Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 25. janúar 1992 Kvikmyndasíða Jón Hjaltason Ný akureyrsk leikin stuttmynd: „Spuming um svar“ - frumsýnd á 1929 langt því frá að vera léttmyndir, þvert á móti þær eru sumar svo langdregnar að áhorfandinn verður þeirri stundu fegnastur þegar myndinni lýkur og veltir því jafnframt fyrir sér hvort sýn- ingin hafi í raun aðeins tekið 15 eða 20 mínútur." Og það er auðheyrt á Sævari að Spurning um svar er langt því frá að vera tíðindalítil, áhættu- atriði eru fjöldamörg, bílar eru eyðilagðir og leikarar fá að snýta rauðu. Leikaraliðið er fjölmennt en ætla má, segir Sævar að í kringum 100 manns hafi á einn eða annan hátt komið nálægt gerð myndarinnar, þar af um 20 að staðaldri. En hvernig skyldi leikstjóranum unga hafa gengið að stjórna skólafélögum sínum. „Ég neita því ekki að það var erfitt en skemmtilegt líka. Petta var margt fólk og ekki alltaf auð- velt að ná því öllu saman, menn voru í vinnu hér og þar og surnir þurftu að læra. Pá voru leikararn- ir ekki alltaf sérlega leiðitamir. Einhvertíma þurftu þeir efnisins vegna að hanga 1 eða 2 tíma í Eyjafjarðaránni og líkaði það illa. Peir létu þó segjast við for- tölur mínar og frýjanir.“ Sævar glottir þegar hann rifjar þetta upp og er greinilega skemmt en þegar ég spyr hann nánar út í söguþráð Spurningar um svar verður hann leyndardómsfyllri en lætur þó uppi að myndin segi frá rithöfundi sent er að semja sögu. „Lengst af fá áhorfendur að fylgj- ast með sögu höfundarins, hvern- ig hann sér hana fyrir sér, en einstaka sinnum sveiflast sjónar- hornið yfir á rithöfundinn sjálfan sem eru þá nánast einu rólegu augnablikin í myndinni en sam- bandið milli höfundarins og sög- unnar er margflókið og ekki hægt að skýra í orðum.“ Þegar Sævar minnist á það að 70% myndarinnar er í svart hvítu en afgangurinn í lit verður spurl- inum skyndilega hugsað til Holly- wood og allra milljónatuganna, jafnvel milljarðanna, er það kost- ar að gera eina kvikmynd þar vestra. Pað er næstum því skelf- ingartónn í röddinni: „En er þetta ekki dýrt fyrirtæki?" „Ekki svo mjög,“ svarar Sævar. „Við fengum ýmislegt af leikbúnaði gefið, náðum góðum samningum við Hljóðmynd, þar sem við fáum að klippa, og leikararnir hafa ekki gert háar launakröfur. Við erum því ennþá réttu megin við 100 þúsundin séð af sjónar- hóli þess er þarf að borga. Við höfum reynt að gera sem mest sjálfir. Til dæmis fór allt jólafríið í klippivinnu en þá sátum við all- ar nætur við að skeyta saman úti- tökurnar sem okkur rétt tókst að ljúka fyrir snjóa. Síðan hafa allar innitökur farið fram í Verk- menntaskólanum þar sem við fengum að reisa stúdíó.“ „Og hvenær á svo að leyfa Akureyringum og öðrum áhuga- mönnum um kvikmyndagerð að sjá afkvæmið?“ „Myndin verður frumsýnd sunnudaginn 26. janúar kl. 20 á veitingastaðnum 1929,“ svarar Sævar. „Önnur sýning verður daginn eftir kl. 20 einnig og svo ætlum við að láta aðsókn ráða hvort um fleiri sýningar verður að ræða.“ Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 27. janúar 1992, kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigrún Sveinbjörnsdóttir og Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Spurning um fífldirfsku? Hreinasta mildi var að allir skyldu sleppa ómeiddir úr gerð þessarar myndar. Ekki er alveg frítt við að Akur- eyringar og jafnvel bændur hér í kring hafi á næstliðnum haust- mánuðum byrjað að velta fyrir sér andlegu heilbrigði nemenda Verkmenntaskólans, að minnsta kosti sumra þeirra. Ungir piltar sáust stökkva á milli snjósleða þar sem sleðarnir voru botn- keyrðir eftir Leirutjörninni - og vel að merkja þetta var löngu fyr- ir öll frost -, bílar voru klessu- keyrðir og ungir (vel menntir) herramenn skiptust á höggum standandi á bílþaki sem auðvitað var ekki hreyfingarlaust frekar en annað er tengdist þessum „haust- fagnaði“ nemendanna. Út yfir allan þjófabálk tók þó þegar þessir efnilegu nemendur Verk- menntaskólans virtust ætla að taka sér fastan bólstað í Eyja- fjarðará. En allt á sér sínar skýringar, jafnvel þessi óvenju- lega hegðun unga fólksins. „Við vorum að keppast við fyr- ir snjóa að Ijúka útitökum vegna stuttmyndarinnar Spurning um svar“, útskýrir Sævar Guðmunds- son leikstjóri og annar tveggja höfunda handrits. „Sá sem skrif- aði verkið á móti mér, Kristján Kristjánsson, leikur einnig aðal- hlutverkið í myndinni." Að sögn Sævars eru þeir piltarnir búnir að ganga mcð kvikmyndabakteríuna nánast frá fæðingu. Ungir byrj- uðu þeir að fikta með vídeó- upptökuvélar og þegar kom í Verkmenntaskólann voru hug- myndirnar orðnar stærri en nokkru sinni og frekar en að hrökkva var ákveðið að ráðast í gerð leikinnar stuttmyndar á veg- um Kvikmyndaklúbbsins Film- unnar sem starfar innan vébanda skólans. „Um miðjan september síðast- Hestafólk Léttisfélagar Árshátíð Léttis hefur verið ákveðin. Hún verður haldin í Fiðlaranum 4. hæð, 20. mars. Hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefnd. Stór hluti þess hóps er hafði yfirumsjón um gerð myndarinnar. Sævar Guðmundsson leikstjóri, myndatökumaður, klippari og annar hand- ritshöfundur myndarinnar. Myndir: Goiii liðinn hófumst við handa, skrifuðum handritið og byrjuðum að mynda. Markmiðið hjá okkur félögunum strax í upphafi var að skapa spennumynd með léttu ívafi, hafa hvergi dauðan punkt. Við höfðurn tekið eftir því að stuttmyndir margar hverjar eru GLERÁRGÖTU 36 SÍMI 11500 Aðalstræti: Mjög fallegt einbýlishús 5-6 herb., hæð og ris. Bílskúr. Reist 1982. í mjög góðu lagi. Lyngholt: 5 herb. neðri hæð í tvíbýli ásamt bflskúr. Eignin er í mjög góðu ástandi. Laus fljótlega. Birkilundur: 5-6 herb. einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Eignin er mjög falleg. Laus eftir sam- komulagi. Brekkugata: Einbýlishús - hæð, ris og kjallari í mjög góðu lagi. Skipti á eign á Reykjavíkur- svæðinu koma til greina. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Heimasími 11485. Lögmaður: ^JJ Benedikt Ólafsson hdl. || FASTÐGNA& fl NOROURUNDSII Glerárgötu 36, 3. haeð ■ Sími 11500 Opið virka daga kl. 14.00-18.30 á öðrum tímum eftir samkomulagi SKATTAFRAMTÖL fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki Sími 27721, Rolf. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! á IUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.