Dagur - 10.04.1992, Side 15

Dagur - 10.04.1992, Side 15
Föstudagur 10. apríl 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Visa-Cup mótaröðin í alpagreinum hefst á morgun: Heims- og Ólympíumeistari kvenna í HlíðarQalli Hin alþjóðlega mótaröð Skíða- sambands Islands í alpagrein- um, Visa Cup, hefst í Hlíðar- fjalli í fyrramáíið með keppni í stórsvigi karla og kvenna. Auk allra bestu skíðamanna íslend- inga verða yfir 60 erlendir þátt- takendur á mótinu og fer þar fremst í flokki Pernilla Viberg frá Svíþjóð en hún er heims- meistari og nýbakaður ólympíu- meistari í stórsvigi kvenna. Kvennaflokkurinn verður skipaður geysisterkum keppend- um því auk Viberg kemur landa hennar Kristina Anderson í mót- ið en hún er nú í 13. sæti á afreka- Handknattleikur: ÚrslitakepDni yngriflo íka Um helgina verður keppt til úrslita á íslandsmóti yngri flokka í handknattleik. KA á lið í úrslitum í þremur flokkum. Keppt veröur í 3., 4. og 5. flokki karla og kvenna og 2. flokki karla. Fjögur iið keppa til úrslita í hverjum flokki og fara allir leikirnir fram í Hafn- arfirði. KA á lið í 3., 4. og 5. flokki karla sem verður að teljast frábær árangur. Þórsar- ar áttu lið í undanúrslitum í 3. flokki karla um síðustu helgi og var liðið aðeins hársbreidd frá að tryggja sér sæti í úrslita- keppninni. JMJ-mót í knattspyrau Knattspyrnudómarafélag Akureyrar gengst fyrir knattspyrnumóti á Akureyri seinni hlutann í apríl. Til- gangurinn er að afla fjár til kaupa á dómarabúningum fyrir komandi knattspyrnu- vertíð. Mótið fer fram á knatt- spyrnuvöllum KA og Þórs og er ætlað félögum í Eyjafirði og nágrenni. Verslunin JMJ mun gefa veglegan farandgrip sem sigurliðið hlýtur að launum. Nánar verður sagt frá til- högun mótsins síðar. íþróttir SKÍÐI Visa Cup mótaröðin hefst í Hlíðar- fjalli á morgun. Sjá dagskrána f frétt hér að ofan. Coca-Cola mót í skíðagöngu fyrir 12 ára og yngri á laugardag. Keppni hefst kl. 14. HANDKNATrLEIKUR Mánudagur: 1. deild karla: KA-ÍBV kl. 20 Úrslitakeppni t' yngri flokkunum í Hafnarfirði föstudag, laugardag og sunnudag. GLÍMA Sveitakeppni Glímusambandsins aö Laugarvatni á laugardag. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni 2. deildar íslandsmóts- ins í íþróttahúsi Seljaskóla föstudag, laugardag og sunnudag. Urslitakeppni íslandsmótsins í 10. flokki í Laugardalshöll. SNÓKER Coca-Cola mót í tvímenningi í Gilinu á laugardag kl. 10. lista FIS í svigi með 5,67 stig og 20. sæti í stórsvigi, með 15,83 stig. Viberg er í 3. sæti í stórsvigi með 2,97 stig og 4. sæti í svigi með 2,22 stig. Til samanburðar má geta þess að sterkasta alpa- greinakona landsins, Ásta S. Halldórsdóttir frá ísafirði, er með 54,76 stig í svigi og 84,33 stig í stórsvigi. Af fleiri sterkum keppendum í kvennaflokki má nefna Svíann Inger Koehler (35,95 og 36,81 stig), og frá Noregi þær Marianne Kjeerstad (25,72 og 46,39), Annie E. Mans- haus (27,22 og 31,23) og Kari Anne Saude (34,3 og 30,45). Mjög sterkir keppendur verða Kristinn Björnsson fær tækifæri til að bæta árangur sinn enn frekar. einnig í karlaflokknum þótt þar verði enginn heims- eða ólympíu- meistari. Má þar nefna Svíana Peter Selin (25,99 og 37,6) og Christopher Granberg (29,67 og 30,45) og Norðmanninn Per Fredrik Spieler (38,21 og 20,12). Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson verður meðal kepp- enda á mótinu en hann hefur náð frábærum árangri í vetur og er í hópi stigalægstu keppenda. Hann er í dag með rúmlega 37 stig bæði í svigi og stórsvigi en þar sem ekki hefur verið gefinn út nýr listi gildir síðasti skráði árangur hans sem er 44 og 46 stig. Fyrsta mótið hefst í fyrramálið kl. 10 með stórsvigi karla. Stór- svig kvenna hefst kl. 12.30 og verðlaunaafhending verður kl. 16 við Strýtu. Á sunnudaginn hefst stórsvig kvenna kl. 10 og svig karla kl. 13.30 og verðlauna- afhending fyrir konur verður kl. 14 og fyrir karla kl. 17.30. Á mánudaginn fer svo fram þriðja og síðasta mótið á Akureyri og verður þá keppt í stórsvigi karla kl. 10 og svigi kvenna kl. 12.30. Verðlaunaafhending verður kl. 16. Þess má geta að skíðafæri er nú mjög gott í Hlíðarfjalli og hef- ur batnað töluvert síðan á Lands- mótinu um síðustu helgi. Fyrsti leikur KA og ÍBV á mánudagskvöld: „Treystum á stuðning áhorfenda“ - segir Alfreð - Sigurður Gunnarsson spáir ÍBV sigri Á mánudagskvöldiö hefst úr- slitakeppni 1. deildar íslands- mótsins í handknattleik. KA- menn taka á móti ÍBV í KA- húsinu en á sama tíma mætast FH og Stjarnan í Kaplakrika, Víkingur og Fram í Víkinni og Selfoss og Haukar á Selfossi. Önnur umferð fer fram á mið- vikudaginn og þriðja umferð á laugardaginn eftir rúma viku en þau lið komast áfram í undanúrslit sem verða fyrri til að vinna tvo leiki. „Þetta verður spurningin um það í hvernig formi menn verða þegar þeir koma úr löngu hléi eins og þessu. Við vorum búnir að spila lengi og komnir í mjög góða æfingu og þurftum síðan að byrja á undirbúningnum nánast frá grunni aftur. Þetta er svona dæmigert happdrætti fyrir þjálf- ara; hvort hann hittir á að vera með liðið á toppnum á réttum tíma,“ sagði Álfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður KA. KA-menn hafa ekki átt góðu gengi að fagna gegn Eyjamönn- um í vetur, töpuðu í Eyjum og máttu þakka fyrir jafntefli á heimavelli. „Þeir eru með sterkt lið, góða vörn og sókn og styrkur þeirra liggur kannski helst í því hvað þeir eru jafnir. Það er ekki hægt að brjóta liðið niður með því að taka einn úr umferð því það eru jafngóðir menn í öðrum stöðum. Þessi lið eru mjög áþekk eins og sést hefur í vetur en hins vegar höfum við heimavallarrétt- inn fram yfir þá og ég hef trú á að það eigi eftir að reynast mikil- vægt. Eg býst við að liðin þurfi að spila þrjá leiki og við treystum á stuðning áhorfenda í þessari mikilvægu baráttu. Þeir hafa staðið sig frábærlega í vetur, eiga mikinn þátt í hvað liðinu hefur gengið vel heima og ég hef trú á að þeir hjálpi okkur að klára þetta. Það er geysilega mikilvægt að byrja á sigri á mánudaginn og ég spái því að okkur takist að vinna þótt það verði ekki nema með einu eða tveimur mörkum,“ sagði Alfreð Gíslason. Eyjamenn betri á útivelli? Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikmaður ÍBV, sagði Eyjamenn mátulega bjartsýna fyrir leikina. „KA-menn eru á mikilli uppleið og verða erfiðir. Þeir eru með góðan mannskap og hafa að mínu mati spilað undir getu í vetur. Hins vegar höfurn við líka spilað undir getu þannig að þar er jafnt á komið með liðunum. Ég held að úrslitin ráðist einfaldlega á því hvort liðið langar meira til að komast áfram og spái því að við vinnum þetta 2:1.“ Sigurður sagðist ekki kvíða því að spila í KA-húsinu sem þegar er orðið frægt fyrir stemmningu. „Við eigum sjálfir mjög sterkan heimavöll og það er okkar styrk- ur að við spilum yfirleitt betur í hávaða og Íátum. Og ef eitthvað er þá höfum við frekar mætt afslappaðir og lausir við spennu á útivellina og spilum ekki verr á þeim nema síður sé. Ég kvíði því ekkert að mæta í KA-húsið og spái okkur 23:21 sigri á mánudag- inn.“ Forsala aðgöngumiða fer fram í versluninni Toppsporti í dag og Knattspyrna: Völsungar til Glasgow 3. deildarlið Völsungs í knatt- spyrnu leggur af stað í viku æflnga- og keppnisferð til Glasgow í Skotlandi um helg- ina. Liðið leikur þrjá leiki í ferðinni, m.a. gegn liði frá Glasgow Rangers á Ibrox. Eins og komið hefur fram í Degi hafa Völsungar misst nokk- urn mannskap frá í fyrra en hafa nú fengið aðra menn í staðinn. Þeir hafa endurheimt Jónas Hall- grímsson frá HSÞ-b, Jóhann R. Pálsson er kominn heim frá Sví- þjóð og Skarphéðinn ívarsson er kominn á fulla ferð en hann hefur ekkert verið með tvö síðustu ár vegna meiðsla. Þá hefur Svein- björn Ásgrímsson, miðjumaður frá Ægi í Þorlákshöfn, ákveðið að leika með Völsungi í sumar. Að sögn Björns Olgeirssonar, þjálfara Völsungs, eru fleiri menn inni í myndinni hjá liðinu en hann vildi ekki nefna nein nöfn. „Ég ætla ekki að segja að það sé bara formsatriði að fara upp en við reynum að bæta okkur frá í fyrra. Ég"tel að við séum ekki með lakari hóp en þá og er bjart- sýnn á að við verðum betri, ann- ars væri maður ekki að standa í þessu,“ sagði Björn. á mánudag. Verslunin gefur einnig boltann sem leikið verður með. Eins og áður hefur komið fram gengst KA fyrir hópferð til Eyja á miðvikudaginn. Flugfarið kost- ar 6.000 kr. fram og til baka og er tekið við pöntunum í KA-heimil- inu. Alfreð Gíslason býst við þremur leikjum. Knattspyrnufélag Akureyrar ESSO-mót1992 1.-5. júlí Þau félög sem óska eftir aö taka þátt í knattspyrnumóti KA fyrir A, B, C og D lið í 5. flokki karla, tilkynni þátttöku á símrita KA: (96) 11839 eða í pósthólf 16 á Akur- eyri fyrir 14. apríl nk. Staöfestingargjald er kr. 15.000 á hvert lið við- komandi félags, greiðist í síðasta lagi 21. apríl nk. Knattspyrnufélag Akureyrar Opna norðlenska Adidas mótið í innanhússknattspyrnu verður fyrir alla yngri flokka í KA-húsinu 14.-20. apríl. Þátttaka tilkynnist í KA-heimilið í síma 23482 eða símrita 11839 fyrir 12. apríl. Þátttaka er heimil öllum félögum og er þátttöku- gjald kr. 4.000 á hvert liö viökomandi félags.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.