Dagur - 27.02.1992, Síða 9
Fimmtudagur 27. febrúar 1992 - DAGUR - 9
aður. Ýmsir handgerðir munir
voru á boðstólum og að máls-
verði loknum gaf ég mig á tal við
einn rauðskinnann. Sá var fiski-
maður og eftir einn sjúss af
íslensku brennivíni, sem ég átti í
veiðitöskunni, fórum við að ræða
um dorg um ís. Við gengum út
fyrir vegg og þar sagði indíáninn
mér frá mörgum brellum sem
nýta mætti á ísnum. Sem þakk-
lætisvott gaf ég karli brennivíns-
pelann minn, sem var nær ósnert-
ur. Þessi ágæti maður átti eftir að
reynast mér vel síðar og er leið
að heimferð til íslands færði hann
mér tvær loðhúfur af David
Crocket gerð að gjöf.
Aftur var haldið út á ísinn til
æfinga. Nú vorum við ekki á 70
metra dýpi. Nei, hér var helmingi
grynnra. Veðrið hafði lagast.
Okkur þótti ekki jafn kalt. Stefán
var á annarri skoðun. Indíána-
bruggið hafði gert sitt gagn og
verst var að eiga ekki lögg í
skinntuðru.
Er leið á daginn dró upp kólgu-
bakka í norðri og menn voru
farnir að kvarta um kulda allir
a vetrar
nema íslendingarnir. Okkur var
ekki kalt enda klæddir föðurland-
inu innst fata. Kanarnir vældu og
ákveðið var að halda til snjóbíl-
anna. Útiteknir og sælir veiði-
menn gengu heim að hótelinu.
Heitir pottar og sundlaug biðu
okkar og nemendur úr heilsu-
ræktarskóla buðu ókeypis nudd
sem fáir þáðu.
Klukkan sjö héldu allir kepp-
endur til Irish House til kvöld-
verðar í boði borgarstjórnar
Frostið bítur og Max-gallinn gerir sitt gagn. Björn Sigurðsson, formaður
Dorgveiðifélags íslands á keppnisstað.
Georgina.
Irish House er góður staður og
maturinn var góður. Að ræðu-
höldum loknum blönduðu menn
geði yfir bjórkrús. Hljómsveit
birtist á palli og tók að leika
danstónlist. íslendingarnir og
Svíarnir voru fljótir til og buðu
innfæddum meyjum í dansinn.
Eftir nokkrar bjórkollur fóru
Finnarnir að dærhi okkar. Þeir
vesturheimsku voru þyngri fyrir
og fóru fljótlega heim á hótel.
Þjóðareðlið sagði strax til sín.
Þjóðirnar þrjár Finnar, Svíar og
íslendingar áttu samleið. í tilefni
þess að við vorum á írskri krá
hófum við söng á írskum söngv-
um kráareigandanum til heiðurs.
Forsöngvari var íslenski kapt-
einninn. Góður rómur var gerður
af söng „víkinganna úr norðri".
Sem þakklætisvott bauð Joe krá-
areigandi upp á eðalwisky frá ír-
landi og síðar er undirritaður
heimsótti kránna fékk hann ekki
að greiða fyrir drykkinn. „Nei,
íslendingar eru mínir menn og
hér drekka þeir frítt,“ sagði Joe
hinn stutti.
Dagur var að kvöldi kominn og
við fórum heim á hótel um mið-
nætti. Á morgun var annar dagur
til æfinga á ísnum.
Moby Dick er
okkar maður
Finnar, Svíar og íslendingar voru
fyrstir til morgunverðar klukkan
sjö. Morgunverðurinn var vel úti-
látinn, en ekki var hann hollur.
Spikfeitt flesk, pylsur og brösuð
egg. Að afloknum árbít fórum
við að taka okkur til því ekki
hafði gefist tími til þess kvöldið
áður. Á tilsettum tíma voru allir
komnir til snjóbílanna. Ekki var
frostið jafn biturt og daginn áður,
enda var snjómugga. Eldri mað-
ur var nú með í för. Hann var frá
Niagarasvæðinu og var hinn
ræðnasti. Er við fórum að spyrja
manninn ráða um agn og fleira
kvaðst hann ekkert mega segja.
Joe Montgomery, en það heitir
maðurinn, á fjölda heimsmeta í
sportveiði, þá jafnt á vötnum sem
í ám. Joe hafði fengið far með
„íslenska snjóbílnum“ þar sem
hann safnaði frímerkjum og nú
fór hann að ræða um íslensk frí-
merki sem hann átti nokkur.
Þarna hitti Joe vel á vondan þar
sem var póstmeistarasonurinn frá
íslandi. Eftir því sem orðræður
okkar þróuðust var svo komið að
undirritaður var búinn að lofa
frímerkjasendingu þegar heim
væri komið og nú stóð ekki á
upplýsingum. Sá gamli opnaði
veiðipússið sitt og deildi út jafnt
fræðiritum, önglum, flugum og
blinkplötum sem að gagni mætti
koma. Einnig sagði hann okkur á
hvaða dýpi skyldi reyna við regn-
bogasilunginn. Joe sem við
nefndum eftir þetta Moby Dick,
þar sem hann rekur fyrirtæki með
því nafni, var sem skuggi okkar
næstu daga á ísnum og var ráð-
hollur hvenær sem færi gafst. Svo
fór að sá gamli fylgdi okkur
íslendingunum í allar veislur og
þær voru fjölmargar. Og ekki
gerði Moby það endasleppt þegar
hann var sérstakur leiðsögumað-
ur íslendinganna og Svíanna við
Niagarafossa á síðasta degi okkar
í Kanada.
Klukkutíminn í snjóbílnum
var fljótur að líða og við örkuð-
um út á ísinn. Við furðuðum
okkur á að Kanadamennirnir og
Kanarnir voru ekki með í för.
Enginn svör fengum við þegar
spurt var hvar þeir væru niður-
komnir, en samkvæmt reglum
heimsmeistaramótsins skyldu all-
ir keppendur vera á sama svæði
til æfinga. Veitt var til hádegis,
en þá var aftur farið á vit indíán-
anna vina okkar á Georgianeyju.
Er komið var til þeirra rauðu
kom í ljós að allir keppendur
voru með öngulinn í rassinum.
Veiði hafði verið treg um allt
vatnið en engar spurnir fengum
við af vesturheimsku keppnislið-
unum tveimur.
Gengið var til veislu, sem var
enn veglegri en sú fyrri. Nú
höfðu indíánarnir undirbúið sér-
staka dagskrá með tilheyrandi
söng og dansi. Hvert einasta and-
lit af verndarsvæðinu var mætt til
leiks og sú stund er við áttum
þarna á eyjunni mun aldrei líða
úr minni.
Æfingum var lokið og haldið
var til Georgian Inn. íslenska
sveitin var orðin margs vísari en
óánægjuraddir heyrðust, því
keppendur höfðu ekki fengið að
fara á grunnt vatn, en fyrsti dagur
keppninnar skyldi haldinn á slíku
vatni. Þá átti að reyna við aborra,
en Finnar og Svíar eru sér-
fræðingar í slíkum veiðum. ój
15% AFSLÁTTUR
á öllum AEG handverkfærum
SÉRTILBOÐÁ NOKKRUM VÉLUM
TÆKIFÆRITIL AÐ PRÓFA FLESTAR TEGUNDIR
HANDVERKFÆRA-
KYNNING
í Byggingavörudeild KEA aö Lónsbakka
28. OG 29. FEBRÚAR