Dagur - 27.02.1992, Síða 16

Dagur - 27.02.1992, Síða 16
Akureyri, fímmtudagur 27. febrúar 1992 Fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps fyrir 1992 lögð fram í dag: Bygging grunnskólans stærsta verkefiiið Hadegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuöu brauðum fylgja öllum aðalréttum og pizzum Fri heirasendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingahús VEITINGAHUSIÐ Glerárgötu 20 • ® 26690 Fjárhagsáætlun Skútustaða- hrepps fyrir 1992 verður lögð fram á fundi hreppsnefndar í dag. Langstærsta verkefni hreppsins í ár er áframhald- andi bygging grunnskólans í Akureyri: Innbrot í Sjöfn Brotist var inn í efnaverk- smiðjuna Sjöfn á Akureyri aðfaranótt miðvikudagsins. Reynt var að opna peninga- skáp en ekki er talið að neinu hafi verið stolið. í>eir sem brutust inn í efna- verksmiðjuna Sjöfn í fyrrinótt höfðu lítið upp úr krafsinu. Reyndu þeir að opna peninga- skáp en tókst ekki og virðast hafa yfirgefið staðinn án þess að taka neitt með sér þegar peningar náðust ekki úr skápnum. Að sögn lögreglu munu einhverjar skemmdir hafa verið unnar við innbrotið en síðdegis í gær var ekki búið að komast að því hverj- ir voru þarna að verki. ÞI Reykjahlíð, en tilboð í það verk verða opnuð 9. mars nk. Fjárhagsáætlun er samdráttar- áætlun og tekur mið af erfiðleik- um í atvinnulífi í sveitarfélaginu. Eitt af stærri fyrirtækjum þar, Léttsteypan hf., hefur sem kunn- ugt er átt við mikla erfiðleika að etja. Tekjur Skútustaðahrepps eru áætlaðar í ár 65 milljónir króna, þar af um 25 milljónir króna af útsvörum, og lækka þær í krónutölu milli ára, sem segir sína sögu. Skútustaðahreppur bauð á dögunum út þrjú verk við áfram- haldandi uppbyggingu grunn- skólans í Reykjahlíð. Um er að ræða einangrun þaka, samtals um 1000 fermetrar, ílögn í gólf um 1040 fermetrar og uppsteypa tveggja stiga. Sigurður Rúnar segir að þessar framkvæmdir séu langstærsta verkefni hreppsins á þessu ári og verði 18 milljónum króna varið til þeirra. Framkvæmdum við grunnskól- ann verður fram haldið á næsta ári og segir Sigurður Rúnar vonir standa til að hægt verði taka hann í notkun haustið 1993. óþh Framkvæmdir Listagilsmanna við gömlu Smjörlíkisgerðina og Flóru hafa gengið vel og er ásýnd húsanna óðum að breytast. Mynd: Golli Listagil: „Raunsæi hefiir setið í fyrirrúmf - segir Páll Tómasson, arkitekt „Við erum komnir vel yfír helming framkvæmda og kostnaðaráætlun stenst upp á Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.: Sfld úr Þórshamri í edikpækfl Þórshamar GK landaði í gær 300 tonnum af síld á Þórshöfn. Síldarvertíð lýkur um næstu mánaðamót og hafa þegar mörg skip hætt veiðum, enda afli verið frekar tregur að undanförnu. Loðna berst líka í töluverðu magni til Þórshafnar þessa dagana. Súlan EA land- aði 760 tonnum í fyrrinótt og von var á Guðmundi VE með um 900 tonn í gærkvöld. Eyjafjarðarferjur: Gunnar Arason geri til- lögur um rekstrarform Útgerð Eyjafjarðarferjunnar Sæfara, þ.e. Hríseyjarhrepp- ur, á inni hjá fjármálaráðu- neytinu um 7 milljónir af þeim 18,5 milljónum sem aukafjár- veiting fékkst fyrir síðastliðið haust. Ráðuneytið setur það sem skilyrði fyrir greiðslu pen- inganna að úttekt fari fram á rekstri skipsins og hefur sam- gönguráðherra nú falið Gunn- ari Arasyni, skipstjóra á Akur- eyri, að gera tillögur um hvernig rekstri flóabáta verði best fyrir komið í Eyjafirði. Aukafjárveitingin sem sam- þykkt var í haust er stofnstyrkur til Hríseyjarhrepps til að greiða af lánum vegna kaupa á ferjunni. Þá fékk hreppurinn á sama tíma 9,1 milljóna rekstrarstyrk vegna Sæfara og 8,3 milljóna rekstrar- styrk vegna ferjunnar Sævars. Sem fyrr segir vill fjármála- ráðuneytið fá úttekt á rekstri Sæfara áður en milljónirnar sjö verða greiddar út. Rekstur skips- ins hefur verið erfiður og hafa ýmsar leiðir komið upp til að styrkja rekstur bess. Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, fól Gunnari Arasyni jafnframt að athuga hvort til greina komi að kaupa skip í stað Sæfara sem henti til ferðaþjón- ustu. JÓH Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., sagði í gær að þrátt fyrir lélegan botnfiskafla að undanförnu hafi síldin og loðnan gert það að verkum að hægt væri að halda uppi nægri atvinnu. Jóhann segir að síldin úr Þórs- hamri GK sé flökuð og síðan sett í saltpækil og að lokum í edik- pækil. Þessa gerð síldar vantar til þess að hafa upp í gerða samn- inga. I fyrrinótt landaði Súlan EA 760 tonnum af loðnu til bræðslu og í gærkvöld var von á Guð- mundi VE með 900 tonn. Hrað- frystistöð Þórshafnar hefur tekið á móti um 15 þúsund tonnum af loðnu það sem af er vetrarvertíð. Jóhann sagðist eiga von á að loðnufrysting hæfist eftir um það bil viku. óþh punkt og prik. Allir verkþættir eru framreiknaðir til verkloka sem gerir okkur allt auðveld- ara. Byggingaráætlún var vel unnin strax í upphafi og við gerðum ráð fyrir óvæntum atvikum. Raunsæi hefur setið í fyrirrúmi. Fyrstu menn flytja inn á vordögum,“ segir Páll Tómasson, arkitekt og einn þeirra sem stendur að breyt- ingum á húsum í Listagili. Umrædd húsalengja var áður aðsetur Smjörlíkisgerðar KEA við Kaupvangsstræti. Nýju eig- endumir eru: Gísli Kristinsson og Páll Tómasson, arkitektar, Baldur Ellertsson, listmálari, Guðmundur Oddur, Iistmálari og grafískur hönnuður, Svavar Gunnarsson og Ari Svavarsson, sem ætla að reka listagallerí í húsinu, Hlynur Hallsson, skáld og myndlistarmaður, Gísli Bogi Jóhannesson, sem ætlar að reka kaffihús í Listagili, og Akureyr- arbær. Páll Tómasson segir að eignarhluti Akureyrarbæjar í húsinu verði trúlega rekstrarein- ing heildarinnar þ.e. húsanna á norðurkanti Kaupvangsstrætis og um framkvæmdir þeirra félaga sagði Páll: „Búið er að einangra hús að utan og múrhúðað verður í vor. Nýtt þak var sett á húsið og það einangrað. Allir gluggar eru nýir og við ljúkum við að glerja á næstu dögum. Allt lagnakerfi þurfti að vinna frá grunni og því verki er að ljúka. Já, þetta er spennandi verkefni. Við væntum þess að ná farsæliega í höfn og að menning fái að dafna í Listagili." ój Hrísey: Bókasafiiið opnað á ný - hefur fengið inni í grunnskólanum Bókasafnið í Hrísey verður opnað á ný við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. febrúar nk. kl. 14.00. Safnið hefur verið lokað síðan 1984 og bækurnar geymdar í kössum. Bókasafnið hefur fengið inni í grunnskólanum, í herbergi inn af skólabókasafninu. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, formaður menn- ingarmálanefndar Hríseyjar, sagði í samtali við Dag, að nefnd- armenn hefðu unnið að því í um tvö ár að opna safnið á ný. „Pað hefur verið lögð mikil vinna í þetta verk og á laugardag- inn verður loks hægt að opna safnið formlega á ný. Bækurnar hafa verið skráðar upp á nýtt en safnið á rúmlega 3000 bókatitla. Keyptar hafa verið nýjar hillur og þá hefur safnið eignast tölvu,“ sagði Hulda ennfremur. Við opnunina á laugardag, verður einsöngur og kórsöngur, lesið upp úr bókum og saga safns- ins rakin, svo eitthvað sé nefnt. -KK Tónlistarskóli Evjafiarðar: Sprenging í aðsókn- inni um áramótin - alls 217 nemendur í skólanum sem er stærstur á Norðurlandi Nemendur í Tónlistarskóla Eyjafjaröar eru nú á þriðja hundraö talsins en segja má að sprenging hafi orðið í aðsókn að skólanum nú um áramótin því síðustu annir hefur fjöldi nemenda verið um 160. Alls eru nú 217 nemendur í skólanum, sem jafnframt er orðinn annar stærsti tónlistarskóli á Norðurlandi. Skólinn er starfræktur í sjö sveitarfélögum, þ.e. Grýtu- bakkahreppi, Svalbarðsstrand- arhreppi, Eyjafjarðarsveit, Arnarneshreppi, Glæsibæjar- hreppi, Öxnadalshreppi og Skriðuhreppi, og er kennt í samtals sjö skólum. Að sögn Atla Guðlaugsson- ar, skóiastjóra, miðuðust áætl- anir um nemendafjölda í upp- hafi við að þeir yrðu 80-90 og var þá tekið mið af hliðstæðum skólum á landinu. Þetta er fjórða starfsár skólans og eru átta kennarar nú starfandi við hann. Atli segir að þessi aukni áhugi sé á öllu svæðinu og hann komi vfðar fram en hjá börnun- um því um 30 fullorðnir sækja nám. Aðspurður segist hann ekki reikna með að þessu fjölg- un sé tímabundin heldur muni nemendafjöldinn áfram verða á þriðja hundrað. „Þetta er ábyggilega heims- met því þetta er um 10% af íbúunum í þessum sveitarfélög- um,“ sagði Atli. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.