Dagur - 27.02.1992, Síða 3

Dagur - 27.02.1992, Síða 3
Fimmtudagur 27. febrúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Breytingarnar í Hafnar- stræti 107 á Akureyri: Mótmæli norðanmanna báru árangur Með bréfí til Ásgeirs Jóhann- essonar, forstjóra Innkaupa- stofnunar ríkisins, dagsettu 25. febrúar sl., mótmælti Meist- arafélag byggingamanna á Norðurlandi harðlega þeim vinnubrögðum Innkaupastofn- unar að auglýsa að útboðsgögn vegna breytinga á fyrstu hæð Hafnarstrætis 107 á Akureyri væru einungis afhent á skrif- stofu Innkaupastofnunar í Borgartúni í Reykjavík, þrátt fyrir að um væri að ræða verk á Akureyri. Um síðustu helgi birtist auglýs- ing í dagblöðunum í Reykjavík frá Innkaupastofnun þar sem óskað var tilboða í endurinnrétt- ingu á 307 fermetra húsnæði á 1. hæð í Hafnarstræti 107 á Akur- eyri, gamla húsnæði Útvegsbank- ans, þar sem ætlunin er að inn- rétta húsnæði fyrir m.a. af- greiðslu embætti bæjarfógetans á Akureyri. í auglýsingunni kemur fram að útboðsgögn verði afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar í Borgartúni í Reykjavík til og með 5. mars nk. og tilboð opnuð á sama stað 10. mars nk. Meistarafélag byggingamanna á Norðurlandi sætti sig ekki við að útboðsgögn í verk á Akureyri væru ekki einnig til afhendingar á Akureyri og sendi forstjóra stofnunarinnar hörð mótmæli vegna þess í bréfi dagsettu í fyrradag. Verktakar á Akureyri voru einnig mjög óhressir með þessi vinnubrögð Innkaupastofn- unar og töldu þau með öllu óeðli- leg. Hörð mótmæli að norðan hafa greinilega haft sitt að segja, því í gær óskaði Innkaupastofnun eftir birtingu á nefndri auglýsingu í Degi í dag og inn í þá auglýsingu er komin sú viðbót að útboðs- gögn verði einnig afhent hjá Kristjáni Baldurssyni, tækni- fræðingi á Akureyri. Það skal tekið fram að útboðsauglýsingin frá Innkaupastofnun barst ekki í tæka tíð til birtingar í helgarblaði Dags. Stofnunin óskaði hvorki eftir birtingu á auglýsingunni í þriðjudags- né miðvikudagsblaði. Það var ekki fyrr en í gær, mið- vikudag, eftir að Innkaupastofn- un hafði fengið hörð viðbrögð frá Akureyri, að óskað var birtingar á auglýsingunni með áðurnefnd- um breytingum. óþh r ekki kominn tími til að skreppa suður og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Kíkja í búðir, fara í leikhús,koma við á krá njóta skemmtunar á Hótel íslandi og fullkomna ferðina með dvöl á fyrsta flokks hóteli. Láttu þetta eftir þér, þú átt það skilið. Pantanasími 688999. Grœnt símanúmer 996099 H Ó T E L ISLAND Ármúli 9, 108 Reykjavík. Leikklúbbur Skagastrandar: Fnunsýnir Kardemonunu- bæinn á laugardag Leikklúbbur Skagastrandar frumsýnir nk. laugardag Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner. Æfíngar hafa staöið yfir frá áramótum, en Árni Blandon er leikstjóri sýningarinnar. Að sögn Steindórs Haraldsson- ar hjá leikklúbbnum hafa æfingar gengið vel og því hægt að frum- sýna á tilsettum tíma. Hann segir að ráðgert sé að fara í leikför á Hvammstanga og jafnvel víðar enda uppsetningin viðamikil og vönduð. Á milli 40 og 50 manns hafa komið nálægt uppsetningu Kardemommubæjarins og að sögn Steindórs gekk ótrúlega vel að manna stykkið. Hann segir að erfiðast hafi verið að setja sarnan hljómsveit þá er sér um tónlist- arflutning við leikritið, en það hafi þó allt gengið upp eins og annað. „Það sýnist öllum að þetta ætli að takast nokkuð vel enda um að ræða stórt og mikið verkefni til að setja upp á ekki fjölmennari stað en Skagaströnd. Sýninga- fjöldi fer eftir aðsókn, en ég vona að viðtökur verði góðar þar sem mikill metnaður býr á bak við þessa leiksýningu okkar,“ segir Steindór. Frumsýning á Karde- mommubænum verður klukkan 17.00 í Fellsborg á Skagaströnd. SBG Sauðárkrókur: „Opnir dagar“ í Fjölbraut - leiksýningar og ljóðalestur Nemendur og kcnnarar Fjöl- brautaskóla Noröurlands vestra á Sauðárkróki munu í næstu viku taka sér frí frá venjubundnu skólastarfi. Mið- vikudaginn 4. mars hefjast svokallaðir „Opnir dagar“ í skólanum og að sögn Einar E. Einarssonar, forseta nemenda- félagsins, kennir ýmissa grasa í dagskrá daganna. „Við erum búin að fá fjöldann allan af fyrirlesurum til að koma og stórir punktir í dagskránni eru leiksýningar og ljóða- og blúskvöld. Auk þess verða marg- ir hópar starfandi og Rás Fás mun að venju útvarpa frá morgni til kvölds,“ segir Einar. Leikhópur Fjölbrautaskólans hefur undanfarnar vikur verið að æfa þrjá einþáttunga undir stjórn Andrésar Sigurvinssonar, leik- stjóra. Leiksýninguna kalla þau „Menn, menn, menn“, en þarna er um að ræða einþáttungana: „Meðan við snertumst“ eftir Melkorku Thelmu Ólafsdóttur, „Hungurdansinn“ eftir Sindra Freysson og „Einn, tveir, þrír, jafnvel fjórir" eftir BergljótU' Arnalds. Frumsýnt verður mið- vikudaginn 4. mars. Að kvöldi föstudags í „Opnum dögum“ segir Einar að nokkur ljóðskáld muni lesa eigin ljóð og blússveit frá Húsavík leika undir og laugardagskvöldið 7. mars lýkur dögunum með árshátíð skólans. SBG Sprengidagstilboð Saltkjöt Gular Framhryggur 799.- kr. ka baunir 500 g 63.- kr. Blandaður fl. 532.-kr. kg Rófur 47.-kr. ka Rif 392.- kr. kg up Rjómi 15% afsláttur Marme- loói 158 Tómat- sósa 1 lítri 156 IUS- rúllur m/4 Ik raverslu irlcads VISA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.