Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. janúar 1992 - DAGUR - 5 Efst í HUGA Skúli Björn Gunnarsson Byrjað á röngum enda Niðurskurður! Hvað annað ætti svo sem að tróna á toppi hugsanabunkans í allri þeirri ógnarumræðu sem spinnst í kringum sparnaðaraðgerðir vorra stjórnvalda? Ég er hjartanlega sammála því að við íslendingar höf- um lifað um efni fram og held að varla finnist sú sála sem getur fært rök fyrir að svo sé ekki. Til aðgerða þarf að grípa til að þjóðarbúið sigli ekki í strand, en ég er ekki sáttur við á hvaða enda stjórnvöld hafa ákveðið að byrja. Það er ekki byrjað á feitari endanum af rúllupylsunni heldur þeim magrari. Lífskjör lítilmagnans skert eina ferðina enn. Af hverju er í eitt skipti fyrir öll ekki hægt að snúa sér þangað sem fjármagnið er? Það er níðst á þeim sem strita fyrir hverjum eyri, en þeir sem sitja heima í leður- stólunum í glæsihöllunum og skoða bara reikningsyfirlitin sín fá að vera í friði. Samkvæmt útreikningum hefur bilið milli þeirra lægst og hæst laun- uðu í íslensku þjóðfélagi breikkað síðasta áratuginn. Er þetta stefna sem áfram verður haldið? Mér er fjandans sama hvaða stjórnmála- flokkar það eru sem koma á fjár- magnsskatti, öðru skattþrepi o.s.frv., bara ef ég sé hina ríku ekki alltaf verða ríkari og ríkari á kostnað okkar hinna. Hægt er að spyrja sjálfan sig og aðra að því hvers vegna fyrri ríkis- stjórnir hafi ekki snert við fjármagns- söfnun auðvaldsins, en ég held að í dag brenni þessi mál heitar á mönn- um en áður vegna þeirra aðgerða sem gengið er í. Fólk vill einfaldlega ekki viðurkenna að þær séu rétt- lætanlegar og ég skil það sjónarmið mæta vel. Hvaða réttlæti er t.d. í því fólgið, að hjón sem eiga börn þurfi að taka á sig sérstakar byrðar meðan barnlaus hjón þurfa þess ekki og er þó yfirleitt þrengra í búi barnafjöl- skyldna en barnlausra. Sú ríkisstjórn sem situr við stjórn- völinn þessa stundina hefði getað unnið sér hylli fjöldans með aðhalds- aðgerðum sínum ef hún hefði byrjað á að skera hjá þeim feitari. Af þeim sökum getur jóað ekki verið fylgið sem þeir eru hræddir við að missa með því að varpa einhverjum byrðum á bök fjármagnseigenda. Hvað skyldi það vera þá? Um það ætla ég ekki að fullyrða og allra síst þegar ráðherrar eru farnir að lýsa því yfir að þann 1. janúar á næsta ári verði kominn á fjármagnsskattur o.fl. fagurt sem ég mun fagna þegar það er orðið að veruleika. Samt býður mér í grun að hið litla samfélag okkar, þar sem allir þekkja alla, sé e.t.v. rót vandans. Of náin tengsl séu manna í millum, því hver sér sjálfum sér hagnað í að berja á þeim valdamiklu og eiga fyrir vikið á hættu að falla úr eigin sæti? Fjölmið lar Þröstur Haraldsson Olíkt hafast menn að meðan þeir bíða Framhaldssagan á íslenskum blaöamarkaöi ætlar engan endi aö taka. Ekkert bólar á nýja blaðinu sem búiö er að boöa at svo miklum ákafa. Sá sem leiöir þær tilraunir segist enn vongóöur um aö nýtt blað verði til, vonandi á þessu ári. Hingaö til hefur veriö talaö um aö þaö birtist í marsmánuði. Meöan beöiö er reyna menn ýmislegt til þess aö brúa bilið fram aö fæöingu. Aöstandendur flokksbiaöanna þriggja höföu nefnilega verið helst til fljótir aö lýsa yfir andláti blaöa sinna. Þjóðviljinn kemur áfram út og gerir þar meö spá mína frá sfðasta pistli ómerka. Þeim tókst að semja um greiðslu skuldarinnar viö Blaöa- mannafélagið og blaðið fær því að lifa út næstu viku. Þá er boöaö stórt blaö þar sem ýmsir málsmetandi menn í íslensku þjóöfélagi skrifa minningargreinar um blaöiö. Tíminn heldur áfram aö koma út undir forystu þingmannsins austfirska. Þar á bæ eru menn kokhraustir og segjast vera aö safna áskrifend- um. Samt hefur maöur á tilfinningunni aö þeir séu bara aö þreyja þorrann og góuna þangaö til þeir geta sælir og glaöir runniö saman viö ein- hverja aöra útgefendur á markaönum. Alþýöublaöiö hefur nú ekki veriö til skiptanna undanfarin ár, en það er samt búiö að skipta sér í tvennt - almennt fréttablað og yfirlýst flokks- málgagn. Hins vegar er erfitt aö sjá hvar skilin eru því þaö eru myndir af sömu Jónunum um allt blaö. Þeir kratar segiast Ifka vera í sókn og aö safna áskrifendum. I því skyni hafa þeir beöiö Pressuna um leyfi til aö láta hana fylgja með Al- þýðublaðinu til áskrifenda fyrstu vikurnar. Svo heyrðist af þvf aö starfsmenn Þjóöviljans ætli aö freista þess aö gefa út helgarblað Þjóö- viljans (sennilega þó án tilvfsunar f Ifkiö) eftir aö hann er allur, Þarna er um að ræða tilraun starfsmanna til aö skapa sér atvinnu enda fátt um fína drætti á þessum samdráttartfmum. Von- andi gengur þeim vel viö þetta framtak. Þeir þurfa hins vegar aö fara f slag viö Press- una um markaö. Friðrik Friðriksson, hinn nýi eigandi Pressunnar, mun vera hættur viö að hefja útgáfu á nýju helgarblaði og færa Press- una fram eftir vikunni eins og hann lýsti yfir þegar kaupin voru gerö. Pressan veröur því áfram helgarblað. Þaö hefur veriö dálítiö undarlegt aö fylgjast með viöbrögðum Pressunnar viö tíöindum á blaöamarkaöi síöan i haust. Þeir hafa staöiö viö hliöarlínuna, drýldnir á svip og kastað inn á völl- inn meinfýsnum athugasemdum um einstaka leikmenn. Annars er Pressan í sókn um þessar mundir. Meö nýjum herrum hafa greinilega komiö nýir peningar því nú er búiö að ráöa helling af nýjum blaðamönnum sem eiga að styrkja stööu blaös- ins á helgarmarkaðnum. Nokkrar breytingar hafa verið geröar á blaöinu, sumar til góös en aðrar ekki eins og gengur. Enn sem fyrr finnst mér þaö samt vera málgagn krakkanna glööu og kátu í Kvosinni sem eiga sér það helst vandamál aö ákveöa hvaöa bar skuli sóttur heim í kvöld. Sjónarhorniö er allt saman af Hverfisgötunni og Esjan byrgir mönnum sýn. Og svo er fariö að gæta áhrifa nýja eigand- ans (sem ég trúi ekki enn aö hafi snarað þess- um peningum út einn og óstuddur). Friörik er búinn aö raöa félögum sfnum úr Frjálshyggjufé- laginu á dálkana og vantar engan nema sjálfan hugmyndafræðinginn, Hannes Hóimstein, sem hlýtur aö birtast mjög bráölega, sennilega sem leiöarahöfundur. Þaö er heldur ekki frítt viö aö í skrifum blaösins sannist hiö fornkveðna aö eftir höföinu dansa limirnir þrátt fyrir yfirlýst frelsi rit- stjórnarinnar. Mér finnst ég merkja æ oftar þennan hrokafulia sjálfbyrgingstón sem stutt- buxnadeild Sjálfstæöisflokksins hefur tamiö sér. [ Ijósi þessarar þróunar verður æ brýnna aö nýtt blað verði stofnaö. Ég trúi ekki ööru en aö markaöur sé fyrir blaö sem birtir önnur sjónar- mið en þau sem rfkja f Sjálfstæöisflokknum. Þaö hljóta kiókir fjáraflamenn aö sjá. Þaö er ekki veriö aö tala um endurnýjun flokksmálgagnanna sem nú heyja sitt dauðastríö, heldur frjálslynt og gagnrýnið blaö sem getur haldiö uppi viðræðum viö Moggann og DV um málefni dagsins. Lögreglan Akureyri í dag taka gildi breytingar á símum hjá lögreglunni á Akureyri Neyðarsími .................. 23222 Skiptiborð................... 12233 Beint innval ................ 12255 - fangelsi .................... 204 - varðstjóri .................. 205 - yfirlögregluþjónn ........... 206 - aðst. yfirl.þjónn ........... 207 Rannsóknardeild - Daníel Snorrason ............ 210 - GunnarJóhannsson ............ 211 - Hreiðar Eiríksson............ 212 - Jóhannes Sigfússon .......... 213 ★ GEYMIÐ AUGLYSINGUNA. Almennir stjórnmálafundir Framsóknarflokksins Þingmenn Framsóknarflokksins efna til almennra stjórnmálafunda í öllum kjördæm- um landsins á næstunni. Fundirnir á Norðurlandi verða haldnir sem hér segir. Norðurland eystra: Þriöjud. 28. janúar í Bergþórshvoli, Dalvík kl. 21.00. Ræöu- menn: Valgeröur Sverrisdóttir og Guöni Ágústsson. Miðvikud. 29. janúar á Hótel KEA, Akureyri kl. 20.30. Ræöu- menn: Guðmundur Bjarnason, Valgeröur Sverrisdóttir og Guðni Ágústsson. Fimmtud. 30. janúar í Félagsheimilinu Þórsveri, Þórshöfn kl. 21.00. Ræðumenn: Jón Kristjánsson og Jóhannes Geir Sigur- geirsson. Föstud. 31. janúar á Hótel Húsavfk, Húsavík kl. 20.30. Ræðu- menn: Jón Kristjánsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Norðurland vestra: Sunnud. 26. janúar á Siglufirði kl. 16.00. Ræðumenn: Páll Pét- ursson og Guðmundur Bjarnason. Þriðjud. 28. janúar á Sauðárkróki kl. 21.00. Ræðumenn: Stefán Guðmundsson, Páll Pétursson og Finnur Ingólfsson. Miðvikud. 29. janúar á Blönduósi kl. 21.00. Ræðumenn: Páll Pét- ursson, Stefán Guðmundsson og Finnur Ingólfsson. Fimmtud. 30. janúar á Hvammstanga kl. 21.00. Ræðumenn: Stefán Guðmundsson, Páll Pétursson og Ólafur Þ. Þórðarson. Fundirnir eru öllum opnir, verið velkomin. Framsóknarflokkurinn Leið tíl markvissari ákvarðanatöku Á námskeiðinu eru kennd leið til markvissari ákvarð- anatöku. Skoðaðir eru helstu þættir ákvarðanatöku- ferilsins, þ.e. afmörkun vandamála, upplýsingaöflun, komist að niðurstöðu og lært af reynslunni. Námskeiðið er ætlað stjórnendum fyrirtækja og stofnana, deildarstjórum og öðru fólki með manna- forráð, verkefnastjórum, vinnunefndum og -hópum og öðrum þeim sem vilja víkka sjóndeildarhringinn og taka betur grundaðar ákvarðanir. Námsefninu er skipt upp sem hér segir: ★ Það sem gera þarf áður en ákvörðun er tekin. ★ Afmörkun viðfangsefnisins. ★ Aðferðir, sem gera ákvörðunartökuna skilvirkari. ★ Hópákvarðanir. ★ Hvers vegna lærum við ekki af reynslunni. ★ Hvernig bæta má svörun. ★ Hvernig við getum endurskoðað okkar eigin ákvörðunarferli. Námskeiðið er í umsjón Marinós G. Njálssonar, ákvörðunarfræðings. Tími: Boðiö er upp á námskeiðið á Akureyri dag- ana 31. janúar til 2. febrúar nk. alls 12 klukku- stundir. Upplýsingar og innritun í síma 25838 milli 17 og 18.30, mánudag 27. til miðvikudags 29. janúar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.