líklegast yrði ekkert úr þessum kulda - veðurglöggur eins og bænda er siður en kvaðst þó hafa verið kvíðinn fyrir því að taka veðrið þegar hann byrjaði í lögregl- unni. „Ég vissi ekki nema að ég gerði ein- hverja vitleysu.“ Veðurspá Páls hefur þó ræst nú í lok einhvers hlýjasta janúarmán- aðar í manna minnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.