Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 20

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 20
Skíðalandsliðið valið Ólympíunefnd íslands tilkynnti í gær hvaða fímm skíðamenn hafa veriö valdir til að fara á Vetrarólympíuleikana í Albert- ville í Frakklandi 8. febrúar næstkomandi. í alpagreinum keppa Ásta S. Halldórsdóttir, Bolungarvík, Kristinn Björnsson, Ólafsfirði, og Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík. Til keppni í skíðagöngu völd- ust þeir Haukur Eiríksson og Röngvaldur Ingþórsson frá Akureyri. Vegna deilna um mat á árangri göngumanna segir í tilkynningu frá Ólympíunefnd að nefndin hafi aldrei sett önnur lágmörk en þau, að þátttakendur ættu að vera ofar en í miðjum hópi kepp- enda. SS Enn eru engin teikn á lofti um hækkun á rækjumörkuðum erlendis: Veit ekki hversu lengi við þraukum - segir formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda Halldór Jónsson, formaður Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir að enn sem komið er séu engin teikn á lofti um að verð á rækju sé að þokast upp á við. Ekkert bendi því til annars en að rækjuiðn- aðurinn búi enn um sinn við erfíðleika. Norðurland: Kólnandi veður Veðurstofa Islands spáir kóln- andi veðri yfír helgina. í dag verður norðvestanátt um allt Norðurland og frostið á bil- inu 3-6 gráður. Éljagangur verð- ur með ströndinni en úrkomu- laust til landsins. Undir morgun á sunnudag verður komin stíf suð- vestanátt og dumbungsveður. Er líða tekur á daginn má búast við bleytuhríð jafnt til sjávar sem sveita. ój Talsmenn rækjuiðnaðarins höfðu vænst þess að á síðari hluta síðasta árs myndi rækjuverð þok- ast upp á við eftir óvenju mikla verðlækkun. Þær vonir brugðust. Tveir þættir hafa öðrum fremur valdið verðlækkuninni. Annars vegar offramboð á kaldsjávar- rækju, sem íslendingar senda á markað, og hins vegar samkeppni frá hlýsjávar- og eldisrækju. Halldór Jónsson orðar það svo að hljóðið í forsvarsmönnum rækjuverksmiðjanna lagist lítið. Fátt bendi til stórra breytinga. „Sem stendur er offramboð kannski ekki höfuðástæðan. Þarna spilar líka inn í slæmt efna- hagsástand í Bretlandi. Fólk hef- ur lítið af peningum á milli hand- anna,“ sagði Halldór og bætti við að markaðssérfræðingar væru löngu hættir að spá um fram- vindu mála, það hefði enga þýð- ingu. „Við þraukum ennþá. Það þýðir ekkert annað. En hversu lengi það verður veit ég ekki,“ sagði Halldór. óþh Gat-t viðrœður? Mynd: Golli Fyrirvarar ríkisstjórnarinnar við tilboði framkvæmdastjóra GATT: Leggjum áherslu á að geta staðið við þessa fyrirvara sagði Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, á fundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar í fyrrakvöld Hvað sem líður samningum kvöld þar sem staðan í GATT- um GATT eða Evrópskt efna- viðræðunum var til umfjöllun- hagssvæði þá bíður okkar það ar. Halldór gerði á fundinum verkefni að endurskoða stööu grein fyrir þeim fyrirvörum sem settir hafa verið af ríkis- stjórninni við tilboöi Arthurs Dunkels, framkvæmdastjóra GATT, í viðræðunum. landbúnaðarins í íslensku rekstrarumhverfí, auðvitað með það að markmiði að styðja samkeppnisstöðu hans og fínna um leið leiðir til að hann geti lækkað vöruverðið og komið frjálsari inn á mark- aðinn,“ sagði Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra á opnum fundi Búnaðarsambands Eyja- fjarðar í Laugarborg í fyrra- Deilan um opnunartíma leiktækjasala á Akureyri: Eigendur leiktækjastaða hlíti settum reglum eins og aðrir - segir Gunnar Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs „Maðurinn hefur greinilega takmarkað vit á því sem hann er að tala um,“ sagði Gunnar Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, er hann var inntur álits á þeim ummælum Ingólfs Arnarson- ar, hjá BiIIjardi sf. á Akureyri í Degi í gær, að ekki sé verið að tala um að lengja opnunar- tíma leiktækjastofa á Akureyri með því að hafa þær opnar frá kl. 12.00-23.30. „í reglugerð bæjarstjórnar Akureyrar um leiktækjastofur er skýrt kveðið á um leyfilegur opn- unartími sé frá kl. 15.00-23.30. Þessi reglugerð er frá 1983 og er því ekki „gamalt og úrelt ákvæði lögreglusamþykktar frá 1954,“ eins og Ingólfur heldur fram. í reglugerðinni er einnig ákvæði um árlegt leyfisgjald fyrir slíka starfsemi. Með hliðsjón af fávís- legum ummælum Ingólfs þykir mér sýnt að hann hefur aldrei séð umrædda reglugerð. Þar með efast ég jafnvel um að tilskilið leyfisgjald fyrir starfsemi leik- tækjastofa hafi verið innheimt undanfarin ár.“ Gunnar sagði að íþrótta- og tómstundaráð hefði ekki lögreglu- vald og það væri ekki í verka- hring ráðsins að ganga eftir því að lögum um opnunartíma leik- tækjasala eða annarra þjónustu- fyrirtækja sé framfylgt. „Stað- reyndin er því miður sú að reglu- gerðin um opnunartíma leik- tækjasala hefur verið þverbrotin undanfarin ár. Á þeim tíma hefur margsinnis komið fram óánægja með þetta í foreldrafélögum grunnskólanna og hjá skóla- stjórnendum. Þeir síðarnefndu áttu frumkvæðið að því að hreyfa þessu máli nú og ég fagna því. Það er ekki verið að „skella skuldinni á leiktækjasalina" eins og forsvarsmaður Billjards sf. fullyrti. Krafan er einungis sú að eigendur leiktækjastofa hlíti sett- um reglum eins og aðrir. BB. „Við í ríkisstjórninni munum leggja á það áherslu að við getum staðið við þá fyrirvara, og raunar samningskröfur, sem felast í okk- ar samþykkt. En um leið og við leggjum áherslu á það viljum við ekki tala um málefni landbúnað- arins út frá því sjónarmiði að þar sé allt í besta lagi og við þurfum ekki að hyggja að því sem gerist í kringum okkur. Við verðum að horfa framávið, endurmeta stöðuna og vona að vegur land- búnaðarins megi vaxa á næstu misserum og árum. Halldór sagði eftirtektarvert að áhrif af tillögum Dunkels séu túlkuð mismunandi af aðilum hér á landi, t.d. hvað varðar verndar- tollana og þann stuðning við innanlandsframleiðsluna sem íslendingar hefðu heimild til að veita. Hitt liggi ljóst fyrir að það markmið þjóðanna að koma á markaðsverði landbúnaðarvara Hraðfrystihús Ólafsfjarðar: Viraisla hefst vart fyrr en viku af febrúar Vinnsla hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar byrjar vart fyrr en að hálfum mánuði liðnum. Unnið er að því að setja upp flæðilínu í gamla frystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar og ganga frá húsnæðinu. Að sögn Hreins Bernharðsson- ar hjá HÓ var að því stefnt að vinnsla gæti hafist í frystihúsinu 28. janúar nk., en nú er ljóst að af því getur ekki orðið. Líklegt er að vinnsla hefjist ekki fyrr en viku af febrúar. Múlabergið landaði síðast á Siglufirði til vinnslu hjá Þormóði ramma og Sólbergið er á veiðum. óþh sé heilbrigt og nauðsynlegt því nú sé ekki hægt að tala um heims- markaðsverð þegar landbúnaðar- vörur eru ýmist niðurgreiddar eða greiddar með þeim ógnar- háar útflutningsuppbætur. „í þessu samhengi verðum við líka að átta okkur á að við getum ekki búist við til langframa að okkur haldist á að standa á móti öllum innflutningi á kjöt- eða mjólkur- vörum nema okkur takist að lækka verð á landbúnaðarvörum frá því sem nú er og koma á hag- ræðingu innan greinarinnar. Eg tek fram að nú er ég ekki síður að tala um vinnslustöðvar landbún- aðarins en ýmislegt í honum sjálfum," sagði ráðherra. Nánar um GATT-fundi á Norðurlandi í fyrrakvöld á bls. 2 og 7. JÓH Skattstofur Norður- landsumdæmanna: Framtalseyðu- blöð send út á mánudag Framtalsskyldir einstaklingar á Norðurlandi fá glaðning í næstu viku frá skattstofunum þegar framtalseyðublöð verða borin út. Tæplega 19.000 framtalsskyldir einstaklingar eru á skrá skatt- umdæmanna tveggja á Norður- landi. í vesturumdæminu eru framteljendur um 7.500, en í því eystra eru fullorðnir framteljend- ur 14.631 og skattframtöl ná til 1.266 barna. Samkvæmt upplýs- ingum skattstjóranna á Akureyri og Siglufirði berast framtalsleið- beiningar til embættanna um helgina og framtalseyðublöðin verða því send út strax í byrjun næstu viku. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.