Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 5
Fréttir
Föstudagur 10. apríl 1992 - DAGUR - 5
V
Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar villtra dýra:
Tekjur rfldssjóðs vegna eyðingu refa og
minka geta orðið hærri en kostnaður
- nefnd lagði til 7 5% kostnaðarhlutdeild ríkisins
- ríkisstjórnin breytti því í 25%
í frumvarpi til laga um vernd,
friðun og veiðar á viiltum fugl-
um og villtum spendýrum, öðr-
um en hvölum, sem nú liggur
fyrir Alþingi er gert ráð fyrir
því að kostnaður við eyðingu
refa og minka skiptist þannig á
milli ríkis og sveitarfélaga að
ríkinu beri að endurgreiða
sveitarfélögum 25% útlagðs
kostnaðar en sveitarfélögin
standi undir 75% kostnaðar-
ins. Þarna er um mikla breyt-
ingu að ræða frá núgildandi
reglum um skiptingu kostnað-
ar þar sem ríkið hefur endur-
greitt 75% útlagðs kostnaðar.
Með lögum um ráðstafanir í
ríkisfjármálum - bandormin-
um - var kostnaðarhlutdeild
ríkisins lækkuð í helming út-
lagðs kostnaðar. Virðisauka-
skattur leggst einnig í mörgum
tiifellum við kostnað við refa-
og minkaveiðar ef þeir sem
veiðarnar stunda eru virðis-
aukaskattsskyldir. Virðisauka-
skatturinn veldur sveitarfélög-
unum kostnaðarauka en óvíst
er hvort viðkomandi veiðimenn
eiga þess kost að fá skattinn
endurgreiddan og skilar hann
sér þá sem tekjur í ríkissjóð. I
vissum tilfellum getur hann
ásamt tekjuskatti af vinnulaun-
um manna við refa- og minka-
veiðar skapað ríkinu hærri
tekjustofn en nemur endur-
greiðsluupphæðum vegna veið-
anna.
Fram til ársins 1988 greiddi
ríkissjóður tvo þriðju hluta af
kostnaði við eyðingu villtra refa
og minka samkvæmt lögum frá
árinu 1957. Þriðjunguri.nn skipt-
ist síðan að jöfnu á milli sveitar-
félaga og sýslna. Eftir að sýslu-
sjóðir voru lagðir niður tóku
sveitarfélögin 75% kostnaðar-
hlutdeildarinnar á sínar herðar á
móti ríkissjóði þar til á þessu ári.
Páll Hersteinsson, veiðistjóri,
sem sæti átti í nefnd þeirri er
vann að samningu frumvarpsins
sagði að nefndin hefði lagt til að
ríkið endurgreiddi framvegis
75% af kostnaði við eyðingu
villtra refa og minka en í frum-
varpsgerðinni eins og hún var
lögð fyrir alþingi sé einungis gert
ráð fyrir 25% endurgreiðslu af
hálfu ríkisins.
Algengt er að bændur annist
grenjaleit og önnur störf varð-
andi eyðingu refa og minka og
þar sem þeir eru virðisaukaskatts-
skyldir leggst 24,5% virðisauka-
skattur ofan á reikninga þeirra
fyrir framlagða vinnu. Aðalsteinn
Jónsson, bóndi á Víðivöllum í
Fnjóskadal, hefur talsvert starfað
við eyðingu refa og niinka og
fylgst vel með framvindu þessara
mála. Hann sagði að ef sú kostn-
aðarskipting, sem gert ' æri ráð
fyrir í frumvarpinu, yrði að veru-
leika væri raunhæft að gera ráð
fyrir að ríkið hagnaðist á þessari
starfsemi þrátt fyrir að því væri
ætlað að greiða 25% af heildar-
kostnaði. Aðalsteinn benti á að
af 100 þúsund króna reikningi
greiddi sveitarfélagið 93.375
krónur eftir að virðisaukaskattur-
inn hefði verið lagður á þrátt fyrir
endurgreiðsluna. Þar frá dragist
7.298 krónur vegna útsvarsgreiðslu
ef viðkomandi veiðimaður er
búsettur í sveitarfélaginu en hlut-
deild sveitarfélags verði aldrei
minni en 86 þúsund af 100 þúsnd
króna reikningi með virðisauka-
skatti.
Aðalsteinn benti ennfremur á
að 25% endurgreiðsluhluti ríkis-
sjóðs væri 35.185 krónur af hverj-
um 100 þúsund króna reikningi
fyrir utan virðisaukaskatt. Sami
reikningur myndi síðan 97.300
króna tekjuskattsstofn fyrir
verktakann og tekjuskattur af
þeirri greiðslu sé 31.476 krónur.
Nettó tekjur ríkisins af hverjum
100 þsúnd krónum verði því
27.552 eða 2.557 krónum hærri
en kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs
ef ekki er gert ráð fyrir frádrátt-
arleiðum frá tekjuskatti.
Aðalsteinn sagði að ekki væri
að fullu ljóst hversu stór hluti
þeirra sem starfi við eyðingu
villtra refa og minka séu virðis-
aukastattsskyldir en ekki væri
ósennilegt að sveitarstjórnir leggi
í framtíðinni áherslu á að fá aðila
sem ekki séu virðisaukaskatts-
skyldir til þessara verka í ljósi
aukins kostnaðar vegna virðis-
aukaskattsins. Þá kæmu til greina
aðilar sem ekki hefðu mikla
reynslu til að bera í þessum efn-
um en bændur leggi víða mikið
upp úr því að vel sé staðið að
þessum málum. ÞI
Samtök 1. deildar félaga í knattspyrnu semja um
, sýningarrétt við íslenska útvarpsfélagið:
„Oviðunandi að einungis sé sýnt
frá 1. deildinni á Stöð
„Ég hef ekki séö samninginn í
heild. Ef rétt er aö samningur-
inn sé á þann veg að Stöð 2
sýni aðeins í stundarfjórðung
eftir hvern leikdag í Samskipa-
deildinni og Sýn í 30-45 mínút-
ur á laugardögum þá er samn-
ingurinn óviðunandi með öllu
fyrir utanbæjarfélögin og
styrktarfólk þeirra. Já, samn-
ingurinn er þvert ofan í hags-
muni okkar norðanmanna og
er aðeins gerður með hags-
muni Reykjavíkurfélaganna í
huga og þeirra er ná útsend-
ingu Sýnar á Reykjavíkur-
svæðinu. Við norðanmenn
munum leggja ríka áherslu á
að samningar takist við Ríkis-
útvarp og -sjónvarp og málið
verður tekið upp á næstu
dögum,“ sagði Rúnar Antons-
son, formaður knattspyrnu-
deildar Þórs á Akureyri.
Samtök 1. deildar félaga í
knattspyrnu og íslenska útvarps-
félagið hafa gert með sér samning
sem heimilar Stöð 2 og Sýn að
sýna frá leikjum í Samskipadeild-
inni næsta sumar, en Samskipa-
deildin er deild 1. deildar félag-
anna í knattspyrnu. Af þeim upp-
lýsingum er Dagur hefur aflað þá
felst í samningsgerðinni að Stöð 2
verði með stundarfjórðungs
langa þætti eftir hvern leikdag í
knattspyrnunni auk þess sem 30-
45 mínútna þættir verða á rás
Sýnar á laugardögum.
Þar sem útsendingar Sýnar
nást ekki um Norðurland er aug-
ljóst að kattspyrnuáhugamenn á
Norðurlandi jafnt sem leikmenn
norðanliðanna tveggja KA og
Þórs eru mjög óánægðir. Samn-
inga við Ríkísútvarp og -sjónvarp
er krafist, en samtök fyrstu deild-
arliðanna vilja ekki semja við
RÚV nema á sömu nótum og við
Stöð 2. Þar stendur hnífurinn í
kúnni.
„Samtökin segjast vilja semja
við okkur á sömu nótum og Stöð
2. Væntanlega fáum við þá að sjá
hvernig sá samningur er. Hins
vegar höfum við gert tilboð sem
er á sömu nótum og í fyrra. Þá
ruddum við veginn og knatt
spyrnu hefur aldrei verið gerð
betri skil í sjónvarpi á íslandi.
Vissulega munum við reyna að
ná samningum en tvo þarf til. Við
höfum ekki úr meiru að moða en
í fyrra og þar við situr. Þetta ár er
þungt hjá íþróttadeildinni þar
sem tvennir Olympíuleikar eru á
dagskrá, B-keppni í handknatt-
leik, Evrópukeppni í knattspyrnu
þar sem 15 leikir verða sýndir í
heild sinni og þar af 13 beint. Ég
vona að samningar takist þannig
að landsbyggðarfólkið verði ekki
2 Gg Sýn“
afskif. Ef þeir gera það hins
vegar ekki þá getum við aðeins
fjailað um knr tspynuna í sjón-
varpsfréttum og megum sýna
þrjár mínútur frá hverjum leik,“
sagði Samúel Örn Erlingsson,
varaíþróttafréttastjóri Ríkissjón-
varpsins.
Sveinn Brynjólfsson, formaður
knattsp^rnudeildar KA, sagði að
KA-menn hefðu þær væntingar
að RÚV gengi til samninga við
samtök 1. deildar félaga í knatt-
spyrnu á þeim grundvelli sem
opin væri og íslenska útvarps-
félagið hefði samið á. „í samn-
ingnum felast ekki háar fjárhæðir
heldur það meginþema að menn
geri samninga og standi við þá. í
fyrra var gerður samningur við
RÚV um upptöku á öllum 1.
deildar leikjum í knattspyrnu.
Ekki var staðið við samninga og
leikir er KA átti var sleppt.
Samningur sem þessi við íslenska
útvarpsfélagið leggur skyldur á
herðar samningsaðila og er af
hinu góða. Ekki er búið að loka á
samninga við RÚV og KA mun
leggja fram ákveðnar og sérstak-
ar óskir þess efnis að af samn-
ingagerð verði, þannig að áhuga-
fólk um knattspyrnu á lands-
byggðinni geti notið útsendinga
frá Samskipadeildinni á sama
hátt og Reykvíkingar," sagði
Sveinn Brynjólfsson. ój
Fyrir
ferminguna
Theresa járnrúm,
krómuð, hvít og svört
Breiddir: 90 cm, 105 cm, 120 cm,
140 cm og 160 cm
Vandaðar dýnur
Hagstœtt verð
Opið til hádegis á laugardögum.
vprubœr'i1
HUSGAGNAVERSLUN
TRYGGVABRAUT 24 PÖSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SfMI (96)21410
Tilvalið til
fermingargjafa
Rakvélar
Verð frá
kr. 2.680,-
Rafmagnstannb.
Verð frá
kr. 4.980,-
Hárblásarar
Verð frá
kr. 1.780,-
Klukkur
Verð frá
kr. 1.280,-
Krullujárn
Verð frá
kr. 1.480,-
Tilboð
á alvöru saumavél
Saumavélar.
Verð frá kr. 30.875 stgr.
Fermingartilboð.
Pfaff 935.
Verð áður kr. 53.500.
Verð nú 42.370 stgr.
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565