Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. janúar 1992 - DAGUR - 7 Eyfirskir bændur funduðu um GATT-málefni í fyrrakvöld: Landbúnaðarráðherra fái stuðning í bar- áttunni við Jóna-dúett Alþýðuflokksins Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra í ræðustóli á bændaklúbbsfundinum í Laugarborg. T.v. á myndinni eru framsögumennirnir Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri og Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bscnda. Mynd: JÓH Búnaðarsamband Eyjafjarðar efndi til bændaklúbbsfundar í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í fyrrakvöld þar sem umræðu- efnið var staðan í GATT-við- ræðunum. Framsögumenn á fundinum voru þeir Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, og Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsambands bænda. Fram kom í máli bænda á fundinum að þeir hafa uppi spurningar um þá misvís- un sem er á túlkun aðila á áhrifum af tilboði Dunkels í GATT-viðræðunum. Þá virt- ust fundarmenn almennt sam- mála um að takast verði á við ýmsar breytingar í náinni framtíð en standa verði fast á þeim fyrirvörum sem ríkis- stjórnin hafi sett sem samn- ingskröfur af íslands hálfu. í lok fundarins í Laugarborg var samþykkt ályktun fundarins þar sem stjórnvöld eru áminnt um að standa á þeim fyrirvörum sem ríkisstjórnin hefur sett. Ályktunin er svohljóðandi: „Eigi væntanlegt GATT-sam- komulag að geta komið til greina gagnvart íslenskum landbúnaði verður að standa fast á kröfum um strangt heilbrigðiseftirlit og verðtryggingu skuldbindinga varðandi tollaígildi og innan- landsstuðning. Á sama tíma og niður eru felldar útflutningsuppbætur á íslenskar landbúnaðarvörur kem- ur ekki til greina að heimila inn- flutning á niðurgreiddri búvöru. Verði af GATT samkomulagi, skorar fundurinn á Alþingi að láta fara fram heildarúttekt á áhrifum slíks samkomulags á íslenskt hagkerfi, áður en endan- leg afstaða til þess verður tekin.“ Grunvallarbreytingar í tilboði Dunkels Gunnlaugur Júlíusson, rakti í máli sínu ganginn í GATT-við- ræðunum á síðustu tveimur árum en fór því næst yfir helstu atriðin í því tilboði sem Arthur Dunkel, framkvæmdastjóri GATT, lagði fram laust fyrir jól. Gunnlaugur sagði tvö grund- vallaratriði skipta mestu máli fyr- ir íslenskan Iandbúnað í tilboði Dunkels. í fyrsta lagi að innflutn- ingshömlum verði breytt í tolla sem breyti þeirri reglu er ríki í dag að íslendingar leyfi ekki inn- flutning á búvörum meðan inn- lend framleiðsla geti annað eftir- spurn. í öðru lagi feli breyting á heilbrigðisreglum í sér grundvall- arbreytingu. Hingað til hafi íslendingar haft þá löggjöf að banna innflutning á ákveðnum búvörum af heilbrigðisástæðum. Þessar reglur hafi verið harðar vegna reynslu af innflutningi, sér í lagi lifandi búfjár. Samkvæmt tilboði Dunkels verði heimildir landa til að beita innflutningstak- mörkunum á grundvelli heil- brigðisaðstæðna takmarkaðar og þeim breytt í að á innflutnings- landi hvíli sönnunarbyrði, þ.e. að ef íslendingar vildu koma í veg fyrir að ákveðin vara yrði flutt til landsins þá yrðu þeir að sanna að þessi vara sé landinu hættuleg. í lok máls síns sagði Gunnlaug- ur bændasamtökin á margan hátt ásátt við þá fyrirvara sem ríkis- stjórnin hefur gert við þessi samningsdrög en öllu máli skipti hver verði endanleg niðurstaða í viðræðunum. „Ekki er hægt að krefjast meira af stjórnvöldum í þessu sambandi en þau marki stefnu og fylgi henni eftir,“ sagði Gunnlaugur. Efasemdir um frjálsræðið í matvælaviðskiptum Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri, vék í sínu máli að þróun í landbúnaðinum í heiminum. Hann hafði uppi efasemdir um frjálsræðið í viðskiptum með matvæli og sagði lögmál fram- boðs og eftirspurnar haga sér á annan hátt þegar matvæli séu annars vegar. „Það er sagt að þessar tillögur miði að því að ná saman þeim stærstu, þ.e. Bandaríkjunum annars vegar og efnahagsbanda- laginu hins vegar. Þá er spurning- in hvernig fer fyrir smáu þjóðun- um sem klemmast á milli.“ Jónas sagði að fari sem horfir séu einhver mestu vonbrigðin þau ef heilbrigðisverndin fái ekki að halda. Hér á landi eru 1100 ára gömul búfjárkyn og þau séu mikilvæg frá umhverfissjónar- miði. „Þið hafið búið við það bændur að hér hefur verið beitt mesta öryggi varðandi meðferð á búfé innanlands en þetta verður brotið niður því við eigum ekki að ráða neinu um landbúnaðarstefnuna.“ Um fyrirvara ríkisstjórnarinn- ar sagði Jónas helstu vonina þá að til komi stórir bandamenn, t.d. Japanir og Kanadamenn. Hann sagði bændasamtökin telja mikilvægt að þetta GATT-mál sé nú fyrst kynnt fyrir þjóðinni. „Það sem við verðum að vona er að sá sigur vinnist að við fáum að hafa sjálfstæða landbúnaðarstefnu og ráða þar með nokkuð hvað við gerum hér og hvað ekki. Við höf- um hér matvælaöryggi og við skulum sameinast um að styrkja stjórnina okkar í þeirri trú að það sé til nokkurs að vinna að geta búið hér í landinu eins og við viljum. Rökin eru óteljandi fyrir því að við eigum að hafa hér landbúnað." Fyrirvarar ríkisstjórnar- innar hljóta að vera samningskröfur Fleiri fundarmenn lýstu stuðningi sínum við landbúnaðarráðherra og þá fyrirvara sem ríkisstjórnin hefur samþykkt vegna tilboðs Dunkels. Tveir af þingmönnum kjördæmisins, þeir Guðmundur Bjarnason og Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, lögðu áherslu á að þessir fyrirvarar verði samnings- kröfur af hálfu íslands en Guð- mundur taldi nokkurn brest að heyra á Alþýðuflokksmönnum í ríkisstjórn. „Við vitum að við- skiptaráðherra hefur dregið úr þessum fyrirvörum og leyft sér að kalla þetta athugasemdir en auð- vitað eru þetta fyrirvarar sem ríkisstjórnin hefur gert og land- búnaðarráðherra og forsætisráð- herra hafa margoft lýst yfir. Við vitum að landbúnaðarráðherrann okkar glímir við sína samstarfs- menn sem sumir hverjir sjá ekki annað en það sem erlent er og við skulum sameinast um að styðja ráðherrann í baráttunni við Jóna- dúettinn í Alþýðuflokknum,“ sagði Guðmundur. Fórnum ekki heilbrigðis- kröfum fyrir lágt verð Þóranna Björgvinsdóttir sagði bændur hafa það ofarlega í huga hver hollusta sé af þeim afurðum ef innflutningur verði hafinn af alvöru. Auk þess megi spyrja hvaðan sá gjaldeyrir eigi að koma sem greiða eigi með fyrir þessar vörur. „Við höfum í langflestum til- fellum getað treyst því að sú mat- vara sem við berum á borð úr íslensku hráefni sé holl og ómenguð. Við vitum mætavel að í erlendum landbúnaði eru notuð ýmis hjálparefni, lyf, eitur og hormónar. Þetta eru efni sem ekki eru leyfð í íslenskum land- búnaði. Fræg mynd sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir nokkrum mánuðum sýndi m.a. skelfilegan aðbúnað svína og hænsna og þar sem nautgripir voru aldir á hænsnaskítnum. Hvernig skyldi það nautakjöt bragðast komið á diskana? Því segi ég að það er skýlaus krafa okkar bænda að aldrei verði fórnað heilbrigðis- kröfum fyrir lágt verð. Það er eðlilegt að mikill urgur sé í bænd- um vegna þessarar GATT-um- ræðu en við verðum að gera okk- ur grein fyrir að vegna breyttra tíma í samskiptum við aðrar þjóðir þá er nauðsynlegt að Island taki þátt í þeirri umræðu. Við megum ekki vera svo nei- kvæð að berja í borðið og segja að það eigi ekki að leita samn- inga og ræða þessi mál, eins og ég hef heyrt suma segja. En þessar umræður verða að byggjast á sanngjörnum forsendum. Hvaða sanngirni er það að íslendingar afnemi t.d. alveg útflutningsbæt- ur á sínum landbúnaðarafurðum á sama tíma og samkeppnisaðil- inn lækkar sínar niðurgreiðslur aðeins um 36%?“ Þóranna taldi fslenska bændur sjá fram á ójafna og harða sam- keppni við innflutning. Hérlend- ur landbúnaður geti ekki staðist verðsamkeppni þeirra þjóða sem viðhaldi bæði stuðningi við sinn landbúnað og útflutningsbótum sem jafngildi 64% af því sem áður var. „Það hljóta að vera eðlilegri viðskiptahættir að útflutningslöndin afnemi allar útflutningsbætur. Það er ekki fyrr en þessum atriðum er náð að raunverulegur grundvöllur er fyr- ir áframhaldandi umræðu um frjálsræði í viðskiptum með land- búnaðarafurðir," sagði Þóranna Björvinsdóttir. Hæpnar fullyrðingar Neytendasamtaka um lækkun matvælaverðs Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra, lagði áherslu á að útilokað sé að segja til um áhrif af GATT-sam- komulagi á þeim nótum sem til- boð Dunkels gerir ráð fyrir. „Ég er þeirrar trúar að í vernd- artollinum komi til með að felast raunveruleg vernd. Kannski ekki 100%, það veltur á verðbólgu- þróuninni hér og erlendis. En við skulum ekki gleyma því að verð- viðmiðunin við álagningu toll- anna er sótt aftur í tímann til 1986-1988. Þær kröfur um lækk- un útflutningsbóta um 36% hjá hverri þjóð koma til með að lyfta verði vara í alþjóða verslun. Því er það hæpin ályktun Neytenda- samtakanna þegar þeir fullyrða að matmælaverð muni lækka í framhaldi af þessum samningum. Þvert á móti mun það örugglega hækka til að byrja með því við erum jú innflytjendur meirihluta þeirra landbúnaðarvara sem við neytum. Ef okkur tekst á sama tíma, sem nauðsynlegt er, að lækka verulega verð á íslenskri framleiðslu á næstu árum þá get- ur verndartollurinn í raun haldið 100% verndargildi út samnings- tímann. Ég ítreka það að þetta er ef-ið. Það sem ég held að verði skeinuhættast íslenskum land- búnaði, ef illa tekst til, eru ákvæðin um þennan lágmarks markaðsaðgang á lágum tollum og ef ekki verður hægt að fram- kvæma þetta öðru vísi en svo að sú vara sem þannig er flutt inn verði á hálfu verði miðað við íslenskar afurðir þá mun það hola steininn hér innanlands. Hver haldið þið að viðbrögðin verði ef eina vikuna verður hægt að kaupa smjör á 200 kr. kílóið en þegar það er búið kemur íslenskt smjör á 5-600 kr. kílóið? Það verður hið erfiða mál í þessu.“ Sigurgeir sagði rétt sem fram kom í ræðu Jóhannesar Geirs Sigurgreirssonar, alþingismanns, fyrr á fundinum að íslenskir bændur hafi gengið í gegnum stranga aðlögun á undanförnum árum. „En þeir eru ekki komnir niður í dalbotninn enn í þeirri aðlögun. Við skulum hafa hug- fast að sú skerðing f framleiðslu sem ákveðin var í búvörusamn- ingnum er ekki farin að snerta íslenska bændur ennþá. Hún kemur ekki fram fyrr en næsta haust. Hvort sem verður GATT eða ekki þá eru erfiðir tímar framundan fyrir íslenska bænda- stétt. En Jóhannes Geir sagði líka að stéttin hefði sýnt styrk og ég tek undir það með honum og treysti því að hún megi með góðra manna hjálp sýna þann styrk áfram,“ sagði Sigurgeir. JÓH Vantar skemmtikrafta? Þá er X-TRÍÓ góður kostur. X-TRÍÖ er sönglaga- tríó sem býður uppá fjöl- breytta og vandaða dagskrá með þekktum alþýðu- og þjóðlagaperl- um, ásamt léttum grín og gleðisöngvum. Einnig sérsamið efni eftir óskum, ef pantað er með góðum fyrirvara. Upplýsingar í símum: 96-27686 Sigurður, 96-24021 Erlingur, 96-27205 Birgir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.