Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. janúar 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Ekkert varð af landsleik íslendinga og Litháa í körfubolta á Sauðárkróki:
„Gagnrýnisvert að slíkt klúður geti átt sér stað“
Ekkert varð af landsleik ís-
lendinga og Litháa í körfu-
knattleik, sem til stóð að færi
fram á Sauðárkróki í gærkvöld.
Litháar héldu af landi brott í
gærmorgun, eftir að hafa leik-
ið tvo leiki hér á landi, annan í
Grindavík og hinn í Reykja-
vík.
Þórarinn Thorlacius, formaður
körfuknattleiksdeildar Tinda-
stóls, var allt annað en ánægður
með að leikurinn á Sauðárkróki
dytti upp fyrir, enda hafði verið
lagt í mikla og kostnaðarsama
undirbúningsvinnu vegna hans. í
því sambandi má nefna að leikur-
inn hafði verið vel auglýstur,
búið var að útbúa gjafir handa
Litháum, hafinn var undirbún-
ingur matarveislu á Hótel Mæli-
felli, skráning í sætaferðir frá
Blönduósi, Skagaströnd og
Hvammstanga stóð sem hæst og
svo mætti áfram telja. Eins og
kom fram í Degi í gær, ríkti mikil
eftirvænting á Sauðárkróki vegna
leiksins, enda í fyrsta skipti sem
spila átti landsleik í körfubolta á
Króknum.
„Ég fékk af því fregnir um kl.
14.00 á fimmtudaginn að það
hafði eitthvað misfarist í sam-
skiptum KKÍ og Litháa en það
var ekki fyrr en kl. 19.00 á
fimmtudagskvöld að endanlega
var ljóst að af leiknum á Sauðár-
króki yrði ekki. Forsvarsmenn
KKÍ reyndu allt sem þeir gátu til
Ráðstefna um altæka gæðastjórnun í sjávarútvegi:
Nauðsynlegt að virlga alla starfs-
menn og gera þá að stjórnendum
- sagði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa
Að allir starfsmenn verði þátt-
takendur í ákvarðanatöku var
megin inntakið í erindum Finn-
boga Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað, Gunnars Ragnars,
framkvæmdastjóra Útgerðar-
félags Akureyringa og Tryggva
Finnssonar, framkvæmdastjóra
Fiskiðjusamlags Húsavíkur á
ráðstefnu um altæka gæða-
stjórnun í sjávarútvegi, sem nú
stendur yfir á Akureyri.
Framkvæmdastjórarnir ræddu
um á hvern hátt skapa megi
skilyrði fyrir gæðastjórnun í
fyrirtækjum og á hvern hátt
veita eigi forystu í gæðamál-
um.
Finnbogi Jónsson sagði að
nauðsynlegt væri að allir starfs-
menn viti að hvaða markmiðum
sé stefnt í viðkomandi fyrirtæki
og geri sér grein fyrir þeim. Hann
sagði að setja beri verkþjálfun á
æðri stall en verið hafi því mesta
auðlind hvers fyrirtækis sé starfs-
fólkið sjálft. Hann ræddi einnig
um nauðsyn þess að brjóta niður
múra á milli stjórnenda og sér-
fræðinga í fyrirtækjum og hins
almenna starfsmanns því oft væri
menntun sérfræðinga fyrst og
fremst fólgin í ákveðnum
aðferðafræðum en fólkið á gólf-
inu byggi yfir sjálfri kunnáttunni
sem nauðsynleg væri til þess að
framleiðsla gæti átt sér stað.
Finnbogi ræddi einnig um nauðsyn
gagnaskráningar og á hvern hátt
væri hægt að láta tölfræðilegar
upplýsingar tala og nýta þær við
úrbætur - bæði í mannlegum
samskiptum og einnig varðandi
rekstur.
Gunnar Ragnars sagði að sín
reynsla væri fjarri því að starfs-
fólk væði yfir höfuðið á stjórn-
endum þótt að það væri haft með
í ákvarðanatöku og stjórnun.
Hann kvað megin boðskapinn
varðandi altæka gæðastjórnun
vera fólginn í því að virkja alla
starfsmenn og gera þá að stjórn-
endum. Síðan sagði hann frá
samráðsfundum með starfsfólki
Útgerðarfélagsins þar sem rætt
var um málefni starfa þess á
breiðum grundvelli - hugmynd-
um safnað, þær síðan ræddar og
leitað að bestu lausnum. Gunnar
kvað mjög góðan árangur hafa
orðið af þessu starfi hjá Útgerð-
arfélaginu.
Tryggvi Finnsson kvað sína
reynslu vera mjög áþekka því
sem gerst hafi hjá Síldarvinnsl-
unni og Útgerðarfélagi Akureyr-
inga. Hann sagði að eitt megin
verkefni framkvæmdastjóra væri
að vera foringi í sínu liði - miðla
Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA, sagði á ráðstefnu um altæka gæðastjórnun í sjávarútvegi, að mjög góður
árangur hafi orðið af samráðsfundum með starfsfólki. Mynd: Goiii
Sveitarstjórn ÖxarQarðarhrepps:
Ákveðið að sameina leik- og grunnskólaim
- óskað eftir starfsleyfi fyrir hinn nýja skóla
Á fundi sveitarstjórnar Öxar-
fjaröarhrepps var samþykkt að
sameina grunnskólann á Kópa-
skeri og leikskólann Krflakot
og sækja um starfsleyfi fyrir
hinn nýja skóla til menntamála-
ráðuneytisins. Litið er á sam-
eininguna sem þróunarverk-
efni og gengið út frá því í
umsókninni um starfsleyfí, en
formleg viðbrögð eiga eftir að
berast frá ráðuneytinu.
í ályktun sem samþykkt var á
fundinum segir eftirfarandi:
„Sveitarstjórn Öxarfjarðar-
hrepps samþykkir að leikskólinn
Krílakot og grunnskólinn á
Kópaskeri verði sameinaðir og
reknir í húsnæði grunnskólans og
felur áður kjörinni undirbúnings-
nefnd að vinna að framgangi
málsins.
Ástæður sameiningarinnar
eru: í fyrsta lagi: Vannýtt hús-
næði skólans, liðlega 20 nemend-
ur eru í skóla og 10 í leikskóla. í
öðru lagi: Húsnæði leikskólans er
óviðunandi en skólahúsnæðið
glæsilegt, rúmgott og fullfrágeng-
ið. í þriðja lagi: Áhugi starfsfólks
skólans og leikskólans á þróunar-
starfi.“
Þá segir að stjórnunarfyrir-
komulag verði með þeim hætti að
skólastjóri og leikskólastjóri sjái
saman um daglega stjórnun
stofnunarinnar undir yfirumsjón
nýrrar skólanefndar.
Einnig segir í ályktuninni:
„Sveitarstjórn fer þess á leit við
menntamálaráðuneytið að þetta
nýja skólaform á Kópaskeri fyrir
hálfs árs börn til tólf ára verði
metið sem þróunarverkefni, sbr.
18. gr. iaga um leikskóla og 70.
gr. laga um grunnskóla og fái
starfsleyfi sem slíkt.“
Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit-
arstjóri, sagði að nokkrar breyt-
ingar þyrfti að gera á húsnæði
grunnskólans, brjóta fyrir einum
dyrum, girða af leiksvæði og
koma upp leiktækjum fyrir
yngstu börnin. Hún vissi ekki
hvort sameiningin yrði að veru-
leika fyrir næsta skólaár, það færi
eftir viðbrögðum menntamála-
ráðuneytisins. SS
því upplýsingum og hvetja til
dáða. Hann líkti því við að for-
stöðumaður eða þjálfari knatt-
spyrnuliðs væri inná sjálfum leik-
vanginum. Tyggvi taldi nauðsyn-
legt að um fjórðungur af tfma
framkvæmdastjóra væri varið á
þennan hátt.
Ráðstefnan um altæka gæða-
stjórnun í sjávarútvegi hófst á
miðvikudag og lýkur í dag, laug-
ardag með „vinnubúð" þar sem
framkvæmdastjórarnir bera sam-
an bækur sínar með tilliti til þess
hvernig altæk gæðastjórnun hef-
ur gengið í fyrirtækjunum er þeir
veita forstöðu. ÞI
þess að fá þriðja leikinn en það
gekk ekki upp.“
Þórarinn sagði það gagnrýni-
vert að undirbúningur þessarra
landsleikja væri slíkur, að svona
klúður gæti átt sér stað og ef
þetta hefði legið ljóst fyrir á mið-
vikudag, hefði verið hægt að færa
leikinn sem fram fór í Laugar-
dalshöll á fimmtudagskvöld til
Sauðárkróks.
Kolbeinn Pálsson, formaður
KKÍ, sagði í samtali við Dag í
gær, að það hefði allt verið reynt
til þess að leikurinn á Sauðár-
króki gæti farið fram. „Við vor-
um búnir að fá svar frá Litháum
um að þeir spiluðu þrjá leiki, á
miðvikudag, fimmtudag og föstu-
dag og samkvæmt því unnum við
að undirbúningi. Þegar ljóst var
að Litháar áttu að fara frá Kaup-
mannahöfn til Litháens á kl. 8.30
á laugardagsmorgni, (í morgun)
eða á sama tíma og vél Flugleiða
fer frá Keflavík til Kaupmanna-
hafnar, fórum við í reyna aðrar
leiðir fyrir þá, svo leikurinn á
Sauðárkróki gæti einnig farið
fram. Prátt fyrir ítrekaðar til-
raunir var ekki hægt að koma því
við og fyrst og fremst vegna þess
að ekki var hægt að breyta þeirra
ferðaáætlun frá Kaupmanna-
höfn.
Kolbeinn sagði jafnframt að
Sauðárkrókur væri efstur á blaði
varðandi landsleik í körfubolta
en þó væru ekki fleiri landsleikir
fyrirhugaðir hér á landi í vetur.
-KK
Bílasýnincr
verður í sýningarsal okkar
að Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5,
laugardaginn 25. janúar og
sunnudaginn 26. janúar
frá kl. 14-17 báða dagana.
Frumsýnum á Norðurlandi
Subaru Legacy 2,0 4x4
Komið og kynnið ykkur frábæra bíla.
Hagstætt verð og greiðsluskilmálar.
BSV
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri.
Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2.