Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 25. janúar 1992 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Það sem koma skal - hvað ber rokkárið 1992 í skauti sér? Nú á nýbyrjuðu ári hafa menn uppi ýmsar væntingar um hvað það muni bera í skauti sér, hvers sé að vænta o.s.frv. Eru slíkar vangaveltur uppi í rokkinu eins og í mörgu öðru og velta menn þar fyrir sér m.a. hverjir munu skína skærast á árinu, hvort eitthvað nýtt komi fram og fleira í þeim dúr. í fyrra voru það nöfn REM, Bryan Adams, Guns ’N’ Roses, U2 og Metallica, sem skinu einna skærast, að ógleymdri Seattle- sveitinni Nirvana, sem sló ræki- lega í gegn með annarri plötunni sinni Nevermind og komst með hana í efsta sæti bandariska breiðskífulistans í síðustu viku. Poppskrifari Dags ætlar ekki að vera hér með vangaveltur um framvindu rokkársins 1992, en birtir þess í stað samantekt á nokkru því sem vænta má á árinu, eða hefur nú þegar litið dagsins Ijós á fyrstu dögum þess. Fyrst ber að telja nýjustu afurð fyrrum forsprakka Velvet Under- ground, Lou Reed, sem nefnist Magic and Loss. Fær Reed frá- bæra dóma fyrir plötuna og þykir gagnrýnendum að hér sé nú þegar komin ein besta smíð ársins. REM mun nú þegar vera byrj- uð að semja efni á nýtt verk sem væntanlega mun koma út seinni hluta ársins. Lou Reed þykir sýna allar sínar bestu hliðar á nýju plötunni Magic and Loss. AC/DC, einir af jöfrum þunga- rokksins, eru í óða önn við að velja efni á tvöfalda tónleikaplötu sem koma á út í vor. Bryan Adams mun ekki senda frá sér nýtt efni á árinu, enda ekki ástæða til þar sem Wakeing up the Neighbours selst enn mjög vel. Hann mun hins vegar verða duglegur við tónleikahaldið og ætlar m.a. að vera með tónleika á Wembley 18. júlí. Stórsveitin, Def Leppard, verð- ur hins vegar með nýja afurð á árinu, sem mun nú vera á loka- vinnslustigi í hljóðveri á írlandi. Er von á útgáfu í vor eða snemma sumars. Annars er það af Def Leppard að segja að eng- inn eftirmaður hefur fundist ennþá fyrir Steve heitin Clark í hljómsveitina. Þá er möguleiki á að hún verði á Doningtonhátíð- inni í ár. Kiss, sú aldna sveit, sem líkt og Def Leppard missti meðlim í fyrra, Eric Carr trommuleikara, sendir frá sér nýjan grip í vor. Hefur hann nú þegar hlotið nafn- ið Revenge og mun það vera drengur að nafni Eric Singersem sem þar ber bumbur. (Þó ekki sína eigin væntanlega). Guns ’N’ Roses ætla að eyða öllu árinu eins og það leggur sig í tónleikahald, en þó er ekki loku fyrir það skotið að nýtt efni í ein- hverri mynd komi frá hljómsveit- inni á árinu. Úr heimi þyngra rokks er ýmis- ilegs að vænta og skal nú drepið á nokkuð af því. Megadeth hefur nýlokið við að semja efni fyrir nýtt plastþrykk sem koma á út í sumar. Kanadíska pælingaspíttsveitin Annihilator, sem öllum finnst frá- bær sem hlustað hafa á, er þessa dagana að hljóðblanda sína þriðju völdunarsmíð með upptökustjóranum fræga Max Af stjórnarbreytingum Sigríður og Grétar hafa fengið nýja félaga til Stjórnarsamstarfs. Mynd: Goiii út um allt land. Verður spennandi i nýju og væntanlega endurbættu að sjá hvernig til tekst hjá þessari | útgáfu Stjórnarinnar. Hitt og þetta Það kom ekki svo mjög á óvart þegar Stjórnin lét þau boð út ganga síðastliðið haust, að hún hyggðist taka sér gott frí fram yfir áramót. Hafði hljómsveitin verið á nær stanslausu spani allt frá því hún gerði garðinn frægan í Eurovision 1990, þannig að tími var til kominn að hægja á ferð- inni. Öllu meiri athygli vakti er sögu- sagnir fóru að heyrast um að ekki væri allt með felldu innan hljóm- sveitarinnar og að hún væri jafn- vel á leiðinni með að leggja upp laupana. Það hefur hins vegar ekki orðið raunin sem betur fer að Stjórnin hætti, en stórfelldar breytingar hafa orðið á hljóm- sveitinni, sem opinberaðar voru nú skömmu eftir áramótin. Eins og landsmenn fengu reyndar að sjá 09 heyra í þætti Hemma Gunn A tali, (þar sem hljómsveitin flutti lagið Ein af Tvö líf í nýrri útsetningu) þá eru þrír nýir meðlimir gengnir í Stjórnina í stað fjögurra sem eru hættir. Eru þetta þeir Friðrik Karlsson gítar- leikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Haraldur G. Hauksson trommuleikari, sem koma í staðinn fyrir þá Eið Arn- arsson bassaleikara, Einar Braga Bragason saxafónleikara, Þorstein Gunnarsson trommu- leikara og Jón Elvar Hafsteins- son gítarleikara. Er þessi nýja útgáfa af Stjórn- inni að fara á fulla ferð nú og má segja með sanni að hún byrji þar sem frá var horfið, því fyrsti opin- beri dansleikur hljómsveitarinnar verður hér á Akureyri um næstu helgi, líkt og sá síðasti áður en hún fór í fríið. ( vor mun síðan vera von á nýrri plötu frá Stjórninni, þeirri þriðju á jafnmörgum árum, sem síðan verður fylgt eftir með frek- ara dansleikja- og tónleikahaldi Neil Young Neil Young lætur aldeilis ekki deigan síga, þótt ekki séu nema nokkrir mánuðir frá útgáfu tón- leikaverksins frábæra Weld. Hann er nú þegar kominn vel á veg með nýjan grip, sem vel að merkja verður í fullkominni and- stöðu viö síðustu verk meistar- ans, RaggedGlory og Weld. Verð- ur um að ræða alls órafmagnaða plötu í anda snilldarverksins Harvest og hefur Young fengið til liðs við sig sama mannskap ocj vann með honum þá plötu. í samræmi við það mun platan eiga að heita HarvestMoon. Nán- ar um þetta síðar. Public Image Ltd. Hin fræga nýbylgjurokksveit, Public Image Ltd. eða PIL, snýr aftur eftir nokkurt hlé í næsta mánuði með útgáfu á nýrri plötu. Mun þessi nýja afurð Johnny Lydon (sem fyrst gerði garðinn frægan sem söngvari pönkjöfr- anna Sex Pistols undir nafninu Johnny Rotterí) og félaga hans í PIL mun kallast That what is not og kemur út 24. febrúar. For- smekkur af því sem koma skal mun birtast í formi smáskífu þann 10. febrúar. Norman. Afraksturinn á að opin- berast í apríl. í þeim ágæta mánuði kemur líka út þriðja afkvæmi hinnar dauðrotnuðu sveitar Obituary, sem skírt hefur verið í satans nafni The end complete. Nóg komið af svo góðu. Hér hefur aðeins verið minnst á brot af því sem í vændum er á árinu og hending látin ráða við val. Nánar verður auðvitað greint frá útgáfum þegar tilefni og tæki- færi þykja til, samanber punkta um Neil Young og Pil hér að neðan. Þórshöfn Ríkissjóöur leitar eftir kaupum á íbúöarhúsnæöi á Þórshöfn. Um er að ræöa einbýlishús, par- og/eða raöhús, u.þ.b. 150-200 m2 að stærö að meðtalinni bíl- geymslu. Tilboö, er greini staðsetningu, stærö, byggingarár - og efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 3. febrúar 1992. Fjármálaráðuneytið, 23. janúar 1992. Gæðastjórnun — Fundur Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og Há- skólinn á Akureyri halda kynningarfund um altæka gæðastjórnun (Total Quality Management = TQM) á Hótel KEA, mánu- daginn 27. jan. kl. 17.15-19.30. Alan Hodgson, stjórnarráðgjafi á vegum Process Management International (PMI) verður aðalfyrirles- arinn, en hann hefur mikla reynslu af gæðastjórnun í heimalandi sínu og víðar. Kostnaður kr. 5.000. Nánari upplýsingar veittar í síma 25725 á skrif- stofutíma. AKUREYRARB/íR Fóstrur — Fóstrur Laust er til umsóknar starf leikskólastjóra við leik- skólann Sunnuból á Akureyri, til eins árs. Einnig vantar yfirfóstru og fóstrur. Sunnuból er leikskóli með 25 börnum á aldrinum 2-6 ára í 8 eða 9 tíma vistun. Upplýsingar um innra starf gefur leikskólastjóri í síma 96-27753. Einnig óskast til starfa yfirfóstra og deildarfóstrur á leikskólana Holtakot og Lundarsel. Upplýsingar um innra starf gefa leikskólastjóri á Holtakoti í síma 96-27081 og á Lundarseli í síma 96-25883. Aðrar upplýsingar gefa deildarstjóri dagvistar- deildar í síma 96-24600 og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfélaga og Fóstrufélags íslands. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar Geislagötu 9, Akureyri. Deildarstjóri dagvistardeildar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.